Þar segir að þau munu ganga í hjónaband næsta vor. Í tilkynningunni segir að skötuhjúin hafi trúlofast í London fyrr í þessum mánuði. Hafi Harry upplýst ömmu sína, Elísabetu drottningu, um málið, sem og öðrum nánum fjölskyldumeðlimum.
Parið lét mynda sig fyrir utan Kensington höll í Lundúnum í hádeginu í dag og fékk þá heimurinn að sjá trúlofunarhring Markle.
Hér að neðan má sjá nýtrúlofaða parið en þónokkur fjöldi fólks og fjölmiðla var samankomin fyrir utan Kensington.
Markle var áður gift Trevor Engelson á árunum 2011 til 2013. Þau Harry hafa átt í sambandi frá júní 2016.
