Lífið

Ferðamanni blöskraði hátt verðlag á Íslandi

Stefán Árni Pálsson skrifar
Bernabe var hér í sextán klukkustundir.
Bernabe var hér í sextán klukkustundir.
Rubina Bernabe millilenti í Keflavík á dögunum og eyddi 16 klukkustundum hér á landi.

Bernabe byrjaði á því að leigja sér bílaleigubíl og kom það henni á óvart hversu auðvelt það var. Hún var nefnilega tekin fyrir ölvunarakstur í Bandaríkjunum en þær upplýsingar virtust ekki skila sér til Íslands.

Bernabe greinir frá deginum sínum hér á landi á YouTube-rás sinni og byrjaði hún á því að aka inn í höfuðborgina.

Hún fékk sér BLT-bát á Subway og talaði sérstaklega um að þetta væri besti bátur sem hún hefði fengið á ævinni.

Það sem kom konunni mest á óvart var hversu ótrúlega dýrt allt var hér á landi. Hún var aftur á móti ánægð með það að hafa séð norðurljósin í þessari 16 klukkustunda heimsókn en hér að neðan má sjá myndband frá ferðalagi Rubina Bernabe hér á landi.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×