Sjáðu brot úr lokaþættinum: Fósturbörn hluti af kennsluefni í HÍ á næstu önn Guðný Hrönn og Stefán Árni Pálsson skrifa 22. nóvember 2017 11:30 Bragi Guðbrandsson, forstjóri Barnaverndarstofu. Ég ákvað árið 2011 þegar ég fór í gegnum kerfið sjálfur að gera þætti um fósturkerfið á Íslandi. Þarna kynntist ég algjörlega földum heimi sem mjög lítið hafði verið fjallað um enda hefur það komið flestum á óvart að á Íslandi séu yfir fjögur hundruð börn í fóstri og fer fjölgandi,“ segir Sindri Sindrason, umsjónarmaður þáttanna Fósturbarna sem sýndir hafa verið á Stöð 2 í vetur. Síðasti þátturinn fór í loftið í gær og hafa viðtökur við þáttunum verið gríðarlega góðar. „Ég hef aldrei fengið eins sterk viðbrögð við neinu m þætti,“ segir Sindri en áskriftarsalan tók kipp og var áhorfið eftir því. „Enda held ég að málefnið snerti við fólki,“ segir Sindri. Tók viðtöl við fjörutíu manns en sýndi aðeins helminginn Sindri hefur unnið að þáttunum í rúmt ár ásamt Fannari Scheving Edwardssyni klippara. Rætt var við yfir fjörutíu manns á tímabilinu en þeir gátu ekki komið öllum viðmælendum sínum að. „Nei, því miður, aðeins helmingnum. Við Fannar vildum sýna allar hliðar fósturkerfisins en þar sem þættirnir voru aðeins sjö urðum við að velja og hafna,“ segir Sindri sem útilokar ekki að framhald verði á seríunni.Alls ekkert sjálfsagt „Það var ekki ljóst í byrjun að við myndum ná sjö þáttum enda ekki sjálfsagt að fá fólk til að viðurkenna að það hafi ekki alveg staðið sig í foreldrahlutverkinu. Þá var heldur ekki sjálfsagt að fá fósturbörn til að tjá sig enda segjast þau mörg hver finna fyrir fordómum. En þetta tókst og vona ég að fólk hafi aðra mynd af fósturkerfinu í dag.“ Þættirnir verða hluti af kennsluefni HÍ Félagsráðgjafardeild Háskóla Íslands hefur óskað eftir því að þættirnir verði hluti af kennsluefni á næstu önn og verður Sindri gestakennari. „Ég verð reyndar sjálfur aðeins í síðasta tíma námskeiðsins en mér finnst það vera mikill heiður að Háskóli Íslands vilji nota efnið,“ segir Sindri og bætir við að til standi að stofna félag fósturbarna á Íslandi. „Ég er ánægður með að efnið hafi vakið fólk til umhugsunar, umræðan sé opnari og ég er mjög þakklátur öllum þeim sem komu að þáttunum,“ segir Sindri að lokum. Hér að neðan má sjá brot úr síðasta þætti en það var lokaþátturinn í þáttaröðinni. Fósturbörn Mest lesið Stjörnulífið: Seiðandi ofurskvísur og mæðradagurinn Lífið Ísrael sendir kvörtun til EBU Lífið Aðal gellur landsins saman í epískri hestaferð Lífið Atriðin sem Ísland vill ekki fá áfram Lífið Í kossaflensi á Beyoncé Lífið Fréttamaður í næstlélegasta flokknum en Væb stórstjörnur Lífið Elskar fallega hælaskó og Prettyboitjokkó Lífið Arnar og Sara gáfu syninum nafn Lífið Norðurljósin séu svalasta undur veraldar Lífið „Ég varð stjörf af hræðslu“ Lífið Fleiri fréttir Halla á hátíðarsýningu Attenborough Norðurljósin séu svalasta undur veraldar Arnar og Sara gáfu syninum nafn Atriðin sem Ísland vill ekki fá áfram Í kossaflensi á Beyoncé Ísrael sendir kvörtun til EBU Aðal gellur landsins saman í epískri hestaferð Stjörnulífið: Seiðandi ofurskvísur og mæðradagurinn Elskar fallega hælaskó og Prettyboitjokkó Fréttamaður í næstlélegasta flokknum en Væb stórstjörnur Næsta lag fjalli um hið íslenska gufubað „Ég varð stjörf af hræðslu“ Krakkatían: Reikistjörnur, regnbogar og kengúrur „Og ég varð snargeðveikur“ Fjölmenni á sjötíu ára afmæli Kópavogs Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn Bók skilað eftir 56 ára útlán Hugmyndir fyrir mæðradaginn Bakaríið í beinni útsendingu Fréttatía vikunnar: Páfakjör, poppstjarna og nýr kanslari „Þetta eru þýðingarmestu skilaboð Davids Attenborough til þessa“ Hönnunarunnendur skáluðu í Kópavogi Molly-Mae og Tommy Fury saman á ný Drengurinn Fengurinn hlaut styrk úr Minningarsjóði Svavars Péturs Leikstjórinn James Foley er látinn Frumsýning hjá Auðuni: Langaði til að gera fallegt náttúruklám Kristín Péturs orðin tveggja drengja móðir Katrín Tanja og Brooks tilkynna kynið Glæsileg íbúð handboltakempu í Sigvaldahúsi Heklaði sér fyrir útborgun í húsi í Þingholtunum Sjá meira
Ég ákvað árið 2011 þegar ég fór í gegnum kerfið sjálfur að gera þætti um fósturkerfið á Íslandi. Þarna kynntist ég algjörlega földum heimi sem mjög lítið hafði verið fjallað um enda hefur það komið flestum á óvart að á Íslandi séu yfir fjögur hundruð börn í fóstri og fer fjölgandi,“ segir Sindri Sindrason, umsjónarmaður þáttanna Fósturbarna sem sýndir hafa verið á Stöð 2 í vetur. Síðasti þátturinn fór í loftið í gær og hafa viðtökur við þáttunum verið gríðarlega góðar. „Ég hef aldrei fengið eins sterk viðbrögð við neinu m þætti,“ segir Sindri en áskriftarsalan tók kipp og var áhorfið eftir því. „Enda held ég að málefnið snerti við fólki,“ segir Sindri. Tók viðtöl við fjörutíu manns en sýndi aðeins helminginn Sindri hefur unnið að þáttunum í rúmt ár ásamt Fannari Scheving Edwardssyni klippara. Rætt var við yfir fjörutíu manns á tímabilinu en þeir gátu ekki komið öllum viðmælendum sínum að. „Nei, því miður, aðeins helmingnum. Við Fannar vildum sýna allar hliðar fósturkerfisins en þar sem þættirnir voru aðeins sjö urðum við að velja og hafna,“ segir Sindri sem útilokar ekki að framhald verði á seríunni.Alls ekkert sjálfsagt „Það var ekki ljóst í byrjun að við myndum ná sjö þáttum enda ekki sjálfsagt að fá fólk til að viðurkenna að það hafi ekki alveg staðið sig í foreldrahlutverkinu. Þá var heldur ekki sjálfsagt að fá fósturbörn til að tjá sig enda segjast þau mörg hver finna fyrir fordómum. En þetta tókst og vona ég að fólk hafi aðra mynd af fósturkerfinu í dag.“ Þættirnir verða hluti af kennsluefni HÍ Félagsráðgjafardeild Háskóla Íslands hefur óskað eftir því að þættirnir verði hluti af kennsluefni á næstu önn og verður Sindri gestakennari. „Ég verð reyndar sjálfur aðeins í síðasta tíma námskeiðsins en mér finnst það vera mikill heiður að Háskóli Íslands vilji nota efnið,“ segir Sindri og bætir við að til standi að stofna félag fósturbarna á Íslandi. „Ég er ánægður með að efnið hafi vakið fólk til umhugsunar, umræðan sé opnari og ég er mjög þakklátur öllum þeim sem komu að þáttunum,“ segir Sindri að lokum. Hér að neðan má sjá brot úr síðasta þætti en það var lokaþátturinn í þáttaröðinni.
Fósturbörn Mest lesið Stjörnulífið: Seiðandi ofurskvísur og mæðradagurinn Lífið Ísrael sendir kvörtun til EBU Lífið Aðal gellur landsins saman í epískri hestaferð Lífið Atriðin sem Ísland vill ekki fá áfram Lífið Í kossaflensi á Beyoncé Lífið Fréttamaður í næstlélegasta flokknum en Væb stórstjörnur Lífið Elskar fallega hælaskó og Prettyboitjokkó Lífið Arnar og Sara gáfu syninum nafn Lífið Norðurljósin séu svalasta undur veraldar Lífið „Ég varð stjörf af hræðslu“ Lífið Fleiri fréttir Halla á hátíðarsýningu Attenborough Norðurljósin séu svalasta undur veraldar Arnar og Sara gáfu syninum nafn Atriðin sem Ísland vill ekki fá áfram Í kossaflensi á Beyoncé Ísrael sendir kvörtun til EBU Aðal gellur landsins saman í epískri hestaferð Stjörnulífið: Seiðandi ofurskvísur og mæðradagurinn Elskar fallega hælaskó og Prettyboitjokkó Fréttamaður í næstlélegasta flokknum en Væb stórstjörnur Næsta lag fjalli um hið íslenska gufubað „Ég varð stjörf af hræðslu“ Krakkatían: Reikistjörnur, regnbogar og kengúrur „Og ég varð snargeðveikur“ Fjölmenni á sjötíu ára afmæli Kópavogs Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn Bók skilað eftir 56 ára útlán Hugmyndir fyrir mæðradaginn Bakaríið í beinni útsendingu Fréttatía vikunnar: Páfakjör, poppstjarna og nýr kanslari „Þetta eru þýðingarmestu skilaboð Davids Attenborough til þessa“ Hönnunarunnendur skáluðu í Kópavogi Molly-Mae og Tommy Fury saman á ný Drengurinn Fengurinn hlaut styrk úr Minningarsjóði Svavars Péturs Leikstjórinn James Foley er látinn Frumsýning hjá Auðuni: Langaði til að gera fallegt náttúruklám Kristín Péturs orðin tveggja drengja móðir Katrín Tanja og Brooks tilkynna kynið Glæsileg íbúð handboltakempu í Sigvaldahúsi Heklaði sér fyrir útborgun í húsi í Þingholtunum Sjá meira