Jól

Ódýrt og einfalt jólaföndur sem allir geta gert

Lilja Katrín Gunnarsdóttir skrifar
Fallegt föndur er tilvalið í jólapakkann.
Fallegt föndur er tilvalið í jólapakkann. Vísir / Skjáskot af YouTube

Á YouTube-rásinni Olip Crafts er að finna ansi hressandi myndband þar sem farið er yfir hvernig er hægt að búa til fallegt jólaskraut og jólagjafir á einfaldan hátt.

Mikið af því sem er notað í myndbandinu, sem hægt er að sjá hér fyrir neðan, er nú þegar til á flestum heimilum, eins og til dæmis sokkar sem heimilisfólk er hætt að nota, plastflöskur sem eru á leiðinni á Sorpu, garn og klósettpappírsrúllur.

Myndbandið er miðað að táningum, en margt af því föndri sem hér er boðið upp á er svo einfalt að það er tilvalið fyrir alla fjölskylduna að gefa sér góða gæðastund í jólaösinni og föndra saman.

Svo er vert að taka það fram að bestu jólagjafirnar koma frá hjartanu þannig að það er tilvalið að föndra eitthvað í jólapakkann handa þeim sem standa þér næst. Höfum hugfast að hugurinn skiptir öllu máli.


Tengdar fréttir








×