Meiri hætta af því að reykja rafrettur en margir halda Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar 8. desember 2017 13:00 Fíkniefni og íþróttir eiga ekki samleið Allt að fjögurra ára keppnisbann gæti fylgt því að spila fótbolta eftir að reykja rafrettur (veipa). Þetta kemur fram í pistli sem Reynir Björnsson, læknir, skrifar á heimasíðu KSÍ í dag. Menn hafa þróað hassolíu, kannabis og THC, virka efnið í kannabis, sem hægt er að setja í rafrettur. Það finnst ekki af því nein kannabislykt, af efnunum eru óteljandi nöfn á götunni og engin innihaldslýsing eða styrkur uppgefinn. Rafrettur eru vinsælar á meðal ungs fólks í dag og oft prófað við hinar ýmsu kringumstæður, þó þær séu ekki reyktar daglega. Jafnvel gæti svo komið við að viðkomandi viti ekki að í veipinu sé kannabis, en ekki nikótín. Kannabis er bannað í keppni samkvæmt Alþjóða lyfjaeftirlitsstofnuninni, WADA. Lyfjapróf eru algeng í knattspyrnuheiminum, sérstaklega í leikjum á vegum UEFA eða FIFA. Greinist leikmaður með kannabis í þvagi eða blóði er það fall á lyfjaprófi. Í framhaldi af falli á lyfjaprófi kærir stofnunin sem þreytti prófið, UEFA/FIFA/WADA/Lyfjaráð ÍSÍ, leikmanninn og málið tekið fyrir dómstóla. Refsingin er keppnisbann, allt frá mánuðum upp í 2-4 ár. „Við vitum til þess að leikmenn hafa prófað þetta og talið hættuna á því að falla á lyfjaprófi enga, eða bara ekkert hugsað út í hana,“ sagði Reynir í pistlinum. „Að ganga í gegnum þetta ferli er gríðarlegt álag á leikmanninn, biðin, dómurinn, dómur götunnar, bannið og áfram væri hægt að telja upp. Ekki er víst að ungur leikmaður standi undir svona dómi og fallið er hátt ef viðkomandi leikmaður er jafnvel kominn í landslið.“ Kannabis getur verið mjög lengi í líkamanum og ómögulegt er að segja fyrir um það hvenær efnið er algjörlega farið úr blóði. Þeir sem hafa reykt kannabis, í formi rafrettu eða ekki, á síðustu vikum eða mánuðum geta ekki tekið þátt í leikjum á vegum KSÍ nema það sé klárt að allt kannabis sé farið úr líkamanum. Pistilinn í heild sinni má lesa hér. Íslenski boltinn Mest lesið Halldór arfleiddi Fram að „dágóðri upphæð“ Íslenski boltinn Miðvarðabölvun Rauðu djöflanna Enski boltinn Fullorðnir menn grétu á Ölveri Enski boltinn Mínútu þögn fyrir mann sem reyndist vera á lífi Fótbolti Arnar stýrði sinni fyrstu landsliðsæfingu Fótbolti Hvorki sjálfbært né íslenskum körfubolta til bóta Körfubolti Aron tekur við landsliði Kúveits Handbolti Varnargarðahópurinn stendur vörð um fótboltann í Grindavík Íslenski boltinn Bruno segist gera hlutina á sinn hátt Enski boltinn Allt klárt fyrir úrslitakeppnina Körfubolti Fleiri fréttir Fær enn morðhótanir daglega Meðalárslaun í kvennaboltanum ein og hálf milljón króna Fagnaði eins og Fowler og þóttist sniffa línu á vellinum Talar enn við Levy og vill snúa aftur til Spurs Hætta með Nike og nota boltann sem Arteta kvartaði yfir Sagði höfuðið í lagi en tekur enga sénsa með Glódísi stríðskonu Mínútu þögn fyrir mann sem reyndist vera á lífi Varnargarðahópurinn stendur vörð um fótboltann í Grindavík Fullorðnir menn grétu á Ölveri Halldór arfleiddi Fram að „dágóðri upphæð“ Miðvarðabölvun Rauðu djöflanna Arnar stýrði sinni fyrstu landsliðsæfingu Bruno segist gera hlutina á sinn hátt Þorleifur á æfingu hjá uppeldisfélaginu Leifur Andri leggur skóna á hilluna María skoraði sigurmarkið á fyrstu mínútu leiksins Enginn Messi þegar Argentína getur tryggt sæti sitt á HM Frá Króknum á Hlíðarenda Reynslumikill Svíi á að styrkja miðsvæði Fram Fyrirliða Forest bætt við enska hópinn Víkingur missir undanúrslitasætið Aðeins þúsund geta mætt á leikina mikilvægu við Noreg og Sviss Þriðja þáttaröðin af LUÍH hefst í kvöld: „Mögulega besta móment lífs míns“ Segir Arnór líta ruddalega vel út Ramos rekinn út af fyrir að sparka í rass mótherja Staðráðinn í að spila aftur: „Ég var nálægt því að deyja“ Útskýrði af hverju Burn var dekkaður af mun lægri manni Fyrirliði Kósóvó fór meiddur af velli „Vil ekki fara að sofa því mér líður eins og mig sé að dreyma“ Sjáðu Albert skora gegn Juventus Sjá meira
Allt að fjögurra ára keppnisbann gæti fylgt því að spila fótbolta eftir að reykja rafrettur (veipa). Þetta kemur fram í pistli sem Reynir Björnsson, læknir, skrifar á heimasíðu KSÍ í dag. Menn hafa þróað hassolíu, kannabis og THC, virka efnið í kannabis, sem hægt er að setja í rafrettur. Það finnst ekki af því nein kannabislykt, af efnunum eru óteljandi nöfn á götunni og engin innihaldslýsing eða styrkur uppgefinn. Rafrettur eru vinsælar á meðal ungs fólks í dag og oft prófað við hinar ýmsu kringumstæður, þó þær séu ekki reyktar daglega. Jafnvel gæti svo komið við að viðkomandi viti ekki að í veipinu sé kannabis, en ekki nikótín. Kannabis er bannað í keppni samkvæmt Alþjóða lyfjaeftirlitsstofnuninni, WADA. Lyfjapróf eru algeng í knattspyrnuheiminum, sérstaklega í leikjum á vegum UEFA eða FIFA. Greinist leikmaður með kannabis í þvagi eða blóði er það fall á lyfjaprófi. Í framhaldi af falli á lyfjaprófi kærir stofnunin sem þreytti prófið, UEFA/FIFA/WADA/Lyfjaráð ÍSÍ, leikmanninn og málið tekið fyrir dómstóla. Refsingin er keppnisbann, allt frá mánuðum upp í 2-4 ár. „Við vitum til þess að leikmenn hafa prófað þetta og talið hættuna á því að falla á lyfjaprófi enga, eða bara ekkert hugsað út í hana,“ sagði Reynir í pistlinum. „Að ganga í gegnum þetta ferli er gríðarlegt álag á leikmanninn, biðin, dómurinn, dómur götunnar, bannið og áfram væri hægt að telja upp. Ekki er víst að ungur leikmaður standi undir svona dómi og fallið er hátt ef viðkomandi leikmaður er jafnvel kominn í landslið.“ Kannabis getur verið mjög lengi í líkamanum og ómögulegt er að segja fyrir um það hvenær efnið er algjörlega farið úr blóði. Þeir sem hafa reykt kannabis, í formi rafrettu eða ekki, á síðustu vikum eða mánuðum geta ekki tekið þátt í leikjum á vegum KSÍ nema það sé klárt að allt kannabis sé farið úr líkamanum. Pistilinn í heild sinni má lesa hér.
Íslenski boltinn Mest lesið Halldór arfleiddi Fram að „dágóðri upphæð“ Íslenski boltinn Miðvarðabölvun Rauðu djöflanna Enski boltinn Fullorðnir menn grétu á Ölveri Enski boltinn Mínútu þögn fyrir mann sem reyndist vera á lífi Fótbolti Arnar stýrði sinni fyrstu landsliðsæfingu Fótbolti Hvorki sjálfbært né íslenskum körfubolta til bóta Körfubolti Aron tekur við landsliði Kúveits Handbolti Varnargarðahópurinn stendur vörð um fótboltann í Grindavík Íslenski boltinn Bruno segist gera hlutina á sinn hátt Enski boltinn Allt klárt fyrir úrslitakeppnina Körfubolti Fleiri fréttir Fær enn morðhótanir daglega Meðalárslaun í kvennaboltanum ein og hálf milljón króna Fagnaði eins og Fowler og þóttist sniffa línu á vellinum Talar enn við Levy og vill snúa aftur til Spurs Hætta með Nike og nota boltann sem Arteta kvartaði yfir Sagði höfuðið í lagi en tekur enga sénsa með Glódísi stríðskonu Mínútu þögn fyrir mann sem reyndist vera á lífi Varnargarðahópurinn stendur vörð um fótboltann í Grindavík Fullorðnir menn grétu á Ölveri Halldór arfleiddi Fram að „dágóðri upphæð“ Miðvarðabölvun Rauðu djöflanna Arnar stýrði sinni fyrstu landsliðsæfingu Bruno segist gera hlutina á sinn hátt Þorleifur á æfingu hjá uppeldisfélaginu Leifur Andri leggur skóna á hilluna María skoraði sigurmarkið á fyrstu mínútu leiksins Enginn Messi þegar Argentína getur tryggt sæti sitt á HM Frá Króknum á Hlíðarenda Reynslumikill Svíi á að styrkja miðsvæði Fram Fyrirliða Forest bætt við enska hópinn Víkingur missir undanúrslitasætið Aðeins þúsund geta mætt á leikina mikilvægu við Noreg og Sviss Þriðja þáttaröðin af LUÍH hefst í kvöld: „Mögulega besta móment lífs míns“ Segir Arnór líta ruddalega vel út Ramos rekinn út af fyrir að sparka í rass mótherja Staðráðinn í að spila aftur: „Ég var nálægt því að deyja“ Útskýrði af hverju Burn var dekkaður af mun lægri manni Fyrirliði Kósóvó fór meiddur af velli „Vil ekki fara að sofa því mér líður eins og mig sé að dreyma“ Sjáðu Albert skora gegn Juventus Sjá meira