Streep grunaði ekki að hún mundi landa forsíðu tískubiblíunnar 68 ára gömul en eins og frægt er orðið þá lék leikkonan ritstjóra tískutímarits í myndinni Devil Wears Prada og var talið að karakterinn væri byggður á sjálfri Önnu Wintour, ritstjóra Vogue, en í myndinni var ekki máluð upp neitt sérstaklega jákvæð mynd af konunni í brúnni.
Það var því gaman að sjá þessar tvær konur mætast á skrifstofu Wintour í myndbandi frá Vogue og tala um allt frá Weinstein í falskan fréttflutning. Sjá myndbandið stórskemmtilega neðar í fréttinni.

Graham, sem lést árið 2001, hefur aldrei fengið almennilega viðurkenningu fyrir sinn þátt í þessari frægu uppljóstrun og talar Streep einmitt um það við Vogue hversu magnað að fá að leika þessa merkilegu konu á tímum þar sem fjölmiðlar eiga undir högg að sækja úr ýmsum áttum.
Sjáið stiklu úr myndinni neðst í fréttinni en við fögnum Streep á forsíðu Vogue og hlökkum til að sjá þessa mynd!
