Sigur Dana á Írum í kvöld varð þess valdandi að Ísland á ekki lengur möguleika á því að vera í öðrum styrkleikaflokki er dregið verður í riðla fyrir HM í Rússlandi.
Ísland verður því í þriðja styrkleikaflokki þegar dregið verður þann 1. desember næstkomandi.
HM í Rússlandi verður svo sögulegt fyrir þær sakir að í fyrsta skipti verða þrjár Norðurlandaþjóðir á HM.
Danir og Svíar eru einnig komnir á HM en þurftu umspil til þess að fá farseðil til Rússlands en á sama tíma var íslenska landsliðið að leika sér á sjóköttum í Doha enda vann Ísland sinn riðil.
Ísland verður í þriðja styrkleikaflokki
Tengdar fréttir
Eriksen dró Dani til Rússlands
Christian Eriksen gerði sér lítið fyrir og skoraði þrennu er Danmörk tryggði sér sæti á HM í Rússlandi næsta sumar. Danir skelltu þá Írum 1-5 á útivelli í kvöld en fyrri leik liðanna á Parken lyktaði með markalausu jafntefli.
Heimir: Drullusvekktur með þessa frammistöðu
Heimir Hallgrímsson landsliðsþjálfari var allt annað en ánægður með leik íslenska landsliðsins gegn Katar í dag í leik sem endaði 1-1.
Sjáðu þrennu Eriksen
Christian Eriksen varð að alvöru þjóðhetju í Danmörku í kvöld er hann skoraði þrennu og sá til þess að Danir verða með á HM í Rússlandi næsta sumar.