Umfjöllun og viðtöl: Víkingur - Fram 24-32 | Framarar ekki í vandræðum í Víkinni Þór Símon Hafþórsson skrifar 22. október 2017 19:45 vísir/vilhelm Víkingur og Fram mættust í kvöld í 7. umferð Olís deildar karla í handbolta. Leikurinn var jafn fyrsta korterið þar sem bæði lið áttu erfitt með að koma sóknarleik sínum í gang. Það hinsvegar breyttist hratt fyrir Fram sem skoraði fimm mörk á tveggja mínútna kafla og breytti stöðunni úr 5-5 í 5-10. Víkingur sá í raun aldrei til sólar eftir þetta og staðan var afgerandi er hálfleiks flautan gall. Staðan var þá 8-16, Fram í vil og ljóst að brekkan var orðin ansi brött fyrir Víking. Sem fyrr segir sá Víkingur aldrei til sólar aftur í leiknum og náði liðið fyrst að laga stöðuna eilítið þegar Fram hvíldi marga af sínum lykilmönnum. Lokatölur 24-32, Fram í vil.Afhverju vann Fram? Fram var einfaldlega betra liðið á öllum vígstöðum. Liðið spilaði frábæran varnarleik sem sókn Víkinga réð ekkert við og voru gestirnir þar að auki duglegir að refsa við öll tækifæri úr hraðupphlaupum. Andri Þór Helgason var markahæstur í liði Fram með sjö mörk en hann skoraði góðan hluta af þeim úr hraðupphlaupum. Viktor Gísli var frábær í marki Fram og varði oft á tíðum frábærlega en hann var með í kringum 50% markvörslu. Ofan á það voru Framarar grimmir í vörninni og er nokkuð ljóst að Guðmundur Helgi, þjálfari Fram, er búinn að púsla saman hrikalega öflugu varnarliði. Einn Víkingur fær þó stóran plús í kladdann en Jón Hjálmarsson skoraði 11 mörk fyrir Víking og einn af fáum sem getur borið höfuð sitt hátt á þeim bænum.Þessir stóðu upp úr: Það er í raun erfitt að taka einn Framara yfir einhvern annan. Fram liðið var í heildina að spila fanta vel og var það liðsheild sem skóp þennan sigur fyrst og fremst. Þó verður að nefna Viktor Gísla, markmann Fram, en hann var frábær og varði 13 bolta af 26 skotum sem hann fékk á sig. Sigurður Örn var mjög góður ásamt Andra Þór og Arnari Birki en þeir stjórnuðu sóknarleik Framara mjög vel.Hvað gekk illa? Sókn, vörn og markvarsla var ekki á pari hjá Víkingum í kvöld sem hreinlega misstu hausinn og þ.a.l. leikinn úr greipum sér eftir einungis korter. Egidijus Mikalonis var frábær gegn Stjörnunni í síðustu umferð en það var ekki sjón að sjá hann í kvöld. Hann skoraði tvö mörk úr níu skotum. Gunnar Gunnarsson, þjálfari Víkinga, reyndi aftur að hafa sjö manna sóknarlínu og geyma markmann á bekknum líkt og í síðustu umferð nema að þessu sinni gekk það engan veginn. Víkingar verða að gera betur eftir landsleikjahlé en það sem varð fyrst og fremst sókninni og vörninni að falli var hversu oft liðið tapaði boltanum klaufalega frá sér.Hvað gerist næst? Nú tekur við tveggja vikna hlé en að því loknu fær Fram gula liðið úr Grafarvoginum, Fjölni, í heimsókn en Víkingur mætir í Mosfellsdalinn þar sem Afturelding bíður þeirra.Ægir Hrafn Jónssonvísir/stefánÆgir Hrafn: Hefði viljað annan leik strax eftir svona skitu Ægir Hrafn, leikmaður Víkings, var vonsvikin í leikslok eftir tapið gegn Fram. „Þetta var jafnt í korter og svo byrjuðum við að gera mikið af sóknar mistökum og það eru bara öll lið sem refsa í dag.“ Sjö manna sóknarlína Víkings gekk ekki sem skyldi í dag en hún skilaði þeim dramatísku jafntefli gegn Stjörnunni í síðasta leik. „Við urðum að gera eitthvað og þetta skánaði aðeins en í raun var sókn, vörn og markvarsla ekki til staðar í dag.“ Ægir segir að landsleikjahléið komi ekki á góðum tíma en segir að hann og hans menn muni vinna í sínum málum á komandi vikum. „Við höfum bara tvær vikur til að vinna í okkar málum. Við reynum að taka eitt skref í einu. Maður vill alltaf fá leik strax aftur eftir svona skitu.“Guðmundur gefur skipanir til sinna mannaVísir/AntonGuðmundur Helgi: Vörn vinnur leiki „Vörn vinnur leiki. Þetta er hörku vörn þegar þetta smellur svona saman. Vonandi heldur þetta áfram. Við verðum að taka þetta með okkur í næsta leik sem verður hörkuleikur gegn Fjölni,“ sagði Guðmundur Helgi, þjálfari Fram eftir að hans menn sigruðu Víking, örugglega, 24-32. Leikurinn var jafn framan af leik en Fram tók svo öll völd eftir u.þ.b. korter. „Staðan var 5-5 og svo náum við inn nokkrum mörkum á stuttum tíma og þá brotnuðu þeir og við náðum að halda okkar leik alveg út leikinn.“ Næsti leikur er gegn Fjölni eftir tvær vikur og segir Guðmundur að hann vilji sjá sína menn taka góða spilamennsku kvöldsins með sér í næsta leik. „Við erum vonandi að fá nokkra menn úr meiðslum. Núna tekur við smá æfinga törn og við mætum við glaðir til leiks eftir hlé.“Víkingarnir hans Gunnars eiga enn eftir að vinna leik í Olís-deildinni.vísir/eyþórGunnar Gunnarsson: Virkar stundum og stundum ekki Gunnar Gunnarsson, þjálfari Víkinga, var svekktur í leikslok eftir að Fram gjörsigraði hans menn í Olís deildinni í kvöld. „Sérstaklega sárt að leikurinn skyldi þróast svona. Þetta byrjaði bara jafnt eins og við vorum að gera okkur vonir um að leikurinn yrði, sagði Gunnar en staðan var jöfn, 5-5, eftir korter en þá skoraði Fram fimm mörk í röð og þá var ekki aftur snúið.“ „Við byrjuðum að kasta frá okkur boltanum og skjóta úr lélegum færum og þeir refsuðu okkur og þá förum við í hlé átta mörkum undir. Þá var þetta orðin helvíti mikil brekka fyrir seinni hálfleikinn.“ Víkingar spiluðu nær allar sóknir með sjö sóknarmenn og geymdu markmanninn á bekknum. Það skilaði þeim jafntefli gegn Stjörnunni í síðustu umferð en gekk ekki jafn vel í kvöld. „Þetta virkar stundum og stundum ekki. Í dag var þetta ekki að hjálpa okkur neitt svakalega.“ Hann segist bjartsýnn á framhaldið þrátt fyrir að Víkingur sé enn án sigurs eftir sjö umferðir. „Við höfum verið að sýna góða kafla og átt góða leiki en við verðum að gera okkur að heilsteyptara liði.“ Olís-deild karla
Víkingur og Fram mættust í kvöld í 7. umferð Olís deildar karla í handbolta. Leikurinn var jafn fyrsta korterið þar sem bæði lið áttu erfitt með að koma sóknarleik sínum í gang. Það hinsvegar breyttist hratt fyrir Fram sem skoraði fimm mörk á tveggja mínútna kafla og breytti stöðunni úr 5-5 í 5-10. Víkingur sá í raun aldrei til sólar eftir þetta og staðan var afgerandi er hálfleiks flautan gall. Staðan var þá 8-16, Fram í vil og ljóst að brekkan var orðin ansi brött fyrir Víking. Sem fyrr segir sá Víkingur aldrei til sólar aftur í leiknum og náði liðið fyrst að laga stöðuna eilítið þegar Fram hvíldi marga af sínum lykilmönnum. Lokatölur 24-32, Fram í vil.Afhverju vann Fram? Fram var einfaldlega betra liðið á öllum vígstöðum. Liðið spilaði frábæran varnarleik sem sókn Víkinga réð ekkert við og voru gestirnir þar að auki duglegir að refsa við öll tækifæri úr hraðupphlaupum. Andri Þór Helgason var markahæstur í liði Fram með sjö mörk en hann skoraði góðan hluta af þeim úr hraðupphlaupum. Viktor Gísli var frábær í marki Fram og varði oft á tíðum frábærlega en hann var með í kringum 50% markvörslu. Ofan á það voru Framarar grimmir í vörninni og er nokkuð ljóst að Guðmundur Helgi, þjálfari Fram, er búinn að púsla saman hrikalega öflugu varnarliði. Einn Víkingur fær þó stóran plús í kladdann en Jón Hjálmarsson skoraði 11 mörk fyrir Víking og einn af fáum sem getur borið höfuð sitt hátt á þeim bænum.Þessir stóðu upp úr: Það er í raun erfitt að taka einn Framara yfir einhvern annan. Fram liðið var í heildina að spila fanta vel og var það liðsheild sem skóp þennan sigur fyrst og fremst. Þó verður að nefna Viktor Gísla, markmann Fram, en hann var frábær og varði 13 bolta af 26 skotum sem hann fékk á sig. Sigurður Örn var mjög góður ásamt Andra Þór og Arnari Birki en þeir stjórnuðu sóknarleik Framara mjög vel.Hvað gekk illa? Sókn, vörn og markvarsla var ekki á pari hjá Víkingum í kvöld sem hreinlega misstu hausinn og þ.a.l. leikinn úr greipum sér eftir einungis korter. Egidijus Mikalonis var frábær gegn Stjörnunni í síðustu umferð en það var ekki sjón að sjá hann í kvöld. Hann skoraði tvö mörk úr níu skotum. Gunnar Gunnarsson, þjálfari Víkinga, reyndi aftur að hafa sjö manna sóknarlínu og geyma markmann á bekknum líkt og í síðustu umferð nema að þessu sinni gekk það engan veginn. Víkingar verða að gera betur eftir landsleikjahlé en það sem varð fyrst og fremst sókninni og vörninni að falli var hversu oft liðið tapaði boltanum klaufalega frá sér.Hvað gerist næst? Nú tekur við tveggja vikna hlé en að því loknu fær Fram gula liðið úr Grafarvoginum, Fjölni, í heimsókn en Víkingur mætir í Mosfellsdalinn þar sem Afturelding bíður þeirra.Ægir Hrafn Jónssonvísir/stefánÆgir Hrafn: Hefði viljað annan leik strax eftir svona skitu Ægir Hrafn, leikmaður Víkings, var vonsvikin í leikslok eftir tapið gegn Fram. „Þetta var jafnt í korter og svo byrjuðum við að gera mikið af sóknar mistökum og það eru bara öll lið sem refsa í dag.“ Sjö manna sóknarlína Víkings gekk ekki sem skyldi í dag en hún skilaði þeim dramatísku jafntefli gegn Stjörnunni í síðasta leik. „Við urðum að gera eitthvað og þetta skánaði aðeins en í raun var sókn, vörn og markvarsla ekki til staðar í dag.“ Ægir segir að landsleikjahléið komi ekki á góðum tíma en segir að hann og hans menn muni vinna í sínum málum á komandi vikum. „Við höfum bara tvær vikur til að vinna í okkar málum. Við reynum að taka eitt skref í einu. Maður vill alltaf fá leik strax aftur eftir svona skitu.“Guðmundur gefur skipanir til sinna mannaVísir/AntonGuðmundur Helgi: Vörn vinnur leiki „Vörn vinnur leiki. Þetta er hörku vörn þegar þetta smellur svona saman. Vonandi heldur þetta áfram. Við verðum að taka þetta með okkur í næsta leik sem verður hörkuleikur gegn Fjölni,“ sagði Guðmundur Helgi, þjálfari Fram eftir að hans menn sigruðu Víking, örugglega, 24-32. Leikurinn var jafn framan af leik en Fram tók svo öll völd eftir u.þ.b. korter. „Staðan var 5-5 og svo náum við inn nokkrum mörkum á stuttum tíma og þá brotnuðu þeir og við náðum að halda okkar leik alveg út leikinn.“ Næsti leikur er gegn Fjölni eftir tvær vikur og segir Guðmundur að hann vilji sjá sína menn taka góða spilamennsku kvöldsins með sér í næsta leik. „Við erum vonandi að fá nokkra menn úr meiðslum. Núna tekur við smá æfinga törn og við mætum við glaðir til leiks eftir hlé.“Víkingarnir hans Gunnars eiga enn eftir að vinna leik í Olís-deildinni.vísir/eyþórGunnar Gunnarsson: Virkar stundum og stundum ekki Gunnar Gunnarsson, þjálfari Víkinga, var svekktur í leikslok eftir að Fram gjörsigraði hans menn í Olís deildinni í kvöld. „Sérstaklega sárt að leikurinn skyldi þróast svona. Þetta byrjaði bara jafnt eins og við vorum að gera okkur vonir um að leikurinn yrði, sagði Gunnar en staðan var jöfn, 5-5, eftir korter en þá skoraði Fram fimm mörk í röð og þá var ekki aftur snúið.“ „Við byrjuðum að kasta frá okkur boltanum og skjóta úr lélegum færum og þeir refsuðu okkur og þá förum við í hlé átta mörkum undir. Þá var þetta orðin helvíti mikil brekka fyrir seinni hálfleikinn.“ Víkingar spiluðu nær allar sóknir með sjö sóknarmenn og geymdu markmanninn á bekknum. Það skilaði þeim jafntefli gegn Stjörnunni í síðustu umferð en gekk ekki jafn vel í kvöld. „Þetta virkar stundum og stundum ekki. Í dag var þetta ekki að hjálpa okkur neitt svakalega.“ Hann segist bjartsýnn á framhaldið þrátt fyrir að Víkingur sé enn án sigurs eftir sjö umferðir. „Við höfum verið að sýna góða kafla og átt góða leiki en við verðum að gera okkur að heilsteyptara liði.“
Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti
Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti