Stígamót er staður fyrir fólk sem beitt hefur verið kynferðisofbeldi og aðstandendur þeirra. Meginviðfangsefnin eru nauðganir, sifjaspell, kynferðisleg áreitni, stafrænt ofbeldi, klám, vændi og mansal. Boðið er upp á einstaklingsráðgjöf og þátttöku í lokuðum sjálfshjálparhópum. Einnig er boðið upp á almenna upplýsingagjöf til fagfólks, hópa og til almennings.
Starfshópurinn hefur fjölbreytta menntun, en býður ekki upp á eiginlega meðferð, heldur er boðið upp á hjálp til sjálfshjálpar. Öll þjónusta við brotaþola er ókeypis og algjörum trúnaði er heitið með þeim undantekningum sem lög kveða á um. Til að fá viðtal hjá ráðgjafa er pantaður tími í síma 562?6868 eða á stigamot@stigamot.is. Einnig er boðið upp á netspjall og stutta símaráðgjöf. Stígamót eru til húsa á Laugavegi 170, 2. hæð.
Inga Vildís Bjarnadóttir gerði mat á árangri ráðgjafarinnar árið 2010 og í ljós kom að eftir a.m.k fjögur viðtöl á Stígamótum minnkaði þunglyndi, kvíði og streita marktækt á meðan sjálfsvirðing jókst. Það er því eftir nokkru að sækjast að leita sér hjálpar.
Þessi grein birtist fyrst í sérblaði um Stígamót sem fylgdi Fréttablaðinu.

