Arsenal tapaði fyrir Köln, 1-0, í fimmtu umferð riðlakeppni Evrópudeildarinnar í fótbolta í kvöld en vann H-riðilinn þrátt fyrir tapið.
Eina mark leiksins skoraði Frakkinn Sehrou Guirassy úr umdeildri vítaspyrnu en hann hafði ekki mikið fyrir því að standa í fæturnar þegar að hann mætti Mathieu Debuchy í vítateignum.
Dómari leiksins benti á punktinn og tryggði Frakkinn Köln sigurinn með markinu sem var risastórt fyrir þýska liðið. Það er nú í öðru sæti riðilsins fyrir lokaumferðina.
Allt það helsta úr leiknum, þar á meðal vítaspyrnudóminn og markið, má sjá í spilaranum hér að ofan.

