Gríðarleg netsala á Degi einhleypra Atli Ísleifsson skrifar 11. nóvember 2017 08:48 Ástralska leikkonan Nicole Kidman í gærkvöldi. Vísir/afp Dagur einhleypra er haldinn hátíðlegur í dag, 11.11., en dagurinn leiðir jafnan til gríðarlegrar sölu á netinu. Ástæða þessarar miklu sölu er kaupæðið sem grípur Kínverja í tengslum við Dag einhleypra. Dagur einhleypra á rætur sínar til rekja til tíunda áratugarins og var hugsaður sem mótvægi við þá miklu markaðssetningu og athygli sem fylgdi Valentínusardeginum. Netverslunin Alibaba sá að mikil tækifæri fælust í deginum og hóf árið 2009 að bjóða upp á sérstök tilboð í tengslum við daginn. Umfang dagsins hefur vaxið á síðustu dögum og á hverju ári stendur Alibaba nú fyrir miklum sjónvarpsviðburði þar sem fram koma heimsþekktir listamenn. Í ár koma meðal annars listamennirnir Jessie J, Pharrell Williams, Nicole Kidman og Blue Man Group fram. Aðrar netverslanir hafa sömuleiðis stokkið á vagninn og í ár er reiknað með að netsalan í Kína muni verða meiri en sem samsvarar samanlagðri sölu á Black Friday og Cyber Monday í Bandaríkjunum. Í frétt Reuters segir að á hádegi í dag að staðartíma hafi sala Alibaba verið meiri en heildarsalan á deginum í fyrra, sem var um tvö þúsund milljarðar króna. Tveimur mínútum eftir „opnun“ var salan um 125 milljarðar króna. „Á Degi einhleypra er það sport að versla, það er skemmtun,“ segir Joseph Thai, aðstoðarframkvæmdastjóri Alibaba. Dagurinn hefur jafnframt aukna í vinnu í för með sér fyrir starfsmenn Póstsins í Kína, en reiknað er með að það þurfi að senda út um tólf milljarða pakka viðskiptavina á næstu dögum. Dagur einhleypra hefur einnig náð til Íslands og er byrjað að bjóða upp á tilboð í tilefni af deginum, líkt og fram kom í frétt Glamour í gær. Mest lesið Segist ekki svindlari heldur vilja skrá sig í sögubækurnar Viðskipti innlent Íslandsbanki opnar á verðtryggð húsnæðislán á föstum vöxtum Viðskipti innlent Vonar að stíflan á markaðnum muni brátt bresta Viðskipti innlent Vélmenni leysir afgreiðslufólk Sante af hólmi Neytendur Sambíóin í Mjóddinni víkja fyrir Nova Viðskipti innlent Happy Hydrate seldi fyrir 302 milljónir Viðskipti innlent Ætlað að verða nýtt íslenskt kennileiti á heimsmælikvarða Viðskipti innlent Illskiljanleg viðmið vinni gegn markmiði Seðlabankans Viðskipti innlent „Ég gríp eiginlega strax í hina heilögu tvennu“ Atvinnulíf Jensens Bøfhus lokað Viðskipti erlent Fleiri fréttir Jensens Bøfhus lokað Samþykktu stærðarinnar launapakka Musks Græða á tá og fingri á svikum og prettum Fresta reynsluflugi rafmagnsflugvélar Segist engin deili kunna á rafmyntajöfri sem hann náðaði Nvidia metið á 615 billjónir króna Umfangsmiklar uppsagnir hjá Amazon Framkvæmdastjórnin beinir spjótunum að Meta og TikTok Kæra FIFA fyrir miðasölubrask fyrir HM á næsta ári Þrír Kaupþingsstjórar sektaðir í Lúxemborg eftir fimmtán ára málaferli Stjórn Warner Bros. segir félagið til sölu Svona lögðu Kínverjar framtíðina undir sig Snapchat og Duolingo í basli vegna bilunar hjá Amazon Smáríki græða á tá og fingri á þjóðarlénum í lénaleikjum Skoða hvort miðasölubrask FIFA sé ólögleg veðmálastarfsemi Paramount ber víurnar í Warner Bros Kínverjar hóta frekari hefndum, standi Trump við tollana Deila Nóbelnum fyrir að varpa ljósi á tengsl nýsköpunar og hagvaxtar Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? Rafmyntir hrynja í verði eftir tollahótanir Herða hreðjatakið á birgðakeðjum Vesturlanda Virði gulls í methæðum Fyrrverandi forstjóri félags í eigu Íslendinga dæmdur fyrir fjárdrátt Strava stefnir Garmin AMD upp um fjórðung eftir risasamning við OpenAI Boeing sagt byrjað að þróa arftaka 737 max-þotunnar Rúmlega þriðjungs samdráttur í olíuvinnslu í Rússlandi Burger King opnar fyrsta staðinn á Grænlandi Sjá meira
Dagur einhleypra er haldinn hátíðlegur í dag, 11.11., en dagurinn leiðir jafnan til gríðarlegrar sölu á netinu. Ástæða þessarar miklu sölu er kaupæðið sem grípur Kínverja í tengslum við Dag einhleypra. Dagur einhleypra á rætur sínar til rekja til tíunda áratugarins og var hugsaður sem mótvægi við þá miklu markaðssetningu og athygli sem fylgdi Valentínusardeginum. Netverslunin Alibaba sá að mikil tækifæri fælust í deginum og hóf árið 2009 að bjóða upp á sérstök tilboð í tengslum við daginn. Umfang dagsins hefur vaxið á síðustu dögum og á hverju ári stendur Alibaba nú fyrir miklum sjónvarpsviðburði þar sem fram koma heimsþekktir listamenn. Í ár koma meðal annars listamennirnir Jessie J, Pharrell Williams, Nicole Kidman og Blue Man Group fram. Aðrar netverslanir hafa sömuleiðis stokkið á vagninn og í ár er reiknað með að netsalan í Kína muni verða meiri en sem samsvarar samanlagðri sölu á Black Friday og Cyber Monday í Bandaríkjunum. Í frétt Reuters segir að á hádegi í dag að staðartíma hafi sala Alibaba verið meiri en heildarsalan á deginum í fyrra, sem var um tvö þúsund milljarðar króna. Tveimur mínútum eftir „opnun“ var salan um 125 milljarðar króna. „Á Degi einhleypra er það sport að versla, það er skemmtun,“ segir Joseph Thai, aðstoðarframkvæmdastjóri Alibaba. Dagurinn hefur jafnframt aukna í vinnu í för með sér fyrir starfsmenn Póstsins í Kína, en reiknað er með að það þurfi að senda út um tólf milljarða pakka viðskiptavina á næstu dögum. Dagur einhleypra hefur einnig náð til Íslands og er byrjað að bjóða upp á tilboð í tilefni af deginum, líkt og fram kom í frétt Glamour í gær.
Mest lesið Segist ekki svindlari heldur vilja skrá sig í sögubækurnar Viðskipti innlent Íslandsbanki opnar á verðtryggð húsnæðislán á föstum vöxtum Viðskipti innlent Vonar að stíflan á markaðnum muni brátt bresta Viðskipti innlent Vélmenni leysir afgreiðslufólk Sante af hólmi Neytendur Sambíóin í Mjóddinni víkja fyrir Nova Viðskipti innlent Happy Hydrate seldi fyrir 302 milljónir Viðskipti innlent Ætlað að verða nýtt íslenskt kennileiti á heimsmælikvarða Viðskipti innlent Illskiljanleg viðmið vinni gegn markmiði Seðlabankans Viðskipti innlent „Ég gríp eiginlega strax í hina heilögu tvennu“ Atvinnulíf Jensens Bøfhus lokað Viðskipti erlent Fleiri fréttir Jensens Bøfhus lokað Samþykktu stærðarinnar launapakka Musks Græða á tá og fingri á svikum og prettum Fresta reynsluflugi rafmagnsflugvélar Segist engin deili kunna á rafmyntajöfri sem hann náðaði Nvidia metið á 615 billjónir króna Umfangsmiklar uppsagnir hjá Amazon Framkvæmdastjórnin beinir spjótunum að Meta og TikTok Kæra FIFA fyrir miðasölubrask fyrir HM á næsta ári Þrír Kaupþingsstjórar sektaðir í Lúxemborg eftir fimmtán ára málaferli Stjórn Warner Bros. segir félagið til sölu Svona lögðu Kínverjar framtíðina undir sig Snapchat og Duolingo í basli vegna bilunar hjá Amazon Smáríki græða á tá og fingri á þjóðarlénum í lénaleikjum Skoða hvort miðasölubrask FIFA sé ólögleg veðmálastarfsemi Paramount ber víurnar í Warner Bros Kínverjar hóta frekari hefndum, standi Trump við tollana Deila Nóbelnum fyrir að varpa ljósi á tengsl nýsköpunar og hagvaxtar Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? Rafmyntir hrynja í verði eftir tollahótanir Herða hreðjatakið á birgðakeðjum Vesturlanda Virði gulls í methæðum Fyrrverandi forstjóri félags í eigu Íslendinga dæmdur fyrir fjárdrátt Strava stefnir Garmin AMD upp um fjórðung eftir risasamning við OpenAI Boeing sagt byrjað að þróa arftaka 737 max-þotunnar Rúmlega þriðjungs samdráttur í olíuvinnslu í Rússlandi Burger King opnar fyrsta staðinn á Grænlandi Sjá meira