Manstu eftir myndunum Á tæpasta vaði, Pottormur í pabbaleit og Sjón er sögu ríkari? Lilja Katrín Gunnarsdóttir skrifar 7. nóvember 2017 20:30 Lögmál leiksins, Tveir á toppnum og Stórkostleg stúlka eru allt íslenskir titlar á erlendum bíómyndum, en í den tíðkaðist það hjá kvikmyndahúsum að þýða alla erlenda kvikmyndatitla yfir á íslensku, eitthvað sem er liðin tíð í dag. Við ákváðum að fara aðeins aftur í tímann og rifja upp nokkra frábæra bíómyndatitla á myndum sem margir kannast við, en færri átta sig á íslensku titlunum. Nú er bara spurning hvort vert sé að þrýsta á kvikmyndahúsin að endurvekja þessa góðu og gildu hefð?Textasmiðir kvikmyndahúsanna skemmtu sér eflaust konunglega á tíðum við að þýða kvikmyndatitla og notuðu stuðla óspart, eins og sést til dæmis á titli gamanmyndarinnar Look Who’s Talking, sem útlagðist á íslensku sem Pottormur í pabbaleit. Önnur góð dæmi eru Tveir á toppnum sem notaður var yfir Lethal Weapon-myndirnar goðsagnakenndu, Lögmál leiksins, sem notaður var til að lýsa körfuboltamyndinni Above the Rim með Tupac Shakur í aðalhlutverki, þegar Pretty Woman varð Stórkostleg stúlka og Góðir Gæjar, sem var þýðingin á mafíumyndinni Goodfellas.Oft á tíðum voru íslensku titlanir afskaplega bókstaflegir. Þannig var Dead Man Walking þýdd sem Dauðamaður nálgast og Clueless útlagðist sem Glórulaus, sem er líklegast ekki góð lýsing á innihald gamanmyndarinnar sem skartaði Aliciu Silverstone í aðalhlutverki.Svo eru það kvikmyndatitlarnir sem hafa reynt á textasmiði og hugmyndaflug þeirra eins og þegar Die Hard-myndirnar voru þýddar sem Á tæpasta vaði, grínmyndin Loaded Weapon, sem gerði grín að Lethal Weapon, varð Tveir ýktir og titillinn Sjón er sögu ríkari var notaður yfir Stanley Kubrick-myndina Eyes Wide Shut. Svo við gleymum ekki Arnold Schwarzenegger-klassíkinni Total Recall, en á íslensku kallast hún Fullkominn hugur.Við á Vísi eigum auðvitað okkar uppáhaldstitla úr fortíðinni. Þar trónir á toppi þýðingin á titlinum Who’s the man sem var Tveir truflaðir… og annar verri. Skemmtilega skrýtin þýðing á annars afleitri gamanmynd. Fleiri góðar þýðingar eru Laus í rásinni (Skin Deep), Logandi hræddir (Living Daylights), Í svaka klemmu (Ruthless People), Samtaka nú (Gung Ho), Í kröppum leik (Heat), Á síðasta snúning (Dead Calm) og Útkastarinn (Road House). Sérstakt heiðursæti, fyrir titil sem passaði best við kvikmyndaplakatið er án efa kvikmyndin Running Scared, gamanmynd um tvær löggur sem ákveða að opna bar. Íslenska heitið á myndinni er Léttlyndar löggur. Mjög, mjög gott.Svo virðist einnig sem metnaður hafi verið settur í aðrar þýðingar á kvikmyndaplakötum, og erum við sérstaklega hrifin af brandaranum Hemlalaus gamanmynd á plakati Gung Ho, en aðalsögusvið hennar er einmitt bílaverksmiðja. Svo megum við ekki gleyma sölutextanum fyrir Náið þeim stutta, Get Shorty, sem myndi eflaust ekki falla vel í kramið í dag: Grínmynd fyrir harða nagla og heitar píur.Glæpamaður í tjaldi Og fyrst við erum að tala um íslenskar þýðingar á erlendum titlum, verðum við að minnast eilítið á það hvernig heiti sjónvarpsþátta hafa verið íslenskuð í gegnum tíðina. Vissulega tíðkast það enn í dag að þýða erlend sjónvarpsþáttaheiti yfir á íslensku en þó er það ekki eins algengt og það var fyrir nokkrum árum. Hver getur til dæmis giskað á hvaða sjónvarpsþáttur Trufluð tilvera er? Hljómar eins og grunnskóladrama frá Ástralíu en sannleikurinn er að Trufluð tilvera er bandaríska teiknimyndaserían South Park. Magnað! En talandi um ástralskt grunnskóladrama, þá var einmitt eitt slíkt, Heartbreak High, þýtt sem Fjör á fjölbraut. Hressilegur titill. Beðmál í borginni kannast margir við, en það er þýðingin á Sex and the City. Ein á báti var fjölskyldudramað Party of Five, Ástir og átök var notað til að lýsa þáttunum Mad About You með Paul Reiser og Helen Hunt í aðalhlutverkum og Suddenly Susan var einfaldlega Laus og liðug. Þá var Fjarlæg framtíð notað yfir teiknimyndaseríuna Futurama, Í hár saman var íslenska heitið á bresku seríunni Cutting It og bandarísku grínþættirnir Just Shoot Me! með David Spade í aðalhlutverki fengu nafnið Hér er ég. Svo má auðvitað ekki fjalla um íslenskar þýðingar á skemmtiefni án þess að rifja það upp þegar þátturinn Law & Order: Criminal intent var þýddur sem Glæpamaður í tjaldi. Stóra spurningin er: Var það grín eða alvara? Mest lesið Þéna töluvert þrátt fyrir að vera ekki til Lífið Sigurjón minnist David Lynch: „Jonni, við verðum að gera eitthvað fyrir Ísland“ Bíó og sjónvarp Heill hljóðheimur Hildar fer afturábak Tónlist Upprunalegt handrit „Mr. Tambourine man“ seldist á 70 milljónir Tónlist Fötlunin ekki stærsta áfallið heldur veikindin sem fylgdu Lífið Krakkatían: Grænland, galdrakarl og Greppikló Lífið Verð alltaf stoltari og stoltari af mömmu Lífið Grundvallarmisskilnings gæti um þaksvalir á Íslandi Lífið „Lífið væri svo miklu leiðinlegra ef ég ætti ekki bróður með Downs“ Lífið Erling og Sigríður selja húsið eftir átján ár Lífið Fleiri fréttir Sigurjón minnist David Lynch: „Jonni, við verðum að gera eitthvað fyrir Ísland“ Kvikmyndirnar sem beðið er eftir 2025 Embla og Timothée Chalamet glæsileg á dreglinum Krefur Disney um tíu milljarða dala Þakkar fleiru en Demi Moore fyrir langþráð metár Vestfirski hryllingstryllirinn frumsýndur vestanhafs Snerting skaut Deadpool ref fyrir rass 2024 Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Frumsýning á Vísi: Fyrsta stiklan úr hryllingstrylli af Vestfjörðum Paul Mescal leiki nafna sinn McCartney „Þannig það yrði bara til Leynilögga 1 og 3“ Emilia Pérez og The Bear með flestar tilnefningar til Golden Globe „Hversu góð tök hefur þú á Rúrik?“ Sjá meira
Lögmál leiksins, Tveir á toppnum og Stórkostleg stúlka eru allt íslenskir titlar á erlendum bíómyndum, en í den tíðkaðist það hjá kvikmyndahúsum að þýða alla erlenda kvikmyndatitla yfir á íslensku, eitthvað sem er liðin tíð í dag. Við ákváðum að fara aðeins aftur í tímann og rifja upp nokkra frábæra bíómyndatitla á myndum sem margir kannast við, en færri átta sig á íslensku titlunum. Nú er bara spurning hvort vert sé að þrýsta á kvikmyndahúsin að endurvekja þessa góðu og gildu hefð?Textasmiðir kvikmyndahúsanna skemmtu sér eflaust konunglega á tíðum við að þýða kvikmyndatitla og notuðu stuðla óspart, eins og sést til dæmis á titli gamanmyndarinnar Look Who’s Talking, sem útlagðist á íslensku sem Pottormur í pabbaleit. Önnur góð dæmi eru Tveir á toppnum sem notaður var yfir Lethal Weapon-myndirnar goðsagnakenndu, Lögmál leiksins, sem notaður var til að lýsa körfuboltamyndinni Above the Rim með Tupac Shakur í aðalhlutverki, þegar Pretty Woman varð Stórkostleg stúlka og Góðir Gæjar, sem var þýðingin á mafíumyndinni Goodfellas.Oft á tíðum voru íslensku titlanir afskaplega bókstaflegir. Þannig var Dead Man Walking þýdd sem Dauðamaður nálgast og Clueless útlagðist sem Glórulaus, sem er líklegast ekki góð lýsing á innihald gamanmyndarinnar sem skartaði Aliciu Silverstone í aðalhlutverki.Svo eru það kvikmyndatitlarnir sem hafa reynt á textasmiði og hugmyndaflug þeirra eins og þegar Die Hard-myndirnar voru þýddar sem Á tæpasta vaði, grínmyndin Loaded Weapon, sem gerði grín að Lethal Weapon, varð Tveir ýktir og titillinn Sjón er sögu ríkari var notaður yfir Stanley Kubrick-myndina Eyes Wide Shut. Svo við gleymum ekki Arnold Schwarzenegger-klassíkinni Total Recall, en á íslensku kallast hún Fullkominn hugur.Við á Vísi eigum auðvitað okkar uppáhaldstitla úr fortíðinni. Þar trónir á toppi þýðingin á titlinum Who’s the man sem var Tveir truflaðir… og annar verri. Skemmtilega skrýtin þýðing á annars afleitri gamanmynd. Fleiri góðar þýðingar eru Laus í rásinni (Skin Deep), Logandi hræddir (Living Daylights), Í svaka klemmu (Ruthless People), Samtaka nú (Gung Ho), Í kröppum leik (Heat), Á síðasta snúning (Dead Calm) og Útkastarinn (Road House). Sérstakt heiðursæti, fyrir titil sem passaði best við kvikmyndaplakatið er án efa kvikmyndin Running Scared, gamanmynd um tvær löggur sem ákveða að opna bar. Íslenska heitið á myndinni er Léttlyndar löggur. Mjög, mjög gott.Svo virðist einnig sem metnaður hafi verið settur í aðrar þýðingar á kvikmyndaplakötum, og erum við sérstaklega hrifin af brandaranum Hemlalaus gamanmynd á plakati Gung Ho, en aðalsögusvið hennar er einmitt bílaverksmiðja. Svo megum við ekki gleyma sölutextanum fyrir Náið þeim stutta, Get Shorty, sem myndi eflaust ekki falla vel í kramið í dag: Grínmynd fyrir harða nagla og heitar píur.Glæpamaður í tjaldi Og fyrst við erum að tala um íslenskar þýðingar á erlendum titlum, verðum við að minnast eilítið á það hvernig heiti sjónvarpsþátta hafa verið íslenskuð í gegnum tíðina. Vissulega tíðkast það enn í dag að þýða erlend sjónvarpsþáttaheiti yfir á íslensku en þó er það ekki eins algengt og það var fyrir nokkrum árum. Hver getur til dæmis giskað á hvaða sjónvarpsþáttur Trufluð tilvera er? Hljómar eins og grunnskóladrama frá Ástralíu en sannleikurinn er að Trufluð tilvera er bandaríska teiknimyndaserían South Park. Magnað! En talandi um ástralskt grunnskóladrama, þá var einmitt eitt slíkt, Heartbreak High, þýtt sem Fjör á fjölbraut. Hressilegur titill. Beðmál í borginni kannast margir við, en það er þýðingin á Sex and the City. Ein á báti var fjölskyldudramað Party of Five, Ástir og átök var notað til að lýsa þáttunum Mad About You með Paul Reiser og Helen Hunt í aðalhlutverkum og Suddenly Susan var einfaldlega Laus og liðug. Þá var Fjarlæg framtíð notað yfir teiknimyndaseríuna Futurama, Í hár saman var íslenska heitið á bresku seríunni Cutting It og bandarísku grínþættirnir Just Shoot Me! með David Spade í aðalhlutverki fengu nafnið Hér er ég. Svo má auðvitað ekki fjalla um íslenskar þýðingar á skemmtiefni án þess að rifja það upp þegar þátturinn Law & Order: Criminal intent var þýddur sem Glæpamaður í tjaldi. Stóra spurningin er: Var það grín eða alvara?
Mest lesið Þéna töluvert þrátt fyrir að vera ekki til Lífið Sigurjón minnist David Lynch: „Jonni, við verðum að gera eitthvað fyrir Ísland“ Bíó og sjónvarp Heill hljóðheimur Hildar fer afturábak Tónlist Upprunalegt handrit „Mr. Tambourine man“ seldist á 70 milljónir Tónlist Fötlunin ekki stærsta áfallið heldur veikindin sem fylgdu Lífið Krakkatían: Grænland, galdrakarl og Greppikló Lífið Verð alltaf stoltari og stoltari af mömmu Lífið Grundvallarmisskilnings gæti um þaksvalir á Íslandi Lífið „Lífið væri svo miklu leiðinlegra ef ég ætti ekki bróður með Downs“ Lífið Erling og Sigríður selja húsið eftir átján ár Lífið Fleiri fréttir Sigurjón minnist David Lynch: „Jonni, við verðum að gera eitthvað fyrir Ísland“ Kvikmyndirnar sem beðið er eftir 2025 Embla og Timothée Chalamet glæsileg á dreglinum Krefur Disney um tíu milljarða dala Þakkar fleiru en Demi Moore fyrir langþráð metár Vestfirski hryllingstryllirinn frumsýndur vestanhafs Snerting skaut Deadpool ref fyrir rass 2024 Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Frumsýning á Vísi: Fyrsta stiklan úr hryllingstrylli af Vestfjörðum Paul Mescal leiki nafna sinn McCartney „Þannig það yrði bara til Leynilögga 1 og 3“ Emilia Pérez og The Bear með flestar tilnefningar til Golden Globe „Hversu góð tök hefur þú á Rúrik?“ Sjá meira