Paradísarskjölin: Viðskiptaráðherra Trump í slagtogi með tengdasyni Pútin Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 6. nóvember 2017 11:30 Donald Trump bendir hér á Wilbur Ross, viðskiptaráðherra Bandaríkjanna. Vísir/Getty Wilbur Ross, viðskiptaráðherra Bandaríkjanna, á í umfangsmiklum viðskiptum með tengdasyni Vladimir Pútin, forseta Rússlands, í gegnum net aflandsfélaga. Þetta er meðal þess sem kemur fram í Paradísarskjölunum sem bárust þýska dagblaðinu Süddeutsche Zeitung og rannsóknarblaðamenn hafa unnið úr á síðustu vikum og mánuðum.The Guardian fjallar um tengsl Ross við Rússland. Þar kemur fram að Ross eigi hluti í skipafyrirtækinu Navigator. Ross er milljarðamæringur og náinn vinur Trump. Hann losaði sig ekki við hlut sinn í skipafyrirtækinu þegar hann tók við embætti viðskiptaráðherra. Navigator á í hagkvæmu viðskiptasambandi með Sibur, rússnesku gasfélagi, sem meðal annars er í eigu Kirill Shamalov, eiginmanns Katerina Tikhononva, dóttur Rússlandsforseta. Í Guardian kemur fram að þetta þýði að Ross muni hagnast á viðskiptum við rússneskt félag sem rekið er að fjölskyldu Pútín, sem og sumum af nánustu ráðgjöfum. Þar segir einnig Navigator hafi aukið samstarf sitt við Sibur árið 2014, á sama tíma og Bandaríkin og Evrópusambandið settu á umfangsmikið viðskiptabann á Rússland vegna aðgerða ríkisins í Úkraínu og Krímskaga. Alls hefur Navigator hagnast um 68 milljónir dollara frá 2014 á samstarfinu við Sibur.Wilbur Ross er einn nánasti vinur Donald Trump.Vísir/Gettur„Það virðist vera Rússi í hverjum skáp“ Lítið virðist hafa verið farið ofan í saumana á viðskiptasögu Ross áður en hann tók við embætti. Sérfræðingar sem Guardian leitaði til telja að viðskipti Ross í Rússlandi valdi áhyggjum. „Ég skil ekki hvernig einhver getur hafa tekið þá ákvörðun að standa í þessum viðskiptum eftir að hann tekur við háttsettri stöðu í ríkisstjórninni,“ segir Daniel Fried sem starfaði við málefni Evrópu og Rússlands í utanríkisráðuneyti Bandaríkjanna. „Hvað er hann að spá?“ „Þetta kemur mér mjög á óvart en kannski ætti þetta ekki að gera það vegna þess að það undir stjórn þessarar ríkisstjórnar virðist vera Rússi í hverjum skáp,“ sagði Peter Harrell, háttsettur embættismaður í utanríkisráðuneytinu í forsetatíð Barack Obama. Tengsl Donald Trump við Rússland hafa verið í deiglunni að undanförnu, ekki síst að sérstakur rannsakandi var skipaður til að rannsaka möguleg afskipti Rússland af forsetakosningunum þar í landi á síðasta ári, sem og hugsanlegu samráði Rússa við kosningastjórn Trump. Í Paradísarskjölunum kemur einnig fram að Ross hafi átt hlut í tugum aflandsfélaga en hann hefur gefið sig út fyrir að vera einn helsti stuðningsmaður áætlunar Bandaríkjaforseta um að ná í peninga frá aflandssvæðum, líkt og hann lofaði í kosningabaráttunni fyrir forsetakosningarnar.Nánar er fjall um viðskipti Ross í Rússlandi á vef The Guardian. Í gær var greint frá umfangsmiklum gagnaleka sem varpar ljósi á eignir og fjárhag sumra af ríkustu einstaklingum heims. Um er að ræða 12,4 milljónir skjala sem nefnd hafa verið Paradísarskjölin, sem flest eru frá lögmannsstofunni Appleby á Bermúda-eyjum sem sérhæfir sig í aflandsviðskiptum. Í flestum tilvikum er um lögleg viðskipti að ræða. Í skjölunum eru einnig upplýsingar úr 19 fyrirtækjaskrám á þekktum lágskattasvæðum eins og Möltu, Bermúda og Cayman eyjum. Þýska blaðið Süddeutsche Zeitung heldur úti sérstakri vefsíðu á ensku þar sem helstu fréttir úr lekanum munu birtast. Hér er hlekkur á þá síðu.Vefsíðu ICIJ má svo finna hér. Paradísarskjölin Tengdar fréttir Paradísarskjölin: Eignir Bretadrottningar og tengsl bandarísks ráðherra við tengdason Pútín Nýr gagnaleki hefur varpað ljósi á eignir og fjárhag sumra af ríkustu einstaklingum heims. 5. nóvember 2017 19:21 Paradísarskjölin: Bono keypti verslunarmiðstöð í Litháen í gegnum Möltu Tónlistarmaðurinn Bono, söngvari írsku hljómsveitarinnar U2 keypti hlut í verslunarmiðstöð í Litháen í gegnum félag sem skráð var á Möltu. Þetta kemur fram í Paradísarskjölunum. 6. nóvember 2017 09:45 Mest lesið Telur enga frétt í leyniupptökunum um hvalveiðar Viðskipti innlent Spá því að nefndin lækki stýrivexti duglega Viðskipti innlent Hélt tryggingunni vegna geymslu á innbúi í Grindavík Neytendur Tugmilljarða viðsnúningur hjá Alvotech Viðskipti innlent Spá því að verðbólgan fari í 4,5 prósent Viðskipti innlent Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Viðskipti innlent „Pólitíkin er dugleg í þessu en einkageirinn kann þetta ekki nógu vel“ Atvinnulíf Icelandair byrjar að fljúga til Istanbúl Viðskipti innlent Bein útsending: Leiðir til að lækka vexti Viðskipti innlent Níu varðhundar neytenda sameinast á einum vef Neytendur Fleiri fréttir Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira
Wilbur Ross, viðskiptaráðherra Bandaríkjanna, á í umfangsmiklum viðskiptum með tengdasyni Vladimir Pútin, forseta Rússlands, í gegnum net aflandsfélaga. Þetta er meðal þess sem kemur fram í Paradísarskjölunum sem bárust þýska dagblaðinu Süddeutsche Zeitung og rannsóknarblaðamenn hafa unnið úr á síðustu vikum og mánuðum.The Guardian fjallar um tengsl Ross við Rússland. Þar kemur fram að Ross eigi hluti í skipafyrirtækinu Navigator. Ross er milljarðamæringur og náinn vinur Trump. Hann losaði sig ekki við hlut sinn í skipafyrirtækinu þegar hann tók við embætti viðskiptaráðherra. Navigator á í hagkvæmu viðskiptasambandi með Sibur, rússnesku gasfélagi, sem meðal annars er í eigu Kirill Shamalov, eiginmanns Katerina Tikhononva, dóttur Rússlandsforseta. Í Guardian kemur fram að þetta þýði að Ross muni hagnast á viðskiptum við rússneskt félag sem rekið er að fjölskyldu Pútín, sem og sumum af nánustu ráðgjöfum. Þar segir einnig Navigator hafi aukið samstarf sitt við Sibur árið 2014, á sama tíma og Bandaríkin og Evrópusambandið settu á umfangsmikið viðskiptabann á Rússland vegna aðgerða ríkisins í Úkraínu og Krímskaga. Alls hefur Navigator hagnast um 68 milljónir dollara frá 2014 á samstarfinu við Sibur.Wilbur Ross er einn nánasti vinur Donald Trump.Vísir/Gettur„Það virðist vera Rússi í hverjum skáp“ Lítið virðist hafa verið farið ofan í saumana á viðskiptasögu Ross áður en hann tók við embætti. Sérfræðingar sem Guardian leitaði til telja að viðskipti Ross í Rússlandi valdi áhyggjum. „Ég skil ekki hvernig einhver getur hafa tekið þá ákvörðun að standa í þessum viðskiptum eftir að hann tekur við háttsettri stöðu í ríkisstjórninni,“ segir Daniel Fried sem starfaði við málefni Evrópu og Rússlands í utanríkisráðuneyti Bandaríkjanna. „Hvað er hann að spá?“ „Þetta kemur mér mjög á óvart en kannski ætti þetta ekki að gera það vegna þess að það undir stjórn þessarar ríkisstjórnar virðist vera Rússi í hverjum skáp,“ sagði Peter Harrell, háttsettur embættismaður í utanríkisráðuneytinu í forsetatíð Barack Obama. Tengsl Donald Trump við Rússland hafa verið í deiglunni að undanförnu, ekki síst að sérstakur rannsakandi var skipaður til að rannsaka möguleg afskipti Rússland af forsetakosningunum þar í landi á síðasta ári, sem og hugsanlegu samráði Rússa við kosningastjórn Trump. Í Paradísarskjölunum kemur einnig fram að Ross hafi átt hlut í tugum aflandsfélaga en hann hefur gefið sig út fyrir að vera einn helsti stuðningsmaður áætlunar Bandaríkjaforseta um að ná í peninga frá aflandssvæðum, líkt og hann lofaði í kosningabaráttunni fyrir forsetakosningarnar.Nánar er fjall um viðskipti Ross í Rússlandi á vef The Guardian. Í gær var greint frá umfangsmiklum gagnaleka sem varpar ljósi á eignir og fjárhag sumra af ríkustu einstaklingum heims. Um er að ræða 12,4 milljónir skjala sem nefnd hafa verið Paradísarskjölin, sem flest eru frá lögmannsstofunni Appleby á Bermúda-eyjum sem sérhæfir sig í aflandsviðskiptum. Í flestum tilvikum er um lögleg viðskipti að ræða. Í skjölunum eru einnig upplýsingar úr 19 fyrirtækjaskrám á þekktum lágskattasvæðum eins og Möltu, Bermúda og Cayman eyjum. Þýska blaðið Süddeutsche Zeitung heldur úti sérstakri vefsíðu á ensku þar sem helstu fréttir úr lekanum munu birtast. Hér er hlekkur á þá síðu.Vefsíðu ICIJ má svo finna hér.
Paradísarskjölin Tengdar fréttir Paradísarskjölin: Eignir Bretadrottningar og tengsl bandarísks ráðherra við tengdason Pútín Nýr gagnaleki hefur varpað ljósi á eignir og fjárhag sumra af ríkustu einstaklingum heims. 5. nóvember 2017 19:21 Paradísarskjölin: Bono keypti verslunarmiðstöð í Litháen í gegnum Möltu Tónlistarmaðurinn Bono, söngvari írsku hljómsveitarinnar U2 keypti hlut í verslunarmiðstöð í Litháen í gegnum félag sem skráð var á Möltu. Þetta kemur fram í Paradísarskjölunum. 6. nóvember 2017 09:45 Mest lesið Telur enga frétt í leyniupptökunum um hvalveiðar Viðskipti innlent Spá því að nefndin lækki stýrivexti duglega Viðskipti innlent Hélt tryggingunni vegna geymslu á innbúi í Grindavík Neytendur Tugmilljarða viðsnúningur hjá Alvotech Viðskipti innlent Spá því að verðbólgan fari í 4,5 prósent Viðskipti innlent Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Viðskipti innlent „Pólitíkin er dugleg í þessu en einkageirinn kann þetta ekki nógu vel“ Atvinnulíf Icelandair byrjar að fljúga til Istanbúl Viðskipti innlent Bein útsending: Leiðir til að lækka vexti Viðskipti innlent Níu varðhundar neytenda sameinast á einum vef Neytendur Fleiri fréttir Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira
Paradísarskjölin: Eignir Bretadrottningar og tengsl bandarísks ráðherra við tengdason Pútín Nýr gagnaleki hefur varpað ljósi á eignir og fjárhag sumra af ríkustu einstaklingum heims. 5. nóvember 2017 19:21
Paradísarskjölin: Bono keypti verslunarmiðstöð í Litháen í gegnum Möltu Tónlistarmaðurinn Bono, söngvari írsku hljómsveitarinnar U2 keypti hlut í verslunarmiðstöð í Litháen í gegnum félag sem skráð var á Möltu. Þetta kemur fram í Paradísarskjölunum. 6. nóvember 2017 09:45