Sigurður í bann fyrir „glórulausa dóminn“ en Japaninn í Val sleppur | Myndband Tómas Þór Þórðarson skrifar 9. nóvember 2017 08:30 Sigurður Örn Þorsteinsson lætur finna fyrir sér í varnarleiknum. vísir/stefán Sigurður Örn Þorsteinsson, vinstri skytta Fram í Olís-deild karla í handbolta, var úrskurðaður í eins leiks bann af aganefnd HSÍ þegar að hún kom saman í gær.Taktu þátt:Kjóstu bestu leikmenn Olís-deildanna í október Sigurður fékk útilokun með skýrslu, eða rautt spjald og blátt í kjölfarið, fyrir brot á Björgvin Páli Rúnarssyni, leikmanni Fjölnis, í leik liðanna síðastliðið sunnudagskvöld. Niðurstaða aganefndar er að Sigurður sæti eins leiks banni og missi því af Reykjavíkurslag Vals og Fram næsta sunnudag. Gunnar Berg Viktorsson og Sigfús Sigurðsson, sérfræðingar Seinni bylgjunnar á Stöð 2 Sport HD, voru heldur betur ósáttir við dóminn hjá Antoni Gylfa Pálssyni, öðrum dómara leiksins, en Gunnar Berg sagði hann einfaldlega vera glórulausan. Sigfús bætti svo við: „Það þarf aðeins að lesa leikinn. Ókei, hann fer aðeins aftan í hann, en hann er að reyna að taka boltann.“Þetta er áfall fyrir Framara en Sigurður hefur verið einn besti maður liðsins, sérstaklega í varnarleiknum. Hann er að skora 3,9 mörk að meðaltali í leik og gefa rétt tæpar tvær stoðsendingar en í vörninni er hann með þrjár löglegar stöðvanir að meðaltali og að verja tæpt eitt skot og stela einum bolta í hverjum leik. Ryuto Inage, japanskur hornamaður Vals, var heppnari en Sigurður en bláa spjaldið sem hann fékk á móti Stjörnunni á mánudagskvöldið var dregið til baka þegar að aganefndin kom saman í gær. Inage fór aftan í höndina á Andra Hjartar Grétarssyni þegar Stjörnumaðurinn fór inn úr horninu og fékk fyrir vikið rautt spjald og svo blátt eða útilokun með skýrslu. „Dómarar leiksins hafa dregið bláa spaldið til baka og er það mat að brotið falli undir regli 8.5 a. Niðurstaða aganefndar er því að leikmaðurinn skuli ekki sæta frekari refsingu,“ segir í skýrslu aganefndar sem þýðir að Inage verður klár með Valsmönnum á sunnudaginn en Sigurður Örn verður í banni hjá Fram. Olís-deild karla Tengdar fréttir Enginn betri en Elvar Örn Selfyssingurinn Elvar Örn Jónsson og Haukamarkvörðurinn Björgvin Páll Gústavsson eru bestu leikmenn fyrstu sjö umferða Olís-deildar karla samkvæmt tölfræðinni hjá HB Statz sem er aðgengileg í fyrsta sinn. 3. nóvember 2017 06:00 Seinni bylgjan: Glórulaus dómur Það fóru mörg rauð spjöld á loft í síðustu umferð Olís deildar karla í handbolta, og eitt blátt fékk að líta dagsins ljós í Safamýrinni í leik Fram og Fjölnis. 7. nóvember 2017 09:30 Kjóstu bestu leikmenn Olís-deildanna í október Taktu þátt í kosningunni sem verður svo opinberuð í Seinni bylgjunni næsta mánudagskvöld. 8. nóvember 2017 09:45 Seinni bylgjan: ÍBV verður ekki Íslandsmeistari ÍBV vann slaginn um Suðurlandið í Olís deild karla þegar liðið mætti í Vallaskóla á Selfossi á sunnudag. Frammistaða þeirra var þó ekki nógu sannfærandi, að mati sérfræðinga Seinni bylgjunnar. 7. nóvember 2017 11:30 Mest lesið Greint frá ósæmilegri hegðun í aðdraganda þings KKÍ Körfubolti Næstu bikarmeistarar stórgræða á árangri Víkings Fótbolti „Á meðan að pabbi er formaður mun ég ekki skipta um lið“ Körfubolti Ný átta sekúndna regla innleidd hér á landi Íslenski boltinn Heimir leitar sátta: Vill bjór og spjall með Duff og Bradley Fótbolti Borga 50 milljónir fyrir 17 ára pjakk sem fær sjö ára samning Enski boltinn Þungarokkarar skemmdu meistarafána Bulls Körfubolti Rashford og 32 ára nýliði í fyrsta landsliðshópi Tuchels Enski boltinn Gjammandi áhorfandinn biður McIlroy afsökunar Golf „Kominn tími á konu í Formúlu 1“ Formúla 1 Fleiri fréttir Donni: Ekki spilað með helmingnum af þessum strákum Róbert aðstoðar Ágúst á Hlíðarenda „Engin draumastaða“ Alfreð fyrsti íslenski þjálfarinn til að tapa stigi Hart barist um að fylgja Íslandi á EM Gunnar tekur aftur við Haukum „Við endum í þessu þriðja sæti og þannig er bara lífið“ Gróttukonur gerðu aftur góða ferð á Selfoss Uppgjör: Fram-Haukar 26-23 | Hefndu fyrir tap í bikarúrslitaleiknum „Frábært að fá fleiri gaura inn í systemið“ „Finnst við hafa sýnt hversu góðir við erum“ Hálfleiksræða Dags kveikti á króatíska liðinu Gísli og Ómar gerðir útlægir vegna skautasýningar Uppgjörið: Grikkland - Ísland 25-34 | Sannfærandi hjá strákaunum okkar þrátt fyrir forföll Ljónin staðfesta komu Hauks rétt fyrir landsleik „Það dugar yfirleitt til að spila handboltaleik“ Velta því fyrir sér hvort fimmtán ára HK-ingur hafi skorað mark ársins Skiptir úr sálfræðinni í Duolingo Strákarnir sem mæta Grikkjum í dag: Margir aðalleikarar utan hóps „Mjög undarlegt að þessi höll standist kröfur“ Prentuðu Dag Sig og strákana hans á frímerki Aron enn einn lykilmaðurinn sem missir af Grikklandsleiknum Aldís Ásta og félagar fóru illa með liðið fyrir neðan þær í töflunni Eftirmaður Þóris segir stelpurnar þurfa að æfa sig í að senda og grípa „Við erum of mistækir“ Benedikt Gunnar kallaður inn í landsliðshópinn Stjarnan tryggði sér sæti í úrslitakeppninni Uppgjörið: FH - Afturelding 34-29 | Heimamenn endurheimtu toppsætið Björgvin Páll strax kallaður aftur í landsliðið Danski dómarinn aftur á börum af velli Sjá meira
Sigurður Örn Þorsteinsson, vinstri skytta Fram í Olís-deild karla í handbolta, var úrskurðaður í eins leiks bann af aganefnd HSÍ þegar að hún kom saman í gær.Taktu þátt:Kjóstu bestu leikmenn Olís-deildanna í október Sigurður fékk útilokun með skýrslu, eða rautt spjald og blátt í kjölfarið, fyrir brot á Björgvin Páli Rúnarssyni, leikmanni Fjölnis, í leik liðanna síðastliðið sunnudagskvöld. Niðurstaða aganefndar er að Sigurður sæti eins leiks banni og missi því af Reykjavíkurslag Vals og Fram næsta sunnudag. Gunnar Berg Viktorsson og Sigfús Sigurðsson, sérfræðingar Seinni bylgjunnar á Stöð 2 Sport HD, voru heldur betur ósáttir við dóminn hjá Antoni Gylfa Pálssyni, öðrum dómara leiksins, en Gunnar Berg sagði hann einfaldlega vera glórulausan. Sigfús bætti svo við: „Það þarf aðeins að lesa leikinn. Ókei, hann fer aðeins aftan í hann, en hann er að reyna að taka boltann.“Þetta er áfall fyrir Framara en Sigurður hefur verið einn besti maður liðsins, sérstaklega í varnarleiknum. Hann er að skora 3,9 mörk að meðaltali í leik og gefa rétt tæpar tvær stoðsendingar en í vörninni er hann með þrjár löglegar stöðvanir að meðaltali og að verja tæpt eitt skot og stela einum bolta í hverjum leik. Ryuto Inage, japanskur hornamaður Vals, var heppnari en Sigurður en bláa spjaldið sem hann fékk á móti Stjörnunni á mánudagskvöldið var dregið til baka þegar að aganefndin kom saman í gær. Inage fór aftan í höndina á Andra Hjartar Grétarssyni þegar Stjörnumaðurinn fór inn úr horninu og fékk fyrir vikið rautt spjald og svo blátt eða útilokun með skýrslu. „Dómarar leiksins hafa dregið bláa spaldið til baka og er það mat að brotið falli undir regli 8.5 a. Niðurstaða aganefndar er því að leikmaðurinn skuli ekki sæta frekari refsingu,“ segir í skýrslu aganefndar sem þýðir að Inage verður klár með Valsmönnum á sunnudaginn en Sigurður Örn verður í banni hjá Fram.
Olís-deild karla Tengdar fréttir Enginn betri en Elvar Örn Selfyssingurinn Elvar Örn Jónsson og Haukamarkvörðurinn Björgvin Páll Gústavsson eru bestu leikmenn fyrstu sjö umferða Olís-deildar karla samkvæmt tölfræðinni hjá HB Statz sem er aðgengileg í fyrsta sinn. 3. nóvember 2017 06:00 Seinni bylgjan: Glórulaus dómur Það fóru mörg rauð spjöld á loft í síðustu umferð Olís deildar karla í handbolta, og eitt blátt fékk að líta dagsins ljós í Safamýrinni í leik Fram og Fjölnis. 7. nóvember 2017 09:30 Kjóstu bestu leikmenn Olís-deildanna í október Taktu þátt í kosningunni sem verður svo opinberuð í Seinni bylgjunni næsta mánudagskvöld. 8. nóvember 2017 09:45 Seinni bylgjan: ÍBV verður ekki Íslandsmeistari ÍBV vann slaginn um Suðurlandið í Olís deild karla þegar liðið mætti í Vallaskóla á Selfossi á sunnudag. Frammistaða þeirra var þó ekki nógu sannfærandi, að mati sérfræðinga Seinni bylgjunnar. 7. nóvember 2017 11:30 Mest lesið Greint frá ósæmilegri hegðun í aðdraganda þings KKÍ Körfubolti Næstu bikarmeistarar stórgræða á árangri Víkings Fótbolti „Á meðan að pabbi er formaður mun ég ekki skipta um lið“ Körfubolti Ný átta sekúndna regla innleidd hér á landi Íslenski boltinn Heimir leitar sátta: Vill bjór og spjall með Duff og Bradley Fótbolti Borga 50 milljónir fyrir 17 ára pjakk sem fær sjö ára samning Enski boltinn Þungarokkarar skemmdu meistarafána Bulls Körfubolti Rashford og 32 ára nýliði í fyrsta landsliðshópi Tuchels Enski boltinn Gjammandi áhorfandinn biður McIlroy afsökunar Golf „Kominn tími á konu í Formúlu 1“ Formúla 1 Fleiri fréttir Donni: Ekki spilað með helmingnum af þessum strákum Róbert aðstoðar Ágúst á Hlíðarenda „Engin draumastaða“ Alfreð fyrsti íslenski þjálfarinn til að tapa stigi Hart barist um að fylgja Íslandi á EM Gunnar tekur aftur við Haukum „Við endum í þessu þriðja sæti og þannig er bara lífið“ Gróttukonur gerðu aftur góða ferð á Selfoss Uppgjör: Fram-Haukar 26-23 | Hefndu fyrir tap í bikarúrslitaleiknum „Frábært að fá fleiri gaura inn í systemið“ „Finnst við hafa sýnt hversu góðir við erum“ Hálfleiksræða Dags kveikti á króatíska liðinu Gísli og Ómar gerðir útlægir vegna skautasýningar Uppgjörið: Grikkland - Ísland 25-34 | Sannfærandi hjá strákaunum okkar þrátt fyrir forföll Ljónin staðfesta komu Hauks rétt fyrir landsleik „Það dugar yfirleitt til að spila handboltaleik“ Velta því fyrir sér hvort fimmtán ára HK-ingur hafi skorað mark ársins Skiptir úr sálfræðinni í Duolingo Strákarnir sem mæta Grikkjum í dag: Margir aðalleikarar utan hóps „Mjög undarlegt að þessi höll standist kröfur“ Prentuðu Dag Sig og strákana hans á frímerki Aron enn einn lykilmaðurinn sem missir af Grikklandsleiknum Aldís Ásta og félagar fóru illa með liðið fyrir neðan þær í töflunni Eftirmaður Þóris segir stelpurnar þurfa að æfa sig í að senda og grípa „Við erum of mistækir“ Benedikt Gunnar kallaður inn í landsliðshópinn Stjarnan tryggði sér sæti í úrslitakeppninni Uppgjörið: FH - Afturelding 34-29 | Heimamenn endurheimtu toppsætið Björgvin Páll strax kallaður aftur í landsliðið Danski dómarinn aftur á börum af velli Sjá meira
Enginn betri en Elvar Örn Selfyssingurinn Elvar Örn Jónsson og Haukamarkvörðurinn Björgvin Páll Gústavsson eru bestu leikmenn fyrstu sjö umferða Olís-deildar karla samkvæmt tölfræðinni hjá HB Statz sem er aðgengileg í fyrsta sinn. 3. nóvember 2017 06:00
Seinni bylgjan: Glórulaus dómur Það fóru mörg rauð spjöld á loft í síðustu umferð Olís deildar karla í handbolta, og eitt blátt fékk að líta dagsins ljós í Safamýrinni í leik Fram og Fjölnis. 7. nóvember 2017 09:30
Kjóstu bestu leikmenn Olís-deildanna í október Taktu þátt í kosningunni sem verður svo opinberuð í Seinni bylgjunni næsta mánudagskvöld. 8. nóvember 2017 09:45
Seinni bylgjan: ÍBV verður ekki Íslandsmeistari ÍBV vann slaginn um Suðurlandið í Olís deild karla þegar liðið mætti í Vallaskóla á Selfossi á sunnudag. Frammistaða þeirra var þó ekki nógu sannfærandi, að mati sérfræðinga Seinni bylgjunnar. 7. nóvember 2017 11:30