Ísland lukkuþjóð Brassa á HM Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 30. nóvember 2017 06:00 Hinn 17 ára gamli Ronaldo sést hér fyrir ofan með Heimsmeistarabikarinn en aðeins 74 dögum áður hafði hann skorað sitt fyrsta landsliðsmark í 3-0 sigri Brasilíu í vináttulandsleik á móti Íslandi. vísir/getty Brasilía er eina knattspyrnuþjóð heimsins með fimm stjörnur á búningnum sínum en Brassarnir hafa nú beðið í sextán ár eftir að bæta þeirri sjöttu við. Hver stjarna táknar heimsmeistaratitil og þar hefur engin þjóð ógnað setu Brasilíu á toppnum síðan Pelé varð heimsmeistari í þriðja sinn sinn fyrir tæpum fimm áratugum. Síðan Brasilía varð heimsmeistari síðast, á Yokohama leikvanginum 30. júní 2002, hafa Ítalir, Spánverjar og Þjóðverjar unnið heimsmeistaratitilinn en Brasilíumenn hafa tvisvar verið slegnir út í átta liða úrslitunum og töpuðu síðan 7-1 á móti verðandi heimsmeisturum, Þjóðverjum, í undanúrslitum á HM á heimavelli sumarið 2014.Pelé eða Ísland Frá því að Pelé lagði skóna á hilluna með brasilíska landsliðinu eftir HM í Mexíkó 1970 hafa Brasilíumenn aðeins tvisvar unnið heimsmeistaratitilinn. Þegar betur er að gáð þá komum við Íslendingar við sögu á þessum síðustu heimsmeistaraárum hjá Brössum. Keppnirnar 1994 og 2002 eiga nefnilega eitt sameiginlegt. Brasilíska liðið spilaði vináttulandsleik við Ísland í aðdraganda mótanna. Tvær af stærstu stjörnum Brasilíumanna á síðustu árum, Ronaldo og Kaká, skoruðu til dæmis báðir fyrstu landsliðsmörkin sín í þessum leikjum við íslenska landsliðið. Hvort sem öruggir og sannfærandi sigrar Brasilíumanna á Íslendingum færðu liðinu aukið sjálfstraust eða gæfu þá varð niðurstaðan seinna um sumarið sú sama.Brasilíumenn fagna heimsmeistaratitlinum 1994.vísir/gettyFyrir 24 árum Hinn 4. maí 1994 mættust Brasilía og Ísland í vináttulandsleik í Florianopolis. Brasilíumenn unnu leikinn 3-0. Þetta var sögulegur dagur fyrir leikmann númer sjö í brasilíska liðinu en það var hinn sautján ára gamli Ronaldo. Ronaldo byrjaði leikinn og kom Brasilíumönnum yfir á 30. mínútu. Þetta var hans fyrsta landsliðsmark en þau áttu eftir að verða 62 í 98 leikjum, þar af fimmtán þeirra í úrslitakeppni HM. Ronaldo átti flottan leik en hann fiskaði einnig vítaspyrnuna rétt fyrir hálfleik þar sem Zinho kom Brasilíu í 2-0. Viola skoraði síðasta markið þremur mínútum fyrir leikslok. Svo 74 dögum síðar tryggðu Brasilíumenn sér sinn fyrsta heimsmeistaratitil í 24 ár eftir sigur á Ítölum í vítakeppni í Rose Bowl í Los Angeles. Roberto Baggio klikkaði á lokaspyrnunni og Brasilía varð heimsmeistari í fyrsta sinn síðan að Pelé hætti.Rivaldo og Ronaldo með Heimsmeistarastyttuna eftir 2-0 sigur Brasilíu á Þýskalandi í úrslitaleik HM 2002.vísir/gettyFyrir 16 árum Þann 7. mars 2002 mættust Brasilía og Ísland í vináttulandsleik í Cuiabá. Brasilíumenn unnu leikinn 6-1. Brasilíuferðin kom mjög skyndilega upp og Íslendingar gátu ekki stillt upp sínu besta liði. Grétar Hjartarson, Grétar Rafn Steinsson, Þorvaldur Makan Sigbjörnsson, Guðmundur Steinarsson og Ólafur Þór Gunnarsson spiluðu til dæmis allir sinn fyrsta landsleik þetta kvöld. Þetta var sögulegur dagur fyrir leikmann númer átta í brasilíska liðinu en það var hinn nítján ára gamli Kaká. Kaká byrjaði leikinn og kom Brasilíumönnum í 3-0 í upphafi seinni hálfleiks. Þetta var hans fyrsta landsliðsmark en þau áttu eftir að verða 29 í 92 leikjum. Anderson Polga og Kléberson höfðu komið brasilíska liðinu í 2-0 á fyrstu tuttugu mínútunum. Í seinni hálfleik bættu þeir Kaká, Gilberto Silva og Edílson við mörkum áður en Anderson Polga skoraði sitt annað mark. Nýliðinn Grétar Rafn Steinsson kom inn á sem varamaður á 58. mínútu og minnkaði muninn í 6-1 fimmtán mínútum síðar. Næsti landsleikur Grétars Rafns kom ekki fyrr en þremur árum síðar en hann hóf landsleikjaferil sinn á leikjum á móti Brasilíu, Króatíu og Ítalíu. Það var svo 115 dögum síðar sem Brasilíumenn tryggðu sér sinn fimmta heimsmeistaratitil frá upphafi eftir 2-0 sigur á Þjóðverjum í úrslitaleik í Japan. Ronaldo, sá hinn sami og opnaði markareikning sinn með landsliðinu á móti Íslandi átta árum fyrr, skoraði bæði mörkin í úrslitaleiknum og varð markakóngur HM 2002 með átta mörk.Hvað kemur upp úr pottinum? Á morgun verða Brasilíumenn í fyrsta styrkleikaflokki að venju og verða komnir upp úr pottinum þegar kemur að þriðja styrkleikaflokknum sem geymir íslenska landsliðið. Brasilíska landsliðið fór sannfærandi í gegnum undankeppnina og er eins og er í öðru sæti á styrkleikalista FIFA. Eins og áður er liðið eitt af þeim sigurstranglegustu á stærsta sviðinu. Hvort sem Brasilíumenn eru tilbúnir að gefa lukkuþjóð sinni norður í Atlantshafi eitthvert kredit eða ekki þá geta þeir ekki neitað að þarna eru tengsl. Heimir Hallgrímsson, landsliðsþjálfari Íslands, vill ekki mæta HM-þjóðum í aðdraganda keppninnar og því er eina leiðin fyrir Brassana til að grípa Íslandsgæsina að lenda í riðli með Íslandi á morgun. HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Enski boltinn Dagskráin í dag: Formúla 1 og NBA á Páskasunnudegi Sport Kallaði sig hálfvita eftir áreksturinn Formúla 1 Ancelotti segir engin illindi milli sín og forsetans Fótbolti Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Enski boltinn Doncic og James byrjuðu á tapi á heimavelli Körfubolti Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg Enski boltinn Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Íslenski boltinn Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin Körfubolti „Við Em erum miklu stærri en þær allar“ Körfubolti Fleiri fréttir Ancelotti segir engin illindi milli sín og forsetans Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg McTominay hetja Napoli Fram og Þór Ak. áfram í bikarnum HK vann Lengjudeildarslaginn og fór áfram í bikarnum Dýrlingarnir nældu í stig og jöfnuðu slakasta árangur sögunnar Stórsigur Villa galopnar baráttuna um Meistaradeildarsæti City nálgast sæti í Meistaradeild Evrópu Tveir fimmtán ára með þrjú fyrir KR | Adam Ægir skoraði strax fyrir Val Blésu til veislu eftir brostna drauma í Mílanó Cecilía að landa silfri og Fanney mætt í markið Sjáðu Ísak fara á kostum í Svíþjóð í dag Arsenal í erfiðri stöðu eftir haítískt sigurmark Mögnuð endurkoma mikilvæg í toppbaráttunni Ísak bombaði inn úr þröngu færi Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu „Varst þú ekkert í bláu spurningunum?“ Landsliðsmaður lést í fjögurra bíla árekstri Um afhroð Stjörnunnar í Kópavogi: „Ég spáði þessu jafntefli“ Heimsmeistarinn fyrrverandi þarf ný hné til þess að geta gengið eðlilega Stórt skref en KSÍ í kapphlaupi við tímann Albert sagður á óskalista Everton og Inter Leeds og Burnley skrefi nær ensku úrvalsdeildinni Sara Björk skoraði tvö í stórsigri Stjarnan og Vestri áfram eftir fjölda marka og mikla dramatík Breiðablik ekki í vandræðum og mögnuð endurkoma Þróttar James missir af mikilvægum leikjum meðan Chelsea eltir fernuna Sjá meira
Brasilía er eina knattspyrnuþjóð heimsins með fimm stjörnur á búningnum sínum en Brassarnir hafa nú beðið í sextán ár eftir að bæta þeirri sjöttu við. Hver stjarna táknar heimsmeistaratitil og þar hefur engin þjóð ógnað setu Brasilíu á toppnum síðan Pelé varð heimsmeistari í þriðja sinn sinn fyrir tæpum fimm áratugum. Síðan Brasilía varð heimsmeistari síðast, á Yokohama leikvanginum 30. júní 2002, hafa Ítalir, Spánverjar og Þjóðverjar unnið heimsmeistaratitilinn en Brasilíumenn hafa tvisvar verið slegnir út í átta liða úrslitunum og töpuðu síðan 7-1 á móti verðandi heimsmeisturum, Þjóðverjum, í undanúrslitum á HM á heimavelli sumarið 2014.Pelé eða Ísland Frá því að Pelé lagði skóna á hilluna með brasilíska landsliðinu eftir HM í Mexíkó 1970 hafa Brasilíumenn aðeins tvisvar unnið heimsmeistaratitilinn. Þegar betur er að gáð þá komum við Íslendingar við sögu á þessum síðustu heimsmeistaraárum hjá Brössum. Keppnirnar 1994 og 2002 eiga nefnilega eitt sameiginlegt. Brasilíska liðið spilaði vináttulandsleik við Ísland í aðdraganda mótanna. Tvær af stærstu stjörnum Brasilíumanna á síðustu árum, Ronaldo og Kaká, skoruðu til dæmis báðir fyrstu landsliðsmörkin sín í þessum leikjum við íslenska landsliðið. Hvort sem öruggir og sannfærandi sigrar Brasilíumanna á Íslendingum færðu liðinu aukið sjálfstraust eða gæfu þá varð niðurstaðan seinna um sumarið sú sama.Brasilíumenn fagna heimsmeistaratitlinum 1994.vísir/gettyFyrir 24 árum Hinn 4. maí 1994 mættust Brasilía og Ísland í vináttulandsleik í Florianopolis. Brasilíumenn unnu leikinn 3-0. Þetta var sögulegur dagur fyrir leikmann númer sjö í brasilíska liðinu en það var hinn sautján ára gamli Ronaldo. Ronaldo byrjaði leikinn og kom Brasilíumönnum yfir á 30. mínútu. Þetta var hans fyrsta landsliðsmark en þau áttu eftir að verða 62 í 98 leikjum, þar af fimmtán þeirra í úrslitakeppni HM. Ronaldo átti flottan leik en hann fiskaði einnig vítaspyrnuna rétt fyrir hálfleik þar sem Zinho kom Brasilíu í 2-0. Viola skoraði síðasta markið þremur mínútum fyrir leikslok. Svo 74 dögum síðar tryggðu Brasilíumenn sér sinn fyrsta heimsmeistaratitil í 24 ár eftir sigur á Ítölum í vítakeppni í Rose Bowl í Los Angeles. Roberto Baggio klikkaði á lokaspyrnunni og Brasilía varð heimsmeistari í fyrsta sinn síðan að Pelé hætti.Rivaldo og Ronaldo með Heimsmeistarastyttuna eftir 2-0 sigur Brasilíu á Þýskalandi í úrslitaleik HM 2002.vísir/gettyFyrir 16 árum Þann 7. mars 2002 mættust Brasilía og Ísland í vináttulandsleik í Cuiabá. Brasilíumenn unnu leikinn 6-1. Brasilíuferðin kom mjög skyndilega upp og Íslendingar gátu ekki stillt upp sínu besta liði. Grétar Hjartarson, Grétar Rafn Steinsson, Þorvaldur Makan Sigbjörnsson, Guðmundur Steinarsson og Ólafur Þór Gunnarsson spiluðu til dæmis allir sinn fyrsta landsleik þetta kvöld. Þetta var sögulegur dagur fyrir leikmann númer átta í brasilíska liðinu en það var hinn nítján ára gamli Kaká. Kaká byrjaði leikinn og kom Brasilíumönnum í 3-0 í upphafi seinni hálfleiks. Þetta var hans fyrsta landsliðsmark en þau áttu eftir að verða 29 í 92 leikjum. Anderson Polga og Kléberson höfðu komið brasilíska liðinu í 2-0 á fyrstu tuttugu mínútunum. Í seinni hálfleik bættu þeir Kaká, Gilberto Silva og Edílson við mörkum áður en Anderson Polga skoraði sitt annað mark. Nýliðinn Grétar Rafn Steinsson kom inn á sem varamaður á 58. mínútu og minnkaði muninn í 6-1 fimmtán mínútum síðar. Næsti landsleikur Grétars Rafns kom ekki fyrr en þremur árum síðar en hann hóf landsleikjaferil sinn á leikjum á móti Brasilíu, Króatíu og Ítalíu. Það var svo 115 dögum síðar sem Brasilíumenn tryggðu sér sinn fimmta heimsmeistaratitil frá upphafi eftir 2-0 sigur á Þjóðverjum í úrslitaleik í Japan. Ronaldo, sá hinn sami og opnaði markareikning sinn með landsliðinu á móti Íslandi átta árum fyrr, skoraði bæði mörkin í úrslitaleiknum og varð markakóngur HM 2002 með átta mörk.Hvað kemur upp úr pottinum? Á morgun verða Brasilíumenn í fyrsta styrkleikaflokki að venju og verða komnir upp úr pottinum þegar kemur að þriðja styrkleikaflokknum sem geymir íslenska landsliðið. Brasilíska landsliðið fór sannfærandi í gegnum undankeppnina og er eins og er í öðru sæti á styrkleikalista FIFA. Eins og áður er liðið eitt af þeim sigurstranglegustu á stærsta sviðinu. Hvort sem Brasilíumenn eru tilbúnir að gefa lukkuþjóð sinni norður í Atlantshafi eitthvert kredit eða ekki þá geta þeir ekki neitað að þarna eru tengsl. Heimir Hallgrímsson, landsliðsþjálfari Íslands, vill ekki mæta HM-þjóðum í aðdraganda keppninnar og því er eina leiðin fyrir Brassana til að grípa Íslandsgæsina að lenda í riðli með Íslandi á morgun.
HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Enski boltinn Dagskráin í dag: Formúla 1 og NBA á Páskasunnudegi Sport Kallaði sig hálfvita eftir áreksturinn Formúla 1 Ancelotti segir engin illindi milli sín og forsetans Fótbolti Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Enski boltinn Doncic og James byrjuðu á tapi á heimavelli Körfubolti Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg Enski boltinn Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Íslenski boltinn Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin Körfubolti „Við Em erum miklu stærri en þær allar“ Körfubolti Fleiri fréttir Ancelotti segir engin illindi milli sín og forsetans Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg McTominay hetja Napoli Fram og Þór Ak. áfram í bikarnum HK vann Lengjudeildarslaginn og fór áfram í bikarnum Dýrlingarnir nældu í stig og jöfnuðu slakasta árangur sögunnar Stórsigur Villa galopnar baráttuna um Meistaradeildarsæti City nálgast sæti í Meistaradeild Evrópu Tveir fimmtán ára með þrjú fyrir KR | Adam Ægir skoraði strax fyrir Val Blésu til veislu eftir brostna drauma í Mílanó Cecilía að landa silfri og Fanney mætt í markið Sjáðu Ísak fara á kostum í Svíþjóð í dag Arsenal í erfiðri stöðu eftir haítískt sigurmark Mögnuð endurkoma mikilvæg í toppbaráttunni Ísak bombaði inn úr þröngu færi Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu „Varst þú ekkert í bláu spurningunum?“ Landsliðsmaður lést í fjögurra bíla árekstri Um afhroð Stjörnunnar í Kópavogi: „Ég spáði þessu jafntefli“ Heimsmeistarinn fyrrverandi þarf ný hné til þess að geta gengið eðlilega Stórt skref en KSÍ í kapphlaupi við tímann Albert sagður á óskalista Everton og Inter Leeds og Burnley skrefi nær ensku úrvalsdeildinni Sara Björk skoraði tvö í stórsigri Stjarnan og Vestri áfram eftir fjölda marka og mikla dramatík Breiðablik ekki í vandræðum og mögnuð endurkoma Þróttar James missir af mikilvægum leikjum meðan Chelsea eltir fernuna Sjá meira