Ógnin úr austrinu Stefán Pálsson skrifar 5. nóvember 2017 11:00 Um miðja fjórtándu öld gekk skelfileg farsótt yfir Evrópu. Plágan eða svartidauði eins og faraldurinn var síðar kallaður meðal nokkurra norður-evrópskra þjóða, olli gríðarlegum hamförum. Nær útilokað er að áætla mannfallið með nákvæmni, en sagnfræðingum telst til að á bilinu 30-60% af íbúum álfunnar hafi látið lífið. Lýðfræðilegar breytingar af þessari stærðargráðu hlutu að hafa miklar og víðtækar afleiðingar og hafa fræðimenn keppst við að rekja hvers kyns þjóðfélagsbreytingar á síðmiðöldum til plágunnar. Þannig hafa sumir viljað rekja galdrafárið í Evrópu til svartadauða, aðrir leita í faraldrinum orsaka gyðingaofsókna í álfunni. Enn aðrir álíta að þar sé að finna ástæður þess að lénskerfið leið undir lok, landnámi norrænna manna lauk í Norður-Ameríku, sigurför Ottómanaveldisins í Miðausturlöndum, hrun Mongólaríkisins, upphaf vísindahyggju og svo mætti lengi telja. Kenningarnar eru margar og misvinsælar, en öllum ber saman um að miðaldaplágan hafi verið einn áhrifamesti atburður sögunnar. Sömu sögu megi segja um plágu Jústaníusar, sem kennd var við keisarann sem ríkti í Konstantínópel þegar faraldur reið yfir um miðja sjöttu öld. Sú farsótt var að líkindum viðlíka mannskæð og hefur verið notuð til að skýra margvíslegar menningarlegar og samfélagslegar breytingar í Evrópu næstu aldirnar á eftir. Fyrir nútímalesendur kunna slíkar orsakaskýringar að virðast svo augljósar að tæpast þurfi að skýra þær sérstaklega. Að sjálfsögðu hljóta hamfarir sem þurrka út allt að helming mannfjöldans á einu bretti að hafa gríðarleg áhrif jafnt á hugarfar, trúarbrögð, vísindi, atvinnuhætti og stjórnmál. Nema hvað?Vanrækt svið Þessi sögusýn hefur þó ekki alltaf verið ríkjandi. Sagnfræðingar á átjándu öld og í byrjun þeirrar nítjándu gátu varla um farsóttir nema í framhjáhlaupi í verkum sínum og það þá helst ef þær höfðu lagt að velli höfðingja og stórmenni. Sjúkdómar og náttúruhamfarir voru álitin fyrirbæri sem mannlegur máttur fengi engu um ráðið og því óæskilegt að grípa til þeirra sem orsakaskýringa í sagnfræði, sem ætti að fela í sér siðferðislegan boðskap. Það var ekki fyrr en komið var fram á nítjándu öldina að heilbrigðis- og farsóttasaga varð viðurkennd sem alvöru fræðigrein og um leið kviknaði áhuginn á sjúkdómum og afleiðingum þeirra í sögunni. Ef nefna ætti upphafsmann þessarar nýju hreyfingar, kemur aðeins einn til greina – Þjóðverjinn Justus Friedrich Carl Hecker. Hecker var Berlínarbúi, fæddur árið 1795 og fetaði í fótspor föður síns með því að læra til læknis. Þegar á námsárunum hneigðist áhuginn þó fremur til sagnfræði og tungumála. Fyrir vikið sökkti hann sér ofan í sögu læknisfræðinnar, sem heita mátti órannsakað svið. Rannsóknirnar vöktu áhuga yfirmanna læknadeildar Berlínarháskóla og hlaut hann kennarastöðu í greininni skömmu eftir útskrift og varð prófessor fáeinum árum síðar. Það var engin tilviljun að Háskólinn í Berlín væri í fararbroddi í rannsóknum á þessu nýja viðfangsefni sagnfræðinnar. Ný og áhrifamikil sýn á markmið og viðfangsefni sagnfræðinga var að koma fram í Þýskalandi um þessar mundir. Einn skeleggasti talsmaður hennar var Leopold von Ranke, sem bjó til það slagorð að sagnfræðingum bæri að segja söguna einsog hún gerðist í raun (þ. „wie es eigentlich gewesen“). Fylgjendur Ranke lögðu litla áherslu á að leggja fram heildarkenningar eða draga saman niðurstöður rannsókna sinna, heldur kappkostuðu þeir að tína til sem mestar upplýsingar úr heimildunum, skýra sem nákvæmast frá viðfangsefninu og láta staðreyndirnar tala sínu máli. Nálgun þessi var mjög innblásin af rómantísku stefnunni, sem horfði á margt í fortíðinni, svo sem alþýðumenningu og þjóðhætti, með jákvæðari augum en tíðkast hafði. Ein birtingarmynd þess var áhugi á hvers kyns þjóðsagnaarfi. Viðfangsefni sagnfræðinga tóku því breytingum. Í stað þess að fjalla einungis um kónga og höfðingja, urðu híbýli, atvinnuhættir og heilsufar að viðurkenndum rannsóknarefnum.Plága hinna vanþróuðu Það voru þó ekki bara ferskir straumar í sagnfræðirannsóknum sem urðu til þess að koma farsóttum miðalda á kortið hjá sagnfræðingum, heldur einnig ógn sem steðjaði að íbúum Vestur-Evrópu: kóleran. Þótt margir hafi þá staðalmynd af fyrri öldum að þá hafi fólk í sífellu mátt þola hinar skelfilegustu farsóttir, var raunveruleikinn nokkuð flóknari. Eftir svartadauða var plága landlæg í Evrópu um aldir og gekk í litlum og staðbundnum faröldrum á fáeinna ára fresti. Á sautjándu öld hafði máttur plágunnar farið mjög þverrandi og á átjándu öld mátti Vestur-Evrópa að mestu heita laus við stórar farsóttir. Þessi staðreynd skýrðist af miklu leyti af heppni og bágum samgöngum, en í huga upplýsingarmanna átjándu aldar var það órækt dæmi um framfarir og yfirburði samtímans. Bjartsýnir evrópskir læknar freistuðust jafnvel til að lýsa því yfir að tími mikilla farsótta væri liðinn í hinum þróaðri svæðum álfunnar. Ítrekaðar fregnir af drepsóttum í fjarlægum löndum, svo sem í Mið-Austurlöndum væru því öðru fremur til marks um lágt menningarstig fólks þar um slóðir. Svo rammt kvað að þessum kenningum að ríkisstjórn Katrínar miklu keisaraynju harðneitaði að viðurkenna tilvist skæðs plágufaraldurs í Rússlandi á árunum 1770-75 og reyndi að koma í veg fyrir að fregnir um hann bærust út fyrir landsteinana. Það var einfaldlega talið álitshnekkir fyrir ríkið ef spyrðist út að þar í landi gætu enn komið upp farsóttir. Vitaskuld var átjánda öldin ekki laus við sjúkdóma og fjöldi fólks dó úr sóttum sem í dag teljast auðlæknanlegar, en þær hjuggu stærst skörðin í raðir fátæklinga. Óheilnæm húsakynni, slæm fæða, mengun og léleg vatnsból minnkuðu viðnámsþrótt alþýðunnar í borgunum, en þeir efnameiri höfðu litla ástæðu til að óttast, þrátt fyrir að búa jafnvel undir sama þaki og lágstéttirnar. Ýmsir barnasjúkdómar drápu þó jafnt afkvæmi ríkra og snauðra, en barnadauði var talinn óumflýjanlegur og því ástæðulaust að fárast yfir slíku. Sú sannfæring Vestur-Evrópubúa að farsóttir væru bundnar við afskekkt og vanþróuð lönd, olli því að fáir kipptu sér upp við fréttir af kólerufaraldri sem braust út í Bengal árið 1817. Næstu árin var sóttin bundin við Indlandsskaga, en mjakaðist með tímanum vestur á bóginn. Árið 1829 varð kóleru vart syðst í Evrópuhluta Rússlands og þá loks tóku viðvörunarbjöllurnar að hringja í stórborgum álfunnar. Skyndilega stóðu góðborgarar Vestur-Evrópu frammi fyrir alveg nýjum veruleika. Nývæðingin og tækniframfarirnar, sem taldar höfðu verið vörn fyrir drepsóttum fyrri alda höfðu skyndilega snúist upp í andhverfu sína. Kólera er skæður meltingarfærasjúkdómum sem veldur miklu vökvatapi á skömmum tíma. Ganghraði hennar er mikill, sem lengst af takmarkaði útbreiðslugetuna. Þeim sýktu gafst einfaldlega ekki tími til að flytja sjúkdóminn um langan veg áður en þeir lögðust í bælið.Nýjar ógnir Með sífellt öflugri samgöngum og auknum milliríkjaviðskiptum tóku dreifingarleiðir sjúkdóma miklum breytingum. Með eimreiðum og hraðskreiðum skipum styttist ferðatíma milli fjarlægra borga verulega, jafnt á varningi, fólki – og sjúkdómum. Við þessar aðstæður máttu landamæri sín lítils og helstu verslunarborgir voru í verulegri hættu. Næstu misserin breiddist kóleran út um Evrópu og herjaði einkum á stórborgir. Og öfugt við hefðbundna fátæklingasjúkdóma eirði faraldurinn engum. Efnafólk var í sömu hættu og alþýðan. Það var við þessar aðstæður sem Justus Hecker flutti tímamótafyrirlestra sína í Berlín um farsóttir miðalda, sem gefnir voru út á bók árið 1832. Þar fjallaði Hecker um þrjár miðaldasóttir: hina sérkennilegu svitasótt, sem lýsti sér í ofsafengnum svitaköstum; dansfárið, þar sem þau sem veiktust brutust í trylltan og óstöðvandi dans jafnvel svo dögum skipti og miðaldapláguna. Hecker notaðist við hugtakið svartadauða, sem ekki hafði verið sérstaklega útbreitt og má eigna honum vinsældir þess í þýsku og Norðurlandamálunum. Í huga Heckers þjónaði rannsóknin á sögu farsótta miðalda öðru og mikilvægara hlutverki en að svala fróðleiksfýsn sagnfræðigrúskara. Að hans mati fælu frásagnir af gömlum faröldrum í sér mikilvægar upplýsingar fyrir læknavísindi samtímans. Óþarft væri að gera lítið úr læknum fyrri alda, sem hafi um margt vitað sínu viti og af þeim mætti ýmislegt læra. Þá áleit Hecker að með því að kortleggja nákvæmlega útbreiðslu miðaldaplágunnar, mætti sjá fyrir mögulega framvindu sjúkdóma í framtíðinni. Brýnast taldi fræðimaðurinn þó að fá úr því skorið hvort forfeðrunum hefði tekist að verjast plágu með því að setja sæfarendur í sóttkví, en hart var deilt um hvort grípa skyldi til slíkra ráða gegn kólerunni. Í dag hljómar það sérkennilega að reyna að fræðast um eðli kóleru með því að rannsaka plágu, en á fyrri hluta nítjándu aldar var sú tenging ekki eins fráleit. Vitneskjan um bakteríur sem sóttkveikjur var ekki fyrir hendi, heldur voru sjúkdómar taldir smitast vegna staðbundinna jarðgufa eða jafnvel fyrir tilstilli stjörnumerkjanna. Sjúkdómshugtakið var allt annað en við þekkjum í dag. Sú hugmynd var til að mynda útbreidd að plága væri ekki sjálfstæður sjúkdómur, heldur gætu allar farsóttir breyst í plágu við réttar aðstæður. Næstu áratugina kom það í hlut heilbrigðisyfirvalda í Evrópu að kljást við kóleru og tókst að lokum að ráða niðurlögum hennar. Það gerðist ekki með lestri á læknakverum miðalda heldur með umbótum á sviði lýðheilsumála og þá einkum með gerð nútímavatnsveitna. En áhugi fólks á farsóttum fyrri tíma var vakinn og heilbrigðissagan komin á kortið. Saga til næsta bæjar Mest lesið Upprunalegt handrit „Mr. Tambourine man“ seldist á 70 milljónir Tónlist Sigurjón minnist David Lynch: „Jonni, við verðum að gera eitthvað fyrir Ísland“ Bíó og sjónvarp Þéna töluvert þrátt fyrir að vera ekki til Lífið Fötlunin ekki stærsta áfallið heldur veikindin sem fylgdu Lífið David Lynch er látinn Lífið Heill hljóðheimur Hildar fer afturábak Tónlist Grundvallarmisskilnings gæti um þaksvalir á Íslandi Lífið Erling og Sigríður selja húsið eftir átján ár Lífið „Lífið væri svo miklu leiðinlegra ef ég ætti ekki bróður með Downs“ Lífið Krakkatían: Grænland, galdrakarl og Greppikló Lífið Fleiri fréttir Troðfullt hús og standandi lófaklapp „Persónan Elmar er alls ekki Helgi“ Skrumskæld mynd af Helga Skúla í Vigdísarþáttum Ætlar aldrei aftur til Tenerife: „Þetta er hræðilegur staður“ Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Sjá meira
Um miðja fjórtándu öld gekk skelfileg farsótt yfir Evrópu. Plágan eða svartidauði eins og faraldurinn var síðar kallaður meðal nokkurra norður-evrópskra þjóða, olli gríðarlegum hamförum. Nær útilokað er að áætla mannfallið með nákvæmni, en sagnfræðingum telst til að á bilinu 30-60% af íbúum álfunnar hafi látið lífið. Lýðfræðilegar breytingar af þessari stærðargráðu hlutu að hafa miklar og víðtækar afleiðingar og hafa fræðimenn keppst við að rekja hvers kyns þjóðfélagsbreytingar á síðmiðöldum til plágunnar. Þannig hafa sumir viljað rekja galdrafárið í Evrópu til svartadauða, aðrir leita í faraldrinum orsaka gyðingaofsókna í álfunni. Enn aðrir álíta að þar sé að finna ástæður þess að lénskerfið leið undir lok, landnámi norrænna manna lauk í Norður-Ameríku, sigurför Ottómanaveldisins í Miðausturlöndum, hrun Mongólaríkisins, upphaf vísindahyggju og svo mætti lengi telja. Kenningarnar eru margar og misvinsælar, en öllum ber saman um að miðaldaplágan hafi verið einn áhrifamesti atburður sögunnar. Sömu sögu megi segja um plágu Jústaníusar, sem kennd var við keisarann sem ríkti í Konstantínópel þegar faraldur reið yfir um miðja sjöttu öld. Sú farsótt var að líkindum viðlíka mannskæð og hefur verið notuð til að skýra margvíslegar menningarlegar og samfélagslegar breytingar í Evrópu næstu aldirnar á eftir. Fyrir nútímalesendur kunna slíkar orsakaskýringar að virðast svo augljósar að tæpast þurfi að skýra þær sérstaklega. Að sjálfsögðu hljóta hamfarir sem þurrka út allt að helming mannfjöldans á einu bretti að hafa gríðarleg áhrif jafnt á hugarfar, trúarbrögð, vísindi, atvinnuhætti og stjórnmál. Nema hvað?Vanrækt svið Þessi sögusýn hefur þó ekki alltaf verið ríkjandi. Sagnfræðingar á átjándu öld og í byrjun þeirrar nítjándu gátu varla um farsóttir nema í framhjáhlaupi í verkum sínum og það þá helst ef þær höfðu lagt að velli höfðingja og stórmenni. Sjúkdómar og náttúruhamfarir voru álitin fyrirbæri sem mannlegur máttur fengi engu um ráðið og því óæskilegt að grípa til þeirra sem orsakaskýringa í sagnfræði, sem ætti að fela í sér siðferðislegan boðskap. Það var ekki fyrr en komið var fram á nítjándu öldina að heilbrigðis- og farsóttasaga varð viðurkennd sem alvöru fræðigrein og um leið kviknaði áhuginn á sjúkdómum og afleiðingum þeirra í sögunni. Ef nefna ætti upphafsmann þessarar nýju hreyfingar, kemur aðeins einn til greina – Þjóðverjinn Justus Friedrich Carl Hecker. Hecker var Berlínarbúi, fæddur árið 1795 og fetaði í fótspor föður síns með því að læra til læknis. Þegar á námsárunum hneigðist áhuginn þó fremur til sagnfræði og tungumála. Fyrir vikið sökkti hann sér ofan í sögu læknisfræðinnar, sem heita mátti órannsakað svið. Rannsóknirnar vöktu áhuga yfirmanna læknadeildar Berlínarháskóla og hlaut hann kennarastöðu í greininni skömmu eftir útskrift og varð prófessor fáeinum árum síðar. Það var engin tilviljun að Háskólinn í Berlín væri í fararbroddi í rannsóknum á þessu nýja viðfangsefni sagnfræðinnar. Ný og áhrifamikil sýn á markmið og viðfangsefni sagnfræðinga var að koma fram í Þýskalandi um þessar mundir. Einn skeleggasti talsmaður hennar var Leopold von Ranke, sem bjó til það slagorð að sagnfræðingum bæri að segja söguna einsog hún gerðist í raun (þ. „wie es eigentlich gewesen“). Fylgjendur Ranke lögðu litla áherslu á að leggja fram heildarkenningar eða draga saman niðurstöður rannsókna sinna, heldur kappkostuðu þeir að tína til sem mestar upplýsingar úr heimildunum, skýra sem nákvæmast frá viðfangsefninu og láta staðreyndirnar tala sínu máli. Nálgun þessi var mjög innblásin af rómantísku stefnunni, sem horfði á margt í fortíðinni, svo sem alþýðumenningu og þjóðhætti, með jákvæðari augum en tíðkast hafði. Ein birtingarmynd þess var áhugi á hvers kyns þjóðsagnaarfi. Viðfangsefni sagnfræðinga tóku því breytingum. Í stað þess að fjalla einungis um kónga og höfðingja, urðu híbýli, atvinnuhættir og heilsufar að viðurkenndum rannsóknarefnum.Plága hinna vanþróuðu Það voru þó ekki bara ferskir straumar í sagnfræðirannsóknum sem urðu til þess að koma farsóttum miðalda á kortið hjá sagnfræðingum, heldur einnig ógn sem steðjaði að íbúum Vestur-Evrópu: kóleran. Þótt margir hafi þá staðalmynd af fyrri öldum að þá hafi fólk í sífellu mátt þola hinar skelfilegustu farsóttir, var raunveruleikinn nokkuð flóknari. Eftir svartadauða var plága landlæg í Evrópu um aldir og gekk í litlum og staðbundnum faröldrum á fáeinna ára fresti. Á sautjándu öld hafði máttur plágunnar farið mjög þverrandi og á átjándu öld mátti Vestur-Evrópa að mestu heita laus við stórar farsóttir. Þessi staðreynd skýrðist af miklu leyti af heppni og bágum samgöngum, en í huga upplýsingarmanna átjándu aldar var það órækt dæmi um framfarir og yfirburði samtímans. Bjartsýnir evrópskir læknar freistuðust jafnvel til að lýsa því yfir að tími mikilla farsótta væri liðinn í hinum þróaðri svæðum álfunnar. Ítrekaðar fregnir af drepsóttum í fjarlægum löndum, svo sem í Mið-Austurlöndum væru því öðru fremur til marks um lágt menningarstig fólks þar um slóðir. Svo rammt kvað að þessum kenningum að ríkisstjórn Katrínar miklu keisaraynju harðneitaði að viðurkenna tilvist skæðs plágufaraldurs í Rússlandi á árunum 1770-75 og reyndi að koma í veg fyrir að fregnir um hann bærust út fyrir landsteinana. Það var einfaldlega talið álitshnekkir fyrir ríkið ef spyrðist út að þar í landi gætu enn komið upp farsóttir. Vitaskuld var átjánda öldin ekki laus við sjúkdóma og fjöldi fólks dó úr sóttum sem í dag teljast auðlæknanlegar, en þær hjuggu stærst skörðin í raðir fátæklinga. Óheilnæm húsakynni, slæm fæða, mengun og léleg vatnsból minnkuðu viðnámsþrótt alþýðunnar í borgunum, en þeir efnameiri höfðu litla ástæðu til að óttast, þrátt fyrir að búa jafnvel undir sama þaki og lágstéttirnar. Ýmsir barnasjúkdómar drápu þó jafnt afkvæmi ríkra og snauðra, en barnadauði var talinn óumflýjanlegur og því ástæðulaust að fárast yfir slíku. Sú sannfæring Vestur-Evrópubúa að farsóttir væru bundnar við afskekkt og vanþróuð lönd, olli því að fáir kipptu sér upp við fréttir af kólerufaraldri sem braust út í Bengal árið 1817. Næstu árin var sóttin bundin við Indlandsskaga, en mjakaðist með tímanum vestur á bóginn. Árið 1829 varð kóleru vart syðst í Evrópuhluta Rússlands og þá loks tóku viðvörunarbjöllurnar að hringja í stórborgum álfunnar. Skyndilega stóðu góðborgarar Vestur-Evrópu frammi fyrir alveg nýjum veruleika. Nývæðingin og tækniframfarirnar, sem taldar höfðu verið vörn fyrir drepsóttum fyrri alda höfðu skyndilega snúist upp í andhverfu sína. Kólera er skæður meltingarfærasjúkdómum sem veldur miklu vökvatapi á skömmum tíma. Ganghraði hennar er mikill, sem lengst af takmarkaði útbreiðslugetuna. Þeim sýktu gafst einfaldlega ekki tími til að flytja sjúkdóminn um langan veg áður en þeir lögðust í bælið.Nýjar ógnir Með sífellt öflugri samgöngum og auknum milliríkjaviðskiptum tóku dreifingarleiðir sjúkdóma miklum breytingum. Með eimreiðum og hraðskreiðum skipum styttist ferðatíma milli fjarlægra borga verulega, jafnt á varningi, fólki – og sjúkdómum. Við þessar aðstæður máttu landamæri sín lítils og helstu verslunarborgir voru í verulegri hættu. Næstu misserin breiddist kóleran út um Evrópu og herjaði einkum á stórborgir. Og öfugt við hefðbundna fátæklingasjúkdóma eirði faraldurinn engum. Efnafólk var í sömu hættu og alþýðan. Það var við þessar aðstæður sem Justus Hecker flutti tímamótafyrirlestra sína í Berlín um farsóttir miðalda, sem gefnir voru út á bók árið 1832. Þar fjallaði Hecker um þrjár miðaldasóttir: hina sérkennilegu svitasótt, sem lýsti sér í ofsafengnum svitaköstum; dansfárið, þar sem þau sem veiktust brutust í trylltan og óstöðvandi dans jafnvel svo dögum skipti og miðaldapláguna. Hecker notaðist við hugtakið svartadauða, sem ekki hafði verið sérstaklega útbreitt og má eigna honum vinsældir þess í þýsku og Norðurlandamálunum. Í huga Heckers þjónaði rannsóknin á sögu farsótta miðalda öðru og mikilvægara hlutverki en að svala fróðleiksfýsn sagnfræðigrúskara. Að hans mati fælu frásagnir af gömlum faröldrum í sér mikilvægar upplýsingar fyrir læknavísindi samtímans. Óþarft væri að gera lítið úr læknum fyrri alda, sem hafi um margt vitað sínu viti og af þeim mætti ýmislegt læra. Þá áleit Hecker að með því að kortleggja nákvæmlega útbreiðslu miðaldaplágunnar, mætti sjá fyrir mögulega framvindu sjúkdóma í framtíðinni. Brýnast taldi fræðimaðurinn þó að fá úr því skorið hvort forfeðrunum hefði tekist að verjast plágu með því að setja sæfarendur í sóttkví, en hart var deilt um hvort grípa skyldi til slíkra ráða gegn kólerunni. Í dag hljómar það sérkennilega að reyna að fræðast um eðli kóleru með því að rannsaka plágu, en á fyrri hluta nítjándu aldar var sú tenging ekki eins fráleit. Vitneskjan um bakteríur sem sóttkveikjur var ekki fyrir hendi, heldur voru sjúkdómar taldir smitast vegna staðbundinna jarðgufa eða jafnvel fyrir tilstilli stjörnumerkjanna. Sjúkdómshugtakið var allt annað en við þekkjum í dag. Sú hugmynd var til að mynda útbreidd að plága væri ekki sjálfstæður sjúkdómur, heldur gætu allar farsóttir breyst í plágu við réttar aðstæður. Næstu áratugina kom það í hlut heilbrigðisyfirvalda í Evrópu að kljást við kóleru og tókst að lokum að ráða niðurlögum hennar. Það gerðist ekki með lestri á læknakverum miðalda heldur með umbótum á sviði lýðheilsumála og þá einkum með gerð nútímavatnsveitna. En áhugi fólks á farsóttum fyrri tíma var vakinn og heilbrigðissagan komin á kortið.
Saga til næsta bæjar Mest lesið Upprunalegt handrit „Mr. Tambourine man“ seldist á 70 milljónir Tónlist Sigurjón minnist David Lynch: „Jonni, við verðum að gera eitthvað fyrir Ísland“ Bíó og sjónvarp Þéna töluvert þrátt fyrir að vera ekki til Lífið Fötlunin ekki stærsta áfallið heldur veikindin sem fylgdu Lífið David Lynch er látinn Lífið Heill hljóðheimur Hildar fer afturábak Tónlist Grundvallarmisskilnings gæti um þaksvalir á Íslandi Lífið Erling og Sigríður selja húsið eftir átján ár Lífið „Lífið væri svo miklu leiðinlegra ef ég ætti ekki bróður með Downs“ Lífið Krakkatían: Grænland, galdrakarl og Greppikló Lífið Fleiri fréttir Troðfullt hús og standandi lófaklapp „Persónan Elmar er alls ekki Helgi“ Skrumskæld mynd af Helga Skúla í Vigdísarþáttum Ætlar aldrei aftur til Tenerife: „Þetta er hræðilegur staður“ Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Sjá meira