Hjartað og heilinn Frosti Logason skrifar 16. nóvember 2017 07:00 Ég er alveg undarlega rólegur yfir þeim stjórnarmyndunarviðræðum sem nú standa yfir. Sjálfstæðisflokkur, Framsókn og Vinstri græn hafa alltaf verið þrír síðustu flokkarnir sem ég mundi kjósa. Einhvern tíma hefði ég orðið brjálaður yfir tilhugsuninni um þetta stjórnarmunstur. Ég sé líka að margt fólk sem ég hef átt samleið með í gegnum tíðina er eðlilega að missa vitið á samskiptamiðlum yfir þessari þróun mála. Hvernig mér tekst að halda ró minni í þessum aðstæðum er mér ekki alveg ljóst. En það er ekki vegna þess að ég hafi misst áhuga pólitík eða samfélagsmálum almennt. Ég held að það hafi meira að gera með pólaríseringuna sem hefur, að mínu mati, harðnað all svakalega í okkar litla samfélagi að undanförnu. Ég er satt best að segja kominn með topp nóg af henni. Út um allt má sjá upphrópanir í hástöfum um hvað hinn og þessi eru hryllilegir og fólk alveg gáttað á að góða fólkið ætli nú að hleypa vonda pakkinu með í stjórn landsins. Það er einhvern veginn alltaf nóg af vondu fólki til að skemma allt. Ég get viðurkennt að þessi tilfinning er undarleg en nú virðist ég ekki hafa jafn mikinn áhuga á róttækum samfélagsbreytingum eins og ég hafði áður. Hugsanlega er það vegna þess að framganga róttæklinganna heillar mig ekki lengur. Tilraunir þeirra til að skrímslavæða allt og alla hafa umbreytt þeim sjálfum í ófrýnilegar ófreskjur. Það er nefnilega þannig að þegar fólk leggur of mikla áherslu á að láta hjartað ráða för vill það oft brenna við að heilinn gleymist heima. Því miður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Frosti Logason Mest lesið „Öllum er fkn drull, haltu kjafti“ Bríet Bragadóttir,Hjördís Lára D. Ingólfsdóttir,Kristjana Anna Dagnýjardóttir Skoðun Betri er auðmjúkur syndari en drambsamur dýrlingur Stefanía Arnardóttir Skoðun Stúlkur eiga undir högg að sækja í nauðgunarmálum Jörgen Ingimar Hansson Skoðun Þúsundir á vergangi - Upplýsa verður ranglætið Þorsteinn Sæmundsson Skoðun Hæstvirtur dómsmálaráðherra, við ætlumst til meira af þér Matthías Kormáksson Skoðun 27-faldur hagnaður!? Ásthildur Lóa Þórsdóttir Skoðun Kærleikur í kaós Hafdís Hrönn Hafsteinsdóttir Skoðun Hvernig getum við gert Ísland að eftirsóttum stað fyrir barnafjölskyldur? Birgitta Sigurðardóttir Skoðun Er sjávarútvegurinn bara aukaleikari? Kristófer Máni Sigursveinsson Skoðun Hver er stefna Viðreisnar í heilbrigðismálum og hvernig virkar hún í praksis? Sigurrós Huldudóttir Skoðun
Ég er alveg undarlega rólegur yfir þeim stjórnarmyndunarviðræðum sem nú standa yfir. Sjálfstæðisflokkur, Framsókn og Vinstri græn hafa alltaf verið þrír síðustu flokkarnir sem ég mundi kjósa. Einhvern tíma hefði ég orðið brjálaður yfir tilhugsuninni um þetta stjórnarmunstur. Ég sé líka að margt fólk sem ég hef átt samleið með í gegnum tíðina er eðlilega að missa vitið á samskiptamiðlum yfir þessari þróun mála. Hvernig mér tekst að halda ró minni í þessum aðstæðum er mér ekki alveg ljóst. En það er ekki vegna þess að ég hafi misst áhuga pólitík eða samfélagsmálum almennt. Ég held að það hafi meira að gera með pólaríseringuna sem hefur, að mínu mati, harðnað all svakalega í okkar litla samfélagi að undanförnu. Ég er satt best að segja kominn með topp nóg af henni. Út um allt má sjá upphrópanir í hástöfum um hvað hinn og þessi eru hryllilegir og fólk alveg gáttað á að góða fólkið ætli nú að hleypa vonda pakkinu með í stjórn landsins. Það er einhvern veginn alltaf nóg af vondu fólki til að skemma allt. Ég get viðurkennt að þessi tilfinning er undarleg en nú virðist ég ekki hafa jafn mikinn áhuga á róttækum samfélagsbreytingum eins og ég hafði áður. Hugsanlega er það vegna þess að framganga róttæklinganna heillar mig ekki lengur. Tilraunir þeirra til að skrímslavæða allt og alla hafa umbreytt þeim sjálfum í ófrýnilegar ófreskjur. Það er nefnilega þannig að þegar fólk leggur of mikla áherslu á að láta hjartað ráða för vill það oft brenna við að heilinn gleymist heima. Því miður.
„Öllum er fkn drull, haltu kjafti“ Bríet Bragadóttir,Hjördís Lára D. Ingólfsdóttir,Kristjana Anna Dagnýjardóttir Skoðun
Hvernig getum við gert Ísland að eftirsóttum stað fyrir barnafjölskyldur? Birgitta Sigurðardóttir Skoðun
Hver er stefna Viðreisnar í heilbrigðismálum og hvernig virkar hún í praksis? Sigurrós Huldudóttir Skoðun
„Öllum er fkn drull, haltu kjafti“ Bríet Bragadóttir,Hjördís Lára D. Ingólfsdóttir,Kristjana Anna Dagnýjardóttir Skoðun
Hvernig getum við gert Ísland að eftirsóttum stað fyrir barnafjölskyldur? Birgitta Sigurðardóttir Skoðun
Hver er stefna Viðreisnar í heilbrigðismálum og hvernig virkar hún í praksis? Sigurrós Huldudóttir Skoðun