Leikmenn Spartak hefðu betur stundað smá bólfimi fyrir leikinn í gær Tómas Þór Þórðarson skrifar 7. desember 2017 14:00 Quincy Promes, leikmaður Spartak, og Victoria Gameeva, læknir liðsins. mynd/instagram Spartak Moskva gerði heiðarlega tilraun til að komast í 16 liða úrslit Meistaradeildar Evrópu í gærkvöldi en til þess þurfti það að vinna Liverpool á Anfield. Skemmst er frá því að segja að það tókst ekki, eins og flestir vita, en lærisveinar Jürgens Klopps fóru gjörsamlega hamförum og unnu leikinn, 7-0. Dagskrá var í raun lokið eftir 19 mínútur þegar að staðan var orðin 3-0. Spartak notaði öll brögðin í bókinni til að undirbúa sig sem best fyrir leikinn, en leik menn liðsins máttu til dæmis ekki stunda kynlíf fyrir leik í gær.Victoria Gameeva, læknir Spartak-liðsins, bannaði alla bólfimi áður en þessi mikilvægi leikur hófst, en í viðtali við rússneska sjónvarpsstöð sagði hún: „Frá læknisfræðilegu sjónarmiði virkar sú örvun að stunda kynlíf fyrir kappleik aðeins á konur. Í blönduðum bardagalistum gæti kona stundað kynlíf fimm til tíu mínútum fyrir bardaga og náð betri úrslitum. Þetta virkar öfugt á karlmenn. Þeir ættu að forðast kynlíf tveimur til þremur dögum fyrir fótboltaleiki.“ Það efast enginn um orð læknisins enda hefur þetta margsinnis verið rannsakað og hefur Ronda Rousey, UFC-stjarna, oft talað um að hún stundar mikið kynlíf áður en hún fer inn í hringinn. Þetta virkaði þó sannarlega ekki fyrir leikmenn Spartak í gær og spurning hvort þeir hefðu átt að láta ráð Gameevu sem vind um eyru þjóta fyrir þennan leik þar sem þeir fengu vænan rassskell. Meistaradeild Evrópu Tengdar fréttir Þessum geta United, Liverpool og hin ensku liðin mætt í 16 liða úrslitum Ensku félögin fimm geta ekki mætt hvort öðru í 16 liða úrslitum Meistaradeildarinnar. 7. desember 2017 08:30 Keane: Liverpool ekki unnið neinn enn þá Eftir stórsigur Liverpool á Spartak Moskvu í gærkvöld keppast menn við að hrósa Jurgen Klopp og hans mönnum fyrir frammistöðu sína. Einn maður er þó ekki á þeim vagninum, en Roy Keane sagði Liverpool ekki hafa unnið neinn enn. 7. desember 2017 13:00 Markaveisla hjá Liverpool og fyrsta tap Manchester City | Úrslitin í Meistaradeildinni Liverpool komst í kvöld í sextán liða úrslit Meistaradeildarinnar en þar hefur liðið ekki verið undanfarin níu ár. 6. desember 2017 22:00 Sjáðu sjö mörk Liverpool og öll hin mörk kvöldsins úr Meistaradeildinni Það voru skoruðu 33 mörk í Meistaradeildinni í kvöld sem þýðir að í fyrsta sinn voru skoruð meira en þrjú hunduð mörk í riðlakeppni Meistaradeildarinnar. 6. desember 2017 22:30 Mest lesið Umfjöllun: Slóvenía - Ísland 18-23 | Himneskur Viktor og íslensk vörn í lykilsigri á HM Handbolti Íslenskt stuðningsfólk varar við svindli í höllinni Handbolti Svarar Óla Stef: „Er alveg sammála honum“ Handbolti HM í dag: Forseti IHF sagður hafa beðið Þorgerði Katrínu um að afhenda verðlaunin Handbolti Stærsta blað Slóveníu: Sársaukafull kennslustund Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Slóveníu: Viktor! Gísli! Hallgrímsson! Handbolti Ísland byrjar á Egyptum og spilar tvo kvöldleiki Handbolti Harmur Egypta gæti orðið Íslendingum til happs Handbolti „Ég spurði mömmu nú ekki hvað fór þeim á milli“ Handbolti „Það hjálpar ekki neitt“ Handbolti Fleiri fréttir Chelsea að gera Naomi Girma að dýrasta leikmanni sögunnar Magnaður endurkomusigur Atlético Madríd Jón Daði skoraði í fyrsta sigurleik Burton á árinu Monaco með mikilvægan sigur á Aston Villa Ótrúleg endurkoma Börsunga Torsóttur sigur toppliðsins Grealish eftirsóttur: Færir hann sig um set í Manchester? KSÍ boðar unga varnarmenn á séræfingar Hefur skoðanir á því hvar Arnar eigi að hefjast handa með landsliðið Víkingur spilar heimaleik sinn í Helsinki Telma mætt til skosks stórveldis Meistarar City halda áfram að bæta við sig „Of snemmt að kalla Liverpool besta lið í heimi“ Spilar ekki á meðan glugginn er opinn Petit baðst afsökunar á að „drepa“ Pat Rice „Ég myndi deyja fyrir Liverpool“ Ósáttur afi Sölva skildi ekki hvernig Arnar gat rekið hann í beinni Óvænt rekinn með símtali rétt áður en Elísabet tók við Forseta FIFA boðið á innsetningu Donald Trump Solskjær: Lét mig vinna launalaust Þróttur fær aðra úr Árbænum Englandsmeistararnir festa kaup á Khusanov Varnarmennirnir björguðu Chelsea Mbappé með slæmar fréttir fyrir mótherja Real Madrid Arnar fer með Ísland til Skotlands Sölvi tekinn við Víkingum með Viktor og Aron til aðstoðar Seldu treyjur Orra á uppboði fyrir fjölskyldu Maciej Elísabet tekin við Belgum Svona hjálpaði Sara fótboltakonum að geta valið bæði fjölskyldu og fótbolta Fowler með sína kenningu um þá samningslausu hjá Liverpool Sjá meira
Spartak Moskva gerði heiðarlega tilraun til að komast í 16 liða úrslit Meistaradeildar Evrópu í gærkvöldi en til þess þurfti það að vinna Liverpool á Anfield. Skemmst er frá því að segja að það tókst ekki, eins og flestir vita, en lærisveinar Jürgens Klopps fóru gjörsamlega hamförum og unnu leikinn, 7-0. Dagskrá var í raun lokið eftir 19 mínútur þegar að staðan var orðin 3-0. Spartak notaði öll brögðin í bókinni til að undirbúa sig sem best fyrir leikinn, en leik menn liðsins máttu til dæmis ekki stunda kynlíf fyrir leik í gær.Victoria Gameeva, læknir Spartak-liðsins, bannaði alla bólfimi áður en þessi mikilvægi leikur hófst, en í viðtali við rússneska sjónvarpsstöð sagði hún: „Frá læknisfræðilegu sjónarmiði virkar sú örvun að stunda kynlíf fyrir kappleik aðeins á konur. Í blönduðum bardagalistum gæti kona stundað kynlíf fimm til tíu mínútum fyrir bardaga og náð betri úrslitum. Þetta virkar öfugt á karlmenn. Þeir ættu að forðast kynlíf tveimur til þremur dögum fyrir fótboltaleiki.“ Það efast enginn um orð læknisins enda hefur þetta margsinnis verið rannsakað og hefur Ronda Rousey, UFC-stjarna, oft talað um að hún stundar mikið kynlíf áður en hún fer inn í hringinn. Þetta virkaði þó sannarlega ekki fyrir leikmenn Spartak í gær og spurning hvort þeir hefðu átt að láta ráð Gameevu sem vind um eyru þjóta fyrir þennan leik þar sem þeir fengu vænan rassskell.
Meistaradeild Evrópu Tengdar fréttir Þessum geta United, Liverpool og hin ensku liðin mætt í 16 liða úrslitum Ensku félögin fimm geta ekki mætt hvort öðru í 16 liða úrslitum Meistaradeildarinnar. 7. desember 2017 08:30 Keane: Liverpool ekki unnið neinn enn þá Eftir stórsigur Liverpool á Spartak Moskvu í gærkvöld keppast menn við að hrósa Jurgen Klopp og hans mönnum fyrir frammistöðu sína. Einn maður er þó ekki á þeim vagninum, en Roy Keane sagði Liverpool ekki hafa unnið neinn enn. 7. desember 2017 13:00 Markaveisla hjá Liverpool og fyrsta tap Manchester City | Úrslitin í Meistaradeildinni Liverpool komst í kvöld í sextán liða úrslit Meistaradeildarinnar en þar hefur liðið ekki verið undanfarin níu ár. 6. desember 2017 22:00 Sjáðu sjö mörk Liverpool og öll hin mörk kvöldsins úr Meistaradeildinni Það voru skoruðu 33 mörk í Meistaradeildinni í kvöld sem þýðir að í fyrsta sinn voru skoruð meira en þrjú hunduð mörk í riðlakeppni Meistaradeildarinnar. 6. desember 2017 22:30 Mest lesið Umfjöllun: Slóvenía - Ísland 18-23 | Himneskur Viktor og íslensk vörn í lykilsigri á HM Handbolti Íslenskt stuðningsfólk varar við svindli í höllinni Handbolti Svarar Óla Stef: „Er alveg sammála honum“ Handbolti HM í dag: Forseti IHF sagður hafa beðið Þorgerði Katrínu um að afhenda verðlaunin Handbolti Stærsta blað Slóveníu: Sársaukafull kennslustund Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Slóveníu: Viktor! Gísli! Hallgrímsson! Handbolti Ísland byrjar á Egyptum og spilar tvo kvöldleiki Handbolti Harmur Egypta gæti orðið Íslendingum til happs Handbolti „Ég spurði mömmu nú ekki hvað fór þeim á milli“ Handbolti „Það hjálpar ekki neitt“ Handbolti Fleiri fréttir Chelsea að gera Naomi Girma að dýrasta leikmanni sögunnar Magnaður endurkomusigur Atlético Madríd Jón Daði skoraði í fyrsta sigurleik Burton á árinu Monaco með mikilvægan sigur á Aston Villa Ótrúleg endurkoma Börsunga Torsóttur sigur toppliðsins Grealish eftirsóttur: Færir hann sig um set í Manchester? KSÍ boðar unga varnarmenn á séræfingar Hefur skoðanir á því hvar Arnar eigi að hefjast handa með landsliðið Víkingur spilar heimaleik sinn í Helsinki Telma mætt til skosks stórveldis Meistarar City halda áfram að bæta við sig „Of snemmt að kalla Liverpool besta lið í heimi“ Spilar ekki á meðan glugginn er opinn Petit baðst afsökunar á að „drepa“ Pat Rice „Ég myndi deyja fyrir Liverpool“ Ósáttur afi Sölva skildi ekki hvernig Arnar gat rekið hann í beinni Óvænt rekinn með símtali rétt áður en Elísabet tók við Forseta FIFA boðið á innsetningu Donald Trump Solskjær: Lét mig vinna launalaust Þróttur fær aðra úr Árbænum Englandsmeistararnir festa kaup á Khusanov Varnarmennirnir björguðu Chelsea Mbappé með slæmar fréttir fyrir mótherja Real Madrid Arnar fer með Ísland til Skotlands Sölvi tekinn við Víkingum með Viktor og Aron til aðstoðar Seldu treyjur Orra á uppboði fyrir fjölskyldu Maciej Elísabet tekin við Belgum Svona hjálpaði Sara fótboltakonum að geta valið bæði fjölskyldu og fótbolta Fowler með sína kenningu um þá samningslausu hjá Liverpool Sjá meira
Þessum geta United, Liverpool og hin ensku liðin mætt í 16 liða úrslitum Ensku félögin fimm geta ekki mætt hvort öðru í 16 liða úrslitum Meistaradeildarinnar. 7. desember 2017 08:30
Keane: Liverpool ekki unnið neinn enn þá Eftir stórsigur Liverpool á Spartak Moskvu í gærkvöld keppast menn við að hrósa Jurgen Klopp og hans mönnum fyrir frammistöðu sína. Einn maður er þó ekki á þeim vagninum, en Roy Keane sagði Liverpool ekki hafa unnið neinn enn. 7. desember 2017 13:00
Markaveisla hjá Liverpool og fyrsta tap Manchester City | Úrslitin í Meistaradeildinni Liverpool komst í kvöld í sextán liða úrslit Meistaradeildarinnar en þar hefur liðið ekki verið undanfarin níu ár. 6. desember 2017 22:00
Sjáðu sjö mörk Liverpool og öll hin mörk kvöldsins úr Meistaradeildinni Það voru skoruðu 33 mörk í Meistaradeildinni í kvöld sem þýðir að í fyrsta sinn voru skoruð meira en þrjú hunduð mörk í riðlakeppni Meistaradeildarinnar. 6. desember 2017 22:30
Umfjöllun: Slóvenía - Ísland 18-23 | Himneskur Viktor og íslensk vörn í lykilsigri á HM Handbolti
Umfjöllun: Slóvenía - Ísland 18-23 | Himneskur Viktor og íslensk vörn í lykilsigri á HM Handbolti