Náttúran og tungumálið er okkar drifkraftur Magnús Guðmundsson skrifar 2. nóvember 2017 11:00 Anna-Maria Helsing, hljómsveitarstjóri frá Finnlandi, stýrir Sinfóníuhljómsveit Íslands á spennandi Iceland Airwaves tónleikum í kvöld. Sinfóníuhljómsveit Íslands lætur ekki sitt eftir liggja á Iceland Airwaves hátíðinni sem stendur nú sem hæst. Í kvöld verða tónleikar þar sem sveitin flytur fjögur verk eftir jafn margar konur sem eru í framvarðarsveit íslenskra tónskálda og hafa getið sér gott orð bæði hér heima og ekki síður erlendis. Tónskáldin sem um ræðir eru þær María Huld Markan Sigfúsdóttir, Hildur Guðnadóttir, Anna Þorvaldsdóttir og Þuríður Jónsdóttir en hljómsveitarstjóri verður hin finnska Anna-Maria Helsing sem er þegar orðin íslenskum tónlistarunnendum að góðu kunn. Anna-Maria Helsing hefur vakið mikla athygli í tónlistarheiminum á síðustu árum. Hún hefur stjórnað öllum helstu sinfóníuhljómsveitum Finnlands sem og sveitum víða um Skandinavíu og í Eystrasaltslöndunum en þess má geta að á árunum 2010 til 2013 var hún aðalhljómsveitarstjóri sinfóníuhljómsveitarinnar í Oulu, þá fyrst kvenna til þess að vera í forsvari finnskrar sinfóníuhljómsveitar. Hún segir þó að hún hafi aldrei velt því fyrir sér hvort það sé eitthvað öðruvísi fyrir konur að starfa í heimi sinfónískrar tónlistar. „Ég hef í raun enga hugmynd um hvort það er eitthvað öðruvísi, eftirlæt öðrum að velta því fyrir sér, vegna þess að ég vil bara einbeita mér að því sem ég geri. Þetta starf er það eina sem ég þekki og auðvitað eru miklu fleiri karlar í þessum geira en það stjórnast af hefðum og fyrri tíð og rétt að taka það fram að það gleður mig mikið að þetta skuli vera að breytast.“ Anna-Maria Helsing hefur starfað nokkuð oft áður á Íslandi, bæði með Sinfóníuhljómsveit Íslands og einnig stjórnaði hún óperunni Magnus Maria eftir Karólínu Eiríksdóttur víða um Norðurlönd á sínum tíma, en þetta er í þriðja sinn á þessu ári sem hún vinnur með Sinfóníuhljómsveit Íslands. „Ástæðan fyrir því að ég kem alltaf aftur hingað er einfaldlega hversu gott er að vinna hérna og hversu góð hljómsveitin er. Ég nýt þess mjög mikið að vinna með þessari hljómsveit og mér finnst eins og við búum að sameiginlegri sýn og skilningi á tónlist. Það er góð tilfinning að vinna við slíkar aðstæður.“ Þetta er í fyrsta sinn sem Anna-Maria Helsing starfar hér í tengslum við Iceland Airwaves hátíðina en hún segir að tónverkaskráin fyrir tónleika kvöldsins sé sérstaklega spennandi. „Þessi fjögur verk, eftir þessar fjórar konur, eru öll mjög spennandi. Ég held að þetta verði mjög forvitnilegt fyrir áheyrendur vegna þess að það eru svo ólíkir eiginleikar í þessum verkum sem gera þau alveg einstök. Við erum t.d. með verk þar sem hljómsveitin þarf að flytja bróðurpart verksins í algjöru myrkri. Verkið byrjar í myrkri en því lýkur í ljósi. Hljómsveitin sér mig svona aðeins en það gera áhorfendur hins vegar ekki og hluta af þessari tónsmíð er í raun stýrt af ljósinu og fjarveru þess vegna þess að tónskáldið stýrir í raun hversu mikið ljós kemur á nótnastatíf hljóðfæraleikaranna. Þau spila þegar og ef það kemur ljós á statífið. Þannig að ljósið stýrir þessu að hluta og svo fæ ég að stýra hinum hlutanum svona á móti ljósinu. Þetta verður öðruvísi reynsla fyrir mig, hljómsveitina og áhorfendur. Svo erum við með annað verk þar sem notast er við upptökur til viðbótar við hljómsveitina og það er spennandi vegna þess að það getur verið erfitt að greina hvað kemur frá hljómsveitinni og hvað kemur úr hátölurunum.“ Anna-Maria Helsing segir að eftir að hún fór að vinna hér hafi það komið henni skemmtilega á óvart hvað Íslendingar eiga mikið af góðum, ungum tónskáldum. „Mér þykir mikið til koma um þetta. Hef stundum velt því fyrir mér hvað veldur en ég held að það séu ákveðin líkindi á milli Íslands og Finnlands þar sem sterk nútímatónlist er annars vegar. Munurinn er aðallega fólginn í fámenninu á Íslandi en það gerir það enn eftirtektarverðara hvað þið eigið mikið af góðum tónskáldum. Þó svo Finnland sé miklu fjölmennara þá er það líka lítið land sem á mikið af góðum nútímatónskáldum. Ég hef stundum velt því fyrir mér hvort ástæðan geti verið fólgin í því hvað við búum við harða náttúru og erum í miklum tengslum við náttúruöflin. Kannski þurfum við tónlist til þess að lifa af þessa dimmu vetrardaga, ég veit það ekki. Kannski er það vegna þess að heimurinn skilur ekki tungumálin okkar og því leitum við á náðir þessa alþjóðlega tungumáls tónlistarinnar. Að náttúran og tungumálið sé okkar drifkraftur í tónlistinni. Ég kann vel við þá skýringu.“ Menning Mest lesið Emilíana Torrini einhleyp Lífið „Á erfitt með að gera mér í hugarlund eitthvað rómantískara“ Makamál Heitasti plötusnúður í heimi í Melabúðinni Lífið Stórstjörnur flykkjast í verkefni Baltasars Bíó og sjónvarp „Vinkonusambönd virka aldrei ef það er afbrýðisemi“ Lífið Aðventan með Lindu Ben: Mjúkir kanilsnúðar með valhnetukaramellu Jól Sjarmerandi íbúð listakonu til sölu Lífið Eiríkur og Guðrún selja eitt fallegasta hús Vesturbæjarins Lífið Kári og Erla vilja 330 milljónir fyrir lúxusíbúð við höfnina Lífið Fólkið sem fer yfir tíu tonn af fatnaði á dag Lífið Fleiri fréttir Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menningarritstjóri ráðinn framkvæmdastjóri Fullt út úr dyrum þegar Eiríkur Bergmann kynnti ferðafélagann Tínu Hvað gerist þegar Laddi hittir Eirík Fjalar, Skrám og Elsu Lund? „Alltaf að fylgja hjartanu í stað þess að velja einföldu leiðina“ Usli og glæsileiki á Kjarvalsstöðum Valgeir sár og Bubbi og Bó hneykslaðir Stappfullt á eina stærstu menningarhátíð ársins Sjóðheitt menningarrými á Baldursgötu Asifa Majid hlýtur Vigdísarverðlaunin 2024 Bjarni Ben fagnaði 140 ára afmæli Listasafns Íslands Han Kang hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Þetta er móðgun gegn Íslandi“ Henti listaverkinu í ruslið Kúltúrkettir landsins létu sig ekki vanta í Portið „Hrátt háþróað krass, langt leitt krot“ Bjóða landsmönnum nauðbeygð til messu Allt í banönum á Brút Bríet lét sig ekki vanta á sýningaropnun Ynju Blævar Út um allar koppagrundir Alþingis: „Froðan flæðir endalaust, það er bara froða froða“ Sjá meira
Sinfóníuhljómsveit Íslands lætur ekki sitt eftir liggja á Iceland Airwaves hátíðinni sem stendur nú sem hæst. Í kvöld verða tónleikar þar sem sveitin flytur fjögur verk eftir jafn margar konur sem eru í framvarðarsveit íslenskra tónskálda og hafa getið sér gott orð bæði hér heima og ekki síður erlendis. Tónskáldin sem um ræðir eru þær María Huld Markan Sigfúsdóttir, Hildur Guðnadóttir, Anna Þorvaldsdóttir og Þuríður Jónsdóttir en hljómsveitarstjóri verður hin finnska Anna-Maria Helsing sem er þegar orðin íslenskum tónlistarunnendum að góðu kunn. Anna-Maria Helsing hefur vakið mikla athygli í tónlistarheiminum á síðustu árum. Hún hefur stjórnað öllum helstu sinfóníuhljómsveitum Finnlands sem og sveitum víða um Skandinavíu og í Eystrasaltslöndunum en þess má geta að á árunum 2010 til 2013 var hún aðalhljómsveitarstjóri sinfóníuhljómsveitarinnar í Oulu, þá fyrst kvenna til þess að vera í forsvari finnskrar sinfóníuhljómsveitar. Hún segir þó að hún hafi aldrei velt því fyrir sér hvort það sé eitthvað öðruvísi fyrir konur að starfa í heimi sinfónískrar tónlistar. „Ég hef í raun enga hugmynd um hvort það er eitthvað öðruvísi, eftirlæt öðrum að velta því fyrir sér, vegna þess að ég vil bara einbeita mér að því sem ég geri. Þetta starf er það eina sem ég þekki og auðvitað eru miklu fleiri karlar í þessum geira en það stjórnast af hefðum og fyrri tíð og rétt að taka það fram að það gleður mig mikið að þetta skuli vera að breytast.“ Anna-Maria Helsing hefur starfað nokkuð oft áður á Íslandi, bæði með Sinfóníuhljómsveit Íslands og einnig stjórnaði hún óperunni Magnus Maria eftir Karólínu Eiríksdóttur víða um Norðurlönd á sínum tíma, en þetta er í þriðja sinn á þessu ári sem hún vinnur með Sinfóníuhljómsveit Íslands. „Ástæðan fyrir því að ég kem alltaf aftur hingað er einfaldlega hversu gott er að vinna hérna og hversu góð hljómsveitin er. Ég nýt þess mjög mikið að vinna með þessari hljómsveit og mér finnst eins og við búum að sameiginlegri sýn og skilningi á tónlist. Það er góð tilfinning að vinna við slíkar aðstæður.“ Þetta er í fyrsta sinn sem Anna-Maria Helsing starfar hér í tengslum við Iceland Airwaves hátíðina en hún segir að tónverkaskráin fyrir tónleika kvöldsins sé sérstaklega spennandi. „Þessi fjögur verk, eftir þessar fjórar konur, eru öll mjög spennandi. Ég held að þetta verði mjög forvitnilegt fyrir áheyrendur vegna þess að það eru svo ólíkir eiginleikar í þessum verkum sem gera þau alveg einstök. Við erum t.d. með verk þar sem hljómsveitin þarf að flytja bróðurpart verksins í algjöru myrkri. Verkið byrjar í myrkri en því lýkur í ljósi. Hljómsveitin sér mig svona aðeins en það gera áhorfendur hins vegar ekki og hluta af þessari tónsmíð er í raun stýrt af ljósinu og fjarveru þess vegna þess að tónskáldið stýrir í raun hversu mikið ljós kemur á nótnastatíf hljóðfæraleikaranna. Þau spila þegar og ef það kemur ljós á statífið. Þannig að ljósið stýrir þessu að hluta og svo fæ ég að stýra hinum hlutanum svona á móti ljósinu. Þetta verður öðruvísi reynsla fyrir mig, hljómsveitina og áhorfendur. Svo erum við með annað verk þar sem notast er við upptökur til viðbótar við hljómsveitina og það er spennandi vegna þess að það getur verið erfitt að greina hvað kemur frá hljómsveitinni og hvað kemur úr hátölurunum.“ Anna-Maria Helsing segir að eftir að hún fór að vinna hér hafi það komið henni skemmtilega á óvart hvað Íslendingar eiga mikið af góðum, ungum tónskáldum. „Mér þykir mikið til koma um þetta. Hef stundum velt því fyrir mér hvað veldur en ég held að það séu ákveðin líkindi á milli Íslands og Finnlands þar sem sterk nútímatónlist er annars vegar. Munurinn er aðallega fólginn í fámenninu á Íslandi en það gerir það enn eftirtektarverðara hvað þið eigið mikið af góðum tónskáldum. Þó svo Finnland sé miklu fjölmennara þá er það líka lítið land sem á mikið af góðum nútímatónskáldum. Ég hef stundum velt því fyrir mér hvort ástæðan geti verið fólgin í því hvað við búum við harða náttúru og erum í miklum tengslum við náttúruöflin. Kannski þurfum við tónlist til þess að lifa af þessa dimmu vetrardaga, ég veit það ekki. Kannski er það vegna þess að heimurinn skilur ekki tungumálin okkar og því leitum við á náðir þessa alþjóðlega tungumáls tónlistarinnar. Að náttúran og tungumálið sé okkar drifkraftur í tónlistinni. Ég kann vel við þá skýringu.“
Menning Mest lesið Emilíana Torrini einhleyp Lífið „Á erfitt með að gera mér í hugarlund eitthvað rómantískara“ Makamál Heitasti plötusnúður í heimi í Melabúðinni Lífið Stórstjörnur flykkjast í verkefni Baltasars Bíó og sjónvarp „Vinkonusambönd virka aldrei ef það er afbrýðisemi“ Lífið Aðventan með Lindu Ben: Mjúkir kanilsnúðar með valhnetukaramellu Jól Sjarmerandi íbúð listakonu til sölu Lífið Eiríkur og Guðrún selja eitt fallegasta hús Vesturbæjarins Lífið Kári og Erla vilja 330 milljónir fyrir lúxusíbúð við höfnina Lífið Fólkið sem fer yfir tíu tonn af fatnaði á dag Lífið Fleiri fréttir Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menningarritstjóri ráðinn framkvæmdastjóri Fullt út úr dyrum þegar Eiríkur Bergmann kynnti ferðafélagann Tínu Hvað gerist þegar Laddi hittir Eirík Fjalar, Skrám og Elsu Lund? „Alltaf að fylgja hjartanu í stað þess að velja einföldu leiðina“ Usli og glæsileiki á Kjarvalsstöðum Valgeir sár og Bubbi og Bó hneykslaðir Stappfullt á eina stærstu menningarhátíð ársins Sjóðheitt menningarrými á Baldursgötu Asifa Majid hlýtur Vigdísarverðlaunin 2024 Bjarni Ben fagnaði 140 ára afmæli Listasafns Íslands Han Kang hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Þetta er móðgun gegn Íslandi“ Henti listaverkinu í ruslið Kúltúrkettir landsins létu sig ekki vanta í Portið „Hrátt háþróað krass, langt leitt krot“ Bjóða landsmönnum nauðbeygð til messu Allt í banönum á Brút Bríet lét sig ekki vanta á sýningaropnun Ynju Blævar Út um allar koppagrundir Alþingis: „Froðan flæðir endalaust, það er bara froða froða“ Sjá meira