Ridley Scott lætur Kevin Spacey fjúka Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 9. nóvember 2017 09:05 Kevin Spacey hefur löngum verið einn dáðasti leikari Hollywood en undanfarið hafa fjölmargir karlmenn stígið fram og sagt frá kynferðislegri áreitni leikarans. vísir/getty Breski kvikmyndaleikstjórinn Ridley Scott ætlar að skipta bandaríska leikaranum Kevin Spacey út fyrir annan leikara í nýjustu kvikmynd sinni, All the Money in the World, en aðeins er rúmur mánuður í að myndin verði frumsýnd. Christopher Plummer mun taka við hlutverki Spacey í myndinni, sem er stærsta aukahlutverk myndarinnar, en ákvörðun Scott um að láta Spacey fjúka kemur í kjölfar fjölda ásakana sem komið hafa fram á hendur leikaranum um kynferðislega áreitni. All the Money in the World byggir á sannri sögu um mannrán sem átti sér stað árið 1973. 16 ára afasyni Paul Getty var þá rænt, J. Paul Getty III, en afinn neitaði að mæta kröfum mannræningjans. Spacey átti að fara með hlutverk Getty eldri og ákvörðunin um að taka upp svo stórt hlutverk að nýju, sérstaklega þegar svo skammur tími er til frumsýningar, er fordæmalaus að því er segir í frétt Vox um málið. Þó það gerist að leikara sé skipt út fyrir annan eftir að tökum á kvikmynd lýkur er það afar sjaldgæft og er þá helst gert þegar leikari fellur skyndilega frá. Það að Spacey sé alfarið klipptur út úr myndinni og honum skipt út fyrir annan leikara þykir sýna hversu alvarlega Hollywood lítur þær ásakanir sem komnar eru fram á hendur leikaranum, eða að minnsta kosti hversu örvæntingarfullir margir eru í að fjarlægja sig manni sem hefur hegðað sér á jafn ósæmilegan hátt. Mál Kevin Spacey Hollywood MeToo Bíó og sjónvarp Tengdar fréttir Átta starfsmenn House of Cards saka Spacey um kynferðislega áreitni Segja leikarann hafa gert ungum mönnum erfitt fyrir að vinna við þættina með hegðun sinni. 3. nóvember 2017 00:50 Netflix lætur Spacey taka poka sinn Netflix slítur öllu samstarfi við Kevin Spacey og hætta við framleiðslu á kvikmyndinni Gore. 4. nóvember 2017 10:02 Fleiri ásakanir komnar fram á hendur Kevin Spacey Ásakanirnar koma úr ýmsum áttum, bæði frá körlum og konum. Nýlegustu atvikin áttu sér stað í fyrra. 8. nóvember 2017 22:07 Mest lesið Sigurjón minnist David Lynch: „Jonni, við verðum að gera eitthvað fyrir Ísland“ Bíó og sjónvarp Heill hljóðheimur Hildar fer afturábak Tónlist Krakkatían: Grænland, galdrakarl og Greppikló Lífið Fötlunin ekki stærsta áfallið heldur veikindin sem fylgdu Lífið „Lífið væri svo miklu leiðinlegra ef ég ætti ekki bróður með Downs“ Lífið Grundvallarmisskilnings gæti um þaksvalir á Íslandi Lífið Einstakur bíll sem erfitt gæti verið að toppa Lífið samstarf Erling og Sigríður selja húsið eftir átján ár Lífið Ragna Sigurðardóttir á von á barni Lífið Fréttatía vikunnar: Bólfélagar, fjársvik og flóð Lífið Fleiri fréttir Sigurjón minnist David Lynch: „Jonni, við verðum að gera eitthvað fyrir Ísland“ Kvikmyndirnar sem beðið er eftir 2025 Embla og Timothée Chalamet glæsileg á dreglinum Krefur Disney um tíu milljarða dala Þakkar fleiru en Demi Moore fyrir langþráð metár Vestfirski hryllingstryllirinn frumsýndur vestanhafs Snerting skaut Deadpool ref fyrir rass 2024 Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Frumsýning á Vísi: Fyrsta stiklan úr hryllingstrylli af Vestfjörðum Paul Mescal leiki nafna sinn McCartney „Þannig það yrði bara til Leynilögga 1 og 3“ Emilia Pérez og The Bear með flestar tilnefningar til Golden Globe „Hversu góð tök hefur þú á Rúrik?“ Sjá meira
Breski kvikmyndaleikstjórinn Ridley Scott ætlar að skipta bandaríska leikaranum Kevin Spacey út fyrir annan leikara í nýjustu kvikmynd sinni, All the Money in the World, en aðeins er rúmur mánuður í að myndin verði frumsýnd. Christopher Plummer mun taka við hlutverki Spacey í myndinni, sem er stærsta aukahlutverk myndarinnar, en ákvörðun Scott um að láta Spacey fjúka kemur í kjölfar fjölda ásakana sem komið hafa fram á hendur leikaranum um kynferðislega áreitni. All the Money in the World byggir á sannri sögu um mannrán sem átti sér stað árið 1973. 16 ára afasyni Paul Getty var þá rænt, J. Paul Getty III, en afinn neitaði að mæta kröfum mannræningjans. Spacey átti að fara með hlutverk Getty eldri og ákvörðunin um að taka upp svo stórt hlutverk að nýju, sérstaklega þegar svo skammur tími er til frumsýningar, er fordæmalaus að því er segir í frétt Vox um málið. Þó það gerist að leikara sé skipt út fyrir annan eftir að tökum á kvikmynd lýkur er það afar sjaldgæft og er þá helst gert þegar leikari fellur skyndilega frá. Það að Spacey sé alfarið klipptur út úr myndinni og honum skipt út fyrir annan leikara þykir sýna hversu alvarlega Hollywood lítur þær ásakanir sem komnar eru fram á hendur leikaranum, eða að minnsta kosti hversu örvæntingarfullir margir eru í að fjarlægja sig manni sem hefur hegðað sér á jafn ósæmilegan hátt.
Mál Kevin Spacey Hollywood MeToo Bíó og sjónvarp Tengdar fréttir Átta starfsmenn House of Cards saka Spacey um kynferðislega áreitni Segja leikarann hafa gert ungum mönnum erfitt fyrir að vinna við þættina með hegðun sinni. 3. nóvember 2017 00:50 Netflix lætur Spacey taka poka sinn Netflix slítur öllu samstarfi við Kevin Spacey og hætta við framleiðslu á kvikmyndinni Gore. 4. nóvember 2017 10:02 Fleiri ásakanir komnar fram á hendur Kevin Spacey Ásakanirnar koma úr ýmsum áttum, bæði frá körlum og konum. Nýlegustu atvikin áttu sér stað í fyrra. 8. nóvember 2017 22:07 Mest lesið Sigurjón minnist David Lynch: „Jonni, við verðum að gera eitthvað fyrir Ísland“ Bíó og sjónvarp Heill hljóðheimur Hildar fer afturábak Tónlist Krakkatían: Grænland, galdrakarl og Greppikló Lífið Fötlunin ekki stærsta áfallið heldur veikindin sem fylgdu Lífið „Lífið væri svo miklu leiðinlegra ef ég ætti ekki bróður með Downs“ Lífið Grundvallarmisskilnings gæti um þaksvalir á Íslandi Lífið Einstakur bíll sem erfitt gæti verið að toppa Lífið samstarf Erling og Sigríður selja húsið eftir átján ár Lífið Ragna Sigurðardóttir á von á barni Lífið Fréttatía vikunnar: Bólfélagar, fjársvik og flóð Lífið Fleiri fréttir Sigurjón minnist David Lynch: „Jonni, við verðum að gera eitthvað fyrir Ísland“ Kvikmyndirnar sem beðið er eftir 2025 Embla og Timothée Chalamet glæsileg á dreglinum Krefur Disney um tíu milljarða dala Þakkar fleiru en Demi Moore fyrir langþráð metár Vestfirski hryllingstryllirinn frumsýndur vestanhafs Snerting skaut Deadpool ref fyrir rass 2024 Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Frumsýning á Vísi: Fyrsta stiklan úr hryllingstrylli af Vestfjörðum Paul Mescal leiki nafna sinn McCartney „Þannig það yrði bara til Leynilögga 1 og 3“ Emilia Pérez og The Bear með flestar tilnefningar til Golden Globe „Hversu góð tök hefur þú á Rúrik?“ Sjá meira
Átta starfsmenn House of Cards saka Spacey um kynferðislega áreitni Segja leikarann hafa gert ungum mönnum erfitt fyrir að vinna við þættina með hegðun sinni. 3. nóvember 2017 00:50
Netflix lætur Spacey taka poka sinn Netflix slítur öllu samstarfi við Kevin Spacey og hætta við framleiðslu á kvikmyndinni Gore. 4. nóvember 2017 10:02
Fleiri ásakanir komnar fram á hendur Kevin Spacey Ásakanirnar koma úr ýmsum áttum, bæði frá körlum og konum. Nýlegustu atvikin áttu sér stað í fyrra. 8. nóvember 2017 22:07