Allt sem þú þarft að vita fyrir HM-dráttinn Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 1. desember 2017 06:00 Heimsmeistarastyttan sem hefur verið keppt um síðan 1974. Ítalinn Silvio Gazzaniga hannaði hana. vísir/getty Íslenska karlalandsliðið hefur upplifað svo margar stórar stundir undanfarin misseri að það fer að verða klisjukennt að tala um stórar stundir í sögu liðsins og íslenskrar knattspyrnu. Engu að síður er komið aftur að einni slíkri í dag þó svo að enginn leikur sé á dagskrá. Í dag verður dregið í riðla fyrir HM í knattspyrnu sem fer fram í Rússlandi næsta sumar og er það stund sem mun fá stóran hluta þjóðarinnar til að standa á öndinni af eftirvæntingu – slík er spennan fyrir því að sjá hvaða þjóðum Ísland mun mæta næsta sumar. Athöfnin fer fram í Kreml í Moskvu í dag, valdamiðstöð gömlu Sovétríkjanna. Þangað munu augu margra beinast í dag. Gary Lineker, hinn gamli markahrókur enska landsliðsins, stýrir athöfninni en hver þjóð sem hefur unnið heimsmeistaratitil mun senda fulltrúa sinn á staðinn. Diego Maradona er fulltrúi Argentínu en hann var í aðalhlutverki þegar Argentína vann Lineker og félaga í enska landsliðinu á HM 1986 í Mexíkó, þegar Maradona skoraði meðal annars með „hendi guðs“.Fylgst verður náið með drættinum í riðla á íþróttavef Vísis í allan dag.Diego Maradona með heimsbikarinn 1986. Líklega glæstasta frammistaða knattspyrnumanns á HM í seinni tíð að minnsta kosti.Vísir/GettyÍsland í þriðja styrkleikaflokki Liðunum 32 sem komust á HM hefur verið raðað í fjóra styrkleikaflokka og var miðað við stöðu þeirra á styrkleikalista Alþjóðaknattspyrnusambandsins, FIFA, í október þegar það var gert. Ísland var í 21. sæti á þeim lista þar sem tekin eru stig fyrir úrslit leikja síðustu fjögurra ára á undan við útreikninga listans. Þetta er breyting frá fyrra fyrirkomulagi þar sem aðeins var raðað í fyrsta styrkleikaflokk samkvæmt heimslista FIFA en í aðra flokka eftir heimsálfum. Ísland er ofarlega á blaði í þriðja styrkleikaflokki og mátti litlu muna að okkar menn kæmust í næsta fyrir ofan. Til þess hefðu bæði Króatía og Danmörk þurft að falla úr leik í umspilsleikjum sínum fyrir HM í nóvember. Það þýðir að Ísland getur ekki dregist í riðil með öðrum liðum í þriðja styrkleikaflokki. Í þeim eru til að mynda hinar Norðurlandaþjóðirnar sem komust á HM – Danmörk og Svíþjóð – og því er eina leiðin til að mæta frændþjóðum okkar að komast áfram í útsláttarkeppnina.Lukkudýr HM 2018 er úlfurinn Zabivaka.vísir/gettyHvernig fer drátturinn fram? Dregið verður fyrst úr fyrsta styrkleikaflokki. Raunar er það svo að búið er að ákveða að Rússland verður í A-riðli en aðrar þjóðir úr flokknum verða dregnar í hina sjö riðlana, fyrst í B-riðil, svo C-riðil og þannig áfram eftir stafrófsröð. Eftir það verður dregið úr öðrum styrkleikaflokki, þá þriðja og loks fjórða. Stærsti fyrirvarinn í drættinum er sá að lið frá sömu heimsálfu geta ekki dregist saman í riðil. Það verður þó að gera undantekningu fyrir Evrópu þar sem fjórtán Evrópuþjóðir unnu sér þátttökurétt á HM. Tvær Evrópuþjóðir verða því í sex af átta riðlum og því meirihlutalíkur á að Ísland verði með annarri Evrópuþjóð í riðli.Luzhniki Stadium í Moskvu, þar sem opnunarleikur mótsins fer fram sem og úrslitaleikurinn.Vísir/GettyÍsland getur fengið opnunarleikinn Nú þegar er búið að raða öllum leikjum keppninnar á daga og borgir. Það eina sem er vitað er að Rússland er svokallað A1-lið, það er að segja fyrsta liðið í A-riðli. Það er þess vegna vitað að Rússar spila opnunarleik keppninnar í Moskvu, annan leik sinn í St. Pétursborg og þann þriðja í Samara. Þó svo að Ísland sé í þriðja styrkleikaflokki þýðir það ekki að Ísland verði „þriðja liðið“ í sínum riðli. Í hvert sinn þegar land er dregið úr pottinum og sett í næsta lausa riðil verður önnur kúla dregin sem ákveður hvaða númer hvert lið fær í viðkomandi riðli. Ef Ísland verður dregið í A-riðil og verður þar lið númer 2 mun það spila opnunarleik keppninnar gegn gestgjöfum Rússlands á Luzhniki-leikvanginum í Moskvu, fimmtudaginn 14. júní klukkan 15.00 að íslenskum tíma. Af þessari ástæðu verður ljóst á hvaða dögum Ísland spilar og í hvaða borgum um leið og búið er að draga nafn Íslands úr pottinum og úthluta því númeri í viðkomandi riðli. Athöfnin í Moskvu hefst klukkan 15.00 í dag og verður vel fylgst með gangi mála á íþróttavef Vísis í allan dag.Aron Einar tryllist eftir að flautað var til leiksloka í Nice á EM 2016. 2-1 sigur á Englandi var í höfn.vísir/vilhelmMögulegir riðlarLesendur Vísis Rússland Perú Ísland Sádi-Arabía Lesendur Vísis tóku þátt í könnun í gær og er þetta niðurstaðan. Þetta er líklega sá riðill sem hvað auðveldast væri að komast upp úr og í 16 liða úrslitin, enda Rússar langlægst skrifaða liðið úr fyrsta styrkleikaflokki.Draumariðill Brasilía England Ísland Panama Sameinar það besta úr báðum heimum – að mæta skemmtilegum liðum og eiga möguleika á sæti í 16 liða úrslitunum. Englendinga höfum við unnið áður og er vel hægt að endurtaka þann leik.Martraðariðill Þýskaland Kólumbía Ísland Nígería Þetta er erfiður riðill, svo vægt sé til orða tekið. Þjóðverjar eru ríkjandi heimsmeistarar og Kólumbíumenn ávallt sterkir. Þá er Nígería líklega sterkasta liðið sem hægt væri að fá úr fjórða styrkleikaflokki. HM 2018 í Rússlandi Tengdar fréttir HM-drátturinn: Mestar líkur á því að við lendum í riðli með Mexíkó en England ekki líklegur mótherji Það eru litlar líkur á því að íslenska landsliðið lendi í riðli með gestgjöfum Rússa eða Englendingum þegar dregið verður í riðla á HM í Rússlandi 2018 á morgun. 30. nóvember 2017 09:00 Mest lesið Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta skammarlegt“ Handbolti Skipti Orra inn og út á nokkrum mínútum: „Óásættanlegt“ Fótbolti Segir Gumma Tóta á leið heim úr atvinnumennsku Fótbolti Ólympíuhetja dó í snjóflóði Sport City fer með góða forystu inn í seinni leikinn gegn Newcastle Fótbolti Hafþór hrósar læknum „Steraleikanna“ og segist treysta þeim alveg Sport Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Handbolti Tryggvi lét til sín taka er Bilbao tyllti sér í toppsætið Körfubolti Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Íslenski boltinn Simeone baðst afsökunar á rifrildinu við Vinícius Junior Fótbolti Fleiri fréttir Benóný kom inn á og breytti leiknum Skipti Orra inn og út á nokkrum mínútum: „Óásættanlegt“ City fer með góða forystu inn í seinni leikinn gegn Newcastle Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Carrick tekinn við Manchester United Segir Gumma Tóta á leið heim úr atvinnumennsku Simeone baðst afsökunar á rifrildinu við Vinícius Junior Hvað sagði verðandi þjálfari United í einkaviðtali við Sýn Sport? Tveir ungir varnarmenn til FH Uppgjöfin fyrir Mbappé hafi markað endalok Alonso Segja að Real Madrid vilji fá Jürgen Klopp Samningur í höfn hjá Carrick og Manchester United Szoboszlai skoraði stórglæsilegt mark en var sakaður um vanvirðingu Í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Litla liðið í París sló út stórveldi PSG Liverpool áfram í bikarnum og mætir Brighton í næstu umferð Velur Tottenham fram yfir Aston Villa Mikael Egill spilaði nær allan leikinn í sterkum sigri Liðsfélagi Ronaldo missti stjórn á skapi sínu og sló andstæðing Mætir spútnikliðinu: Íslendingar í pottinum er dregið var í enska bikarnum Davíð Kristján keyptur til Grikklands Myndi ekki neita ef Carrick byði honum í sitt teymi Segir að Brasilía þurfi á Neymar að halda Alonso látinn fara frá Real Madrid Miðbær Reykjavíkur er Íslandsmeistari Búast við því að Carrick verði kynntur hjá United innan tíðar Katarar vilja halda fyrsta HM félagsliða hjá konunum Mátti ekki koma inn á vegna þess að hún var með eyrnalokk Hannover staðfestir kaupin á Stefáni Teiti Sjá meira
Íslenska karlalandsliðið hefur upplifað svo margar stórar stundir undanfarin misseri að það fer að verða klisjukennt að tala um stórar stundir í sögu liðsins og íslenskrar knattspyrnu. Engu að síður er komið aftur að einni slíkri í dag þó svo að enginn leikur sé á dagskrá. Í dag verður dregið í riðla fyrir HM í knattspyrnu sem fer fram í Rússlandi næsta sumar og er það stund sem mun fá stóran hluta þjóðarinnar til að standa á öndinni af eftirvæntingu – slík er spennan fyrir því að sjá hvaða þjóðum Ísland mun mæta næsta sumar. Athöfnin fer fram í Kreml í Moskvu í dag, valdamiðstöð gömlu Sovétríkjanna. Þangað munu augu margra beinast í dag. Gary Lineker, hinn gamli markahrókur enska landsliðsins, stýrir athöfninni en hver þjóð sem hefur unnið heimsmeistaratitil mun senda fulltrúa sinn á staðinn. Diego Maradona er fulltrúi Argentínu en hann var í aðalhlutverki þegar Argentína vann Lineker og félaga í enska landsliðinu á HM 1986 í Mexíkó, þegar Maradona skoraði meðal annars með „hendi guðs“.Fylgst verður náið með drættinum í riðla á íþróttavef Vísis í allan dag.Diego Maradona með heimsbikarinn 1986. Líklega glæstasta frammistaða knattspyrnumanns á HM í seinni tíð að minnsta kosti.Vísir/GettyÍsland í þriðja styrkleikaflokki Liðunum 32 sem komust á HM hefur verið raðað í fjóra styrkleikaflokka og var miðað við stöðu þeirra á styrkleikalista Alþjóðaknattspyrnusambandsins, FIFA, í október þegar það var gert. Ísland var í 21. sæti á þeim lista þar sem tekin eru stig fyrir úrslit leikja síðustu fjögurra ára á undan við útreikninga listans. Þetta er breyting frá fyrra fyrirkomulagi þar sem aðeins var raðað í fyrsta styrkleikaflokk samkvæmt heimslista FIFA en í aðra flokka eftir heimsálfum. Ísland er ofarlega á blaði í þriðja styrkleikaflokki og mátti litlu muna að okkar menn kæmust í næsta fyrir ofan. Til þess hefðu bæði Króatía og Danmörk þurft að falla úr leik í umspilsleikjum sínum fyrir HM í nóvember. Það þýðir að Ísland getur ekki dregist í riðil með öðrum liðum í þriðja styrkleikaflokki. Í þeim eru til að mynda hinar Norðurlandaþjóðirnar sem komust á HM – Danmörk og Svíþjóð – og því er eina leiðin til að mæta frændþjóðum okkar að komast áfram í útsláttarkeppnina.Lukkudýr HM 2018 er úlfurinn Zabivaka.vísir/gettyHvernig fer drátturinn fram? Dregið verður fyrst úr fyrsta styrkleikaflokki. Raunar er það svo að búið er að ákveða að Rússland verður í A-riðli en aðrar þjóðir úr flokknum verða dregnar í hina sjö riðlana, fyrst í B-riðil, svo C-riðil og þannig áfram eftir stafrófsröð. Eftir það verður dregið úr öðrum styrkleikaflokki, þá þriðja og loks fjórða. Stærsti fyrirvarinn í drættinum er sá að lið frá sömu heimsálfu geta ekki dregist saman í riðil. Það verður þó að gera undantekningu fyrir Evrópu þar sem fjórtán Evrópuþjóðir unnu sér þátttökurétt á HM. Tvær Evrópuþjóðir verða því í sex af átta riðlum og því meirihlutalíkur á að Ísland verði með annarri Evrópuþjóð í riðli.Luzhniki Stadium í Moskvu, þar sem opnunarleikur mótsins fer fram sem og úrslitaleikurinn.Vísir/GettyÍsland getur fengið opnunarleikinn Nú þegar er búið að raða öllum leikjum keppninnar á daga og borgir. Það eina sem er vitað er að Rússland er svokallað A1-lið, það er að segja fyrsta liðið í A-riðli. Það er þess vegna vitað að Rússar spila opnunarleik keppninnar í Moskvu, annan leik sinn í St. Pétursborg og þann þriðja í Samara. Þó svo að Ísland sé í þriðja styrkleikaflokki þýðir það ekki að Ísland verði „þriðja liðið“ í sínum riðli. Í hvert sinn þegar land er dregið úr pottinum og sett í næsta lausa riðil verður önnur kúla dregin sem ákveður hvaða númer hvert lið fær í viðkomandi riðli. Ef Ísland verður dregið í A-riðil og verður þar lið númer 2 mun það spila opnunarleik keppninnar gegn gestgjöfum Rússlands á Luzhniki-leikvanginum í Moskvu, fimmtudaginn 14. júní klukkan 15.00 að íslenskum tíma. Af þessari ástæðu verður ljóst á hvaða dögum Ísland spilar og í hvaða borgum um leið og búið er að draga nafn Íslands úr pottinum og úthluta því númeri í viðkomandi riðli. Athöfnin í Moskvu hefst klukkan 15.00 í dag og verður vel fylgst með gangi mála á íþróttavef Vísis í allan dag.Aron Einar tryllist eftir að flautað var til leiksloka í Nice á EM 2016. 2-1 sigur á Englandi var í höfn.vísir/vilhelmMögulegir riðlarLesendur Vísis Rússland Perú Ísland Sádi-Arabía Lesendur Vísis tóku þátt í könnun í gær og er þetta niðurstaðan. Þetta er líklega sá riðill sem hvað auðveldast væri að komast upp úr og í 16 liða úrslitin, enda Rússar langlægst skrifaða liðið úr fyrsta styrkleikaflokki.Draumariðill Brasilía England Ísland Panama Sameinar það besta úr báðum heimum – að mæta skemmtilegum liðum og eiga möguleika á sæti í 16 liða úrslitunum. Englendinga höfum við unnið áður og er vel hægt að endurtaka þann leik.Martraðariðill Þýskaland Kólumbía Ísland Nígería Þetta er erfiður riðill, svo vægt sé til orða tekið. Þjóðverjar eru ríkjandi heimsmeistarar og Kólumbíumenn ávallt sterkir. Þá er Nígería líklega sterkasta liðið sem hægt væri að fá úr fjórða styrkleikaflokki.
HM 2018 í Rússlandi Tengdar fréttir HM-drátturinn: Mestar líkur á því að við lendum í riðli með Mexíkó en England ekki líklegur mótherji Það eru litlar líkur á því að íslenska landsliðið lendi í riðli með gestgjöfum Rússa eða Englendingum þegar dregið verður í riðla á HM í Rússlandi 2018 á morgun. 30. nóvember 2017 09:00 Mest lesið Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta skammarlegt“ Handbolti Skipti Orra inn og út á nokkrum mínútum: „Óásættanlegt“ Fótbolti Segir Gumma Tóta á leið heim úr atvinnumennsku Fótbolti Ólympíuhetja dó í snjóflóði Sport City fer með góða forystu inn í seinni leikinn gegn Newcastle Fótbolti Hafþór hrósar læknum „Steraleikanna“ og segist treysta þeim alveg Sport Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Handbolti Tryggvi lét til sín taka er Bilbao tyllti sér í toppsætið Körfubolti Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Íslenski boltinn Simeone baðst afsökunar á rifrildinu við Vinícius Junior Fótbolti Fleiri fréttir Benóný kom inn á og breytti leiknum Skipti Orra inn og út á nokkrum mínútum: „Óásættanlegt“ City fer með góða forystu inn í seinni leikinn gegn Newcastle Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Carrick tekinn við Manchester United Segir Gumma Tóta á leið heim úr atvinnumennsku Simeone baðst afsökunar á rifrildinu við Vinícius Junior Hvað sagði verðandi þjálfari United í einkaviðtali við Sýn Sport? Tveir ungir varnarmenn til FH Uppgjöfin fyrir Mbappé hafi markað endalok Alonso Segja að Real Madrid vilji fá Jürgen Klopp Samningur í höfn hjá Carrick og Manchester United Szoboszlai skoraði stórglæsilegt mark en var sakaður um vanvirðingu Í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Litla liðið í París sló út stórveldi PSG Liverpool áfram í bikarnum og mætir Brighton í næstu umferð Velur Tottenham fram yfir Aston Villa Mikael Egill spilaði nær allan leikinn í sterkum sigri Liðsfélagi Ronaldo missti stjórn á skapi sínu og sló andstæðing Mætir spútnikliðinu: Íslendingar í pottinum er dregið var í enska bikarnum Davíð Kristján keyptur til Grikklands Myndi ekki neita ef Carrick byði honum í sitt teymi Segir að Brasilía þurfi á Neymar að halda Alonso látinn fara frá Real Madrid Miðbær Reykjavíkur er Íslandsmeistari Búast við því að Carrick verði kynntur hjá United innan tíðar Katarar vilja halda fyrsta HM félagsliða hjá konunum Mátti ekki koma inn á vegna þess að hún var með eyrnalokk Hannover staðfestir kaupin á Stefáni Teiti Sjá meira
HM-drátturinn: Mestar líkur á því að við lendum í riðli með Mexíkó en England ekki líklegur mótherji Það eru litlar líkur á því að íslenska landsliðið lendi í riðli með gestgjöfum Rússa eða Englendingum þegar dregið verður í riðla á HM í Rússlandi 2018 á morgun. 30. nóvember 2017 09:00