Viðskipti innlent

Stöð 2 semur við Twentieth Century Fox

Ólöf Skaftadóttir skrifar
vísir/anton
Stöð 2 hefur gert samning við bandaríska kvikmyndaframleiðandann Twentieth Century Fox um að nýjustu bíómyndir Fox verði sýndar á Stöð 2 næstu ár. Stöð 2 hefur áður átt í miklu og góðu samstarfi við Fox um bæði kvikmyndir og sjónvarpsþætti.

Með samningnum hefur Stöð 2 tryggt áskrifendum sínum aðgang að vinsælum Hollywood kvikmyndum á borð við Trolls, Revenant, Dead­pool og margar sem verða á dagskrá Stöðvar 2 á næstu vikum. Þá verða myndir frá Fox einnig aðgengilegar eftir sýningu á streymisþjónustunni Stöð 2 Maraþon NOW.

„Samningurinn við Fox kemur til viðbótar við efnissamninga Stöðvar 2 við HBO, Sony, Warner og NBC Universal og undirstrikar stefnu Stöðvar 2 að bjóða áskrifendum sínum upp á besta sjónvarpsefni og kvikmyndir á markaðnum í dag. Það er frábært að bæta kvikmyndum frá Fox við viðamikla bíómyndadagskrá á Stöð 2 um jólin þar sem ungir sem aldnir munu finna eitthvað við sitt hæfi,“ segir Jóhanna Margrét Gísladóttir dagskrárstjóri Stöðvar 2. 






Fleiri fréttir

Sjá meira


×