Björn Bergmann átti frábært tímabil með Molde. Hann skoraði 16 mörk og var þriðji markahæsti leikmaður norsku deildarinnar.
Björn Bergmann fékk 7,44 í meðaleinkunn hjá WhoScored fyrir frammistöðu sína á tímabilinu.
Skagamaðurinn var rétt fyrir ofan samherja sinn hjá Molde, Babacar Sarr, í einkunnagjöf WhoScored. Sarr, sem lék áður með Selfossi hér á landi, fékk 7,43 í meðaleinkunn fyrir frammistöðu sína á tímabilinu.
Björn Bergmann og Sarr eru vitaskuld báðir í úrvalsliði WhoScored. Meistarar Rosenborg eiga fjóra fulltrúa í því, Molde og Strömsgodset tvo og Brann, Sarpsborg og Aalesund einn hver.
Årets lag ifølge @WhoScored. @RBKfotball har fire spillere, @Molde_FK og @strmsgodset har to spillere, og @AalesundsFK, @skbrann og @Sarpsborg08 har én spiller hver. pic.twitter.com/m5KbxAY0Yh
— Helge Børresen (@heborres) November 27, 2017