Ætla að fella niður skattaafslátt við kaup rafbíla Samúel Karl Ólason skrifar 8. nóvember 2017 10:30 Greinendur segja að verði afslátturinn felldur niður muni það koma hvað verst niður á Tesla og General Motors. Vísir/AFP Ríkisstjórn Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, ætlar að fella niður skattaafslátt sem fólk fær þegar það kaupir rafbíla. Bílaframleiðendur í Bandaríkjunum segja að þær áætlanir muni hafa neikvæð áhrif á þá. Fyrirtækin hafa fjárfest verulega í framleiðslu rafbíla og sérfræðingar segja að samkeppnisstaða bandarískra bílaframleiðenda muni versna verulega. Um er að ræða 7.500 dala afslátt sem kaupendur hafa fengið, en það samsvarar um átta hundruð þúsund krónum. Í frétt NBC News er vitnað í nýlega rannsókn þar sem talið er að árið 2030 verði minnst helmingur allra keyptra nýrra bíla rafbílar. Það er því til mikils að vinna hjá umræddum framleiðendum að halda afslættinum.Greinendur sem blaðamenn NBC ræddu við segja að verði afslátturinn felldur niður muni það koma hvað verst niður á Tesla og General Motors. Forsvarsmenn Tesla hafa unnið að því að auka framleiðslugetu fyrirtækisins verulega eða um 600 prósent til ársins 2018. Vonast er til þess að fyrirtækið geti framleitt 500 þúsund bíla á ári hverju eftir það. Svipaða sögu sé að segja af fyrirtækinu GM þar sem bíll þeirra Chevrolet Bolt hefur notið gífurlegra vinsælda í Bandaríkjunum. Í tilkynningu frá sambandi bílaframleiðenda í Bandaríkjunum segja ljóst að niðurfelling skattaafsláttarins muni koma niður á fyrirtækjunum og sambandið ætli að vinna með þinginu til að skoða möguleika á því að halda afslættinum. Bílar Mest lesið Sýnishornið of ólíkt borðplötunni sem skilaði sér heim Neytendur Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Viðskipti innlent Vilja selja Landsbankann Viðskipti innlent Taka tvær Airbus-þotur til á leigu Viðskipti innlent Samdráttur hafinn í byggingariðnaði sem skapi efnahagslegan vítahring Viðskipti innlent Yrði fljótt kvíðinn með aleiguna í Bitcoin Viðskipti innlent Lísbet nýr lögfræðingur Viðskiptaráðs Viðskipti innlent Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Viðskipti innlent Ráðin forstöðumaður Trygginga hjá Landsbankanum Viðskipti innlent Kormákur og Skjöldur yfirgefa Leifsstöð Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ellison klórar í hælana á Musk Danski lyfjarisinn að baki Ozempic segir upp þúsundum manna Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Frakkar þurfi mögulega að leita aðstoðar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins Risinn sem var of stór til að falla er fallinn Facebook gagnrýnt fyrir að leyfa gervigreind að reyna við börn Vilja ekkert með áfengi nágranna sinna hafa Íslensku KFC-feðgarnir í Danmörku gjaldþrota Kynntu nýja útgáfu ChatGPT: „Þetta er eins og að tala við sérfræðing“ Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Sjá meira
Ríkisstjórn Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, ætlar að fella niður skattaafslátt sem fólk fær þegar það kaupir rafbíla. Bílaframleiðendur í Bandaríkjunum segja að þær áætlanir muni hafa neikvæð áhrif á þá. Fyrirtækin hafa fjárfest verulega í framleiðslu rafbíla og sérfræðingar segja að samkeppnisstaða bandarískra bílaframleiðenda muni versna verulega. Um er að ræða 7.500 dala afslátt sem kaupendur hafa fengið, en það samsvarar um átta hundruð þúsund krónum. Í frétt NBC News er vitnað í nýlega rannsókn þar sem talið er að árið 2030 verði minnst helmingur allra keyptra nýrra bíla rafbílar. Það er því til mikils að vinna hjá umræddum framleiðendum að halda afslættinum.Greinendur sem blaðamenn NBC ræddu við segja að verði afslátturinn felldur niður muni það koma hvað verst niður á Tesla og General Motors. Forsvarsmenn Tesla hafa unnið að því að auka framleiðslugetu fyrirtækisins verulega eða um 600 prósent til ársins 2018. Vonast er til þess að fyrirtækið geti framleitt 500 þúsund bíla á ári hverju eftir það. Svipaða sögu sé að segja af fyrirtækinu GM þar sem bíll þeirra Chevrolet Bolt hefur notið gífurlegra vinsælda í Bandaríkjunum. Í tilkynningu frá sambandi bílaframleiðenda í Bandaríkjunum segja ljóst að niðurfelling skattaafsláttarins muni koma niður á fyrirtækjunum og sambandið ætli að vinna með þinginu til að skoða möguleika á því að halda afslættinum.
Bílar Mest lesið Sýnishornið of ólíkt borðplötunni sem skilaði sér heim Neytendur Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Viðskipti innlent Vilja selja Landsbankann Viðskipti innlent Taka tvær Airbus-þotur til á leigu Viðskipti innlent Samdráttur hafinn í byggingariðnaði sem skapi efnahagslegan vítahring Viðskipti innlent Yrði fljótt kvíðinn með aleiguna í Bitcoin Viðskipti innlent Lísbet nýr lögfræðingur Viðskiptaráðs Viðskipti innlent Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Viðskipti innlent Ráðin forstöðumaður Trygginga hjá Landsbankanum Viðskipti innlent Kormákur og Skjöldur yfirgefa Leifsstöð Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ellison klórar í hælana á Musk Danski lyfjarisinn að baki Ozempic segir upp þúsundum manna Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Frakkar þurfi mögulega að leita aðstoðar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins Risinn sem var of stór til að falla er fallinn Facebook gagnrýnt fyrir að leyfa gervigreind að reyna við börn Vilja ekkert með áfengi nágranna sinna hafa Íslensku KFC-feðgarnir í Danmörku gjaldþrota Kynntu nýja útgáfu ChatGPT: „Þetta er eins og að tala við sérfræðing“ Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Sjá meira