Óútskýrt atvik sést í myndinni um Reyni Benedikt Bóas skrifar 21. nóvember 2017 11:00 Baldvin Z segist vera segist vera efasemdarmaður um allt yfirnáttúrulegt en við tökur á kvikmynd hans um Reyni sterka hafi eitthvað gerst fyrir framan augun á honum sem hann geti ekki útskýrt. Vísir/Garðar „Fyrir myndina trúði ég ekkert á svona en ég efast núna um efasemdir mínar,“ segir leikstjóri heimildarmyndarinnar um Reyni sterka, Baldvin Z. Í myndinni sjást, ef grannt er skoðað, yfirnáttúrulegir hlutir. „Ég er efasemdarmaður og trúi ekki á neitt svona en það fljúga hlutir um herbergið þegar ég er að fara út í hluti sem ég ætti ekkert að vera segja frá,“ segir hann. Í myndinni er viðtal við Lindu Björgu, dóttur Reynis, en það hafði tekið um tvö ár að fá hana til að taka þátt í myndinni. „Þegar horft er á myndina þá sést að hún er eins og pabbi hennar, rammgöldrótt. Ég sá að hún vissi hvað ég var að hugsa þegar við settumst niður til að taka viðtalið. Ég var kominn til að spyrja hana ákveðinna spurninga. Ég var búinn að vinna mig í átt að spurningunni og þegar ég ber hana upp þá tekur tökumaðurinn, Jóhann Máni Jóhannsson, eftir því að öll ljós slokkna. Við skoðum málin og batteríin, sem voru full þegar við byrjuðum að taka, eru skyndilega orðin tóm. Ramminn dökknar niður og þetta var hálf ónýtt. Svo við tökum viðtalið aftur. Þá segir hún mér skyndilega að Reynir sé kominn í herbergið, og við ákváðum að taka viðtal við hann –svona fyrst hann var kominn. Þegar ég fer svo að tala aftur við Lindu og segja henni frá hlutum sem höfðu gerst í ferlinu þá fara hlutir að fljúga um herbergið – og þetta sést í myndinni. Það hafa nokkrir áhorfendur séð þetta. Ég stoppa ekkert tökuna og fer að taka upp hluti sem höfðu fallið til jarðar á óútskýrðan hátt og raða þeim aftur upp. Svo mundi ég ekkert hvað ég ætlaði að segja við hana þannig að ég fór aldrei þangað aftur. Eftir þetta þá vorum við, ég, Jóhann og hljóðmaðurinn sem var þarna líka, í algjöru losti.“Baldvin segir að þetta hafi ekki verið í eina skiptið sem eitthvað yfirnáttúrulegt gerðist. Í eftirvinnslunni þar sem hann sat með klipparanum að ákveða hvernig þessi saga yrði sögð komu tvær leiðir til greina. Baldvin ákvað að fylgja sannfæringu sinni og nánast í sömu mund komu skilaboð frá Lindu. „Þá var Reynir búinn að segja við hana að ég ætti að standa við þessa ákvörðun. Hann væri sáttur við hvernig myndin liti út og ætlaði að hætta að skipta sér af.“ Hér fyrir neðan má sjá umrætt atriði en hægt er að fletta myndunum ramma fyrir ramma. Menning Tengdar fréttir Þrjóska, viljastyrkur og yfirnáttúruleg atorka Reynir sterki er skemmtileg, umræðuverð og vönduð yfirferð yfir aflraunir, persónuleika og galla stórmerkilegs manns. Vel þess virði að kíkja á. 16. nóvember 2017 14:00 Ótrúlegt lífshlaup Reynis sterka Heimildarmyndinn Reynir sterki, Beyond Strength, er frumsýnd á föstudaginn í Smárabíói, Háskólabíói og Borgarbíói, Akureyri. 7. nóvember 2017 16:30 Fjölmennt á heimildarmynd um Reyni sterka Það var margt um manninn á forsýningu heimildarmyndarinnar Reynir sterki á þriðjudaginn. Myndin segir frá lífshlaupi Reynis Arnar Leóssonar sem á heimsmet í heimi aflrauna en átti átakanlega ævi. 9. nóvember 2017 08:15 Mest lesið Sigurjón minnist David Lynch: „Jonni, við verðum að gera eitthvað fyrir Ísland“ Bíó og sjónvarp Þéna töluvert þrátt fyrir að vera ekki til Lífið Heill hljóðheimur Hildar fer afturábak Tónlist Fötlunin ekki stærsta áfallið heldur veikindin sem fylgdu Lífið Krakkatían: Grænland, galdrakarl og Greppikló Lífið Grundvallarmisskilnings gæti um þaksvalir á Íslandi Lífið „Lífið væri svo miklu leiðinlegra ef ég ætti ekki bróður með Downs“ Lífið Erling og Sigríður selja húsið eftir átján ár Lífið Einstakur bíll sem erfitt gæti verið að toppa Lífið samstarf Ragna Sigurðardóttir á von á barni Lífið Fleiri fréttir Sigurjón minnist David Lynch: „Jonni, við verðum að gera eitthvað fyrir Ísland“ Kvikmyndirnar sem beðið er eftir 2025 Embla og Timothée Chalamet glæsileg á dreglinum Krefur Disney um tíu milljarða dala Þakkar fleiru en Demi Moore fyrir langþráð metár Vestfirski hryllingstryllirinn frumsýndur vestanhafs Snerting skaut Deadpool ref fyrir rass 2024 Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Frumsýning á Vísi: Fyrsta stiklan úr hryllingstrylli af Vestfjörðum Paul Mescal leiki nafna sinn McCartney „Þannig það yrði bara til Leynilögga 1 og 3“ Emilia Pérez og The Bear með flestar tilnefningar til Golden Globe „Hversu góð tök hefur þú á Rúrik?“ Sjá meira
„Fyrir myndina trúði ég ekkert á svona en ég efast núna um efasemdir mínar,“ segir leikstjóri heimildarmyndarinnar um Reyni sterka, Baldvin Z. Í myndinni sjást, ef grannt er skoðað, yfirnáttúrulegir hlutir. „Ég er efasemdarmaður og trúi ekki á neitt svona en það fljúga hlutir um herbergið þegar ég er að fara út í hluti sem ég ætti ekkert að vera segja frá,“ segir hann. Í myndinni er viðtal við Lindu Björgu, dóttur Reynis, en það hafði tekið um tvö ár að fá hana til að taka þátt í myndinni. „Þegar horft er á myndina þá sést að hún er eins og pabbi hennar, rammgöldrótt. Ég sá að hún vissi hvað ég var að hugsa þegar við settumst niður til að taka viðtalið. Ég var kominn til að spyrja hana ákveðinna spurninga. Ég var búinn að vinna mig í átt að spurningunni og þegar ég ber hana upp þá tekur tökumaðurinn, Jóhann Máni Jóhannsson, eftir því að öll ljós slokkna. Við skoðum málin og batteríin, sem voru full þegar við byrjuðum að taka, eru skyndilega orðin tóm. Ramminn dökknar niður og þetta var hálf ónýtt. Svo við tökum viðtalið aftur. Þá segir hún mér skyndilega að Reynir sé kominn í herbergið, og við ákváðum að taka viðtal við hann –svona fyrst hann var kominn. Þegar ég fer svo að tala aftur við Lindu og segja henni frá hlutum sem höfðu gerst í ferlinu þá fara hlutir að fljúga um herbergið – og þetta sést í myndinni. Það hafa nokkrir áhorfendur séð þetta. Ég stoppa ekkert tökuna og fer að taka upp hluti sem höfðu fallið til jarðar á óútskýrðan hátt og raða þeim aftur upp. Svo mundi ég ekkert hvað ég ætlaði að segja við hana þannig að ég fór aldrei þangað aftur. Eftir þetta þá vorum við, ég, Jóhann og hljóðmaðurinn sem var þarna líka, í algjöru losti.“Baldvin segir að þetta hafi ekki verið í eina skiptið sem eitthvað yfirnáttúrulegt gerðist. Í eftirvinnslunni þar sem hann sat með klipparanum að ákveða hvernig þessi saga yrði sögð komu tvær leiðir til greina. Baldvin ákvað að fylgja sannfæringu sinni og nánast í sömu mund komu skilaboð frá Lindu. „Þá var Reynir búinn að segja við hana að ég ætti að standa við þessa ákvörðun. Hann væri sáttur við hvernig myndin liti út og ætlaði að hætta að skipta sér af.“ Hér fyrir neðan má sjá umrætt atriði en hægt er að fletta myndunum ramma fyrir ramma.
Menning Tengdar fréttir Þrjóska, viljastyrkur og yfirnáttúruleg atorka Reynir sterki er skemmtileg, umræðuverð og vönduð yfirferð yfir aflraunir, persónuleika og galla stórmerkilegs manns. Vel þess virði að kíkja á. 16. nóvember 2017 14:00 Ótrúlegt lífshlaup Reynis sterka Heimildarmyndinn Reynir sterki, Beyond Strength, er frumsýnd á föstudaginn í Smárabíói, Háskólabíói og Borgarbíói, Akureyri. 7. nóvember 2017 16:30 Fjölmennt á heimildarmynd um Reyni sterka Það var margt um manninn á forsýningu heimildarmyndarinnar Reynir sterki á þriðjudaginn. Myndin segir frá lífshlaupi Reynis Arnar Leóssonar sem á heimsmet í heimi aflrauna en átti átakanlega ævi. 9. nóvember 2017 08:15 Mest lesið Sigurjón minnist David Lynch: „Jonni, við verðum að gera eitthvað fyrir Ísland“ Bíó og sjónvarp Þéna töluvert þrátt fyrir að vera ekki til Lífið Heill hljóðheimur Hildar fer afturábak Tónlist Fötlunin ekki stærsta áfallið heldur veikindin sem fylgdu Lífið Krakkatían: Grænland, galdrakarl og Greppikló Lífið Grundvallarmisskilnings gæti um þaksvalir á Íslandi Lífið „Lífið væri svo miklu leiðinlegra ef ég ætti ekki bróður með Downs“ Lífið Erling og Sigríður selja húsið eftir átján ár Lífið Einstakur bíll sem erfitt gæti verið að toppa Lífið samstarf Ragna Sigurðardóttir á von á barni Lífið Fleiri fréttir Sigurjón minnist David Lynch: „Jonni, við verðum að gera eitthvað fyrir Ísland“ Kvikmyndirnar sem beðið er eftir 2025 Embla og Timothée Chalamet glæsileg á dreglinum Krefur Disney um tíu milljarða dala Þakkar fleiru en Demi Moore fyrir langþráð metár Vestfirski hryllingstryllirinn frumsýndur vestanhafs Snerting skaut Deadpool ref fyrir rass 2024 Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Frumsýning á Vísi: Fyrsta stiklan úr hryllingstrylli af Vestfjörðum Paul Mescal leiki nafna sinn McCartney „Þannig það yrði bara til Leynilögga 1 og 3“ Emilia Pérez og The Bear með flestar tilnefningar til Golden Globe „Hversu góð tök hefur þú á Rúrik?“ Sjá meira
Þrjóska, viljastyrkur og yfirnáttúruleg atorka Reynir sterki er skemmtileg, umræðuverð og vönduð yfirferð yfir aflraunir, persónuleika og galla stórmerkilegs manns. Vel þess virði að kíkja á. 16. nóvember 2017 14:00
Ótrúlegt lífshlaup Reynis sterka Heimildarmyndinn Reynir sterki, Beyond Strength, er frumsýnd á föstudaginn í Smárabíói, Háskólabíói og Borgarbíói, Akureyri. 7. nóvember 2017 16:30
Fjölmennt á heimildarmynd um Reyni sterka Það var margt um manninn á forsýningu heimildarmyndarinnar Reynir sterki á þriðjudaginn. Myndin segir frá lífshlaupi Reynis Arnar Leóssonar sem á heimsmet í heimi aflrauna en átti átakanlega ævi. 9. nóvember 2017 08:15