Umfjöllun og viðtöl: Fjölnir - Afturelding 25-28 | Þriðji sigur Mosfellinga í röð Anton Ingi Leifsson skrifar 12. nóvember 2017 22:00 Mikk og félagar eru komnir á flug. Vísir/Eyþór Afturelding vann sinn þriðja sigur í röð þegar liðið vann sigurlausa Fjölnismenn í Grafarvogi í kvöld, 28-25. Staðan í hálfleik var 12-11, Aftureldingu í vil, sem heldur áfram að klífa töfluna. Fjörið var ekki mikið framan af fyrri hálfleik, en þegar þrettán mínútur voru liðnar af leiknum var staðan einungis 3-1 fyrir Aftureldingu. Bæði lið spiluðu sterka vörn og markverðirnir í stuði. Mikil harka var í leiknum og brottvísanir voru einkennismerki fyrri hálfleiks, en bæði lið voru að gefa allt í þetta. Afturelding virtist vera síga fram úr þegar leið á hálfleikinn og voru komnir fimm mörkum yfir. Þá tóku Fjölnismenn hins vegar leikhlé og fóru yfir stöðuna. Þeir komu sterkari út og byrjuðu að spila betri varnarleik. Einnig kviknaði á Kristjáni Erni Kristjánssyni sem dró liðið áfram. Þegar liðin gengu til búningsherbergja leiddu gestirnir með einu marki, 12-11. Afturelding var áfram skrefi á undan í síðari hálfleiknum, en þeir voru mest með fjögurra marka forskot um miðjan hálfleikinn. Fjölnismenn voru þó alltaf í seilingarfjarlægð og með Kristján áfram í broddi fylkingar þá höfðu þeir trú á verkefninu. Það voru Kristján Örn, Fjölnir, og Árni Bragi, Afturelding, sem drógu sóknarleik liðanna á herðum sér. Árni Bragi skoraði að endingu tíu mörk og Kristján Örn skoraði átta. Það dró aðeins af honum í síðari hálfleik enda í góðri gæslu Gunnars Þórssonar. Að endingu var það svo Kolbeinn Aron Ingibjargarson sem sigldi sigrinum í höfn fyrir Aftureldingu. Hann kom inn af bekknum og varði vel, þar á meðal víti á mikilvægu augnabliki og dauðafæri. Afturelding stóð því uppi sem sigurvegari, 28-26, í leikslok.Afhverju vann Afturelding? Leikurinn var gífurlega jafn og liðin skiptust á góðum köflum, það er að segja kaflaskiptur leikur. Í leikslok lá munurinn aðallega í því að Afturelding náði að sigla í gegnum erfiðu kaflana án þess að missa takinu á Fjölni og eins og áður segir; Kolbeinn kom inn í markið og lokaði á Fjölni. Sterkur sigur Aftureldingar og þó þetta hafi ekki verið fallegt á löngum köflum var baráttan og viljinn til fyrirmyndar.Hverjir stóðu upp úr? Títtnefndir Kristján Örn, Fjölni, með átta mörk og Árni Bragi, Aftureldingu, með tíu mörk. Árni Bragi skoraði mikilvæg mörk þegar mest á reyndi í síðari hálfleik, en Kristján var öflugari í fyrri hálfleik en þeim seinni. Ingvar Kristinn varði mjög vel allan leikinn, en Lárus Helgi varði vel í fyrri hálfleik og Kolbeinn Aron svo undir lokin.Hvað gekk illa? Fjölni gekk afar illa að ná að nýta dauðafærin sín undir lok leiks. Liðið fékk meðal annars vítakast og tvö til þrjú algjör dauðafæri til þess að jafna leikinn meðal annars, en allt kom fyrir ekki. Dýrt þegar uppi er staðið. Eins var hornaspil Fjölnismanna lítið sem ekkert.Hvað gerist næst? Afturelding spilar næst afar mikilvægan leik, en liðið spilar gegn Val í Mosfellsbæ. Afturelding hefur unnið þrjá leiki í röð og klifrar hægt og rólega upp töfluna. Fjölnir heimsækir hins vegar Hauka á Ásvelli, en Haukarnir misstigu sig í kvöld gegn Víkingi svo það verður erfitt verkefni. Fjölnismenn leita enn að sínum fyrsta sigri.Einar Andri: Frammistaðan skiptir minna máli „Við þurftum hrikalega mikið að hafa fyrir þessu í dag. Fjölnisliðið er mjög gott, vel þjálfað og skipulagt,” „Þeir gáfust aldrei upp. Þeir hefðu getað brotnað bæði í fyrri og síðari hálfleik, en þeir héldu alltaf áfram. Við gerðum það líka og með karakter og góðri markvörslu náðum við að klára þetta.” Spilamennskan var kannski ekki sú fallegasta sem Mosfellingar hafa sýnt, en í þessum leik snýst þetta einfaldlega bara um að ná í þessi tvö stig sem í boði eru hverju sinni. „Ég er ánægður með það sem við erum að leggja í þetta. Það vita allir að þetta eru stórir leikir fyrir okkur miðað við stöðuna sem við vorum í, en frammistaðan skiptir minna máli.” „Það er meira það sem við erum að leggja í þetta og úrslitin. Við erum að ná í úrslit. Við höfum spilað betur í mörgum leikjum sem við höfum tapað, en við erum að koma stigum á töfluna og það er það sem skiptir máli í dag.” Kolbeinn Aron kom inn af bekknum og varði vel í markinu, en að endingu skipti það sköpum. Einar var sammála því. „Hann er mikill stemningsleikmaður. Hann er búinn að bíða aðeins á bekknum því Lárus er búinn að vera góður. Það var frábært að fá hann inn og taka víti og þrjú fjögur skot. Það skilaði sigri í dag.” „Við erum búnir að kilfra hratt síðustu vikur eftir að við komumst í slæma stöðu. Við getum ekkert slakað á. Við eigum mjög stóra leiki framundan, næst er það Valur á mánudag og við þurfum að vera virkilega beittir til að eiga möguleika þar,” sagði Einar Andri, glaður í bragði, í leikslok.Arnar: Sú skipting vann leikinn „Ef þú nýtir ekki færin þín þá áttu erfitt með að vinna leikinn,” sagði hundfúll Arnar Gunnarson í samtali við Vísi í leikslok, en Arnar er þjálfari Fjölnis. „Á margan hátt var ég ánægður með leikinn ef undanskilin er byrjunin. Það var augljóst hver dagsskipunin var hjá Aftureldingu; að taka dálítið á okkur.” „Mér fannst menn bakka til að byrja með og þegar það jafnaði sig þá gerðum við þetta að meira en leik. Við gátum jafnað í yfirtölu í síðari hálfleik.” „Þeir skipta þá um markmann og sú skipting einfaldlega vann leikinn fyrir þá,” en eins og Arnar bendir á vantaði herslumuninn til þess að jafna metin í kvöld: „Það vantaði að nýta dauðafærin. Það skildi á milli,” en Fjölnir leitar enn af fyrsta sigrinum í efstu deild þennan veturinn: „Auðvitað. Það er ekkert annað í stöðunni. Þetta er fúlt og mér finnst við spila nógu vel til þess að vinna þennan leik og það segi ég með allri virðingu fyrir Aftureldingu sem er gott lið. Við fáum færi til að klára þetta, en gerum það ekki.” Dómararnir voru dálítið í sviðsljósinu í kvöld, en hart var barist í leiknum. Fjölnismenn virkuðu ósáttir með hana undir lokin, en hvað fannst Arnari sjálfum um hana? „Það verða aðrir að tjá sig um það. Ég get bara reynt að vinna í því sem við stjórnum,” sagði Arnar hundsvekktur að lokum. Olís-deild karla
Afturelding vann sinn þriðja sigur í röð þegar liðið vann sigurlausa Fjölnismenn í Grafarvogi í kvöld, 28-25. Staðan í hálfleik var 12-11, Aftureldingu í vil, sem heldur áfram að klífa töfluna. Fjörið var ekki mikið framan af fyrri hálfleik, en þegar þrettán mínútur voru liðnar af leiknum var staðan einungis 3-1 fyrir Aftureldingu. Bæði lið spiluðu sterka vörn og markverðirnir í stuði. Mikil harka var í leiknum og brottvísanir voru einkennismerki fyrri hálfleiks, en bæði lið voru að gefa allt í þetta. Afturelding virtist vera síga fram úr þegar leið á hálfleikinn og voru komnir fimm mörkum yfir. Þá tóku Fjölnismenn hins vegar leikhlé og fóru yfir stöðuna. Þeir komu sterkari út og byrjuðu að spila betri varnarleik. Einnig kviknaði á Kristjáni Erni Kristjánssyni sem dró liðið áfram. Þegar liðin gengu til búningsherbergja leiddu gestirnir með einu marki, 12-11. Afturelding var áfram skrefi á undan í síðari hálfleiknum, en þeir voru mest með fjögurra marka forskot um miðjan hálfleikinn. Fjölnismenn voru þó alltaf í seilingarfjarlægð og með Kristján áfram í broddi fylkingar þá höfðu þeir trú á verkefninu. Það voru Kristján Örn, Fjölnir, og Árni Bragi, Afturelding, sem drógu sóknarleik liðanna á herðum sér. Árni Bragi skoraði að endingu tíu mörk og Kristján Örn skoraði átta. Það dró aðeins af honum í síðari hálfleik enda í góðri gæslu Gunnars Þórssonar. Að endingu var það svo Kolbeinn Aron Ingibjargarson sem sigldi sigrinum í höfn fyrir Aftureldingu. Hann kom inn af bekknum og varði vel, þar á meðal víti á mikilvægu augnabliki og dauðafæri. Afturelding stóð því uppi sem sigurvegari, 28-26, í leikslok.Afhverju vann Afturelding? Leikurinn var gífurlega jafn og liðin skiptust á góðum köflum, það er að segja kaflaskiptur leikur. Í leikslok lá munurinn aðallega í því að Afturelding náði að sigla í gegnum erfiðu kaflana án þess að missa takinu á Fjölni og eins og áður segir; Kolbeinn kom inn í markið og lokaði á Fjölni. Sterkur sigur Aftureldingar og þó þetta hafi ekki verið fallegt á löngum köflum var baráttan og viljinn til fyrirmyndar.Hverjir stóðu upp úr? Títtnefndir Kristján Örn, Fjölni, með átta mörk og Árni Bragi, Aftureldingu, með tíu mörk. Árni Bragi skoraði mikilvæg mörk þegar mest á reyndi í síðari hálfleik, en Kristján var öflugari í fyrri hálfleik en þeim seinni. Ingvar Kristinn varði mjög vel allan leikinn, en Lárus Helgi varði vel í fyrri hálfleik og Kolbeinn Aron svo undir lokin.Hvað gekk illa? Fjölni gekk afar illa að ná að nýta dauðafærin sín undir lok leiks. Liðið fékk meðal annars vítakast og tvö til þrjú algjör dauðafæri til þess að jafna leikinn meðal annars, en allt kom fyrir ekki. Dýrt þegar uppi er staðið. Eins var hornaspil Fjölnismanna lítið sem ekkert.Hvað gerist næst? Afturelding spilar næst afar mikilvægan leik, en liðið spilar gegn Val í Mosfellsbæ. Afturelding hefur unnið þrjá leiki í röð og klifrar hægt og rólega upp töfluna. Fjölnir heimsækir hins vegar Hauka á Ásvelli, en Haukarnir misstigu sig í kvöld gegn Víkingi svo það verður erfitt verkefni. Fjölnismenn leita enn að sínum fyrsta sigri.Einar Andri: Frammistaðan skiptir minna máli „Við þurftum hrikalega mikið að hafa fyrir þessu í dag. Fjölnisliðið er mjög gott, vel þjálfað og skipulagt,” „Þeir gáfust aldrei upp. Þeir hefðu getað brotnað bæði í fyrri og síðari hálfleik, en þeir héldu alltaf áfram. Við gerðum það líka og með karakter og góðri markvörslu náðum við að klára þetta.” Spilamennskan var kannski ekki sú fallegasta sem Mosfellingar hafa sýnt, en í þessum leik snýst þetta einfaldlega bara um að ná í þessi tvö stig sem í boði eru hverju sinni. „Ég er ánægður með það sem við erum að leggja í þetta. Það vita allir að þetta eru stórir leikir fyrir okkur miðað við stöðuna sem við vorum í, en frammistaðan skiptir minna máli.” „Það er meira það sem við erum að leggja í þetta og úrslitin. Við erum að ná í úrslit. Við höfum spilað betur í mörgum leikjum sem við höfum tapað, en við erum að koma stigum á töfluna og það er það sem skiptir máli í dag.” Kolbeinn Aron kom inn af bekknum og varði vel í markinu, en að endingu skipti það sköpum. Einar var sammála því. „Hann er mikill stemningsleikmaður. Hann er búinn að bíða aðeins á bekknum því Lárus er búinn að vera góður. Það var frábært að fá hann inn og taka víti og þrjú fjögur skot. Það skilaði sigri í dag.” „Við erum búnir að kilfra hratt síðustu vikur eftir að við komumst í slæma stöðu. Við getum ekkert slakað á. Við eigum mjög stóra leiki framundan, næst er það Valur á mánudag og við þurfum að vera virkilega beittir til að eiga möguleika þar,” sagði Einar Andri, glaður í bragði, í leikslok.Arnar: Sú skipting vann leikinn „Ef þú nýtir ekki færin þín þá áttu erfitt með að vinna leikinn,” sagði hundfúll Arnar Gunnarson í samtali við Vísi í leikslok, en Arnar er þjálfari Fjölnis. „Á margan hátt var ég ánægður með leikinn ef undanskilin er byrjunin. Það var augljóst hver dagsskipunin var hjá Aftureldingu; að taka dálítið á okkur.” „Mér fannst menn bakka til að byrja með og þegar það jafnaði sig þá gerðum við þetta að meira en leik. Við gátum jafnað í yfirtölu í síðari hálfleik.” „Þeir skipta þá um markmann og sú skipting einfaldlega vann leikinn fyrir þá,” en eins og Arnar bendir á vantaði herslumuninn til þess að jafna metin í kvöld: „Það vantaði að nýta dauðafærin. Það skildi á milli,” en Fjölnir leitar enn af fyrsta sigrinum í efstu deild þennan veturinn: „Auðvitað. Það er ekkert annað í stöðunni. Þetta er fúlt og mér finnst við spila nógu vel til þess að vinna þennan leik og það segi ég með allri virðingu fyrir Aftureldingu sem er gott lið. Við fáum færi til að klára þetta, en gerum það ekki.” Dómararnir voru dálítið í sviðsljósinu í kvöld, en hart var barist í leiknum. Fjölnismenn virkuðu ósáttir með hana undir lokin, en hvað fannst Arnari sjálfum um hana? „Það verða aðrir að tjá sig um það. Ég get bara reynt að vinna í því sem við stjórnum,” sagði Arnar hundsvekktur að lokum.
Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti
Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti