Höddi Magg: Kjartan Henry langbestur en Viðar Örn heldur áfram að valda vonbrigðum Tómas Þór Þórðarson skrifar 9. nóvember 2017 11:00 Kjartan Henry Finnbogason, framherji danska úrvalsdeildarliðsins Horsens, fékk mikið lof fyrir frammistöðu sína með íslenska landsliðinu í fótbolta í gær þegar að strákarnir okkar töpuðu, 2-1, á móti Tékklandi í vináttuleik í Doha í Katar. Kjartan Henry var besti maður íslenska liðsins og skoraði eina mark þess með flottum skalla eftir fyrirgjöf frá Theodóri Elmari Bjarnasyni sem kom inn á sem varamaður í seinni hálfleik. Vesturbæingurinn hefur nýtt tækifæri sín vel með íslenska landsliðinu að undanförnu. Hann skoraði á móti Kína í byrjun árs og stóð sig einnig vel í vináttuleik á móti Írlandi í mars. Kjartan Henry var að mínu mati besti maður liðsins,“ sagði Hörður Magnússon, íþróttafréttamaður 365 og fyrrverandi landsliðsmaður, í Akraborginni í gær þar sem hann gerði upp leikinn. Hörður lýsti honum einnig á Stöð 2 Sport en það helsta úr leiknum má sjá í spilaranum hér að ofan.Heimir Hallgrímsson brosir blítt til Kjartans Henry eftir leik en Viðar Örn átti erfiðan dag.vísir/gettyVerða að nýta tækifærin „Kjartan var langbestur og bar af. Hann var aggresívur, var að fá tækifæri, var að prjóna sig í gegn og var bara virkilega öflugur. Hann er kominn í baráttu um þetta HM-sæti. Það fara fjórir sóknarmenn til Rússlands myndi ég halda og hann gerir tilkall til þess.“ Kjartan Henry byrjaði í framlínunni með Viðari Erni Kjartanssyni sem var ekki að heilla Hörð. Viðar hefur aðeins skorað eitt mark í fimmtán landsleikjum en hann skorar eins og vindurinn í ísraelsku úrvalsdeildinni með Maccabi Tel Aviv. „Það er ekki alveg sömu sögu að segja af Viðari Erni. Það eru áframhaldandi vonbrigði með hann,“ sagði Hörður, en hvað er í gangi hjá honum? „Ég veit það ekki. Hann fékk dauðafæri eftir 90 sekúndur en það fellur ekkert með honum. Ég veit ekki hvort hann sé að reyna of mikið eða hvað. Allavega þá verða menn að nýta tækifærin sín betur og það er Kjartan Henry að gera.“ „Kjartan Henry hefur verið mjög öflugur með sínu félagsliði, Horsens, þar sem hann er fyrirliði. Hann getur ekkert gert neitt mikið meira en hann gerði núna,“ sagði Hörður Magnússon. Allt viðtalið við Hörð má heyra hér að neðan. HM 2018 í Rússlandi Tengdar fréttir Kjartan Henry: Ég er ekki í skýjunum því ég hefði viljað skora fleiri mörk Kjartan Henry Finnbogason nýtti tækifærið sitt í kvöld þegar hann var í byrjunarliði íslenska landsliðsins á móti Tékklandi. 8. nóvember 2017 18:22 Umfjöllun: Ísland - Tékkland 1-2 | Fáir tékkuðu sig inn í tapi í Dóha Íslenska karlalandsliðið í fótbolta tapaði 2-1 fyrir Tékkum í fyrsta leiknum á æfingamótinu í Katar í dag en seinni leikur íslenska liðsins er síðan eftir sex daga. 8. nóvember 2017 16:45 Birkir þarf ekki að fara í aðgerð og vill ekki spila á Norðurlöndum fram að HM Birkir Már Sævarsson vill komast í deild utan Norðurlanda á nýju ári. 9. nóvember 2017 07:55 Tólfta tapið á fjórum árum í vináttulandsleik Íslenska karlalandsliðið í fótbolta er allt annað lið í vináttulandsleikjunum en í leikjunum sem skipta máli. 9. nóvember 2017 06:30 Kjartan Henry tékkaði sig inn Íslenska fótboltalandsliðið tapaði sínum fyrsta landsleik sem HM-lið þegar liðið lá 2-1 á móti Tékkum á vináttumótinu í Katar í gær. Landsliðsþjálfarinn hefur ekki miklar áhyggjur af úrslitunum. 9. nóvember 2017 06:00 Mest lesið Í beinni: Slóvenía - Ísland | Leikur sem skiptir öllu máli Handbolti Harmur Egypta gæti orðið Íslendingum til happs Handbolti Hitað upp í Zagreb fyrir risaleik við Slóvena Handbolti Rotta hljóp um á grasinu á Old Trafford í miðjum leik Enski boltinn Króatísk goðsögn segir Dag og Cindric hafa lent í rifrildi Handbolti Gætið ykkar: Nýi Balic sem fékk ekki númerið hans Arons Handbolti „Það hjálpar ekki neitt“ Handbolti Spjót beinast að Degi sem segir orðróm um rifrildi rangan Handbolti Setti Íslandsmet í klassískri bekkpressu í gær Sport Strákarnir okkar gætu verið ofar og neðar en Slóvenar á sama tíma Handbolti Fleiri fréttir Englandsmeistararnir festa kaup á Khusanov Í beinni: Chelsea - Wolves | Lýkur langri bið heimamanna? Mbappé með slæmar fréttir fyrir mótherja Real Madrid Arnar fer með Ísland til Skotlands Sölvi tekinn við Víkingum með Viktor og Aron til aðstoðar Seldu treyjur Orra á uppboði fyrir fjölskyldu Maciej Elísabet tekin við Belgum Svona hjálpaði Sara fótboltakonum að geta valið bæði fjölskyldu og fótbolta Fowler með sína kenningu um þá samningslausu hjá Liverpool Rotta hljóp um á grasinu á Old Trafford í miðjum leik Neymar á heimleið? „Við erum mögulega lélegasta lið í sögu Manchester United“ Real Madrid á toppinn eftir þægilegan sigur Bjarki Steinn í fyrsta sinn í byrjunarliði Venezia Áttundi sigur Forest í síðustu níu leikjum Yfirlýsing frá City með stórsigri Onana með skelfileg mistök þegar United tapaði enn og aftur fyrir Brighton Cecilía hélt enn einu sinni hreinu og Inter vann Draumaendurkoma hjá Moyes á Goodison Park Misstu niður forystu þrátt fyrir að vera manni fleiri Fyrrverandi landsliðsmaður Englands mætir KSI í boxbardaga Segir Liverpool besta lið heims Antony á leið til Betis Fjármagnaði leikmannakaup Wimbledon með tölvuleikjaspilun Brynjólfur Willumsson á skotskónum í tapleik Groningegn Sex í röð hjá Napólí Juventus lagði AC Milan Ollie Watkins gerði Arsenal skráveifu Sjöunda tap Leicester í röð Núnez með tvö mörk í uppbótartíma Sjá meira
Kjartan Henry Finnbogason, framherji danska úrvalsdeildarliðsins Horsens, fékk mikið lof fyrir frammistöðu sína með íslenska landsliðinu í fótbolta í gær þegar að strákarnir okkar töpuðu, 2-1, á móti Tékklandi í vináttuleik í Doha í Katar. Kjartan Henry var besti maður íslenska liðsins og skoraði eina mark þess með flottum skalla eftir fyrirgjöf frá Theodóri Elmari Bjarnasyni sem kom inn á sem varamaður í seinni hálfleik. Vesturbæingurinn hefur nýtt tækifæri sín vel með íslenska landsliðinu að undanförnu. Hann skoraði á móti Kína í byrjun árs og stóð sig einnig vel í vináttuleik á móti Írlandi í mars. Kjartan Henry var að mínu mati besti maður liðsins,“ sagði Hörður Magnússon, íþróttafréttamaður 365 og fyrrverandi landsliðsmaður, í Akraborginni í gær þar sem hann gerði upp leikinn. Hörður lýsti honum einnig á Stöð 2 Sport en það helsta úr leiknum má sjá í spilaranum hér að ofan.Heimir Hallgrímsson brosir blítt til Kjartans Henry eftir leik en Viðar Örn átti erfiðan dag.vísir/gettyVerða að nýta tækifærin „Kjartan var langbestur og bar af. Hann var aggresívur, var að fá tækifæri, var að prjóna sig í gegn og var bara virkilega öflugur. Hann er kominn í baráttu um þetta HM-sæti. Það fara fjórir sóknarmenn til Rússlands myndi ég halda og hann gerir tilkall til þess.“ Kjartan Henry byrjaði í framlínunni með Viðari Erni Kjartanssyni sem var ekki að heilla Hörð. Viðar hefur aðeins skorað eitt mark í fimmtán landsleikjum en hann skorar eins og vindurinn í ísraelsku úrvalsdeildinni með Maccabi Tel Aviv. „Það er ekki alveg sömu sögu að segja af Viðari Erni. Það eru áframhaldandi vonbrigði með hann,“ sagði Hörður, en hvað er í gangi hjá honum? „Ég veit það ekki. Hann fékk dauðafæri eftir 90 sekúndur en það fellur ekkert með honum. Ég veit ekki hvort hann sé að reyna of mikið eða hvað. Allavega þá verða menn að nýta tækifærin sín betur og það er Kjartan Henry að gera.“ „Kjartan Henry hefur verið mjög öflugur með sínu félagsliði, Horsens, þar sem hann er fyrirliði. Hann getur ekkert gert neitt mikið meira en hann gerði núna,“ sagði Hörður Magnússon. Allt viðtalið við Hörð má heyra hér að neðan.
HM 2018 í Rússlandi Tengdar fréttir Kjartan Henry: Ég er ekki í skýjunum því ég hefði viljað skora fleiri mörk Kjartan Henry Finnbogason nýtti tækifærið sitt í kvöld þegar hann var í byrjunarliði íslenska landsliðsins á móti Tékklandi. 8. nóvember 2017 18:22 Umfjöllun: Ísland - Tékkland 1-2 | Fáir tékkuðu sig inn í tapi í Dóha Íslenska karlalandsliðið í fótbolta tapaði 2-1 fyrir Tékkum í fyrsta leiknum á æfingamótinu í Katar í dag en seinni leikur íslenska liðsins er síðan eftir sex daga. 8. nóvember 2017 16:45 Birkir þarf ekki að fara í aðgerð og vill ekki spila á Norðurlöndum fram að HM Birkir Már Sævarsson vill komast í deild utan Norðurlanda á nýju ári. 9. nóvember 2017 07:55 Tólfta tapið á fjórum árum í vináttulandsleik Íslenska karlalandsliðið í fótbolta er allt annað lið í vináttulandsleikjunum en í leikjunum sem skipta máli. 9. nóvember 2017 06:30 Kjartan Henry tékkaði sig inn Íslenska fótboltalandsliðið tapaði sínum fyrsta landsleik sem HM-lið þegar liðið lá 2-1 á móti Tékkum á vináttumótinu í Katar í gær. Landsliðsþjálfarinn hefur ekki miklar áhyggjur af úrslitunum. 9. nóvember 2017 06:00 Mest lesið Í beinni: Slóvenía - Ísland | Leikur sem skiptir öllu máli Handbolti Harmur Egypta gæti orðið Íslendingum til happs Handbolti Hitað upp í Zagreb fyrir risaleik við Slóvena Handbolti Rotta hljóp um á grasinu á Old Trafford í miðjum leik Enski boltinn Króatísk goðsögn segir Dag og Cindric hafa lent í rifrildi Handbolti Gætið ykkar: Nýi Balic sem fékk ekki númerið hans Arons Handbolti „Það hjálpar ekki neitt“ Handbolti Spjót beinast að Degi sem segir orðróm um rifrildi rangan Handbolti Setti Íslandsmet í klassískri bekkpressu í gær Sport Strákarnir okkar gætu verið ofar og neðar en Slóvenar á sama tíma Handbolti Fleiri fréttir Englandsmeistararnir festa kaup á Khusanov Í beinni: Chelsea - Wolves | Lýkur langri bið heimamanna? Mbappé með slæmar fréttir fyrir mótherja Real Madrid Arnar fer með Ísland til Skotlands Sölvi tekinn við Víkingum með Viktor og Aron til aðstoðar Seldu treyjur Orra á uppboði fyrir fjölskyldu Maciej Elísabet tekin við Belgum Svona hjálpaði Sara fótboltakonum að geta valið bæði fjölskyldu og fótbolta Fowler með sína kenningu um þá samningslausu hjá Liverpool Rotta hljóp um á grasinu á Old Trafford í miðjum leik Neymar á heimleið? „Við erum mögulega lélegasta lið í sögu Manchester United“ Real Madrid á toppinn eftir þægilegan sigur Bjarki Steinn í fyrsta sinn í byrjunarliði Venezia Áttundi sigur Forest í síðustu níu leikjum Yfirlýsing frá City með stórsigri Onana með skelfileg mistök þegar United tapaði enn og aftur fyrir Brighton Cecilía hélt enn einu sinni hreinu og Inter vann Draumaendurkoma hjá Moyes á Goodison Park Misstu niður forystu þrátt fyrir að vera manni fleiri Fyrrverandi landsliðsmaður Englands mætir KSI í boxbardaga Segir Liverpool besta lið heims Antony á leið til Betis Fjármagnaði leikmannakaup Wimbledon með tölvuleikjaspilun Brynjólfur Willumsson á skotskónum í tapleik Groningegn Sex í röð hjá Napólí Juventus lagði AC Milan Ollie Watkins gerði Arsenal skráveifu Sjöunda tap Leicester í röð Núnez með tvö mörk í uppbótartíma Sjá meira
Kjartan Henry: Ég er ekki í skýjunum því ég hefði viljað skora fleiri mörk Kjartan Henry Finnbogason nýtti tækifærið sitt í kvöld þegar hann var í byrjunarliði íslenska landsliðsins á móti Tékklandi. 8. nóvember 2017 18:22
Umfjöllun: Ísland - Tékkland 1-2 | Fáir tékkuðu sig inn í tapi í Dóha Íslenska karlalandsliðið í fótbolta tapaði 2-1 fyrir Tékkum í fyrsta leiknum á æfingamótinu í Katar í dag en seinni leikur íslenska liðsins er síðan eftir sex daga. 8. nóvember 2017 16:45
Birkir þarf ekki að fara í aðgerð og vill ekki spila á Norðurlöndum fram að HM Birkir Már Sævarsson vill komast í deild utan Norðurlanda á nýju ári. 9. nóvember 2017 07:55
Tólfta tapið á fjórum árum í vináttulandsleik Íslenska karlalandsliðið í fótbolta er allt annað lið í vináttulandsleikjunum en í leikjunum sem skipta máli. 9. nóvember 2017 06:30
Kjartan Henry tékkaði sig inn Íslenska fótboltalandsliðið tapaði sínum fyrsta landsleik sem HM-lið þegar liðið lá 2-1 á móti Tékkum á vináttumótinu í Katar í gær. Landsliðsþjálfarinn hefur ekki miklar áhyggjur af úrslitunum. 9. nóvember 2017 06:00