Kári Kristján minnti heldur betur á sig með tíu mörkum úr ellefu skotum og fjórum fiskuðum vítum en landsliðsmaðurinn lék sér að miðjublokk FH-liðsins sem hefur hingað til verið sú besta í deildinni. Hann gerði hreinlega grín að þeim sem reyndu að standa í vegi fyrir honum.
Kári datt úr landsliðshópnum á þessu ári en nú er Evrópumót handan við hornið í Króatíu í byrjun næsta árs. Línumaðurinn sér varla annað í stöðunni en að hann fari með.
„Já, ég er aðal og þá hlýt ég að fara á stórmót, er það ekki? Geiri [Geir Sveinsson] hringir örugglega í mig og vill spjalla um þetta,“ sagði hinn afar létti Kári Kristján að lokum.
Frammistöðu Kára Kristjáns má sjá í spilaranum hér að ofan en hér að neðan má sjá það helsta úr leiknum af Facebook-síðu Seinni bylgjunnar.