Óútskýrt atvik sést í myndinni um Reyni Benedikt Bóas skrifar 21. nóvember 2017 11:00 Baldvin Z segist vera segist vera efasemdarmaður um allt yfirnáttúrulegt en við tökur á kvikmynd hans um Reyni sterka hafi eitthvað gerst fyrir framan augun á honum sem hann geti ekki útskýrt. Vísir/Garðar „Fyrir myndina trúði ég ekkert á svona en ég efast núna um efasemdir mínar,“ segir leikstjóri heimildarmyndarinnar um Reyni sterka, Baldvin Z. Í myndinni sjást, ef grannt er skoðað, yfirnáttúrulegir hlutir. „Ég er efasemdarmaður og trúi ekki á neitt svona en það fljúga hlutir um herbergið þegar ég er að fara út í hluti sem ég ætti ekkert að vera segja frá,“ segir hann. Í myndinni er viðtal við Lindu Björgu, dóttur Reynis, en það hafði tekið um tvö ár að fá hana til að taka þátt í myndinni. „Þegar horft er á myndina þá sést að hún er eins og pabbi hennar, rammgöldrótt. Ég sá að hún vissi hvað ég var að hugsa þegar við settumst niður til að taka viðtalið. Ég var kominn til að spyrja hana ákveðinna spurninga. Ég var búinn að vinna mig í átt að spurningunni og þegar ég ber hana upp þá tekur tökumaðurinn, Jóhann Máni Jóhannsson, eftir því að öll ljós slokkna. Við skoðum málin og batteríin, sem voru full þegar við byrjuðum að taka, eru skyndilega orðin tóm. Ramminn dökknar niður og þetta var hálf ónýtt. Svo við tökum viðtalið aftur. Þá segir hún mér skyndilega að Reynir sé kominn í herbergið, og við ákváðum að taka viðtal við hann –svona fyrst hann var kominn. Þegar ég fer svo að tala aftur við Lindu og segja henni frá hlutum sem höfðu gerst í ferlinu þá fara hlutir að fljúga um herbergið – og þetta sést í myndinni. Það hafa nokkrir áhorfendur séð þetta. Ég stoppa ekkert tökuna og fer að taka upp hluti sem höfðu fallið til jarðar á óútskýrðan hátt og raða þeim aftur upp. Svo mundi ég ekkert hvað ég ætlaði að segja við hana þannig að ég fór aldrei þangað aftur. Eftir þetta þá vorum við, ég, Jóhann og hljóðmaðurinn sem var þarna líka, í algjöru losti.“Baldvin segir að þetta hafi ekki verið í eina skiptið sem eitthvað yfirnáttúrulegt gerðist. Í eftirvinnslunni þar sem hann sat með klipparanum að ákveða hvernig þessi saga yrði sögð komu tvær leiðir til greina. Baldvin ákvað að fylgja sannfæringu sinni og nánast í sömu mund komu skilaboð frá Lindu. „Þá var Reynir búinn að segja við hana að ég ætti að standa við þessa ákvörðun. Hann væri sáttur við hvernig myndin liti út og ætlaði að hætta að skipta sér af.“ Hér fyrir neðan má sjá umrætt atriði en hægt er að fletta myndunum ramma fyrir ramma. Menning Tengdar fréttir Þrjóska, viljastyrkur og yfirnáttúruleg atorka Reynir sterki er skemmtileg, umræðuverð og vönduð yfirferð yfir aflraunir, persónuleika og galla stórmerkilegs manns. Vel þess virði að kíkja á. 16. nóvember 2017 14:00 Ótrúlegt lífshlaup Reynis sterka Heimildarmyndinn Reynir sterki, Beyond Strength, er frumsýnd á föstudaginn í Smárabíói, Háskólabíói og Borgarbíói, Akureyri. 7. nóvember 2017 16:30 Fjölmennt á heimildarmynd um Reyni sterka Það var margt um manninn á forsýningu heimildarmyndarinnar Reynir sterki á þriðjudaginn. Myndin segir frá lífshlaupi Reynis Arnar Leóssonar sem á heimsmet í heimi aflrauna en átti átakanlega ævi. 9. nóvember 2017 08:15 Mest lesið Tengdadóttir forsætisráðherra í innsta koppi Loftssystkina Lífið Tengdó hringdi og vildi vita hvort Sunnu Dís hefði í alvöru liðið svona Lífið „Getur líka fengið Óskarsverðlaun fyrir besta leik í aukahlutverki“ Lífið Bannað að hlæja: Stressið allsráðandi í upphafi kvöldsins Lífið Heitir og hýrir flugþjónar í suðrænni stemningu Lífið Katrín og Markus orðin tveggja barna foreldrar Lífið Benedikt og Sunneva Einars selja slotið Lífið Emilíana Torrini einhleyp Lífið Heitasti plötusnúður í heimi í Melabúðinni Lífið Vestfjarðaglæpasaga sem kemur á óvart Lífið samstarf Fleiri fréttir Stórstjörnur flykkjast í verkefni Baltasars Ljósbrot verðlaunuð af Evrópsku kvikmyndaakademíunni Stórstjarna úr tónlistarheiminum í nýrri seríu White Lotus Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Frumsýning á Vísi: IceGuys dæmdir til samfélagsþjónustu í seríu tvö Hrekkjavökumyndir til að hafa í huga fyrir kvöldið Ulf Pilgaard er látinn Vilja gefa út síðustu þættina með Payne Frumsýning á Vísi: Bannað að hlæja í boði sem er bannað börnum Bíó Paradís heiðrað af blindum Hollywood stjörnur við Höfða Lá beinast við að gera mynd um Laugavegshlaupið Lýsir augnablikinu þegar hann náði Örnu á sitt band Man ekki eftir öðru eins: Aldrei séð jafn marga falla í yfirlið yfir einni mynd Torfi vinnur að því að koma Minecraft á hvíta tjaldið Fögnuðu væntanlegri komu Eftirmála á sjónvarpsskjáinn Super Happy Forever hlaut Gullna lundann Fagnaðarfundir þegar Bong Joon-Ho hitti Dag Kára Óhappamynd Alec Baldwin brátt frumsýnd Sjá meira
„Fyrir myndina trúði ég ekkert á svona en ég efast núna um efasemdir mínar,“ segir leikstjóri heimildarmyndarinnar um Reyni sterka, Baldvin Z. Í myndinni sjást, ef grannt er skoðað, yfirnáttúrulegir hlutir. „Ég er efasemdarmaður og trúi ekki á neitt svona en það fljúga hlutir um herbergið þegar ég er að fara út í hluti sem ég ætti ekkert að vera segja frá,“ segir hann. Í myndinni er viðtal við Lindu Björgu, dóttur Reynis, en það hafði tekið um tvö ár að fá hana til að taka þátt í myndinni. „Þegar horft er á myndina þá sést að hún er eins og pabbi hennar, rammgöldrótt. Ég sá að hún vissi hvað ég var að hugsa þegar við settumst niður til að taka viðtalið. Ég var kominn til að spyrja hana ákveðinna spurninga. Ég var búinn að vinna mig í átt að spurningunni og þegar ég ber hana upp þá tekur tökumaðurinn, Jóhann Máni Jóhannsson, eftir því að öll ljós slokkna. Við skoðum málin og batteríin, sem voru full þegar við byrjuðum að taka, eru skyndilega orðin tóm. Ramminn dökknar niður og þetta var hálf ónýtt. Svo við tökum viðtalið aftur. Þá segir hún mér skyndilega að Reynir sé kominn í herbergið, og við ákváðum að taka viðtal við hann –svona fyrst hann var kominn. Þegar ég fer svo að tala aftur við Lindu og segja henni frá hlutum sem höfðu gerst í ferlinu þá fara hlutir að fljúga um herbergið – og þetta sést í myndinni. Það hafa nokkrir áhorfendur séð þetta. Ég stoppa ekkert tökuna og fer að taka upp hluti sem höfðu fallið til jarðar á óútskýrðan hátt og raða þeim aftur upp. Svo mundi ég ekkert hvað ég ætlaði að segja við hana þannig að ég fór aldrei þangað aftur. Eftir þetta þá vorum við, ég, Jóhann og hljóðmaðurinn sem var þarna líka, í algjöru losti.“Baldvin segir að þetta hafi ekki verið í eina skiptið sem eitthvað yfirnáttúrulegt gerðist. Í eftirvinnslunni þar sem hann sat með klipparanum að ákveða hvernig þessi saga yrði sögð komu tvær leiðir til greina. Baldvin ákvað að fylgja sannfæringu sinni og nánast í sömu mund komu skilaboð frá Lindu. „Þá var Reynir búinn að segja við hana að ég ætti að standa við þessa ákvörðun. Hann væri sáttur við hvernig myndin liti út og ætlaði að hætta að skipta sér af.“ Hér fyrir neðan má sjá umrætt atriði en hægt er að fletta myndunum ramma fyrir ramma.
Menning Tengdar fréttir Þrjóska, viljastyrkur og yfirnáttúruleg atorka Reynir sterki er skemmtileg, umræðuverð og vönduð yfirferð yfir aflraunir, persónuleika og galla stórmerkilegs manns. Vel þess virði að kíkja á. 16. nóvember 2017 14:00 Ótrúlegt lífshlaup Reynis sterka Heimildarmyndinn Reynir sterki, Beyond Strength, er frumsýnd á föstudaginn í Smárabíói, Háskólabíói og Borgarbíói, Akureyri. 7. nóvember 2017 16:30 Fjölmennt á heimildarmynd um Reyni sterka Það var margt um manninn á forsýningu heimildarmyndarinnar Reynir sterki á þriðjudaginn. Myndin segir frá lífshlaupi Reynis Arnar Leóssonar sem á heimsmet í heimi aflrauna en átti átakanlega ævi. 9. nóvember 2017 08:15 Mest lesið Tengdadóttir forsætisráðherra í innsta koppi Loftssystkina Lífið Tengdó hringdi og vildi vita hvort Sunnu Dís hefði í alvöru liðið svona Lífið „Getur líka fengið Óskarsverðlaun fyrir besta leik í aukahlutverki“ Lífið Bannað að hlæja: Stressið allsráðandi í upphafi kvöldsins Lífið Heitir og hýrir flugþjónar í suðrænni stemningu Lífið Katrín og Markus orðin tveggja barna foreldrar Lífið Benedikt og Sunneva Einars selja slotið Lífið Emilíana Torrini einhleyp Lífið Heitasti plötusnúður í heimi í Melabúðinni Lífið Vestfjarðaglæpasaga sem kemur á óvart Lífið samstarf Fleiri fréttir Stórstjörnur flykkjast í verkefni Baltasars Ljósbrot verðlaunuð af Evrópsku kvikmyndaakademíunni Stórstjarna úr tónlistarheiminum í nýrri seríu White Lotus Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Frumsýning á Vísi: IceGuys dæmdir til samfélagsþjónustu í seríu tvö Hrekkjavökumyndir til að hafa í huga fyrir kvöldið Ulf Pilgaard er látinn Vilja gefa út síðustu þættina með Payne Frumsýning á Vísi: Bannað að hlæja í boði sem er bannað börnum Bíó Paradís heiðrað af blindum Hollywood stjörnur við Höfða Lá beinast við að gera mynd um Laugavegshlaupið Lýsir augnablikinu þegar hann náði Örnu á sitt band Man ekki eftir öðru eins: Aldrei séð jafn marga falla í yfirlið yfir einni mynd Torfi vinnur að því að koma Minecraft á hvíta tjaldið Fögnuðu væntanlegri komu Eftirmála á sjónvarpsskjáinn Super Happy Forever hlaut Gullna lundann Fagnaðarfundir þegar Bong Joon-Ho hitti Dag Kára Óhappamynd Alec Baldwin brátt frumsýnd Sjá meira
Þrjóska, viljastyrkur og yfirnáttúruleg atorka Reynir sterki er skemmtileg, umræðuverð og vönduð yfirferð yfir aflraunir, persónuleika og galla stórmerkilegs manns. Vel þess virði að kíkja á. 16. nóvember 2017 14:00
Ótrúlegt lífshlaup Reynis sterka Heimildarmyndinn Reynir sterki, Beyond Strength, er frumsýnd á föstudaginn í Smárabíói, Háskólabíói og Borgarbíói, Akureyri. 7. nóvember 2017 16:30
Fjölmennt á heimildarmynd um Reyni sterka Það var margt um manninn á forsýningu heimildarmyndarinnar Reynir sterki á þriðjudaginn. Myndin segir frá lífshlaupi Reynis Arnar Leóssonar sem á heimsmet í heimi aflrauna en átti átakanlega ævi. 9. nóvember 2017 08:15