Umfjöllun og viðtöl: Stjarnan - Valur 25-27 | Valsmenn unnu upp fimm marka forskot í seinni hálfleik Svava Kristín Grétarsdóttir skrifar 6. nóvember 2017 22:30 Anton Rúnarsson. Vísir/Stefán Frábær endurkoma Valsmanna skilaði þeim tveggja marka sigri á Stjörnunni 27 - 25 í Garðabæ í kvöld. Heimamenn voru yfir mest allan leikinn og leiddu með fimm mörkum þegar flautað var til loka fyrri hálfleiks 14-9. Leikurinn byrjaði vel, Anton Rúnarsson kom Valsmönnum í 2-0 en Stjarnan jafnaði fljótt og hélst leikurinn jafn fyrstu mínúturnar. Eftir 10 mínútna leik fóru Garðbæingar að síga framúr, Lárus Gunnarsson lokaði markinu og gekk Valsmönnum illa að finna glufur á góðri vörn Stjörnumanna sem leiddu leikinn með fimm mörkum þegar gengið var til hálfleiks, 14-9. Það var allt annað Vals lið sem mætti út í seinni hálfleikinn, vörnin var þétt og pressaði vel á Stjörnuna sem fór að tapa boltanum og gat Valur þá refsað þeim og tókst þeim að saxa á forskotið jafnt og þétt. Vörnin var að sama skapi ekki eins góð hjá Stjörnunni og í fyrri hálfleiknum og fór þá markvarslan að detta niður hjá Lárusi einnig. Á 34 mínútu fékk Ryuto Inage beint rautt spjald fyrir brot á Andra Hjartar en það hafði þó lítil áhrif á leikinn. Stjarnan hélt forystunni allt fram að 52. mínútu þegar Valur jafnaði leikinn 22 - 22 og komst liðið yfir strax í næstu sókn, loka mínúturnar var leikurinn jafn og skiptust liðin á að skora en þegar tvær mínútur voru til leiksloka gat Egill Magnússon jafnað leikinn en fékk dæmdan á sig ruðning sem reyndist dýrt því Valsmenn skoruðu í næstu sókn og voru þá tveimur mörkum yfir þegar loka mínútan gekk í garð. Ekki tókst heimamönnum að ná Val og lokatölur 27-25 Val í vil. Af hverju vann Valur Valur sýndi þvílíkan karakter í síðari hálfleik þegar þeir snéru leiknum sér í hag. Þeir náðu að þétta vörnin og Stjarnan fór að tapa boltanum í sókninni sem smitaði út frá sér í vörninni en hún var alls ekki nægilega góð í síðari hálfleiknum. Það sem hjálpaði Val einnig var að þeir misstu aldrei haus og sýndu þolimæði. Hverjir stóðu uppúr Anton Rúnarsson var markahæstur með 10 mörk en hann var allt í öllu í sóknarleik Valsmanna og hélt þeim algjörlega inní leiknum framan af en Magnús Óli skoraði 5 mörk þar af 3 úr vítaköstum. Hjá Stjörnunni var Lárus Gunnarsson frábær með 18 varða bolta þar af 14 í fyrri hálfleik. Aron Dagur átti góðan leik skoraði fjögur mörk en skilaði mikið af stoðsendingum. Leó Snær skilar alltaf sínu en hann var með 7 mörk í dag. Hvað gekk illa Í fyrri hálfleik gekk Val illa í sókninni og var Lárus mikið fyrir þeim í markinu. Stjörnunni gekk síðan illa í sókninni í síðari hálfleik þegar þeir töpuðu boltanum hvað eftir annað og gáfu Val tækifæri á að minnka muninn sem og þeir gerðu. Anton var að ógna hvað mest fyrir utan hjá Val og hefði Stjarnan átt að stöðva hann. Þá var Ari Magnús aðeins með eitt mark í liði Stjörnunnar. Vörninn var ekki nægilega góð hjá Stjörnunni í seinni hálfleiknum og fylgdi markvarslan þar á eftir. Lárus varði lítið og fór Sveinbjörn í markið en náði þó bara þremur boltum. Hvað gerist næst Valur fær Fram í heimsókn á Hlíðarenda og Stjörnumenn eru á leiðinni í Breiðholtið þar sem liðið mætir ÍR, á fimmtudaginn mætast liðin í bikarnum en á sunnudaginn mætast þessi lið aftur og þá í deildinni. Valsmenn ættu ekki að lenda í vandræðum með Fram ef taka á mark á gengi liðanna til þessa en hins vegar gætu áhorfendur fengið skemmtilegan leik í Austurbergi þegar ÍR og Stjarnan mætast. Einar: Aumingjaskapur að klára ekki þennann leik„Ég er bara hrikalega svekktur og sár. Það er algjör aumingjaskapur að klára ekki þennann leik“ sagði Einar Jónsson þjálfari Stjörnunnar að leik loknum „Það er mjög lítið hægt að setja út á fyrri hálfleikinn, við litum mjög vel út og spiluðum frábæran handbolta. Við lendum manni færri í upphafi seinni hálfleiks og þeir ná að koma sér inní leikinn. Það verður stögl á okkur þarna en mér finnst við svo sem ýna ágætis leik samt allt þar til síðustu 10 - 15 mínúturnar þá hrynur allt. Heilt yfir var sóknarleikurinn í seinni hálfleik mjög slakur og varnarleikurinn ekki nógu góður svo þetta var bara hrun í seinni hálfleik. Við erum með flest alla okkar töpuðu bolta í seinni hálfleik og við erum bara stirðir, staðir og hugmyndasnauðir í seinni hálfleik sem verður okkur að falli.“Anton Rúnarsson var allt í öllu í sóknarleik Valsmanna, hefði Stjarnan ekki átt að taka hann úr umferð ? „Jú við hugsuðum það og eftir á að hyggja hefðum við átt að gera það. En þeir eru með mikið af góðum leikmönnum og við reyndum því bara að þétta aðeins meira á Anton og það tókst ekki.“ Stjarnan mætir ÍR í Coca Cola bikarnum á fimmtudaginn í Austurbergi„Við eigum ÍR í bikar á fimmtudaginn og við leggjum þetta bara til hliðar og undirbúum okkur fyrir þann leik.“ Snorri Steinn: Þetta hefði getað endað illaSnorri Steinn Guðjónsson, þjálfari Vals, var að vonum sáttur með sína menn eftir leik kvöldsins. „Við erum mjög sáttir, það er engin spurning. Ég verð að gefa strákunum mikið hrós, þeir sýndu mikinn karakter. Við komum okkur sjálfir í erfiða stöðu í fyrri hálfleik en ég er ánægður með það hvernig strákarnir svöruðu því“ sagði Snorri Steinn sem var ekki sammála því að illa hafi gengið að finna svör við góðum varnarleik Stjörnunnar í fyrri hálfleik. „Engin svör, ég er ekki sammála því en við vorum í vandræðum með Lárus í markinu það er alveg rétt. Hann er með 14 - 15 skot varin í fyrri hálfleik eðlilega dregur það tennurnar úr mönnum. Við erum að skapa okkur ágætis færi og þetta lítur ágætlega út en menn fóru aðeins inní skelina á tímabili, Stjarnan gengur á lagið og nær þessu forskoti. Þetta hefði getað endað illa það er engin spurning.“ „Við notuðum hálfleikinn í að stappa stálinu í menn, mér fannst við ekkert vera hræðilegir í fyrri hálfleik en við fengum menn bara til að hafa trú á þessu og það gekk. Það væri óskandi ef allir væru með sínar innkomur og markaskorunin meiri en Anton átti bara frábæran leik í dag, stjórnaði þessu vel en það voru fleiri sem lögðu í púkkið í dag.“ Orri Freyr Gíslason, fyrirliði Vals, meiddist í vikunni á þumalfingri og þurfti að fara í aðgerð. Þessi lykil leikmaður liðsins spilar ekki meira með íslandsmeisturunum á þessu ári og því við hæfi að spurja hvort það hafi ekki komið til greina hjá Snorra Steini að koma inní liðið ? „Það kom ekki til greina fyrir þennann leik nei“ sagði Snorri Steinn en hann segir það auðvitað hafa áhrif að missa Orra Frey út „Það hefur mikil áhrifn, hann er fyrirliði liðsins hann er lykilmaður í vörn, hann er lykilmaður í sókn svo það er engin spurning að þetta hefur mikil áhrif. Hann þurfti að fara í aðgerð og það er ekkert við því að gera. Það er líka gaman að fá þetta verkefni að sjá hvað við getum gert án hans.“ Olís-deild karla
Frábær endurkoma Valsmanna skilaði þeim tveggja marka sigri á Stjörnunni 27 - 25 í Garðabæ í kvöld. Heimamenn voru yfir mest allan leikinn og leiddu með fimm mörkum þegar flautað var til loka fyrri hálfleiks 14-9. Leikurinn byrjaði vel, Anton Rúnarsson kom Valsmönnum í 2-0 en Stjarnan jafnaði fljótt og hélst leikurinn jafn fyrstu mínúturnar. Eftir 10 mínútna leik fóru Garðbæingar að síga framúr, Lárus Gunnarsson lokaði markinu og gekk Valsmönnum illa að finna glufur á góðri vörn Stjörnumanna sem leiddu leikinn með fimm mörkum þegar gengið var til hálfleiks, 14-9. Það var allt annað Vals lið sem mætti út í seinni hálfleikinn, vörnin var þétt og pressaði vel á Stjörnuna sem fór að tapa boltanum og gat Valur þá refsað þeim og tókst þeim að saxa á forskotið jafnt og þétt. Vörnin var að sama skapi ekki eins góð hjá Stjörnunni og í fyrri hálfleiknum og fór þá markvarslan að detta niður hjá Lárusi einnig. Á 34 mínútu fékk Ryuto Inage beint rautt spjald fyrir brot á Andra Hjartar en það hafði þó lítil áhrif á leikinn. Stjarnan hélt forystunni allt fram að 52. mínútu þegar Valur jafnaði leikinn 22 - 22 og komst liðið yfir strax í næstu sókn, loka mínúturnar var leikurinn jafn og skiptust liðin á að skora en þegar tvær mínútur voru til leiksloka gat Egill Magnússon jafnað leikinn en fékk dæmdan á sig ruðning sem reyndist dýrt því Valsmenn skoruðu í næstu sókn og voru þá tveimur mörkum yfir þegar loka mínútan gekk í garð. Ekki tókst heimamönnum að ná Val og lokatölur 27-25 Val í vil. Af hverju vann Valur Valur sýndi þvílíkan karakter í síðari hálfleik þegar þeir snéru leiknum sér í hag. Þeir náðu að þétta vörnin og Stjarnan fór að tapa boltanum í sókninni sem smitaði út frá sér í vörninni en hún var alls ekki nægilega góð í síðari hálfleiknum. Það sem hjálpaði Val einnig var að þeir misstu aldrei haus og sýndu þolimæði. Hverjir stóðu uppúr Anton Rúnarsson var markahæstur með 10 mörk en hann var allt í öllu í sóknarleik Valsmanna og hélt þeim algjörlega inní leiknum framan af en Magnús Óli skoraði 5 mörk þar af 3 úr vítaköstum. Hjá Stjörnunni var Lárus Gunnarsson frábær með 18 varða bolta þar af 14 í fyrri hálfleik. Aron Dagur átti góðan leik skoraði fjögur mörk en skilaði mikið af stoðsendingum. Leó Snær skilar alltaf sínu en hann var með 7 mörk í dag. Hvað gekk illa Í fyrri hálfleik gekk Val illa í sókninni og var Lárus mikið fyrir þeim í markinu. Stjörnunni gekk síðan illa í sókninni í síðari hálfleik þegar þeir töpuðu boltanum hvað eftir annað og gáfu Val tækifæri á að minnka muninn sem og þeir gerðu. Anton var að ógna hvað mest fyrir utan hjá Val og hefði Stjarnan átt að stöðva hann. Þá var Ari Magnús aðeins með eitt mark í liði Stjörnunnar. Vörninn var ekki nægilega góð hjá Stjörnunni í seinni hálfleiknum og fylgdi markvarslan þar á eftir. Lárus varði lítið og fór Sveinbjörn í markið en náði þó bara þremur boltum. Hvað gerist næst Valur fær Fram í heimsókn á Hlíðarenda og Stjörnumenn eru á leiðinni í Breiðholtið þar sem liðið mætir ÍR, á fimmtudaginn mætast liðin í bikarnum en á sunnudaginn mætast þessi lið aftur og þá í deildinni. Valsmenn ættu ekki að lenda í vandræðum með Fram ef taka á mark á gengi liðanna til þessa en hins vegar gætu áhorfendur fengið skemmtilegan leik í Austurbergi þegar ÍR og Stjarnan mætast. Einar: Aumingjaskapur að klára ekki þennann leik„Ég er bara hrikalega svekktur og sár. Það er algjör aumingjaskapur að klára ekki þennann leik“ sagði Einar Jónsson þjálfari Stjörnunnar að leik loknum „Það er mjög lítið hægt að setja út á fyrri hálfleikinn, við litum mjög vel út og spiluðum frábæran handbolta. Við lendum manni færri í upphafi seinni hálfleiks og þeir ná að koma sér inní leikinn. Það verður stögl á okkur þarna en mér finnst við svo sem ýna ágætis leik samt allt þar til síðustu 10 - 15 mínúturnar þá hrynur allt. Heilt yfir var sóknarleikurinn í seinni hálfleik mjög slakur og varnarleikurinn ekki nógu góður svo þetta var bara hrun í seinni hálfleik. Við erum með flest alla okkar töpuðu bolta í seinni hálfleik og við erum bara stirðir, staðir og hugmyndasnauðir í seinni hálfleik sem verður okkur að falli.“Anton Rúnarsson var allt í öllu í sóknarleik Valsmanna, hefði Stjarnan ekki átt að taka hann úr umferð ? „Jú við hugsuðum það og eftir á að hyggja hefðum við átt að gera það. En þeir eru með mikið af góðum leikmönnum og við reyndum því bara að þétta aðeins meira á Anton og það tókst ekki.“ Stjarnan mætir ÍR í Coca Cola bikarnum á fimmtudaginn í Austurbergi„Við eigum ÍR í bikar á fimmtudaginn og við leggjum þetta bara til hliðar og undirbúum okkur fyrir þann leik.“ Snorri Steinn: Þetta hefði getað endað illaSnorri Steinn Guðjónsson, þjálfari Vals, var að vonum sáttur með sína menn eftir leik kvöldsins. „Við erum mjög sáttir, það er engin spurning. Ég verð að gefa strákunum mikið hrós, þeir sýndu mikinn karakter. Við komum okkur sjálfir í erfiða stöðu í fyrri hálfleik en ég er ánægður með það hvernig strákarnir svöruðu því“ sagði Snorri Steinn sem var ekki sammála því að illa hafi gengið að finna svör við góðum varnarleik Stjörnunnar í fyrri hálfleik. „Engin svör, ég er ekki sammála því en við vorum í vandræðum með Lárus í markinu það er alveg rétt. Hann er með 14 - 15 skot varin í fyrri hálfleik eðlilega dregur það tennurnar úr mönnum. Við erum að skapa okkur ágætis færi og þetta lítur ágætlega út en menn fóru aðeins inní skelina á tímabili, Stjarnan gengur á lagið og nær þessu forskoti. Þetta hefði getað endað illa það er engin spurning.“ „Við notuðum hálfleikinn í að stappa stálinu í menn, mér fannst við ekkert vera hræðilegir í fyrri hálfleik en við fengum menn bara til að hafa trú á þessu og það gekk. Það væri óskandi ef allir væru með sínar innkomur og markaskorunin meiri en Anton átti bara frábæran leik í dag, stjórnaði þessu vel en það voru fleiri sem lögðu í púkkið í dag.“ Orri Freyr Gíslason, fyrirliði Vals, meiddist í vikunni á þumalfingri og þurfti að fara í aðgerð. Þessi lykil leikmaður liðsins spilar ekki meira með íslandsmeisturunum á þessu ári og því við hæfi að spurja hvort það hafi ekki komið til greina hjá Snorra Steini að koma inní liðið ? „Það kom ekki til greina fyrir þennann leik nei“ sagði Snorri Steinn en hann segir það auðvitað hafa áhrif að missa Orra Frey út „Það hefur mikil áhrifn, hann er fyrirliði liðsins hann er lykilmaður í vörn, hann er lykilmaður í sókn svo það er engin spurning að þetta hefur mikil áhrif. Hann þurfti að fara í aðgerð og það er ekkert við því að gera. Það er líka gaman að fá þetta verkefni að sjá hvað við getum gert án hans.“
Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti
Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti