Þau flúruðu nafn elskhuga á sig og sáu svo eftir því Lilja Katrín Gunnarsdóttir skrifar 7. desember 2017 21:00 Það hafa margir verið í sömu sporum og Ellý. Vísir / Getty Images Vísir sagði frá raunum fjölmiðlakonunnar Ellýjar Ármanns í gær, en hún leitar nú að stað sem getur fjarlægt húðflúr á hendi sinni en flúrið er nafn á fyrrverandi kærasta hennar. Það er alþekkt hjá fræga fólkinu í Hollywood að þurfa að fjarlægja húðflúr sem minna á fyrrverandi maka. Þó sársaukafullt sé að fjarlægja flúrin, geta minningarnar um ævintýri sem endaði verið enn sársaukafyllri. Breytingin heppnaðist vel hjá Kaley.Vísir / Getty Images Ekki merkja þig með brúðkaupsdeginum Big Bang Theory-leikkonan Kayley Cuoco gekk að eiga tennisstjörnuna Ryan Sweeting í desember árið 2013. Í september tveimur árum seinna tilkynntu þau um skilnað sinn. Kayley lét húðflúra brúðkaupsdagsetninguna á bak sitt en lét síðan flúra skordýr yfir dagsetninguna þegar skilnaðurinn gekk í gegn. Kayley ræddi opinskátt um þetta á Instagram-síðu sinni. „Muna - ekki merkja líkama þinn með brúðkaupsdagsetningum í framtíðinni,“ skrifaði hún og bætti við að nýja húðflúrið bæri enga djúpa merkingu heldur væri eingöngu til að hylja fyrra flúrið. Frægt dæmi um breytingu á húðflúri.Vísir / Samsett mynd Fylliraftur að eilífu Eitt frægasta flúrdæmið í Hollywood er án efa þegar leikarinn Johnny Depp lét húðflúra á sig Winona Forever á þeim tíma sem hann deitaði leikkonuna Winonu Ryder. Johnny og Winona hættu saman í byrjun tíunda áratugs síðustu aldar og lét Johnny í framhaldinu breyta húðflúrinu í Wino Forever, en Wino þýðir manneskja sem drekkur aðeins of mikið af ódýru víni. Í viðtali við Playboy stuttu eftir breytinguna sagði hann að nýja flúrið væri ef til vill meira lýsandi fyrir hann. Hjónabandið gekk ekki upp og húðflúrið fékk að fjúka.Vísir / Getty Images Bæ, bæ Billy Leikaraparið Angelina Jolie og Billy Bob Thornton var gift á árunum 2000 til 2003. Parið var mikið í sviðsljósinu á sínum tíma og lét Angelina flúra nafn Billys á vinstri upphandlegg sinn. Síðar meir lét hún fjarlægja húðflúrið en setti hnit fæðingarstaða barna sinna í staðinn. Melanie óhrædd við að sýna flúrið.Vísir / Getty Images Beint í hjartastað Það kom mörgum í opna skjöldu þegar leikkonan Melanie Griffith og leikarinn Antonio Banderas skildu árið 2015 en þau gengu í það heilaga árið 1996. Á meðan allt lék í lyndi lét Melanie flúra nafn Antonio á upphandlegg sinn og hjarta utan um það. Eftir skilnaðinn lét hún afmá nafn fyrrverandi eiginmannsins en hélt hjartanu. Í dag hefur hún látið fjarlægja húðflúrið algjörlega. Það sáu fáir þennan skilnað fyrir.Vísir / Getty Images „Seal of Approval“ Ofurfyrirsætan Heidi Klum og söngvarinn Seal voru eitt af þessum pörum sem fólk hélt að myndi aldrei skilja. Það gerðu þau samt árið 2015, eftir tíu ára hjónaband. Heidi merkti sig Seal með því að flúra nafn hans á handlegg sinn. Eftir hjónaskilnaðinn lét hún nánast fjarlægja öll ummerki um þetta flúr. Denise reddar flúrinu.Vísir / Getty Images Eru álfar kannski menn? Leikkonan Denise Richards og glaumgosinn Charlie Sheen innsigluðu ástina árið 2002 með því að flúra nafn hvors annars á líkama sína. Denise lét húðflúra nafn Charlie á ökkla sinn, en eftir skilnaðinn árið 2006 lét Denise breyta nafninu í fallegan álf. Þess má geta að Charlie lét húðflúra nafn Denise á úlnlið sinn en lét fjarlægja það að ósk þáverandi unnustu sinnar, Brooke Mueller. Húðflúr Tengdar fréttir Einhleyp Ellý situr uppi með tattú með nafni fyrrverandi: "Ég er í rusli yfir þessu“ Ellý Ármanns og Steingrímur Erlingsson eru hætt saman. Ellý tilkynnir þetta á Facebook með hvelli. 6. desember 2017 13:17 Mest lesið „Svona getur þetta reynst smásálarlegt hérna“ Lífið Gelluorkan í hæstu hæðum á Gugguvaktinni Lífið Simon og Garfunkel ná sögulegum sáttum: „Ég grét þegar hann sagði hversu mikið ég hefði sært hann“ Lífið Einhleypan: „Borða, ríða, elska“ Makamál Sjá eftir að hafa beint börnum á klámsíðu Lífið Málaferli og verktakadrama seinkar framkvæmdunum á höllinni í Frakklandi Lífið Rúrik Gísla í glæsilegu eftirpartýi á Edition Lífið Stjörnulífið: „Einhver þarna uppi heldur með mér“ Lífið Frægir flugfreyjubúningar í útgáfuhófi Loftleiðabókar Lífið Steindi á æfingu hjá versta fótboltaliði Lundúna Lífið Fleiri fréttir Meinta mannætan fékk ófrjósemisaðgerð í afmælisgjöf frá mömmu Hvað skal gera þegar tilhugsunin er meira sexý en kynlífið? Sjáðu stikluna: Zellweger, Firth og Grant öll í nýjustu Bridget Jones Smekklegt einbýli í hjarta Hafnarfjarðar Þurfti aðeins nokkrar sekúndur til að tryggja liði sínu áfram í undanúrslitin Rúrik Gísla í glæsilegu eftirpartýi á Edition Kynbomban Megan Fox ólétt Málaferli og verktakadrama seinkar framkvæmdunum á höllinni í Frakklandi „Svona getur þetta reynst smásálarlegt hérna“ Skreytum hús: Strákaherbergi með Star Wars ívafi Hagaskóli vann Skrekk Simon og Garfunkel ná sögulegum sáttum: „Ég grét þegar hann sagði hversu mikið ég hefði sært hann“ Gelluorkan í hæstu hæðum á Gugguvaktinni Sjá eftir að hafa beint börnum á klámsíðu Crocs skór nú einnig fyrir hunda Fiskikóngurinn kominn í gufuna Hlýleg hönnunarperla eftir Rut Kára í Mosó Steindi á æfingu hjá versta fótboltaliði Lundúna Viðkvæmur drengur sem var á brjósti til fimm ára aldurs og farinn að reykja Stjörnulífið: „Einhver þarna uppi heldur með mér“ Frægir flugfreyjubúningar í útgáfuhófi Loftleiðabókar Hrafnhildur hafnaði í öðru sæti í Miss Earth Þrjár íslenskar kvikmyndir hlutu verðlaun í Þýskalandi Krakkatía vikunnar: Handbolti, eldgos og Alþingi Glæsileg folaldasýning í Skálakoti undir Eyjafjöllum Bein útsending: Vikulöng þrekraun Einars Nammimaðurinn er allur Lifa hægara lífi í New York en á Íslandi Málningartrönur á miðri götu Berlínar breyttu gangi sögunnar Fréttatía vikunnar: Bubbi, Airwaves og kosningar Sjá meira
Vísir sagði frá raunum fjölmiðlakonunnar Ellýjar Ármanns í gær, en hún leitar nú að stað sem getur fjarlægt húðflúr á hendi sinni en flúrið er nafn á fyrrverandi kærasta hennar. Það er alþekkt hjá fræga fólkinu í Hollywood að þurfa að fjarlægja húðflúr sem minna á fyrrverandi maka. Þó sársaukafullt sé að fjarlægja flúrin, geta minningarnar um ævintýri sem endaði verið enn sársaukafyllri. Breytingin heppnaðist vel hjá Kaley.Vísir / Getty Images Ekki merkja þig með brúðkaupsdeginum Big Bang Theory-leikkonan Kayley Cuoco gekk að eiga tennisstjörnuna Ryan Sweeting í desember árið 2013. Í september tveimur árum seinna tilkynntu þau um skilnað sinn. Kayley lét húðflúra brúðkaupsdagsetninguna á bak sitt en lét síðan flúra skordýr yfir dagsetninguna þegar skilnaðurinn gekk í gegn. Kayley ræddi opinskátt um þetta á Instagram-síðu sinni. „Muna - ekki merkja líkama þinn með brúðkaupsdagsetningum í framtíðinni,“ skrifaði hún og bætti við að nýja húðflúrið bæri enga djúpa merkingu heldur væri eingöngu til að hylja fyrra flúrið. Frægt dæmi um breytingu á húðflúri.Vísir / Samsett mynd Fylliraftur að eilífu Eitt frægasta flúrdæmið í Hollywood er án efa þegar leikarinn Johnny Depp lét húðflúra á sig Winona Forever á þeim tíma sem hann deitaði leikkonuna Winonu Ryder. Johnny og Winona hættu saman í byrjun tíunda áratugs síðustu aldar og lét Johnny í framhaldinu breyta húðflúrinu í Wino Forever, en Wino þýðir manneskja sem drekkur aðeins of mikið af ódýru víni. Í viðtali við Playboy stuttu eftir breytinguna sagði hann að nýja flúrið væri ef til vill meira lýsandi fyrir hann. Hjónabandið gekk ekki upp og húðflúrið fékk að fjúka.Vísir / Getty Images Bæ, bæ Billy Leikaraparið Angelina Jolie og Billy Bob Thornton var gift á árunum 2000 til 2003. Parið var mikið í sviðsljósinu á sínum tíma og lét Angelina flúra nafn Billys á vinstri upphandlegg sinn. Síðar meir lét hún fjarlægja húðflúrið en setti hnit fæðingarstaða barna sinna í staðinn. Melanie óhrædd við að sýna flúrið.Vísir / Getty Images Beint í hjartastað Það kom mörgum í opna skjöldu þegar leikkonan Melanie Griffith og leikarinn Antonio Banderas skildu árið 2015 en þau gengu í það heilaga árið 1996. Á meðan allt lék í lyndi lét Melanie flúra nafn Antonio á upphandlegg sinn og hjarta utan um það. Eftir skilnaðinn lét hún afmá nafn fyrrverandi eiginmannsins en hélt hjartanu. Í dag hefur hún látið fjarlægja húðflúrið algjörlega. Það sáu fáir þennan skilnað fyrir.Vísir / Getty Images „Seal of Approval“ Ofurfyrirsætan Heidi Klum og söngvarinn Seal voru eitt af þessum pörum sem fólk hélt að myndi aldrei skilja. Það gerðu þau samt árið 2015, eftir tíu ára hjónaband. Heidi merkti sig Seal með því að flúra nafn hans á handlegg sinn. Eftir hjónaskilnaðinn lét hún nánast fjarlægja öll ummerki um þetta flúr. Denise reddar flúrinu.Vísir / Getty Images Eru álfar kannski menn? Leikkonan Denise Richards og glaumgosinn Charlie Sheen innsigluðu ástina árið 2002 með því að flúra nafn hvors annars á líkama sína. Denise lét húðflúra nafn Charlie á ökkla sinn, en eftir skilnaðinn árið 2006 lét Denise breyta nafninu í fallegan álf. Þess má geta að Charlie lét húðflúra nafn Denise á úlnlið sinn en lét fjarlægja það að ósk þáverandi unnustu sinnar, Brooke Mueller.
Húðflúr Tengdar fréttir Einhleyp Ellý situr uppi með tattú með nafni fyrrverandi: "Ég er í rusli yfir þessu“ Ellý Ármanns og Steingrímur Erlingsson eru hætt saman. Ellý tilkynnir þetta á Facebook með hvelli. 6. desember 2017 13:17 Mest lesið „Svona getur þetta reynst smásálarlegt hérna“ Lífið Gelluorkan í hæstu hæðum á Gugguvaktinni Lífið Simon og Garfunkel ná sögulegum sáttum: „Ég grét þegar hann sagði hversu mikið ég hefði sært hann“ Lífið Einhleypan: „Borða, ríða, elska“ Makamál Sjá eftir að hafa beint börnum á klámsíðu Lífið Málaferli og verktakadrama seinkar framkvæmdunum á höllinni í Frakklandi Lífið Rúrik Gísla í glæsilegu eftirpartýi á Edition Lífið Stjörnulífið: „Einhver þarna uppi heldur með mér“ Lífið Frægir flugfreyjubúningar í útgáfuhófi Loftleiðabókar Lífið Steindi á æfingu hjá versta fótboltaliði Lundúna Lífið Fleiri fréttir Meinta mannætan fékk ófrjósemisaðgerð í afmælisgjöf frá mömmu Hvað skal gera þegar tilhugsunin er meira sexý en kynlífið? Sjáðu stikluna: Zellweger, Firth og Grant öll í nýjustu Bridget Jones Smekklegt einbýli í hjarta Hafnarfjarðar Þurfti aðeins nokkrar sekúndur til að tryggja liði sínu áfram í undanúrslitin Rúrik Gísla í glæsilegu eftirpartýi á Edition Kynbomban Megan Fox ólétt Málaferli og verktakadrama seinkar framkvæmdunum á höllinni í Frakklandi „Svona getur þetta reynst smásálarlegt hérna“ Skreytum hús: Strákaherbergi með Star Wars ívafi Hagaskóli vann Skrekk Simon og Garfunkel ná sögulegum sáttum: „Ég grét þegar hann sagði hversu mikið ég hefði sært hann“ Gelluorkan í hæstu hæðum á Gugguvaktinni Sjá eftir að hafa beint börnum á klámsíðu Crocs skór nú einnig fyrir hunda Fiskikóngurinn kominn í gufuna Hlýleg hönnunarperla eftir Rut Kára í Mosó Steindi á æfingu hjá versta fótboltaliði Lundúna Viðkvæmur drengur sem var á brjósti til fimm ára aldurs og farinn að reykja Stjörnulífið: „Einhver þarna uppi heldur með mér“ Frægir flugfreyjubúningar í útgáfuhófi Loftleiðabókar Hrafnhildur hafnaði í öðru sæti í Miss Earth Þrjár íslenskar kvikmyndir hlutu verðlaun í Þýskalandi Krakkatía vikunnar: Handbolti, eldgos og Alþingi Glæsileg folaldasýning í Skálakoti undir Eyjafjöllum Bein útsending: Vikulöng þrekraun Einars Nammimaðurinn er allur Lifa hægara lífi í New York en á Íslandi Málningartrönur á miðri götu Berlínar breyttu gangi sögunnar Fréttatía vikunnar: Bubbi, Airwaves og kosningar Sjá meira
Einhleyp Ellý situr uppi með tattú með nafni fyrrverandi: "Ég er í rusli yfir þessu“ Ellý Ármanns og Steingrímur Erlingsson eru hætt saman. Ellý tilkynnir þetta á Facebook með hvelli. 6. desember 2017 13:17
Simon og Garfunkel ná sögulegum sáttum: „Ég grét þegar hann sagði hversu mikið ég hefði sært hann“ Lífið
Simon og Garfunkel ná sögulegum sáttum: „Ég grét þegar hann sagði hversu mikið ég hefði sært hann“ Lífið