Einar Andri: Davíð reyndist okkur erfiður Benedikt Grétarsson skrifar 5. nóvember 2017 19:01 Einar Andri og lærisveinar hans þurftu að bíða lengi eftir fyrsta sigrinum en eru nú komnir með tvo í röð. vísir/eyþór Einar Andri Einarsson, þjálfari Aftureldingar, hefur átt erfiðan vetur ásamt sínum mönnum og honum var létt í leikslok eftir sigur sinna manna á Víking. „Þetta var virkilega mikilvægur sigur fyrir okkur og við spiluðum hörku varnarleik allan leikinn. Strákarnir voru að leggja sig fram og ég var bara ánægður með þá í kvöld.“ Eitthvað sem ekki var að ganga vel? „Sóknarleikurinn var þunglamalegur á köflum en við skilum samt 25 mörkum, sem er ásættanlegt. Davíð var líka að reynast okkur erfiður í markinu. Hann tók einhver 11 skot í fyrri hálfleik, þar af tvö af línu og 3-4 dauðafæri úr hornunum. Hann gerði okkur lífið leitt en heilt yfir er ég sáttur við sóknina.“ Markverðir Aftureldingar hafa legið undir gagnrýni í vetur en Lárus Helgi Ólafsson lék virkilega vel í kvöld og varði 16 skot. Einar var að vonum sáttur við sinn mann í rammanum. „Lalli var frábær í kvöld og var líka frábær í síðasta leik. Báðir markverðirnir mínir eru að leggja hart að sér og eiga mikið inni. Núna er Lalli byrjaður að sýna sínar bestu hliðar og ég er ánægður með það. Við eigum Fjölni næst í deildinni á sunnudaginn eftir viku o gþað verður mjög mikilvægur leikur fyrir okkur. Svo eigum við í millitíðinni stórleik í bikarnum gegn ÍBV, reyndar gegn b-liði ÍBV en það verður örugglega erfitt að eiga við þá.“ Afturelding hefur nú unnið tvo leiki í röð og safnar stigum hægt og bítandi. „Eins og við höfum sagt áður, þá höfum við verið að spila þokkalega. Við höfum í raun spilað betur en í kvöld og líka í síðasta leik gegn Gróttu en við vinnum þesssa leiki og nú er bara að halda áfram á sömu braut,“ sagði Einar Andri og hélt út í storminn. Olís-deild karla Mest lesið Bjórinn gefins og Reykjavíkurborg standi í vegi fyrir Víkingum Fótbolti Uppgjörið: Vestri - KR 1-5 | KR bjargaði sér og sendi Vestra í Lengjudeildina Íslenski boltinn Uppgjörið: Stjarnan - Breiðablik 2-3 | Stjarnan í Evrópu þrátt fyrir tap Íslenski boltinn Fimmta tapið í síðustu sex hjá Liverpool Enski boltinn Fáránlegt eða klókt hjá Kristófer? „Ef það má þá gerir fólk það“ Körfubolti Lögreglan hafi mætt og stöðvað bjórsölu: „Væntanlega til að bjarga mannslífum“ Fótbolti Landsliðskonan á von á barni Fótbolti Stjórnarmaður KKÍ auglýsir ólöglega veðmálastarfsemi Körfubolti Uppgjörið: ÍA - Afturelding 1-0 | Afturelding staldraði stutt við í efstu deild Íslenski boltinn Real vann í mögnuðum El Clásico Fótbolti Fleiri fréttir Gísli bjó til meira en þriðjung markanna Haukur magnaður í sigri Löwen Blær skoraði þrjú og lagði upp jöfnunarmarkið KA/Þór sótti sigur gegn Fram og stigalausar Stjörnukonur Fram kjöldró HK og spenna í Eyjum Meistararnir unnu gegn ÍBV og ÍR hafði betur gegn Selfyssingum Donni og félagar björguðu stigi undir lokin Afturelding komst upp að hlið Hauka Seldu bleika búninginn hennar Herrem fyrir meira en milljón „Leið vel þegar ég fór inn úr færinu“ Uppgjörið FH - Haukar 27-26 | Birgir Már tryggði FH sigur eftir spennutrylli Bernard fór mikinn en Valsmenn sluppu með sigurinn Fyrsti sigur Þórsara síðan í byrjun september Ómar Ingi með fullkomnan leik í Meistaradeildinni Guðjón Valur og lærisveinar hársbreidd frá því að vinna Kiel Hlakka til að sjá Viktor Gísla aftur og senda honum skilaboð Neyddar í sömu stöðu og Ísland og límdu melónur á skóna Hatar hvítu stuttbuxurnar Fjölga stórmótum landsliða í handboltanum Allt jafnt í bikarslag íslensku stelpnanna Orri fagnaði í Íslendingaslag í Meistaradeildinni Hjartavandamál halda Reyni frá keppni Stórar breytingar á Evrópukeppnum í handbolta Framarar töpuðu aftur á heimavelli í Evrópudeildinni Magdeburg komst örugglega áfram í sextán liða úrslitin Íslensku strákarnir áberandi í Evrópudeildinni „Stærri og sterkari en liðin sem við þekkjum hérna heima“ Viktor til liðs við frænda sinn og bróður Uppgjörið: Portúgal - Ísland 26-25 | Annar eltingaleikur íslenska liðsins endar með öðru tapi Kom að fjórtán mörkum í stórsigri á Leipzig Sjá meira
Einar Andri Einarsson, þjálfari Aftureldingar, hefur átt erfiðan vetur ásamt sínum mönnum og honum var létt í leikslok eftir sigur sinna manna á Víking. „Þetta var virkilega mikilvægur sigur fyrir okkur og við spiluðum hörku varnarleik allan leikinn. Strákarnir voru að leggja sig fram og ég var bara ánægður með þá í kvöld.“ Eitthvað sem ekki var að ganga vel? „Sóknarleikurinn var þunglamalegur á köflum en við skilum samt 25 mörkum, sem er ásættanlegt. Davíð var líka að reynast okkur erfiður í markinu. Hann tók einhver 11 skot í fyrri hálfleik, þar af tvö af línu og 3-4 dauðafæri úr hornunum. Hann gerði okkur lífið leitt en heilt yfir er ég sáttur við sóknina.“ Markverðir Aftureldingar hafa legið undir gagnrýni í vetur en Lárus Helgi Ólafsson lék virkilega vel í kvöld og varði 16 skot. Einar var að vonum sáttur við sinn mann í rammanum. „Lalli var frábær í kvöld og var líka frábær í síðasta leik. Báðir markverðirnir mínir eru að leggja hart að sér og eiga mikið inni. Núna er Lalli byrjaður að sýna sínar bestu hliðar og ég er ánægður með það. Við eigum Fjölni næst í deildinni á sunnudaginn eftir viku o gþað verður mjög mikilvægur leikur fyrir okkur. Svo eigum við í millitíðinni stórleik í bikarnum gegn ÍBV, reyndar gegn b-liði ÍBV en það verður örugglega erfitt að eiga við þá.“ Afturelding hefur nú unnið tvo leiki í röð og safnar stigum hægt og bítandi. „Eins og við höfum sagt áður, þá höfum við verið að spila þokkalega. Við höfum í raun spilað betur en í kvöld og líka í síðasta leik gegn Gróttu en við vinnum þesssa leiki og nú er bara að halda áfram á sömu braut,“ sagði Einar Andri og hélt út í storminn.
Olís-deild karla Mest lesið Bjórinn gefins og Reykjavíkurborg standi í vegi fyrir Víkingum Fótbolti Uppgjörið: Vestri - KR 1-5 | KR bjargaði sér og sendi Vestra í Lengjudeildina Íslenski boltinn Uppgjörið: Stjarnan - Breiðablik 2-3 | Stjarnan í Evrópu þrátt fyrir tap Íslenski boltinn Fimmta tapið í síðustu sex hjá Liverpool Enski boltinn Fáránlegt eða klókt hjá Kristófer? „Ef það má þá gerir fólk það“ Körfubolti Lögreglan hafi mætt og stöðvað bjórsölu: „Væntanlega til að bjarga mannslífum“ Fótbolti Landsliðskonan á von á barni Fótbolti Stjórnarmaður KKÍ auglýsir ólöglega veðmálastarfsemi Körfubolti Uppgjörið: ÍA - Afturelding 1-0 | Afturelding staldraði stutt við í efstu deild Íslenski boltinn Real vann í mögnuðum El Clásico Fótbolti Fleiri fréttir Gísli bjó til meira en þriðjung markanna Haukur magnaður í sigri Löwen Blær skoraði þrjú og lagði upp jöfnunarmarkið KA/Þór sótti sigur gegn Fram og stigalausar Stjörnukonur Fram kjöldró HK og spenna í Eyjum Meistararnir unnu gegn ÍBV og ÍR hafði betur gegn Selfyssingum Donni og félagar björguðu stigi undir lokin Afturelding komst upp að hlið Hauka Seldu bleika búninginn hennar Herrem fyrir meira en milljón „Leið vel þegar ég fór inn úr færinu“ Uppgjörið FH - Haukar 27-26 | Birgir Már tryggði FH sigur eftir spennutrylli Bernard fór mikinn en Valsmenn sluppu með sigurinn Fyrsti sigur Þórsara síðan í byrjun september Ómar Ingi með fullkomnan leik í Meistaradeildinni Guðjón Valur og lærisveinar hársbreidd frá því að vinna Kiel Hlakka til að sjá Viktor Gísla aftur og senda honum skilaboð Neyddar í sömu stöðu og Ísland og límdu melónur á skóna Hatar hvítu stuttbuxurnar Fjölga stórmótum landsliða í handboltanum Allt jafnt í bikarslag íslensku stelpnanna Orri fagnaði í Íslendingaslag í Meistaradeildinni Hjartavandamál halda Reyni frá keppni Stórar breytingar á Evrópukeppnum í handbolta Framarar töpuðu aftur á heimavelli í Evrópudeildinni Magdeburg komst örugglega áfram í sextán liða úrslitin Íslensku strákarnir áberandi í Evrópudeildinni „Stærri og sterkari en liðin sem við þekkjum hérna heima“ Viktor til liðs við frænda sinn og bróður Uppgjörið: Portúgal - Ísland 26-25 | Annar eltingaleikur íslenska liðsins endar með öðru tapi Kom að fjórtán mörkum í stórsigri á Leipzig Sjá meira