Samstæð sakamál II Þorvaldur Gylfason skrifar 30. nóvember 2017 07:00 Á fimmtudaginn var lýsti ég því hér á þessum stað hvernig helmingaskipti gátu af sér hermangið og meðfylgjandi lögbrot án þess að stjórnvöld reyndu að skakka leikinn ef olíumálið eitt er undan skilið eins og Kristján Pétursson löggæzlumaður lýsir í sjálfsævisögu sinni Margir vildu hann feigan 1990. Siðaveiklun stjórnmálanna gat síðan af sér kvótakerfið 1985-1990 og misheppnaða einkavæðingu bankanna 1998-2003 í óþökk almennings. Alþingi ákvað að afhenda útvegsmönnum auðlindina í sjónum á silfurfati líkt og gert var nokkru síðar við olíulindir Rússlands frekar en að fylgja nærtækri fyrirmynd frá Noregi þar sem olíulindir hafa verið í óhagganlegri þjóðareigu frá öndverðu. Þegar stjórnmálamennirnir sáu að þeir höfðu komizt upp með þetta ákváðu þeir að hafa svipaðan hátt á einkavæðingu bankanna með afleiðingum sem allir þekkja. Kapallinn rakti sig sjálfur.Horfin tíð? Ég vitnaði m.a. í grein Sigurðar Nordal prófessors frá 1925 þar sem hann sagði m.a.: „Eg las nýlega í erlendu riti um Íslendinga, að engin þjóð í heimi mundi vera svo grandvör og löghlýðin. Fangelsin stæði tóm og hegningardómarnir væri óvenjulega fáir í hlutfalli við mannfjölda. Þá datt mér í hug samtal, sem ég átti í fyrra við einn af helztu lögfræðingum vorum. Hann var að segja mér frá meðferð einnar íslenzkrar peningastofnunar, sem nýlega var komin í fjárþröng. Sögurnar voru svo hroðalegar, að hárin risu á höfði mér. „En er þetta ekki hegningarvert?“ spurði eg. „Það mundi það vera alls staðar nema á Íslandi,“ svaraði hann rólega. En er það ekki svo, að hér sé framinn grúi lagabrota, sem eru á almanna vitorði, en enginn hróflar við? Er ekki spillingin í þjóðfélagi voru orðin almennt umtalsefni, án þess að rönd verði við henni reist?“ Bjarni Benediktsson, síðar forsætisráðherra, tók í sama streng. Hann skrifaði Pétri bróður sínum í bréfi 1934: „Bersýnilegt er, að þjóðlífið er sjúkt. Kemur það ekki einungis fram í svikunum sjálfum, heldur einnig því, að raunverulega „indignation“ er hvergi að finna hjá ráðandi mönnum, persónuleg vild eða óvild og stjórnmálahagsmunir ráða öllu, á báða bóga, um hver afstaða er tekin. Slíkt fær ekki staðizt til lengdar. Dagar linkindarinnar og svika samábyrgðarinnar hljóta að fara að styttast.“ Nýir vitnisburðir bætast við. Guðni Th. Jóhannesson, nú forseti Íslands, segir t.d. frá ólöglegum atkvæðakaupum í ævisögu sinni um Gunnar Thoroddsen forsætisráðherra. Margir kaupsýslumenn, nú síðast Sveinn R. Eyjólfsson blaðaútgefandi, hafa sagt í bókum sínum frá yfirgangi og meintum lögleysum stjórnmálamanna og embættismanna fram á síðustu ár. Hrunið 2008 opnaði augu margra þeirra sem áður höfðu kosið að hafa þau lokuð. Panama-skjölin 2016 opnuðu enn fleiri augu upp á gátt. Það sem ætti að vera horfin tíð er ennþá rammíslenzkur raunveruleiki. Enn hallar undan fæti í dómsmálum og má um það hafa margt til marks. Hæstaréttardómarar búast nú jafnvel til að bítast fyrir rétti þar eð sitjandi dómari í réttinum hefur stefnt fv. dómara fyrir meiðyrði. Síðar nefndi dómarinn veitir fv. meðdómurum sínum ákúrur og sakar þá um ýmis brot í starfi. Enn annar dómari telur á hinn bóginn hugsanlegt að dómarinn fv. hafi gert sig sekan um hegningarlagabrot. Ekki er vitað hvort hugsanlegt hegningarlagabrot dómarans fv. er í rannsókn. Hvað á venjulegu fólki að finnast sem þarf að sækja rétt sinn til Hæstaréttar þegar svona er ástatt?Jafnræði fyrir lögum Ástandið í Hæstarétti speglar ástand Alþingis. Mál eru látin fyrnast líkt og gerðist í olíumálinu fyrir meira en hálfri öld eða rannsókn þeirra er klúðrað eins og t.d. í málverkafölsunarmálinu. Frekar en að reyna að berja í brestina er Alþingi sjálft hluti vandans. Það kom berlega í ljós þegar þingið samþykkti í desember 2012 að láta fara fram rannsókn á einkavæðingu bankanna en lét síðan ekki af slíkri rannsókn verða. Vanræksla Alþingis er bagaleg vegna gruns um lögbrot við einkavæðinguna og einnig vegna gruns um að bankarnir hafi stundað fjárböðun fyrir Rússa. Alþingi bað um aðgang að símtali seðlabankastjóra og forsætisráðherra 6. október 2008. Seðlabankinn færðist undan en afhenti gögnin sérstökum saksóknara og þaðan virtust þau leka í Kastljós RÚV í fyrra. Ekki er vitað hvort sá gagnaleki var rannsakaður. Kjarninn höfðaði nýlega mál gegn Seðlabankanum og krafðist aðgangs að gögnunum og þá birtir Morgunblaðið skyndilega gögnin, bersýnilega stolin, eins og ekkert sé sjálfsagðara. Vænta má að yfirvöldin séu að rannsaka gagnastuldinn úr Seðlabankanum nema þau séu þeim mun uppteknari við að taka skýrslur af blaðamönnum Stundarinnar sem birtu upplýsingar um verðbréfaviðskipti formanns Sjálfstæðisflokksins úr gögnum sem var lekið úr Glitni og máttu una lögbanni sem bíður úrskurðar dómstóla. Skyldu yfirvöldin hafa áhyggjur af því að fólkið í landinu kunni að efast um jafnræði þegnanna fyrir lögum? Gagnastuldurinn úr Seðlabankanum er samt aukaatriði. Efni símtalsins á brýnt erindi við almenning því þar kemur fram að Seðlabankinn ákvað að lána Kaupþingi 500 milljónir evra og bankastjórinn segir í símann: „Ég býst við því að við fáum ekki þessa peninga til baka.“ Dómstólar þurfa að fjalla um hvort háskalánveiting af þessu tagi feli í sér umboðssvik eða önnur brot. Til að svo megi verða þarf að hefja rannsókn málsins í tæka tíð því annars fyrnist málið með gamla laginu 6. október 2018. Höfundur er pistlahöfundur Fréttablaðsins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Þorvaldur Gylfason Mest lesið Halldór 18.01.2025 Halldór Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Er heimurinn á leið til helvítis? Árni Sigurðsson Skoðun Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu Hópur lækna Skoðun Vinnum í lausnum Edda Sif Pind Aradóttir Skoðun Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun Kóngar vímuefnaheimsins Lára G. Sigurðardóttir Skoðun Hvað með það þótt sérfræðingar að sunnan fari í verkfall? Silja Bára Ómarsdóttir Skoðun Svar við „Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu“ Rajan Parrikar Skoðun Frelsi til sölu Anton Guðmundsson Skoðun
Á fimmtudaginn var lýsti ég því hér á þessum stað hvernig helmingaskipti gátu af sér hermangið og meðfylgjandi lögbrot án þess að stjórnvöld reyndu að skakka leikinn ef olíumálið eitt er undan skilið eins og Kristján Pétursson löggæzlumaður lýsir í sjálfsævisögu sinni Margir vildu hann feigan 1990. Siðaveiklun stjórnmálanna gat síðan af sér kvótakerfið 1985-1990 og misheppnaða einkavæðingu bankanna 1998-2003 í óþökk almennings. Alþingi ákvað að afhenda útvegsmönnum auðlindina í sjónum á silfurfati líkt og gert var nokkru síðar við olíulindir Rússlands frekar en að fylgja nærtækri fyrirmynd frá Noregi þar sem olíulindir hafa verið í óhagganlegri þjóðareigu frá öndverðu. Þegar stjórnmálamennirnir sáu að þeir höfðu komizt upp með þetta ákváðu þeir að hafa svipaðan hátt á einkavæðingu bankanna með afleiðingum sem allir þekkja. Kapallinn rakti sig sjálfur.Horfin tíð? Ég vitnaði m.a. í grein Sigurðar Nordal prófessors frá 1925 þar sem hann sagði m.a.: „Eg las nýlega í erlendu riti um Íslendinga, að engin þjóð í heimi mundi vera svo grandvör og löghlýðin. Fangelsin stæði tóm og hegningardómarnir væri óvenjulega fáir í hlutfalli við mannfjölda. Þá datt mér í hug samtal, sem ég átti í fyrra við einn af helztu lögfræðingum vorum. Hann var að segja mér frá meðferð einnar íslenzkrar peningastofnunar, sem nýlega var komin í fjárþröng. Sögurnar voru svo hroðalegar, að hárin risu á höfði mér. „En er þetta ekki hegningarvert?“ spurði eg. „Það mundi það vera alls staðar nema á Íslandi,“ svaraði hann rólega. En er það ekki svo, að hér sé framinn grúi lagabrota, sem eru á almanna vitorði, en enginn hróflar við? Er ekki spillingin í þjóðfélagi voru orðin almennt umtalsefni, án þess að rönd verði við henni reist?“ Bjarni Benediktsson, síðar forsætisráðherra, tók í sama streng. Hann skrifaði Pétri bróður sínum í bréfi 1934: „Bersýnilegt er, að þjóðlífið er sjúkt. Kemur það ekki einungis fram í svikunum sjálfum, heldur einnig því, að raunverulega „indignation“ er hvergi að finna hjá ráðandi mönnum, persónuleg vild eða óvild og stjórnmálahagsmunir ráða öllu, á báða bóga, um hver afstaða er tekin. Slíkt fær ekki staðizt til lengdar. Dagar linkindarinnar og svika samábyrgðarinnar hljóta að fara að styttast.“ Nýir vitnisburðir bætast við. Guðni Th. Jóhannesson, nú forseti Íslands, segir t.d. frá ólöglegum atkvæðakaupum í ævisögu sinni um Gunnar Thoroddsen forsætisráðherra. Margir kaupsýslumenn, nú síðast Sveinn R. Eyjólfsson blaðaútgefandi, hafa sagt í bókum sínum frá yfirgangi og meintum lögleysum stjórnmálamanna og embættismanna fram á síðustu ár. Hrunið 2008 opnaði augu margra þeirra sem áður höfðu kosið að hafa þau lokuð. Panama-skjölin 2016 opnuðu enn fleiri augu upp á gátt. Það sem ætti að vera horfin tíð er ennþá rammíslenzkur raunveruleiki. Enn hallar undan fæti í dómsmálum og má um það hafa margt til marks. Hæstaréttardómarar búast nú jafnvel til að bítast fyrir rétti þar eð sitjandi dómari í réttinum hefur stefnt fv. dómara fyrir meiðyrði. Síðar nefndi dómarinn veitir fv. meðdómurum sínum ákúrur og sakar þá um ýmis brot í starfi. Enn annar dómari telur á hinn bóginn hugsanlegt að dómarinn fv. hafi gert sig sekan um hegningarlagabrot. Ekki er vitað hvort hugsanlegt hegningarlagabrot dómarans fv. er í rannsókn. Hvað á venjulegu fólki að finnast sem þarf að sækja rétt sinn til Hæstaréttar þegar svona er ástatt?Jafnræði fyrir lögum Ástandið í Hæstarétti speglar ástand Alþingis. Mál eru látin fyrnast líkt og gerðist í olíumálinu fyrir meira en hálfri öld eða rannsókn þeirra er klúðrað eins og t.d. í málverkafölsunarmálinu. Frekar en að reyna að berja í brestina er Alþingi sjálft hluti vandans. Það kom berlega í ljós þegar þingið samþykkti í desember 2012 að láta fara fram rannsókn á einkavæðingu bankanna en lét síðan ekki af slíkri rannsókn verða. Vanræksla Alþingis er bagaleg vegna gruns um lögbrot við einkavæðinguna og einnig vegna gruns um að bankarnir hafi stundað fjárböðun fyrir Rússa. Alþingi bað um aðgang að símtali seðlabankastjóra og forsætisráðherra 6. október 2008. Seðlabankinn færðist undan en afhenti gögnin sérstökum saksóknara og þaðan virtust þau leka í Kastljós RÚV í fyrra. Ekki er vitað hvort sá gagnaleki var rannsakaður. Kjarninn höfðaði nýlega mál gegn Seðlabankanum og krafðist aðgangs að gögnunum og þá birtir Morgunblaðið skyndilega gögnin, bersýnilega stolin, eins og ekkert sé sjálfsagðara. Vænta má að yfirvöldin séu að rannsaka gagnastuldinn úr Seðlabankanum nema þau séu þeim mun uppteknari við að taka skýrslur af blaðamönnum Stundarinnar sem birtu upplýsingar um verðbréfaviðskipti formanns Sjálfstæðisflokksins úr gögnum sem var lekið úr Glitni og máttu una lögbanni sem bíður úrskurðar dómstóla. Skyldu yfirvöldin hafa áhyggjur af því að fólkið í landinu kunni að efast um jafnræði þegnanna fyrir lögum? Gagnastuldurinn úr Seðlabankanum er samt aukaatriði. Efni símtalsins á brýnt erindi við almenning því þar kemur fram að Seðlabankinn ákvað að lána Kaupþingi 500 milljónir evra og bankastjórinn segir í símann: „Ég býst við því að við fáum ekki þessa peninga til baka.“ Dómstólar þurfa að fjalla um hvort háskalánveiting af þessu tagi feli í sér umboðssvik eða önnur brot. Til að svo megi verða þarf að hefja rannsókn málsins í tæka tíð því annars fyrnist málið með gamla laginu 6. október 2018. Höfundur er pistlahöfundur Fréttablaðsins.
Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun
Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun
Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun
Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun