Hinsta stund Magnús Guðmundsson skrifar 22. nóvember 2017 07:00 Það er óþolandi staðreynd að dauðinn bíður okkar allra allt frá fyrsta degi. Það sem við gerum þar til stundin rennur upp og við kveðjum þetta líf skiptir auðvitað meginmáli en það gerir líka dauðastundin sjálf. Okkur er nefnilega fæstum sama um hvernig allt er í kringum okkur þegar kemur að hinu óumflýjanlega. Við viljum hafa hjá okkur ástvini, njóta kyrrðar, næðis, reisnar og innileika og vonandi kveðjum við þennan heim í sátt. Allt þetta skiptir líka þá ástvini sem eftir standa öllu máli. Það er því raunaleg staðreynd að um eitt hundrað aldraðra einstaklinga eru í einhverskonar biðstöðu á Landspítalanum hverju sinni og að fimmtungur þeirra deyr á spítalanum áður en þeir komast á öldrunarheimili. Það efast enginn um að starfsfólk Landspítalans gerir allt sem í þess valdi stendur til þess að annast vel um þessa einstaklinga og aðstandendur þeirra. Það eru vandfundnir vinnustaðir þar sem er borin viðlíka virðing fyrir lífi, dauða og mannlegri reisn og á Landspítalanum en það er ekki málið. Málið er að þetta er ekki eins og það getur verið eða á að vera. Þetta er ófremdarástand og við þetta verður ekki endalaust unað í samfélagi sem kennir sig við velferð og mannréttindi. Jón Magnús Kristjánsson, yfirlæknir bráðadeildar Landspítalans, benti á í Fréttablaðinu í hverju meinið er fólgið. „Skortur á dvalarrýmum er meinið sem skemmir svo mikið út frá sér. Þar liggur vandinn sem spítalinn glímir við fyrst og fremst,“ segir Jón Magnús. „Skorturinn hefur áhrif á biðtíma sjúklinga eftir sérhæfðri meðferð, áhrif á tímann þar til sjúklingur er kominn á viðeigandi sjúkradeild, og hefur áhrif á legutíma allra sjúklinga. Einnig ef þessi vandi yrði leystur yrði álag á hjúkrunarfræðinga og sjúkraliða mun minna og auðveldaði þeim stéttum öll störf.“ Jón Magnús setur þarna fram skýra og afdráttarlausa greiningu á vandanum sem er skortur á dvalarrýmum og það er einmitt fólkið sem starfar innan spítalans sem er líklegast til þess að geta séð lausnir á bráðasta vandanum. En eins og Félag eldri borgara í Reykjavík bendir á í ályktun sem það sendi frá sér í gær þá er aðgerða þörf og það strax. Þess er óskandi að stjórnmálin fari nú að átta sig á þessu í raun og veru en ekki aðeins í stjórnarsáttmálum, yfirlýsingum og góðum fyrirætlunum sem síðan velkjast milli mislanglífra ríkisstjórna. Skortur á dvalarrýmum leiðir líka af sér aukið álag á Landspítalann og það er einfaldlega ekki á það bætandi á þeim bænum. Stjórnvöld verða því að bregðast hratt við til þess að takast á við bráðasta vandann því að það er ekki þolandi að þessu sé ýtt áfram án raunverulegra aðgerða vegna þess að þessi fimmtungur er ekki bara tölfræði heldur fólk. Einstaklingar sem eiga betra skilið. Einstaklingar sem lifa og deyja eins og Hallgrímur Pétursson, sem orti flestum betur, orðaði það: „Svo að lifa, ég sofni hægt, / svo að deyja, að kvöl sé bægt, / svo að greftrast sem Guðs barn hér / gefðu, sælasti Jesú, mér.“Leiðarinn birtist fyrst í Fréttablaðinu 22. nóvember. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Magnús Guðmundsson Mest lesið Halldór 18.01.2025 Halldór Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Er heimurinn á leið til helvítis? Árni Sigurðsson Skoðun Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu Hópur lækna Skoðun Vinnum í lausnum Edda Sif Pind Aradóttir Skoðun Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun Kóngar vímuefnaheimsins Lára G. Sigurðardóttir Skoðun Hvað með það þótt sérfræðingar að sunnan fari í verkfall? Silja Bára Ómarsdóttir Skoðun Svar við „Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu“ Rajan Parrikar Skoðun Frelsi til sölu Anton Guðmundsson Skoðun
Það er óþolandi staðreynd að dauðinn bíður okkar allra allt frá fyrsta degi. Það sem við gerum þar til stundin rennur upp og við kveðjum þetta líf skiptir auðvitað meginmáli en það gerir líka dauðastundin sjálf. Okkur er nefnilega fæstum sama um hvernig allt er í kringum okkur þegar kemur að hinu óumflýjanlega. Við viljum hafa hjá okkur ástvini, njóta kyrrðar, næðis, reisnar og innileika og vonandi kveðjum við þennan heim í sátt. Allt þetta skiptir líka þá ástvini sem eftir standa öllu máli. Það er því raunaleg staðreynd að um eitt hundrað aldraðra einstaklinga eru í einhverskonar biðstöðu á Landspítalanum hverju sinni og að fimmtungur þeirra deyr á spítalanum áður en þeir komast á öldrunarheimili. Það efast enginn um að starfsfólk Landspítalans gerir allt sem í þess valdi stendur til þess að annast vel um þessa einstaklinga og aðstandendur þeirra. Það eru vandfundnir vinnustaðir þar sem er borin viðlíka virðing fyrir lífi, dauða og mannlegri reisn og á Landspítalanum en það er ekki málið. Málið er að þetta er ekki eins og það getur verið eða á að vera. Þetta er ófremdarástand og við þetta verður ekki endalaust unað í samfélagi sem kennir sig við velferð og mannréttindi. Jón Magnús Kristjánsson, yfirlæknir bráðadeildar Landspítalans, benti á í Fréttablaðinu í hverju meinið er fólgið. „Skortur á dvalarrýmum er meinið sem skemmir svo mikið út frá sér. Þar liggur vandinn sem spítalinn glímir við fyrst og fremst,“ segir Jón Magnús. „Skorturinn hefur áhrif á biðtíma sjúklinga eftir sérhæfðri meðferð, áhrif á tímann þar til sjúklingur er kominn á viðeigandi sjúkradeild, og hefur áhrif á legutíma allra sjúklinga. Einnig ef þessi vandi yrði leystur yrði álag á hjúkrunarfræðinga og sjúkraliða mun minna og auðveldaði þeim stéttum öll störf.“ Jón Magnús setur þarna fram skýra og afdráttarlausa greiningu á vandanum sem er skortur á dvalarrýmum og það er einmitt fólkið sem starfar innan spítalans sem er líklegast til þess að geta séð lausnir á bráðasta vandanum. En eins og Félag eldri borgara í Reykjavík bendir á í ályktun sem það sendi frá sér í gær þá er aðgerða þörf og það strax. Þess er óskandi að stjórnmálin fari nú að átta sig á þessu í raun og veru en ekki aðeins í stjórnarsáttmálum, yfirlýsingum og góðum fyrirætlunum sem síðan velkjast milli mislanglífra ríkisstjórna. Skortur á dvalarrýmum leiðir líka af sér aukið álag á Landspítalann og það er einfaldlega ekki á það bætandi á þeim bænum. Stjórnvöld verða því að bregðast hratt við til þess að takast á við bráðasta vandann því að það er ekki þolandi að þessu sé ýtt áfram án raunverulegra aðgerða vegna þess að þessi fimmtungur er ekki bara tölfræði heldur fólk. Einstaklingar sem eiga betra skilið. Einstaklingar sem lifa og deyja eins og Hallgrímur Pétursson, sem orti flestum betur, orðaði það: „Svo að lifa, ég sofni hægt, / svo að deyja, að kvöl sé bægt, / svo að greftrast sem Guðs barn hér / gefðu, sælasti Jesú, mér.“Leiðarinn birtist fyrst í Fréttablaðinu 22. nóvember.
Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun
Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun
Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun
Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun