Íslenska bíóárið 2017: Ég man þig og Undir trénu með mikla yfirburði Birgir Olgeirsson skrifar 8. desember 2017 10:30 Yfirburðir Ég man þig og Undir trénu eru mjög miklir þegar kemur að þessu íslenska bíómyndaári. Myndirnar tvær rökuðu samanlagt inn 143 milljónum króna Vísir Ég man þig og Undir trénu voru langvinsælustu íslensku bíómyndir ársins. Þetta kemur fram í tölum sem FRÍSK, Félag rétthafa í sjónvarps- og kvikmyndaiðnaði, tók saman fyrir Vísi en þær ná yfir tekjur og aðsókn íslenskra kvikmynda hér á landi frá 1. janúar 2017 til dagsins í dag. Enn er eitthvað eftir af árinu og myndir á borð við Undir trénu og Reynir sterki ennþá í sýningu. Ekki er þó talið að þeir sýningardagar sem eftir eru af árinu muni hafa stórvægileg áhrif á þessar tölur og þær því birtar núna. Yfirburðir Ég man þig og Undir trénu eru mjög miklir þegar kemur að þessu íslenska bíómyndaári. Myndirnar tvær rökuðu samanlagt inn 143 milljónum króna, Ég man þig rúmum 76 milljónum og Undir trénu 67 milljónum, á meðan allar hinar myndirnar drógu inn um 43 milljónir króna. Þar á Hjartasteinn stærsta hlutann en sú mynd situr í þriðja sæti yfir aðsóknarmestu myndirnar, þénaði rúmar 34 milljónir króna í miðasölu. Í fyrra var það Eiðurinn sem var langefst á toppi lista yfir aðsóknarmestu íslensku bíómyndirnar. Myndin þénaði rúmar 63 milljónir króna og er því fyrir neðan bæði Ég man þig og Undir trénu. Heildartekjur íslenskra kvikmynda í ár voru um 188 milljónir króna en í fyrra voru það um 106 milljónir króna. Þegar kom að seldum miðum í kvikmyndahúsum voru íslenskar myndir með 6,6 prósent af þeim tekjum í fyrra. Í ár var hlutfall íslenskra mynda um 12,3 prósent.Hér fyrir neðan er listinn yfir myndirnar en neðst í greininni má sjá súlurit sem sýnir aðsóknina. Í 1. sæti er sem fyrr segir Ég man þig. Um er að ræða hrollvekju byggða á skáldsögu Yrsu Sigurðardóttur en myndin var frumsýnd 5. maí síðastliðinn. Hún þénaði 76,5 milljónir króna 47.368 gestum. 619 sýningar voru haldnar á myndinni og voru að jafnaði 77 á hverri sýningu.Í 2. sæti er Undir trénu. Myndin var frumsýnd 6. september síðastliðinn en hún þénaði 67 milljónir króna 41.972 gestum. 466 sýningar hafa verið haldnar á myndinni. Að jafnaði mættu 90 á hverja sýningu.Í 3. sæti er Hjartasteinn. Myndin var frumsýnd 13. janúar síðastliðinn. Hún þénaði 34,4 milljónir króna í 22.684 gestum. 332 sýningar hafa verið haldnar á myndinni í ár. Að jafnaði voru 68 á hverri sýningu.Í 4. sæti er er heimildarmyndin Reynir sterki. Myndin var frumsýnd 10. nóvember síðastliðinn og hefur þénað um 2,9 milljónir króna á 2.030 gestum. 67 sýningar hafa verið haldnar á myndinni þegar þetta er ritað en að jafnaði hafa um 30 verið á hverri sýningu.Í 5. sæti er myndin Rökkur. Hún var frumsýnd 27. október síðastliðinn og hefur þénað um 1,9 milljónir króna á 1.705 gestum. 80 sýningar hafa verið haldnar á myndinni og um 21 gestur að jafnaði á hverri sýningu.Í 6. sæti er myndin Sumarbörn. Myndin var frumsýnd 13. október síðastliðinn en hún hefur þénað um 1,6 milljónir króna á 1.579 gestum. Hún hefur verið sýnd 58 sinnum í kvikmyndahúsum og að jafnaði 27 á hverri sýningu.Í 7. sæti er heimildarmyndin Out Of Thin Air. Myndin var frumsýnd í Bíó Paradís 10. ágúst síðastliðinn en hún þénaði um 860 þúsund krónur á 640 gestum. 33 sýningar voru haldnar á myndinni og að jafnaði 19 á hverri sýningu.Í 8. sæti er heimildarmyndin Spólað yfir hafið. Myndin var frumsýnd í Bíó Paradís 20. apríl síðastliðinn og þénaði um 586 þúsund krónur á 560 gestum. Myndin var sýnd 23 sinum og að jafnaði 24 gestir á hverri sýningu.Í 9. sæti er Eiðurinn sem var á toppnum í fyrra. Myndin var frumsýnd 12. september árið 2016 en hún var sýnd 8 sinnum í kvikmyndahúsum hér á landi árið 2017. Þetta árið þénaði hún um 529 þúsund krónur á 706 gestum en að jafnaði voru 88 á hverri sýningu.Í 10. sæti er myndin Snjór og Salóme. Myndin var frumsýnd 7. apríl síðastliðinn og þénaði um 503 þúsund krónur á 972 gestum. 45 sýningar voru haldnar á myndinni og voru um 22 á hverri sýningu.Í 11. sæti er heimildarmyndin Varnarliðið. Myndin var frumsýnd 15. nóvember síðastliðinn en hún þénaði um 244 þúsund krónur á 387 gestum. Myndin var sýnd 14 sinnum og að jafnaði um 28 á hverri sýningu.Í 12. sæti er heimildarmyndin 690 Vopnafjörður. Myndin var frumsýnd 25. október síðastliðinn en hún hefur 213 þúsund krónur á 334 gestum. 8 sýningar voru haldnar á myndinni og að jafnaði 42 á hverri sýningu. 690 Vopnafjordur Trailer from Ziegler & Sigurðardóttir on Vimeo.Í 13. sæti er heimildarmyndin Island Songs. Myndin var frumsýnd 31. október síðastliðinn í Bíó Paradís en hún þénaði um 212 þúsund krónur á 169 gestum. Á fjórtán sýningum voru að jafnaði 12 gestir.Í 14. sæti er heimildarmyndin Skjól og Skart. Hún var frumsýnd 14. september síðastliðinn en hún hefur þénað um 162 þúsund krónur á 214 gestum. Hún hefur verið sýnd 9 sinnum og 24 gestir að jafnaði á hverri sýningu.Í 15. sæti er heimildarmyndin 15 ár á Íslandi. Myndin var frumsýnd 22. mars síðastliðinn en hún hefur þénað 73.800 krónur á 254 gestum. 8 sýningar voru haldnar á myndinni og voru 32 gestir að jafnaði á hverri sýningu.Í 16. sæti er heimildarmyndin A Reykjavík Porno. Myndin var frumsýnd 13. janúar síðastliðinn en hún þénaði um 53 þúsund krónur á 43 gestum. Sex sýningar voru haldnar á myndinni og 7 gestir að jafnaði á hverri sýningu.Í 17. sæti er kvikmynd Grimmd sem var frumsýnd 21. október í fyrra. Myndin var í öðru sæti yfir mest sóttu íslensku myndirnar í fyrra en á því ári þénaði hún um 14,6 milljónir króna. Hún var sýnd tvisvar sinnum í ár og þénaði um 35 þúsund krónur á 31 gesti. Hún var sýnd tvisvar sinnum í ár og að jafnaði 16 á hverri sýningu.Í 18. sæti er heimildarmyndin Goðsögnin FC KARAOKE. Myndin var frumsýnd 19. október síðastliðinn en hún þénaði um 31 þúsund krónur á 22 gestum. Myndin var sýnd fjórum sinnum í Bíó Paradís og að jafnaði sex gestir á hverri sýningu.Í 19. sæti er heimildarmyndin Innsæi sem var frumsýnd 17. október í fyrra. Myndin hafnaði í fjórða sæti í fyrra með því að þéna 3,1 milljón króna. Hún var sýnd einu sinni í Bíó Paradís á þessu ári þar sem hún þénaði um 11 þúsund krónur á 7 gestum.Í 20. sæti er heimildarmyndin Rúnturinn I. Myndin var frumsýnd 24. nóvember í fyrra og hafnaði í sextánda sæti yfir aðsóknarmestu myndir ársins með því að þéna 36 þúsund krónur á 139 sýningargestum. Í ár var hún sýnd tvisvar sinnum í Bíó Paradís og þénaði um 10 þúsund krónur á 11 sýningargestum sem sóttu þær sýningar. Fréttir ársins 2017 Menning Tengdar fréttir Íslenska bíóárið 2016: Eiðurinn trónir ein á toppnum og langt í næstu myndir Rúmlega tvöfalt fleiri sáu Eiðinn en næst vinsælustu myndina. 9. desember 2016 14:45 Mest lesið Sigurjón minnist David Lynch: „Jonni, við verðum að gera eitthvað fyrir Ísland“ Bíó og sjónvarp Þéna töluvert þrátt fyrir að vera ekki til Lífið Heill hljóðheimur Hildar fer afturábak Tónlist Fötlunin ekki stærsta áfallið heldur veikindin sem fylgdu Lífið Krakkatían: Grænland, galdrakarl og Greppikló Lífið Grundvallarmisskilnings gæti um þaksvalir á Íslandi Lífið „Lífið væri svo miklu leiðinlegra ef ég ætti ekki bróður með Downs“ Lífið Erling og Sigríður selja húsið eftir átján ár Lífið Einstakur bíll sem erfitt gæti verið að toppa Lífið samstarf Ragna Sigurðardóttir á von á barni Lífið Fleiri fréttir Sigurjón minnist David Lynch: „Jonni, við verðum að gera eitthvað fyrir Ísland“ Kvikmyndirnar sem beðið er eftir 2025 Embla og Timothée Chalamet glæsileg á dreglinum Krefur Disney um tíu milljarða dala Þakkar fleiru en Demi Moore fyrir langþráð metár Vestfirski hryllingstryllirinn frumsýndur vestanhafs Snerting skaut Deadpool ref fyrir rass 2024 Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Frumsýning á Vísi: Fyrsta stiklan úr hryllingstrylli af Vestfjörðum Paul Mescal leiki nafna sinn McCartney „Þannig það yrði bara til Leynilögga 1 og 3“ Emilia Pérez og The Bear með flestar tilnefningar til Golden Globe „Hversu góð tök hefur þú á Rúrik?“ Sjá meira
Ég man þig og Undir trénu voru langvinsælustu íslensku bíómyndir ársins. Þetta kemur fram í tölum sem FRÍSK, Félag rétthafa í sjónvarps- og kvikmyndaiðnaði, tók saman fyrir Vísi en þær ná yfir tekjur og aðsókn íslenskra kvikmynda hér á landi frá 1. janúar 2017 til dagsins í dag. Enn er eitthvað eftir af árinu og myndir á borð við Undir trénu og Reynir sterki ennþá í sýningu. Ekki er þó talið að þeir sýningardagar sem eftir eru af árinu muni hafa stórvægileg áhrif á þessar tölur og þær því birtar núna. Yfirburðir Ég man þig og Undir trénu eru mjög miklir þegar kemur að þessu íslenska bíómyndaári. Myndirnar tvær rökuðu samanlagt inn 143 milljónum króna, Ég man þig rúmum 76 milljónum og Undir trénu 67 milljónum, á meðan allar hinar myndirnar drógu inn um 43 milljónir króna. Þar á Hjartasteinn stærsta hlutann en sú mynd situr í þriðja sæti yfir aðsóknarmestu myndirnar, þénaði rúmar 34 milljónir króna í miðasölu. Í fyrra var það Eiðurinn sem var langefst á toppi lista yfir aðsóknarmestu íslensku bíómyndirnar. Myndin þénaði rúmar 63 milljónir króna og er því fyrir neðan bæði Ég man þig og Undir trénu. Heildartekjur íslenskra kvikmynda í ár voru um 188 milljónir króna en í fyrra voru það um 106 milljónir króna. Þegar kom að seldum miðum í kvikmyndahúsum voru íslenskar myndir með 6,6 prósent af þeim tekjum í fyrra. Í ár var hlutfall íslenskra mynda um 12,3 prósent.Hér fyrir neðan er listinn yfir myndirnar en neðst í greininni má sjá súlurit sem sýnir aðsóknina. Í 1. sæti er sem fyrr segir Ég man þig. Um er að ræða hrollvekju byggða á skáldsögu Yrsu Sigurðardóttur en myndin var frumsýnd 5. maí síðastliðinn. Hún þénaði 76,5 milljónir króna 47.368 gestum. 619 sýningar voru haldnar á myndinni og voru að jafnaði 77 á hverri sýningu.Í 2. sæti er Undir trénu. Myndin var frumsýnd 6. september síðastliðinn en hún þénaði 67 milljónir króna 41.972 gestum. 466 sýningar hafa verið haldnar á myndinni. Að jafnaði mættu 90 á hverja sýningu.Í 3. sæti er Hjartasteinn. Myndin var frumsýnd 13. janúar síðastliðinn. Hún þénaði 34,4 milljónir króna í 22.684 gestum. 332 sýningar hafa verið haldnar á myndinni í ár. Að jafnaði voru 68 á hverri sýningu.Í 4. sæti er er heimildarmyndin Reynir sterki. Myndin var frumsýnd 10. nóvember síðastliðinn og hefur þénað um 2,9 milljónir króna á 2.030 gestum. 67 sýningar hafa verið haldnar á myndinni þegar þetta er ritað en að jafnaði hafa um 30 verið á hverri sýningu.Í 5. sæti er myndin Rökkur. Hún var frumsýnd 27. október síðastliðinn og hefur þénað um 1,9 milljónir króna á 1.705 gestum. 80 sýningar hafa verið haldnar á myndinni og um 21 gestur að jafnaði á hverri sýningu.Í 6. sæti er myndin Sumarbörn. Myndin var frumsýnd 13. október síðastliðinn en hún hefur þénað um 1,6 milljónir króna á 1.579 gestum. Hún hefur verið sýnd 58 sinnum í kvikmyndahúsum og að jafnaði 27 á hverri sýningu.Í 7. sæti er heimildarmyndin Out Of Thin Air. Myndin var frumsýnd í Bíó Paradís 10. ágúst síðastliðinn en hún þénaði um 860 þúsund krónur á 640 gestum. 33 sýningar voru haldnar á myndinni og að jafnaði 19 á hverri sýningu.Í 8. sæti er heimildarmyndin Spólað yfir hafið. Myndin var frumsýnd í Bíó Paradís 20. apríl síðastliðinn og þénaði um 586 þúsund krónur á 560 gestum. Myndin var sýnd 23 sinum og að jafnaði 24 gestir á hverri sýningu.Í 9. sæti er Eiðurinn sem var á toppnum í fyrra. Myndin var frumsýnd 12. september árið 2016 en hún var sýnd 8 sinnum í kvikmyndahúsum hér á landi árið 2017. Þetta árið þénaði hún um 529 þúsund krónur á 706 gestum en að jafnaði voru 88 á hverri sýningu.Í 10. sæti er myndin Snjór og Salóme. Myndin var frumsýnd 7. apríl síðastliðinn og þénaði um 503 þúsund krónur á 972 gestum. 45 sýningar voru haldnar á myndinni og voru um 22 á hverri sýningu.Í 11. sæti er heimildarmyndin Varnarliðið. Myndin var frumsýnd 15. nóvember síðastliðinn en hún þénaði um 244 þúsund krónur á 387 gestum. Myndin var sýnd 14 sinnum og að jafnaði um 28 á hverri sýningu.Í 12. sæti er heimildarmyndin 690 Vopnafjörður. Myndin var frumsýnd 25. október síðastliðinn en hún hefur 213 þúsund krónur á 334 gestum. 8 sýningar voru haldnar á myndinni og að jafnaði 42 á hverri sýningu. 690 Vopnafjordur Trailer from Ziegler & Sigurðardóttir on Vimeo.Í 13. sæti er heimildarmyndin Island Songs. Myndin var frumsýnd 31. október síðastliðinn í Bíó Paradís en hún þénaði um 212 þúsund krónur á 169 gestum. Á fjórtán sýningum voru að jafnaði 12 gestir.Í 14. sæti er heimildarmyndin Skjól og Skart. Hún var frumsýnd 14. september síðastliðinn en hún hefur þénað um 162 þúsund krónur á 214 gestum. Hún hefur verið sýnd 9 sinnum og 24 gestir að jafnaði á hverri sýningu.Í 15. sæti er heimildarmyndin 15 ár á Íslandi. Myndin var frumsýnd 22. mars síðastliðinn en hún hefur þénað 73.800 krónur á 254 gestum. 8 sýningar voru haldnar á myndinni og voru 32 gestir að jafnaði á hverri sýningu.Í 16. sæti er heimildarmyndin A Reykjavík Porno. Myndin var frumsýnd 13. janúar síðastliðinn en hún þénaði um 53 þúsund krónur á 43 gestum. Sex sýningar voru haldnar á myndinni og 7 gestir að jafnaði á hverri sýningu.Í 17. sæti er kvikmynd Grimmd sem var frumsýnd 21. október í fyrra. Myndin var í öðru sæti yfir mest sóttu íslensku myndirnar í fyrra en á því ári þénaði hún um 14,6 milljónir króna. Hún var sýnd tvisvar sinnum í ár og þénaði um 35 þúsund krónur á 31 gesti. Hún var sýnd tvisvar sinnum í ár og að jafnaði 16 á hverri sýningu.Í 18. sæti er heimildarmyndin Goðsögnin FC KARAOKE. Myndin var frumsýnd 19. október síðastliðinn en hún þénaði um 31 þúsund krónur á 22 gestum. Myndin var sýnd fjórum sinnum í Bíó Paradís og að jafnaði sex gestir á hverri sýningu.Í 19. sæti er heimildarmyndin Innsæi sem var frumsýnd 17. október í fyrra. Myndin hafnaði í fjórða sæti í fyrra með því að þéna 3,1 milljón króna. Hún var sýnd einu sinni í Bíó Paradís á þessu ári þar sem hún þénaði um 11 þúsund krónur á 7 gestum.Í 20. sæti er heimildarmyndin Rúnturinn I. Myndin var frumsýnd 24. nóvember í fyrra og hafnaði í sextánda sæti yfir aðsóknarmestu myndir ársins með því að þéna 36 þúsund krónur á 139 sýningargestum. Í ár var hún sýnd tvisvar sinnum í Bíó Paradís og þénaði um 10 þúsund krónur á 11 sýningargestum sem sóttu þær sýningar.
Fréttir ársins 2017 Menning Tengdar fréttir Íslenska bíóárið 2016: Eiðurinn trónir ein á toppnum og langt í næstu myndir Rúmlega tvöfalt fleiri sáu Eiðinn en næst vinsælustu myndina. 9. desember 2016 14:45 Mest lesið Sigurjón minnist David Lynch: „Jonni, við verðum að gera eitthvað fyrir Ísland“ Bíó og sjónvarp Þéna töluvert þrátt fyrir að vera ekki til Lífið Heill hljóðheimur Hildar fer afturábak Tónlist Fötlunin ekki stærsta áfallið heldur veikindin sem fylgdu Lífið Krakkatían: Grænland, galdrakarl og Greppikló Lífið Grundvallarmisskilnings gæti um þaksvalir á Íslandi Lífið „Lífið væri svo miklu leiðinlegra ef ég ætti ekki bróður með Downs“ Lífið Erling og Sigríður selja húsið eftir átján ár Lífið Einstakur bíll sem erfitt gæti verið að toppa Lífið samstarf Ragna Sigurðardóttir á von á barni Lífið Fleiri fréttir Sigurjón minnist David Lynch: „Jonni, við verðum að gera eitthvað fyrir Ísland“ Kvikmyndirnar sem beðið er eftir 2025 Embla og Timothée Chalamet glæsileg á dreglinum Krefur Disney um tíu milljarða dala Þakkar fleiru en Demi Moore fyrir langþráð metár Vestfirski hryllingstryllirinn frumsýndur vestanhafs Snerting skaut Deadpool ref fyrir rass 2024 Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Frumsýning á Vísi: Fyrsta stiklan úr hryllingstrylli af Vestfjörðum Paul Mescal leiki nafna sinn McCartney „Þannig það yrði bara til Leynilögga 1 og 3“ Emilia Pérez og The Bear með flestar tilnefningar til Golden Globe „Hversu góð tök hefur þú á Rúrik?“ Sjá meira
Íslenska bíóárið 2016: Eiðurinn trónir ein á toppnum og langt í næstu myndir Rúmlega tvöfalt fleiri sáu Eiðinn en næst vinsælustu myndina. 9. desember 2016 14:45