Friðrik Dór Jónsson er kynnir Kóra Íslands og tók hann lagið Oh Mandy með Barry Manillow í upphafi þáttarins.
Frikki fékk aðstoð frá öllum kórunum sex sem tóku þátt í úrslitaþættinum. Í miðjum flutningi kviknaði einfaldlega í Friðriki og stóð hann eftir logandi á sviðinu.
Sviðsmaður Stöðvar 2 brunaði inn á svið og náði að slökkva eldinn, en þess má geta að líklega hefur atriðið verið fyrirfram ákveðið.