Finnur Ingi Stefánsson hefur væntanlega leikið sinn síðasta leik á þessu tímabili en hann sleit hásin í leik Fjölnis og Gróttu í dag. Kári Garðarsson, þjálfari Gróttu, staðfesti þetta í samtali við mbl.is.
Finnur Ingi var nýkominn aftur inn í lið Gróttu eftir að hafa misst af byrjun tímabilsins vegna meiðsla á hásin.
Finnur Ingi hefur leikið fimm leiki með Gróttu í Olís-deildinni í vetur og skorað 19 mörk.
Grótta tapaði fyrir Fjölni í dag, 34-31, og missti Grafarvogsliðið upp fyrir sig í töflunni. Fjölnir er í 10. sæti en Grótta í því ellefta.
Finnur Ingi með slitna hásin

Tengdar fréttir

Kári: Þetta dómarapar á ekki heima í deildinni
Þjálfari Gróttu var afar ósáttur við frammistöðu Bóasar Barkar Bóassonar og Harðar Aðalsteinssonar.

Umfjöllun, viðtöl og myndir: Fjölnir - Grótta 34-31 | Fyrsti sigur Fjölnis
Fjölnir náði loksins í sinn fyrsta sigur á tímabilinu er liðið fékk Gróttu í heimsókn í Dalhús í botnslag í Olís deild karla í dag.