Maradona, Cafu eða Cannavaro gætu dregið Ísland upp úr pottinum 1. desember Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 22. nóvember 2017 09:30 Diego Maradona. Vísir/Getty Það er farið að styttast í það að dregið verði í riðla í úrslitakeppni HM í Rússlandi en eins og allir vita verður íslenska landsliðið nú í fyrsta sinn í pottinum. Dregið verður í riðla á HM 2018 í Kremlín-höllinni í Moskvu föstudaginn 1. desember og FIFA hefur nú tilkynnt hverjir það verða sem hjálpa Gary Lineker og Maria Komandnaya við dráttinn. Laurent Blanc, Gordon Banks, Cafu, Fabio Cannavaro, Diego Forlan, Diego Maradona og Carles Puyol verða þeim innan handar í Moskvu. Mario Klose verður einnig á staðnum, en hann sér um að halda á HM bikarnum. Saman verða þessir átta fyrrum leikmenn fulltrúar þeirra átta þjóða sem hafa orðið heimsmeistarar.Introducing the 8 #WorldCupDraw assistants! Laurent Blanc ????????????@thegordonbanks@officialcafu@fabiocannavaro@DiegoForlan7 Diego Maradona@Carles5puyol Nikita Simonyan pic.twitter.com/UhSOkCmJWr — FIFA World Cup (@FIFAWorldCup) November 21, 2017 Allir hafa þessir menn orðið heimsmeistarar nema Diego Forlan en síðasti heimsmeistaratitill Úrúgvæ var árið 1950. Forlan var hinsvegar kosinn besti leikmaður heimsmeistarakeppninnar í Suður-Afríku 2010 þar sem landslið Úrúgvæmanna endaði í fjórða sæti. „Drátturinn í lokakeppni HM 2018 er augljóslega mjög spennandi augnablik fyrir alla knattspyrnuaðdáendur. Það er frábært að fá allar þessar FIFA goðsagnir frá öllum þeim þjóðum sem hafa unnið Heimsmeistaramótið til þessa," sagði Gianni Infantion, forseti FIFA, en KSÍ hefur þetta eftir honum í frétt á heimasíðu sinni. Íslenska landsliðið er í þriðja styrkleikaflokki og það er ljóst að liðið verður með mjög sterkum liðum í riðli. Strákarnir okkar gætu sem dæmi lent í riðli bæði með sterkri Suður-Ameríkuþjóð (Brasilía eða Argentína) og svo öflugri Evrópuþjóð (England eða Spánn). HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Landsliðsmaður lést í fjögurra bíla árekstri Fótbolti Stórt skref en KSÍ í kapphlaupi við tímann Fótbolti Kraftanna óskað á öðrum vígstöðvum Handbolti Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu Fótbolti Tveir fimmtán ára með þrjú fyrir KR | Adam Ægir skoraði strax fyrir Val Íslenski boltinn Heimsmeistarinn fyrrverandi þarf ný hné til þess að geta gengið eðlilega Fótbolti City nálgast sæti í Meistaradeild Evrópu Enski boltinn Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 95-80 | Yfirburðir í fráköstum og Njarðvíkingar leiða Körfubolti Segja fjörutíu milljarða í boði fyrir Verstappen Formúla 1 „Út með ruslið og inn með íþróttaandann“ Sport Fleiri fréttir Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg McTominay hetja Napoli Fram og Þór Ak. áfram í bikarnum HK vann Lengjudeildarslaginn og fór áfram í bikarnum Dýrlingarnir nældu í stig og jöfnuðu slakasta árangur sögunnar Stórsigur Villa galopnar baráttuna um Meistaradeildarsæti City nálgast sæti í Meistaradeild Evrópu Tveir fimmtán ára með þrjú fyrir KR | Adam Ægir skoraði strax fyrir Val Blésu til veislu eftir brostna drauma í Mílanó Cecilía að landa silfri og Fanney mætt í markið Sjáðu Ísak fara á kostum í Svíþjóð í dag Arsenal í erfiðri stöðu eftir haítískt sigurmark Mögnuð endurkoma mikilvæg í toppbaráttunni Ísak bombaði inn úr þröngu færi Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu „Varst þú ekkert í bláu spurningunum?“ Landsliðsmaður lést í fjögurra bíla árekstri Um afhroð Stjörnunnar í Kópavogi: „Ég spáði þessu jafntefli“ Heimsmeistarinn fyrrverandi þarf ný hné til þess að geta gengið eðlilega Stórt skref en KSÍ í kapphlaupi við tímann Albert sagður á óskalista Everton og Inter Leeds og Burnley skrefi nær ensku úrvalsdeildinni Sara Björk skoraði tvö í stórsigri Stjarnan og Vestri áfram eftir fjölda marka og mikla dramatík Breiðablik ekki í vandræðum og mögnuð endurkoma Þróttar James missir af mikilvægum leikjum meðan Chelsea eltir fernuna „Því miður verðið þið að þola mig aðeins lengur“ Skagamenn og Selfyssingar í sextán liða úrslit Fjöldi stuðningsmanna Man. United fór of snemma af vellinum í gærkvöldi Bellingham í efsta sæti listans en Ísak Bergmann er áttundi Sjá meira
Það er farið að styttast í það að dregið verði í riðla í úrslitakeppni HM í Rússlandi en eins og allir vita verður íslenska landsliðið nú í fyrsta sinn í pottinum. Dregið verður í riðla á HM 2018 í Kremlín-höllinni í Moskvu föstudaginn 1. desember og FIFA hefur nú tilkynnt hverjir það verða sem hjálpa Gary Lineker og Maria Komandnaya við dráttinn. Laurent Blanc, Gordon Banks, Cafu, Fabio Cannavaro, Diego Forlan, Diego Maradona og Carles Puyol verða þeim innan handar í Moskvu. Mario Klose verður einnig á staðnum, en hann sér um að halda á HM bikarnum. Saman verða þessir átta fyrrum leikmenn fulltrúar þeirra átta þjóða sem hafa orðið heimsmeistarar.Introducing the 8 #WorldCupDraw assistants! Laurent Blanc ????????????@thegordonbanks@officialcafu@fabiocannavaro@DiegoForlan7 Diego Maradona@Carles5puyol Nikita Simonyan pic.twitter.com/UhSOkCmJWr — FIFA World Cup (@FIFAWorldCup) November 21, 2017 Allir hafa þessir menn orðið heimsmeistarar nema Diego Forlan en síðasti heimsmeistaratitill Úrúgvæ var árið 1950. Forlan var hinsvegar kosinn besti leikmaður heimsmeistarakeppninnar í Suður-Afríku 2010 þar sem landslið Úrúgvæmanna endaði í fjórða sæti. „Drátturinn í lokakeppni HM 2018 er augljóslega mjög spennandi augnablik fyrir alla knattspyrnuaðdáendur. Það er frábært að fá allar þessar FIFA goðsagnir frá öllum þeim þjóðum sem hafa unnið Heimsmeistaramótið til þessa," sagði Gianni Infantion, forseti FIFA, en KSÍ hefur þetta eftir honum í frétt á heimasíðu sinni. Íslenska landsliðið er í þriðja styrkleikaflokki og það er ljóst að liðið verður með mjög sterkum liðum í riðli. Strákarnir okkar gætu sem dæmi lent í riðli bæði með sterkri Suður-Ameríkuþjóð (Brasilía eða Argentína) og svo öflugri Evrópuþjóð (England eða Spánn).
HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Landsliðsmaður lést í fjögurra bíla árekstri Fótbolti Stórt skref en KSÍ í kapphlaupi við tímann Fótbolti Kraftanna óskað á öðrum vígstöðvum Handbolti Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu Fótbolti Tveir fimmtán ára með þrjú fyrir KR | Adam Ægir skoraði strax fyrir Val Íslenski boltinn Heimsmeistarinn fyrrverandi þarf ný hné til þess að geta gengið eðlilega Fótbolti City nálgast sæti í Meistaradeild Evrópu Enski boltinn Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 95-80 | Yfirburðir í fráköstum og Njarðvíkingar leiða Körfubolti Segja fjörutíu milljarða í boði fyrir Verstappen Formúla 1 „Út með ruslið og inn með íþróttaandann“ Sport Fleiri fréttir Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg McTominay hetja Napoli Fram og Þór Ak. áfram í bikarnum HK vann Lengjudeildarslaginn og fór áfram í bikarnum Dýrlingarnir nældu í stig og jöfnuðu slakasta árangur sögunnar Stórsigur Villa galopnar baráttuna um Meistaradeildarsæti City nálgast sæti í Meistaradeild Evrópu Tveir fimmtán ára með þrjú fyrir KR | Adam Ægir skoraði strax fyrir Val Blésu til veislu eftir brostna drauma í Mílanó Cecilía að landa silfri og Fanney mætt í markið Sjáðu Ísak fara á kostum í Svíþjóð í dag Arsenal í erfiðri stöðu eftir haítískt sigurmark Mögnuð endurkoma mikilvæg í toppbaráttunni Ísak bombaði inn úr þröngu færi Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu „Varst þú ekkert í bláu spurningunum?“ Landsliðsmaður lést í fjögurra bíla árekstri Um afhroð Stjörnunnar í Kópavogi: „Ég spáði þessu jafntefli“ Heimsmeistarinn fyrrverandi þarf ný hné til þess að geta gengið eðlilega Stórt skref en KSÍ í kapphlaupi við tímann Albert sagður á óskalista Everton og Inter Leeds og Burnley skrefi nær ensku úrvalsdeildinni Sara Björk skoraði tvö í stórsigri Stjarnan og Vestri áfram eftir fjölda marka og mikla dramatík Breiðablik ekki í vandræðum og mögnuð endurkoma Þróttar James missir af mikilvægum leikjum meðan Chelsea eltir fernuna „Því miður verðið þið að þola mig aðeins lengur“ Skagamenn og Selfyssingar í sextán liða úrslit Fjöldi stuðningsmanna Man. United fór of snemma af vellinum í gærkvöldi Bellingham í efsta sæti listans en Ísak Bergmann er áttundi Sjá meira