Umfjöllun og viðtöl: Grótta - Afturelding 25-29 | Fyrsti sigur Mosfellinga í vetur Kristinn Páll Teitsson skrifar 22. október 2017 19:00 Mikk átti flottar rispur í sóknarleiknum í dag. vísir/eyþór Afturelding vann fyrsta leik sinn í vetur 29-25 í Olís-deild karla gegn stigalausum Seltiringum í Hertz-hellinum en það var fyrrum markvörður Gróttu sem steig upp á lokakaflanum og átti stóran þátt í sigrinum. Leikurinn var kaflaskiptur, gestirnir byrjuðu leikinn betur og var öll stemmingin í liði Aftureldingar á upphafsmínútum leiksins. Grótta vann sig inn í leikinn og leiddi í hálfleik en gestirnir voru aldrei langt undan. Á lokakaflanum steig Lárus Helgi Ólafsson, markvörður Aftureldingar upp, lokaði markinu, og átti stóran þátt í sigri Aftureldingar en á sama tíma fundu þeir glufur í vörn Gróttu á hinum enda vallarins.Afhverju vann Afturelding? Þegar reyndi á var það gamli Gróttumarkvörðurinn Lárus Helgi sem tók mikilvæga bolta í markinu sem hann hafði áður verið að missa af. Á sama tíma voru Birkir Benediktsson og Mikk Pinnonen tilbúnir að taka af skarið í sóknarleik Aftureldingar en þegar Grótta þurfti á mörkum að halda voru menn hikandi. Um tíma lék Grótta mjög vel og kom Daði Laxdal Gautason vel inn í liðið en það verður fróðlegt að sjá liðið þegar hann og aðrir leikmenn verða komnir í betri takt.Þessir stóðu upp úr: Birkir og Mikk báru sóknarleik Aftureldingar á herðum sér lengst með 17 af 29 mörkum Aftureldingar en Hreiðar Levý Guðmundsson náði vel að loka á aðra leikmenn Mosfellinga. Maximilian Jonsson var flottur sóknarlega framan af og var alltaf tilbúinn til að taka af skarið en það dróg af honum eftir því sem leið á leikinn. Hvað gekk illa? Liðin fóru oft á köflum illa með sannkölluð dauðafæri og má þar til dæmis nefna þegar Grótta fékk færi til að ná þriggja marka forskoti þegar stutt var til leiksloka en þess í stað náði Afturelding að svara hinumegin. Þá virtust leikmenn liðanna verða örlítið stressaðir á lokamínútunum enda barist um fyrsta sigur vetrarins en það kom á köflum niður á spilamennskunni.Hvað gerist næst? Grótta fer og mætir Haukum í Schenker-höllinni þegar Kári hefur haft tvær vikur til að móta liðið enn betur með nýju leikmönnunum en deginum áður tekur Afturelding á móti Víkingum. Kári: Köstum þessu frá okkur hérna í lokin„Það er svekkjandi að horfa á eftir þessum stigum því mér fannst við spila virkilega vel í 50. mínútur í dag,“ sagði Kári Garðarsson, þjálfari Gróttu, að leikslokum. „Varnarleikurinn, sérstaklega í fyrri hálfleik var flottur og sóknarleikurinn sömuleiðis á köflum en því miður hentum við þessu frá okkur á lokamínútunum,“ sagði Kári og bætti við: „Við vorum klaufar að ná ekki þriggja marka forskoti í nokkur skipti í seinni hálfleik. Við vorum að taka skot allt of snemma í stað þess að bíða eftir betra færi.“ Kári sá jákvæð merki þrátt fyrir tapið. „Strákanna er auðvitað farið að þyrsta í sigur en við erum að byggja upp nýtt lið og það var margt jákvætt í þessum leik þrátt fyrir tapið,“ sagði Kári sem býst við miklu frá þeim: „Þetta eru góðir handboltamenn og góðir handboltamenn hjálpa manni að vinna leiki. Þeir gera mikið fyrir okkur og núna er það undir okkur komið að pússa okkur saman í landsleikjahlénu fyrir næsta leik.“ Einar Andri: Léttir að fyrsti sigurinn sé í höfn„Það er vissulega léttir að fá hérna fyrsta sigurinn, við höfum verið nálægt því en það er ánægjulegt að klára þennan leik,“ sagði Einar Andri Einarsson, þjálfari Aftureldingar, brattur að leikslokum. „Þetta var eilítil brekka hjá okkur þegar við lentum undir en strákarnir sýndu flottan karakter með því að koma til baka gegn virkilega góðu liði Gróttu og ná í stigin.“ Einar hrósaði andstæðingnum að leikslokum. „Þeir eru að fá nýja menn inn og aðra menn inn úr meiðslum, þetta er virkilega sterkt lið og þeir eiga eftir að gera vel í vetur. Það var ljóst að þetta yrði hörð barátta þegar bæði lið voru án sigurs.“ Gamli Gróttumaðurinn Lárus Helgi var hetja dagsins. „Lalli var frábær, sérstaklega síðasta korterið þegar við tengdum vel saman markvörslu og varnarleikinn. Hann á hrós skilið því hann er búinn að leggja mikið á sig undanfarnar vikur.“ Olís-deild karla
Afturelding vann fyrsta leik sinn í vetur 29-25 í Olís-deild karla gegn stigalausum Seltiringum í Hertz-hellinum en það var fyrrum markvörður Gróttu sem steig upp á lokakaflanum og átti stóran þátt í sigrinum. Leikurinn var kaflaskiptur, gestirnir byrjuðu leikinn betur og var öll stemmingin í liði Aftureldingar á upphafsmínútum leiksins. Grótta vann sig inn í leikinn og leiddi í hálfleik en gestirnir voru aldrei langt undan. Á lokakaflanum steig Lárus Helgi Ólafsson, markvörður Aftureldingar upp, lokaði markinu, og átti stóran þátt í sigri Aftureldingar en á sama tíma fundu þeir glufur í vörn Gróttu á hinum enda vallarins.Afhverju vann Afturelding? Þegar reyndi á var það gamli Gróttumarkvörðurinn Lárus Helgi sem tók mikilvæga bolta í markinu sem hann hafði áður verið að missa af. Á sama tíma voru Birkir Benediktsson og Mikk Pinnonen tilbúnir að taka af skarið í sóknarleik Aftureldingar en þegar Grótta þurfti á mörkum að halda voru menn hikandi. Um tíma lék Grótta mjög vel og kom Daði Laxdal Gautason vel inn í liðið en það verður fróðlegt að sjá liðið þegar hann og aðrir leikmenn verða komnir í betri takt.Þessir stóðu upp úr: Birkir og Mikk báru sóknarleik Aftureldingar á herðum sér lengst með 17 af 29 mörkum Aftureldingar en Hreiðar Levý Guðmundsson náði vel að loka á aðra leikmenn Mosfellinga. Maximilian Jonsson var flottur sóknarlega framan af og var alltaf tilbúinn til að taka af skarið en það dróg af honum eftir því sem leið á leikinn. Hvað gekk illa? Liðin fóru oft á köflum illa með sannkölluð dauðafæri og má þar til dæmis nefna þegar Grótta fékk færi til að ná þriggja marka forskoti þegar stutt var til leiksloka en þess í stað náði Afturelding að svara hinumegin. Þá virtust leikmenn liðanna verða örlítið stressaðir á lokamínútunum enda barist um fyrsta sigur vetrarins en það kom á köflum niður á spilamennskunni.Hvað gerist næst? Grótta fer og mætir Haukum í Schenker-höllinni þegar Kári hefur haft tvær vikur til að móta liðið enn betur með nýju leikmönnunum en deginum áður tekur Afturelding á móti Víkingum. Kári: Köstum þessu frá okkur hérna í lokin„Það er svekkjandi að horfa á eftir þessum stigum því mér fannst við spila virkilega vel í 50. mínútur í dag,“ sagði Kári Garðarsson, þjálfari Gróttu, að leikslokum. „Varnarleikurinn, sérstaklega í fyrri hálfleik var flottur og sóknarleikurinn sömuleiðis á köflum en því miður hentum við þessu frá okkur á lokamínútunum,“ sagði Kári og bætti við: „Við vorum klaufar að ná ekki þriggja marka forskoti í nokkur skipti í seinni hálfleik. Við vorum að taka skot allt of snemma í stað þess að bíða eftir betra færi.“ Kári sá jákvæð merki þrátt fyrir tapið. „Strákanna er auðvitað farið að þyrsta í sigur en við erum að byggja upp nýtt lið og það var margt jákvætt í þessum leik þrátt fyrir tapið,“ sagði Kári sem býst við miklu frá þeim: „Þetta eru góðir handboltamenn og góðir handboltamenn hjálpa manni að vinna leiki. Þeir gera mikið fyrir okkur og núna er það undir okkur komið að pússa okkur saman í landsleikjahlénu fyrir næsta leik.“ Einar Andri: Léttir að fyrsti sigurinn sé í höfn„Það er vissulega léttir að fá hérna fyrsta sigurinn, við höfum verið nálægt því en það er ánægjulegt að klára þennan leik,“ sagði Einar Andri Einarsson, þjálfari Aftureldingar, brattur að leikslokum. „Þetta var eilítil brekka hjá okkur þegar við lentum undir en strákarnir sýndu flottan karakter með því að koma til baka gegn virkilega góðu liði Gróttu og ná í stigin.“ Einar hrósaði andstæðingnum að leikslokum. „Þeir eru að fá nýja menn inn og aðra menn inn úr meiðslum, þetta er virkilega sterkt lið og þeir eiga eftir að gera vel í vetur. Það var ljóst að þetta yrði hörð barátta þegar bæði lið voru án sigurs.“ Gamli Gróttumaðurinn Lárus Helgi var hetja dagsins. „Lalli var frábær, sérstaklega síðasta korterið þegar við tengdum vel saman markvörslu og varnarleikinn. Hann á hrós skilið því hann er búinn að leggja mikið á sig undanfarnar vikur.“
Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti
Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti