Umfjöllun og viðtöl: Fram - Fjölnir 29-29 | Fjölnismenn misstu fyrsta sigurinn úr höndunum í blálokin Einar Sigurvinsson skrifar 5. nóvember 2017 22:30 Kristján Örn Kristjánsson. Vísir/Ernir Fram og Fjölnir skildu jöfn, 29-29, en liðin mættust í Framhúsi 8. umferð Olís deildar karla í handbolta í kvöld. Bæði lið byrjuðu leikinn af miklum krafti og var sóknarleikur liðanna með þeim hraðari sem sést hefur í Olís deildinni í vetur. Í stöðunni 3-3, á 7. mínútu, fékk Sigurður Örn Þorsteinsson, leikmaður Fram, bláa spjaldið fyrir að ýta Björgvini Páli í hraðaupphlaupi. Í kjölfarið urðu Fjölnismenn sterkara lið vallarins og skoruðu næstu þrjú mörk. Á 12. mínútu tóku Framarar leikhlé í stöðunni 6-8 og skora kjölfarið næstu fjögur mörk leiksins, staðin því orðin 10-8. Því næst ákváðu Fjölnismenn að vera eina lið vallarins til að skora og breyttu stöðunni í 10-11. Liðin skiptust þannig á að leiða í fyrri hálfleik en staðan í hálfleik var 14-13 fyrir Fram. Síðari hálfleikur byrjaði af miklum krafti og náði bæði lið að halda áfram með sinn hraða sóknarleik. Lítið bar af á milli liðana en þó voru Fjölnismenn skrefi á undan og marki yfir mestan hluta hálfleiksins. Þegar hálf mínúta var eftir af leiknum voru Fjölnismenn marki yfir og Arnar tók leikhlé. Þeir náðu þó ekki að klára síðustu sóknina sína með skoti. Kristján Örn fékk dæmdan á sig ruðning og Framarar rjúka upp í skyndisókn sem Matthíasi Daðasyni tókst að klára. Lokaniðurstaðan því jafntefli, 29-29, eftir ótrúlegar lokasekúndur.Af hverju vann skildu liðin jöfn? Þetta var unnið stig fyrir Fram og tapað hjá Fjölni. Fjölnismenn höfðu leikinn í höndum sér, einu marki yfir og með boltann. Arnar Gunnarsson þjálfari Fjölnis vildi skrifa þetta jafntefli á reynsluleysi sinna manna og hugsanlega er það rétt. Það er samt sem áður ótrúlegt að sigurinn sé ekki ennþá kominn hjá Fjölni. Það er þó ekki hægt að segja að stigið hafi ekki verið fyllilega verðskuldað hjá Fram. Þeir héldu áfram og voru allan tímann inni í leiknum. Síðasta sóknin var síðan virkilega vel kláruð.Hverjir stóðu upp úr? Það voru tveir menn inni á vellinum í dag sem báru höfuð og herðar yfir aðra leikmenn. Framarinn Arnar Birkir Hálfdánsson og Fjölnismaðurinn Kristján Örn Kristjánsson skoruðu 13 mörk hvor. Viktor Gísli átti einnig mjög fínan leik í marki Fram með 17 varða bolta.Hvað gekk illa? Sóknir beggja liða voru mjög hraðar stóran hluta leiksins og voru bæði lið í miklum vandræðum með að verjast þeim. Sérstaklega þegar Kristján Örn eða Arnar Birkir áttu í hlut, en hvert einasta skot var inni hjá Arnari Birki.Hvað gerist næst? Næsta fimmtudag mæta Fjölnismenn Víkingum í Coca Cola bikarnum. Bæði lið hafa verið í vandræðum í Olís deildinni og munu eflaust gefa allt í sölurnar til að komast áfram í bikarkeppninni í ár. Eftir nákvæmlega viku mæta síðan Framarar í Valshöllina þar sem sterkt lið Vals tekur á móti þeim.Guðmundur Helgi: Bara sorry, ég næ því ekki „Við erum stálheppnir að ná í stig hérna í kvöld miðað við það hvernig þetta þróaðist,“ sagði Guðmundur Helgi Pálsson, þjálfari Fram við Vísi eftir jafnteflið gegn Fjölni í kvöld. Guðmundur var ekki sáttur með dómara leiksins en vildi þó lítið vera að nefna einstök atriði. „Ég vil fá að horfa á myndband af þessum leik og horfa á nokkuð marga dóma sem ég bara skil ekki. Það voru einhverjar reglur sem ég bara fatta ekki alveg, mig langar að skoða það aftur áður en ég tjái mig um það.“ „Bara sorry, ég næ því hvað var verið að dæma. Bláa spjaldið á Sigurð og mörg önnur dæmi sem ég bara skil ekki. Bara sorry, ég næ því ekki. En þetta eru okkar bestu dómarar og þeir sjá þetta eitthvað öðruvísi en ég. Mig langar til að sjá þetta aftur og hringja svo í þá.“ „Ég hef samband við þá í rólegheitunum á morgun eða hinn. Við verðum að fá að vita eftir hvaða línum er verið að dæma og verðum að geta brugðist við því. Miðað við þetta þá skil ég bara ekki hvað var í gangi.“ Guðmundur vildi þó ekki meina að dómararnir hafi tekið af þeim annað stigið í kvöld. „Nei alls ekki. Við vorum klaufar. Við erum að klúðra helling af dauðafærum og markmaðurinn þeirra var besti maðurinn þeirra í dag, hiklaust. Þetta er bara flott félagslið sem við vissum að myndu mæta brjálaðir til leiks.“ „Við erum að klikka á vítum, við erum að klikka á hraðaupphlaupum, við erum að klikka á dauðafærum í horni trekk í trekk. Það fór með leikinn af okkar hálfu. Við gerðum ráð fyrir því að þetta myndi verða markaleikur. Þetta er kannski aðeins of mikið, enda vorum við einum færri allan leikinn,“ sagði Guðmundur Helgi, þjálfari Fram, að lokum.Kristján Örn: Maður er farinn að örvænta „Hundfúlt að hafa tapað þessu niður,“ sagði Kristján Örn Kristjánsson, leikmaður Fjölnis eftir jafnteflið gegn Fram í kvöld. „Djöfulsins svekkelsi bara. Vegurinn er svo langur í þessu móti, maður er farinn að örvænta eftir þessum fyrsta sigri. Þetta er ógeðslega fúlt, ég bara veit ekki hvað ég á að segja.“ Það leit allt út fyrir að Fjölnismenn næðu sínum fyrsta sigri í kvöld, en þeir voru marki yfir og með boltann þegar hálf mínúta var eftir. Allt kom þó fyrir ekki og Fjölnir bíður enn eftir sigri. „Þetta er bara alltaf sama dellan. Dauðafærin sem við klúðrum og töpuðu boltarnir sem við erum að missa eru ótrúlega dýrir. Það er svo mikill munar á þessari deild og þeirri fyrir neðan. Í þessari deild refsa þeir um leið og við missum boltann. Það er það sem er að halda aftur af okkur“. Í síðustu sókn Fjölnis fékk Kristján dæmdan á sig ruðning. Hann var ekki sammála dómurunum í þeim dómi. „Nei, en ég er ekki dómarinn. Dómarnir ráða þessu en ég skil ekki af hverju við fáum hendurnar upp eftir fimm sekúndur. Þetta er bara leikurinn, við getum ekki álasað dómarana fyrir þetta jafntefli. Þetta var bara okkur að kenna.“ Næsti leikur hjá Fjölni er gegn Víkingi í Coca Cola bikarnum. Kristján segir að þar komi ekkert annað til greina en sigur. „Við ætlum að reyna að komast í Höllina, það er bara ekkert annað í boði,“ sagði Kristján Örn að lokum. Olís-deild karla
Fram og Fjölnir skildu jöfn, 29-29, en liðin mættust í Framhúsi 8. umferð Olís deildar karla í handbolta í kvöld. Bæði lið byrjuðu leikinn af miklum krafti og var sóknarleikur liðanna með þeim hraðari sem sést hefur í Olís deildinni í vetur. Í stöðunni 3-3, á 7. mínútu, fékk Sigurður Örn Þorsteinsson, leikmaður Fram, bláa spjaldið fyrir að ýta Björgvini Páli í hraðaupphlaupi. Í kjölfarið urðu Fjölnismenn sterkara lið vallarins og skoruðu næstu þrjú mörk. Á 12. mínútu tóku Framarar leikhlé í stöðunni 6-8 og skora kjölfarið næstu fjögur mörk leiksins, staðin því orðin 10-8. Því næst ákváðu Fjölnismenn að vera eina lið vallarins til að skora og breyttu stöðunni í 10-11. Liðin skiptust þannig á að leiða í fyrri hálfleik en staðan í hálfleik var 14-13 fyrir Fram. Síðari hálfleikur byrjaði af miklum krafti og náði bæði lið að halda áfram með sinn hraða sóknarleik. Lítið bar af á milli liðana en þó voru Fjölnismenn skrefi á undan og marki yfir mestan hluta hálfleiksins. Þegar hálf mínúta var eftir af leiknum voru Fjölnismenn marki yfir og Arnar tók leikhlé. Þeir náðu þó ekki að klára síðustu sóknina sína með skoti. Kristján Örn fékk dæmdan á sig ruðning og Framarar rjúka upp í skyndisókn sem Matthíasi Daðasyni tókst að klára. Lokaniðurstaðan því jafntefli, 29-29, eftir ótrúlegar lokasekúndur.Af hverju vann skildu liðin jöfn? Þetta var unnið stig fyrir Fram og tapað hjá Fjölni. Fjölnismenn höfðu leikinn í höndum sér, einu marki yfir og með boltann. Arnar Gunnarsson þjálfari Fjölnis vildi skrifa þetta jafntefli á reynsluleysi sinna manna og hugsanlega er það rétt. Það er samt sem áður ótrúlegt að sigurinn sé ekki ennþá kominn hjá Fjölni. Það er þó ekki hægt að segja að stigið hafi ekki verið fyllilega verðskuldað hjá Fram. Þeir héldu áfram og voru allan tímann inni í leiknum. Síðasta sóknin var síðan virkilega vel kláruð.Hverjir stóðu upp úr? Það voru tveir menn inni á vellinum í dag sem báru höfuð og herðar yfir aðra leikmenn. Framarinn Arnar Birkir Hálfdánsson og Fjölnismaðurinn Kristján Örn Kristjánsson skoruðu 13 mörk hvor. Viktor Gísli átti einnig mjög fínan leik í marki Fram með 17 varða bolta.Hvað gekk illa? Sóknir beggja liða voru mjög hraðar stóran hluta leiksins og voru bæði lið í miklum vandræðum með að verjast þeim. Sérstaklega þegar Kristján Örn eða Arnar Birkir áttu í hlut, en hvert einasta skot var inni hjá Arnari Birki.Hvað gerist næst? Næsta fimmtudag mæta Fjölnismenn Víkingum í Coca Cola bikarnum. Bæði lið hafa verið í vandræðum í Olís deildinni og munu eflaust gefa allt í sölurnar til að komast áfram í bikarkeppninni í ár. Eftir nákvæmlega viku mæta síðan Framarar í Valshöllina þar sem sterkt lið Vals tekur á móti þeim.Guðmundur Helgi: Bara sorry, ég næ því ekki „Við erum stálheppnir að ná í stig hérna í kvöld miðað við það hvernig þetta þróaðist,“ sagði Guðmundur Helgi Pálsson, þjálfari Fram við Vísi eftir jafnteflið gegn Fjölni í kvöld. Guðmundur var ekki sáttur með dómara leiksins en vildi þó lítið vera að nefna einstök atriði. „Ég vil fá að horfa á myndband af þessum leik og horfa á nokkuð marga dóma sem ég bara skil ekki. Það voru einhverjar reglur sem ég bara fatta ekki alveg, mig langar að skoða það aftur áður en ég tjái mig um það.“ „Bara sorry, ég næ því hvað var verið að dæma. Bláa spjaldið á Sigurð og mörg önnur dæmi sem ég bara skil ekki. Bara sorry, ég næ því ekki. En þetta eru okkar bestu dómarar og þeir sjá þetta eitthvað öðruvísi en ég. Mig langar til að sjá þetta aftur og hringja svo í þá.“ „Ég hef samband við þá í rólegheitunum á morgun eða hinn. Við verðum að fá að vita eftir hvaða línum er verið að dæma og verðum að geta brugðist við því. Miðað við þetta þá skil ég bara ekki hvað var í gangi.“ Guðmundur vildi þó ekki meina að dómararnir hafi tekið af þeim annað stigið í kvöld. „Nei alls ekki. Við vorum klaufar. Við erum að klúðra helling af dauðafærum og markmaðurinn þeirra var besti maðurinn þeirra í dag, hiklaust. Þetta er bara flott félagslið sem við vissum að myndu mæta brjálaðir til leiks.“ „Við erum að klikka á vítum, við erum að klikka á hraðaupphlaupum, við erum að klikka á dauðafærum í horni trekk í trekk. Það fór með leikinn af okkar hálfu. Við gerðum ráð fyrir því að þetta myndi verða markaleikur. Þetta er kannski aðeins of mikið, enda vorum við einum færri allan leikinn,“ sagði Guðmundur Helgi, þjálfari Fram, að lokum.Kristján Örn: Maður er farinn að örvænta „Hundfúlt að hafa tapað þessu niður,“ sagði Kristján Örn Kristjánsson, leikmaður Fjölnis eftir jafnteflið gegn Fram í kvöld. „Djöfulsins svekkelsi bara. Vegurinn er svo langur í þessu móti, maður er farinn að örvænta eftir þessum fyrsta sigri. Þetta er ógeðslega fúlt, ég bara veit ekki hvað ég á að segja.“ Það leit allt út fyrir að Fjölnismenn næðu sínum fyrsta sigri í kvöld, en þeir voru marki yfir og með boltann þegar hálf mínúta var eftir. Allt kom þó fyrir ekki og Fjölnir bíður enn eftir sigri. „Þetta er bara alltaf sama dellan. Dauðafærin sem við klúðrum og töpuðu boltarnir sem við erum að missa eru ótrúlega dýrir. Það er svo mikill munar á þessari deild og þeirri fyrir neðan. Í þessari deild refsa þeir um leið og við missum boltann. Það er það sem er að halda aftur af okkur“. Í síðustu sókn Fjölnis fékk Kristján dæmdan á sig ruðning. Hann var ekki sammála dómurunum í þeim dómi. „Nei, en ég er ekki dómarinn. Dómarnir ráða þessu en ég skil ekki af hverju við fáum hendurnar upp eftir fimm sekúndur. Þetta er bara leikurinn, við getum ekki álasað dómarana fyrir þetta jafntefli. Þetta var bara okkur að kenna.“ Næsti leikur hjá Fjölni er gegn Víkingi í Coca Cola bikarnum. Kristján segir að þar komi ekkert annað til greina en sigur. „Við ætlum að reyna að komast í Höllina, það er bara ekkert annað í boði,“ sagði Kristján Örn að lokum.
Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti
Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti