Messi: Ísland er sýnd veiði en ekki gefin Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 7. desember 2017 16:34 Lionel Messi mun mæta strákunum okkar í Rússlandi á næsta ári. Vísir/Getty Lionel Messi, fyrirliði argentíska landsliðsins í knattspyrnu og besti knattspyrnumaður heims undafarin ár, virðist bera mikla virðingu fyrir íslenska landsliðinu í knattspyrnu. Liðin drógust saman í D-riðli Heimsmeistaramótsins í knattspyrnu í Rússland á næsta ári. Messi var í einkaviðtali við TyC Sports í Argentínu þar sem hann var spurður um álit sitt á því að hafa dregist í riðil með Íslandi. Fréttamaðurinn sagði sjálfur að hann hefði barið í borðið þegar Ísland kom upp úr hattinum og að hann hefði alls ekki viljað dragast með Íslandi í riðli. Messi hló þegar fréttamaðurinn hafði orð á þessu en var fljótur að gefa alvarlegt svar við spurningunni. „Nafnið gefur til kynna að liðið virðast vera auðvelt viðureignar, en sá sem að hefur séð þetta lið spila veit að það er erfitt viðureignar,“ sagði Messi og því augljóst að uppgangur íslenska landsliðsins hefur ekki farið framhjá fyrirliða argentíska landsliðsins. Ísland og Argentína spila fyrsta leikinn í riðlinum og verður hann spilaður á Otkrytiye leikvanginum í Moskvu 16. júní á næsta ári. Í viðtalinu sagði Messi að Argentína yrði hreinlega að sækja sigur í fyrsta leik, annað kæmi ekki til greina. Það yrði þó erfitt og máli sínu til stuðnings minnti Messi fréttamanninn á það að Ísland hefði verið fyrir ofan Króatíu í undankeppninni, en Króatar eru einmitt í D-riðli, ásamt Íslandi, Argentínu og Nígeríu. „Þetta er ekki mjög auðvelt lið, mjög skipulagt og líkamlega sterkt,“ sagði Messi einnig um Ísland en hann fór um víðan völl í löngu einkaviðtali. Viðurkenndi hin þrítuga knattspyrnustjarna meðal annars að Heimsmeistaramótið sem framundan er væri mjög líklega síðasta tækifæri hans til þess að lyfta HM-bikarnum fræga.Viðtalið í heild sinni má sjá hér fyrir neðan en athygli er vakin á því að það er á spænsku. Messi tjáir sig um Ísland þegar um 27 mínútur eru liðnar af myndbandinu. HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Tók tíuna af Messi og sló met Maradona Fótbolti Ótrúleg breyting á skrautlegum stjóra: Misst fjörutíu kíló á hálfu ári Enski boltinn Slóvenar saltvondir út í dómarana: „Hvað er hægt að segja?“ Körfubolti Yankees heiðruðu Charlie Kirk Sport Flugu inn á HM þrátt fyrir átta markalaus jafntefli Fótbolti Ómar Ingi fór áfram hamförum Handbolti Dagskráin í dag: Úrslitastund fyrir ÍA Sport Ofurtölvan telur Liverpool líklegast til að vinna Meistaradeildina Fótbolti Telur ólíklegt að Kawhi eða Clippers verði refsað Körfubolti Þjóðverjar í undanúrslit þrátt fyrir stórleik Doncic Körfubolti Fleiri fréttir Púaður á Prinsavöllum en fær góðar móttökur í Mílanó Ótrúleg breyting á skrautlegum stjóra: Misst fjörutíu kíló á hálfu ári Tók tíuna af Messi og sló met Maradona Flugu inn á HM þrátt fyrir átta markalaus jafntefli Ofurtölvan telur Liverpool líklegast til að vinna Meistaradeildina „Gagnrýnið mig en ekki liðið“ „Þurftum að spila á móti dómurum, lögreglu og boltastrákum líka“ Coote ákærður fyrir að framleiða barnaníðsefni Stærsta lið Úkraínu samdi við aðdáanda Pútin Man. Utd er ekki eins lélegt og flestir halda „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Onana stóð sem steinn og ýtti áhorfanda „Vissi ekki að ég væri sá fyrsti“ Köstuðu kúk og hentu handsprengjum: „Allt sem suður-amerískur fótbolti á að standa fyrir“ Bólivía vann Brasilíu og fer í umspil álfanna Myndasyrpa: Borg ástarinnar stóð ekki undir nafni Breiðablik hafnaði tilboði í Ágúst Orra Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Haaland skoraði fimm í tíu marka sigri Noregs „Frammistaða sem við getum svo sannarlega byggt ofan á“ Arnar eftir tapið súra í París: „Hef þroskast svo mikið” Einkunnir Íslands: Andri Lucas bestur í grátlegu tapi í París „Þetta mark átti klárlega að fá að standa“ Fyrirliðinn um markið sem var dæmt af: „Finnst þetta galið“ Sársvekktur Andri Lucas: „Ég eiginlega veit ekki hvað hann dæmir á“ Uppgjörið: Frakkland - Ísland 2-1 | Grátlegt tap í París eftir hetjulega baráttu Endurkoman gegn Víkingum ekki nóg og Bröndby skiptir um þjálfara Englendingar skoruðu fimm í Serbíu Aserar náðu í mikilvægt stig gegn Úkraínu Lærisveinar Heimis fara illa af stað Sjá meira
Lionel Messi, fyrirliði argentíska landsliðsins í knattspyrnu og besti knattspyrnumaður heims undafarin ár, virðist bera mikla virðingu fyrir íslenska landsliðinu í knattspyrnu. Liðin drógust saman í D-riðli Heimsmeistaramótsins í knattspyrnu í Rússland á næsta ári. Messi var í einkaviðtali við TyC Sports í Argentínu þar sem hann var spurður um álit sitt á því að hafa dregist í riðil með Íslandi. Fréttamaðurinn sagði sjálfur að hann hefði barið í borðið þegar Ísland kom upp úr hattinum og að hann hefði alls ekki viljað dragast með Íslandi í riðli. Messi hló þegar fréttamaðurinn hafði orð á þessu en var fljótur að gefa alvarlegt svar við spurningunni. „Nafnið gefur til kynna að liðið virðast vera auðvelt viðureignar, en sá sem að hefur séð þetta lið spila veit að það er erfitt viðureignar,“ sagði Messi og því augljóst að uppgangur íslenska landsliðsins hefur ekki farið framhjá fyrirliða argentíska landsliðsins. Ísland og Argentína spila fyrsta leikinn í riðlinum og verður hann spilaður á Otkrytiye leikvanginum í Moskvu 16. júní á næsta ári. Í viðtalinu sagði Messi að Argentína yrði hreinlega að sækja sigur í fyrsta leik, annað kæmi ekki til greina. Það yrði þó erfitt og máli sínu til stuðnings minnti Messi fréttamanninn á það að Ísland hefði verið fyrir ofan Króatíu í undankeppninni, en Króatar eru einmitt í D-riðli, ásamt Íslandi, Argentínu og Nígeríu. „Þetta er ekki mjög auðvelt lið, mjög skipulagt og líkamlega sterkt,“ sagði Messi einnig um Ísland en hann fór um víðan völl í löngu einkaviðtali. Viðurkenndi hin þrítuga knattspyrnustjarna meðal annars að Heimsmeistaramótið sem framundan er væri mjög líklega síðasta tækifæri hans til þess að lyfta HM-bikarnum fræga.Viðtalið í heild sinni má sjá hér fyrir neðan en athygli er vakin á því að það er á spænsku. Messi tjáir sig um Ísland þegar um 27 mínútur eru liðnar af myndbandinu.
HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Tók tíuna af Messi og sló met Maradona Fótbolti Ótrúleg breyting á skrautlegum stjóra: Misst fjörutíu kíló á hálfu ári Enski boltinn Slóvenar saltvondir út í dómarana: „Hvað er hægt að segja?“ Körfubolti Yankees heiðruðu Charlie Kirk Sport Flugu inn á HM þrátt fyrir átta markalaus jafntefli Fótbolti Ómar Ingi fór áfram hamförum Handbolti Dagskráin í dag: Úrslitastund fyrir ÍA Sport Ofurtölvan telur Liverpool líklegast til að vinna Meistaradeildina Fótbolti Telur ólíklegt að Kawhi eða Clippers verði refsað Körfubolti Þjóðverjar í undanúrslit þrátt fyrir stórleik Doncic Körfubolti Fleiri fréttir Púaður á Prinsavöllum en fær góðar móttökur í Mílanó Ótrúleg breyting á skrautlegum stjóra: Misst fjörutíu kíló á hálfu ári Tók tíuna af Messi og sló met Maradona Flugu inn á HM þrátt fyrir átta markalaus jafntefli Ofurtölvan telur Liverpool líklegast til að vinna Meistaradeildina „Gagnrýnið mig en ekki liðið“ „Þurftum að spila á móti dómurum, lögreglu og boltastrákum líka“ Coote ákærður fyrir að framleiða barnaníðsefni Stærsta lið Úkraínu samdi við aðdáanda Pútin Man. Utd er ekki eins lélegt og flestir halda „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Onana stóð sem steinn og ýtti áhorfanda „Vissi ekki að ég væri sá fyrsti“ Köstuðu kúk og hentu handsprengjum: „Allt sem suður-amerískur fótbolti á að standa fyrir“ Bólivía vann Brasilíu og fer í umspil álfanna Myndasyrpa: Borg ástarinnar stóð ekki undir nafni Breiðablik hafnaði tilboði í Ágúst Orra Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Haaland skoraði fimm í tíu marka sigri Noregs „Frammistaða sem við getum svo sannarlega byggt ofan á“ Arnar eftir tapið súra í París: „Hef þroskast svo mikið” Einkunnir Íslands: Andri Lucas bestur í grátlegu tapi í París „Þetta mark átti klárlega að fá að standa“ Fyrirliðinn um markið sem var dæmt af: „Finnst þetta galið“ Sársvekktur Andri Lucas: „Ég eiginlega veit ekki hvað hann dæmir á“ Uppgjörið: Frakkland - Ísland 2-1 | Grátlegt tap í París eftir hetjulega baráttu Endurkoman gegn Víkingum ekki nóg og Bröndby skiptir um þjálfara Englendingar skoruðu fimm í Serbíu Aserar náðu í mikilvægt stig gegn Úkraínu Lærisveinar Heimis fara illa af stað Sjá meira