Ekki nóg fyrir íslensk lið að semja við HM-fara á heimleið til að fá allan gullpottinn Tómas Þór Þórðarson skrifar 7. desember 2017 12:00 Birkir Már Sævarsson í leik með Íslandi vísir/getty Eins og kom fram í morgun þrefaldast greiðslur FIFA til félagsliða fyrir HM 2018 þegar kemur að leikmönnum sem taka þátt í mótinu. Samtök evrópskra knattspyrnufélaga, ECA, eru búin að standa lengi í viðræðum við Alþjóðaknattspyrnusambandið, FIFA, og voru niðurstöðurnar birtar í gær. FIFA greiðir 893.000 íslenskar krónur á dag fyrir hvern leikmann frá og með 1. júní en þá eiga leikmenn að vera lausir frá félagsiðum sínum til að undirbúa sig fyrir HM. Greiðslurnar stöðvast þegar að viðkomandi landslið fellur úr keppni. Fari svo að íslenskt félagslið eigi leikmann í lokahópi HM 2018 fær það aldrei minna en 23,2 milljónir í sinn hlut frá FIFA sé reiknað með því að strákarnir okkar komist ekki upp úr riðlakeppninni en síðasti leikur D-riðils fer fram 26. júní.Strákarnir eru á leiðinni á HM.vísir/vilhelmGætu komið heim Þetta á þó aðeins við um leikmenn sem spiluðu með sama félaginu á síðustu leiktíð á Íslandi og það mun gera næsta sumar því greiðslur FIFA dreifast á þau félög sem viðkomandi leikmaður spilaði með tvö leiktímabil á undan heimsmeistaramótinu. Það þykir ansi ólíklegt að leikmenn sem spiluðu í Pepsi-deildinni á síðustu leiktíð og verða þar næsta sumar komist í lokahópinn en orðrómar hafa verið á kreiki um að atvinnumenn séu á heimleið fyrir næstu leiktíð í Pepsi-deildinni. Atvinnumenn sem hafa átt sæti í íslenska landsliðshópnum. Birkir Már Sævarsson er til dæmis án félags eftir að semja ekki aftur við Hammarby í Svíþjóð en Íslandsmeistarar Vals vilja ólmir fá hann heim. Gott er að taka bara Birki Má sem dæmi til að útskýra greiðslurnar. Birkir gæti tæplega samið við Val í janúar og verið í raun á undirbúningstímabili fram í maí og mögulega ekki verið búinn að spila keppnisleik áður en Heimir Hallgrímsson velur HM-hópinn. Hann sagði við Morgunblaðið á dögunum að hann vill komast til liðs utan Norðurlanda þar sem hann getur spilað frá janúar og fram á vor.Mun Heimir velja einhvern úr Pepsi-deildinni?Vísir/GettySkiptist milli tveggja Verði það raunin fær Hammarby 1/3 af FIFA-greiðslum vegna Birkis vegna þess að hann spilaði þar frá júní 2016 til júlí 2017. Það gera ríflega 7,7 milljónir íslenskra króna, ef enn er miðað við að strákarnir okkar komist ekki upp úr riðli. Þar sem að sænska deildin er sumardeild bætist svo við næsti gluggi sem skilar einnig 1/3 af greiðslunum. Birkir Már var þó ekki allan glugga tvö (júní 2017-maí 2018) hjá Hammarby heldur er hann samningsbundinn út desember. Hammarby fær því helminginn, eða 2/4, af þriðjungi greiðslnanna fyrir júlí til desember 2017 sem gera rétt tæpar fjórar milljónir króna. Hammarby á því von á um 11,5 milljónum íslenskra króna verði Birkir Már í HM-hópi Íslands. En þá er komið að þætti íslenska liðsins og er endurtekið að hér er aðeins um dæmi að ræða. Það sama á við um alla aðra íslenska atvinnumenn sem gætu komið heim á næsta ári og verið samningsbundnir íslensku félagi fyrir 1. júní þegar HM-greiðslurnar hefjast.Valur er ríkjandi Íslandsmeistari í Pepsi-deild karla.vísir/anton brinkGætu fengið tíu milljónir Taki Birkir Már sénsinn og semji við Val í janúar fá Valsmenn hinn helminginn á móti Hammarby af þriðjungnum sem í boði er í glugga tvö eða 3,8 milljónir króna. Valsmenn myndu svo fá allan þriðjunginn fyrir að vera með Birki samningsbundinn frá júní eða 7,3 milljónir króna. Ef Birkir myndi semja við Val í apríl myndi Hlíðarendafélagið fá 1/4 af þriðjungnum í glugga tvö eða 1,9 milljónir króna og því í heildina 9,6 milljónir króna en félag sem Birkir spilar mögulega með frá janúar til mars fengi síðasta fjórðunginn úr glugga tvö.Greiðslur FIFA til félagsliða:Gluggi eitt: 1/4 Júlí 2016 - september 2017 1/4 Október 2016 - desember 2016 1/4 Janúar 2017 - mars 2017 1/4 Apríl 2017 - júní 20171/3 af heildargreiðslum miðað við riðlakeppni Íslands 7,7 milljónir krónaGluggi tvö: 1/4 Júlí 2017 - september 2017 1/4 Október 2017 - desember 2018 1/4 Janúar 2018 - mars 2018 1/4 Apríl 2018 - maí 20181/3 af heildargreiðslum miðað við riðlakeppni Íslands 7,7 milljónir krónaGluggi þrjú: Júní 2018 - júlí 20181/3 af heildargreiðslum miðað við riðlakeppni Íslands 7,7 milljónir krónaSamtals 23,2 milljónir króna.Fréttin er unnin upp úr gögnum frá ECA með aðstoð ÍTF. HM 2018 í Rússlandi Tengdar fréttir Íslensk félagslið fá rúmlega 20 milljónir eigi þau leikmann á HM Greiðslur FIFA til félaga sem eiga leikmenn í lokakeppni HM þrefaldast á milli móta. 7. desember 2017 08:00 Birkir Már vonast eftir að mæta Svíum í úrslitum á HM Birkir Már Sævarsson sendi félögum sínum og stuðningsmönnum í Svíþjóð kveðju á Instagram þar sem hann þakkar fyrir sig og vonast eftir að sjá þá í úrslitaleiknum á HM. 7. desember 2017 10:30 Mest lesið Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta skammarlegt“ Handbolti Skytturnar með forystuna en Garnacho stal þrumunni af Gyökeres Enski boltinn Ungverski línumaðurinn verður ekki með á EM Handbolti Hlaupabrettið kemst ekki upp í hraða Baldvins Sport Lindgren segir að þetta verði ár Íslands Handbolti Skotinn til bana í jarðarför móður sinnar Fótbolti Eitt félag hefur grætt mest á mistökum VAR Enski boltinn Skipti Orra inn og út á nokkrum mínútum: „Óásættanlegt“ Fótbolti Mætum „Napóleon“ og lærisveinum hans í fyrsta leik á EM í handbolta Handbolti Danir voru líka að hugsa um að ráða Dag Handbolti Fleiri fréttir Heimamenn Marokkó í úrslitaleikinn eftir vítaspyrnukeppni „Þetta get ég og þarf að gera oftar“ Martraðarbyrjun hjá Arbeloa í Madríd Skytturnar með forystuna en Garnacho stal þrumunni af Gyökeres Tómas Bent gulltryggði sigurinn Blysin slógu Bæjara ekki út af laginu Hörður skoraði og Sverrir hélt hreinu Mané skaut Senegal í úrslit en Salah sást varla Viktor Bjarki með tvennu í undirbúningi fyrir Meistaradeildina Trúin eykst á Suðurnesjum með komu McLaughlin Ásdís Karen fagnaði sigri gegn stórliðinu Blikar farnir að fylla í skörðin María í eitt besta lið Svíþjóðar en tekur íslenska landsliðið fram yfir það sænska Ajax fær son Zlatans að láni frá AC Milan Guardiola segir að Haaland sé úrvinda Víkingur og Breiðablik mætast í fyrsta leik Bestu deildarinnar Segir ósanngjarnt að kalla Arsenal „Set Piece FC“ Klopp: Brottför Xabi Alonso frá Real Madrid kemur mér ekkert við Kallar stjörnur Real Madrid „dekraða krakka“ Leita að þeim sem truflaði Mo Salah með græna ljósinu Eitt félag hefur grætt mest á mistökum VAR Meiðslamartröð Orra um að kenna en ekki leiðinlegum þjálfara Breiðablik leitar að leikmönnum en reglur UEFA flækja málin Skotinn til bana í jarðarför móður sinnar Benoný kom inn á og breytti leiknum Skipti Orra inn og út á nokkrum mínútum: „Óásættanlegt“ City fer með góða forystu inn í seinni leikinn gegn Newcastle Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Carrick tekinn við Manchester United Segir Gumma Tóta á leið heim úr atvinnumennsku Sjá meira
Eins og kom fram í morgun þrefaldast greiðslur FIFA til félagsliða fyrir HM 2018 þegar kemur að leikmönnum sem taka þátt í mótinu. Samtök evrópskra knattspyrnufélaga, ECA, eru búin að standa lengi í viðræðum við Alþjóðaknattspyrnusambandið, FIFA, og voru niðurstöðurnar birtar í gær. FIFA greiðir 893.000 íslenskar krónur á dag fyrir hvern leikmann frá og með 1. júní en þá eiga leikmenn að vera lausir frá félagsiðum sínum til að undirbúa sig fyrir HM. Greiðslurnar stöðvast þegar að viðkomandi landslið fellur úr keppni. Fari svo að íslenskt félagslið eigi leikmann í lokahópi HM 2018 fær það aldrei minna en 23,2 milljónir í sinn hlut frá FIFA sé reiknað með því að strákarnir okkar komist ekki upp úr riðlakeppninni en síðasti leikur D-riðils fer fram 26. júní.Strákarnir eru á leiðinni á HM.vísir/vilhelmGætu komið heim Þetta á þó aðeins við um leikmenn sem spiluðu með sama félaginu á síðustu leiktíð á Íslandi og það mun gera næsta sumar því greiðslur FIFA dreifast á þau félög sem viðkomandi leikmaður spilaði með tvö leiktímabil á undan heimsmeistaramótinu. Það þykir ansi ólíklegt að leikmenn sem spiluðu í Pepsi-deildinni á síðustu leiktíð og verða þar næsta sumar komist í lokahópinn en orðrómar hafa verið á kreiki um að atvinnumenn séu á heimleið fyrir næstu leiktíð í Pepsi-deildinni. Atvinnumenn sem hafa átt sæti í íslenska landsliðshópnum. Birkir Már Sævarsson er til dæmis án félags eftir að semja ekki aftur við Hammarby í Svíþjóð en Íslandsmeistarar Vals vilja ólmir fá hann heim. Gott er að taka bara Birki Má sem dæmi til að útskýra greiðslurnar. Birkir gæti tæplega samið við Val í janúar og verið í raun á undirbúningstímabili fram í maí og mögulega ekki verið búinn að spila keppnisleik áður en Heimir Hallgrímsson velur HM-hópinn. Hann sagði við Morgunblaðið á dögunum að hann vill komast til liðs utan Norðurlanda þar sem hann getur spilað frá janúar og fram á vor.Mun Heimir velja einhvern úr Pepsi-deildinni?Vísir/GettySkiptist milli tveggja Verði það raunin fær Hammarby 1/3 af FIFA-greiðslum vegna Birkis vegna þess að hann spilaði þar frá júní 2016 til júlí 2017. Það gera ríflega 7,7 milljónir íslenskra króna, ef enn er miðað við að strákarnir okkar komist ekki upp úr riðli. Þar sem að sænska deildin er sumardeild bætist svo við næsti gluggi sem skilar einnig 1/3 af greiðslunum. Birkir Már var þó ekki allan glugga tvö (júní 2017-maí 2018) hjá Hammarby heldur er hann samningsbundinn út desember. Hammarby fær því helminginn, eða 2/4, af þriðjungi greiðslnanna fyrir júlí til desember 2017 sem gera rétt tæpar fjórar milljónir króna. Hammarby á því von á um 11,5 milljónum íslenskra króna verði Birkir Már í HM-hópi Íslands. En þá er komið að þætti íslenska liðsins og er endurtekið að hér er aðeins um dæmi að ræða. Það sama á við um alla aðra íslenska atvinnumenn sem gætu komið heim á næsta ári og verið samningsbundnir íslensku félagi fyrir 1. júní þegar HM-greiðslurnar hefjast.Valur er ríkjandi Íslandsmeistari í Pepsi-deild karla.vísir/anton brinkGætu fengið tíu milljónir Taki Birkir Már sénsinn og semji við Val í janúar fá Valsmenn hinn helminginn á móti Hammarby af þriðjungnum sem í boði er í glugga tvö eða 3,8 milljónir króna. Valsmenn myndu svo fá allan þriðjunginn fyrir að vera með Birki samningsbundinn frá júní eða 7,3 milljónir króna. Ef Birkir myndi semja við Val í apríl myndi Hlíðarendafélagið fá 1/4 af þriðjungnum í glugga tvö eða 1,9 milljónir króna og því í heildina 9,6 milljónir króna en félag sem Birkir spilar mögulega með frá janúar til mars fengi síðasta fjórðunginn úr glugga tvö.Greiðslur FIFA til félagsliða:Gluggi eitt: 1/4 Júlí 2016 - september 2017 1/4 Október 2016 - desember 2016 1/4 Janúar 2017 - mars 2017 1/4 Apríl 2017 - júní 20171/3 af heildargreiðslum miðað við riðlakeppni Íslands 7,7 milljónir krónaGluggi tvö: 1/4 Júlí 2017 - september 2017 1/4 Október 2017 - desember 2018 1/4 Janúar 2018 - mars 2018 1/4 Apríl 2018 - maí 20181/3 af heildargreiðslum miðað við riðlakeppni Íslands 7,7 milljónir krónaGluggi þrjú: Júní 2018 - júlí 20181/3 af heildargreiðslum miðað við riðlakeppni Íslands 7,7 milljónir krónaSamtals 23,2 milljónir króna.Fréttin er unnin upp úr gögnum frá ECA með aðstoð ÍTF.
HM 2018 í Rússlandi Tengdar fréttir Íslensk félagslið fá rúmlega 20 milljónir eigi þau leikmann á HM Greiðslur FIFA til félaga sem eiga leikmenn í lokakeppni HM þrefaldast á milli móta. 7. desember 2017 08:00 Birkir Már vonast eftir að mæta Svíum í úrslitum á HM Birkir Már Sævarsson sendi félögum sínum og stuðningsmönnum í Svíþjóð kveðju á Instagram þar sem hann þakkar fyrir sig og vonast eftir að sjá þá í úrslitaleiknum á HM. 7. desember 2017 10:30 Mest lesið Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta skammarlegt“ Handbolti Skytturnar með forystuna en Garnacho stal þrumunni af Gyökeres Enski boltinn Ungverski línumaðurinn verður ekki með á EM Handbolti Hlaupabrettið kemst ekki upp í hraða Baldvins Sport Lindgren segir að þetta verði ár Íslands Handbolti Skotinn til bana í jarðarför móður sinnar Fótbolti Eitt félag hefur grætt mest á mistökum VAR Enski boltinn Skipti Orra inn og út á nokkrum mínútum: „Óásættanlegt“ Fótbolti Mætum „Napóleon“ og lærisveinum hans í fyrsta leik á EM í handbolta Handbolti Danir voru líka að hugsa um að ráða Dag Handbolti Fleiri fréttir Heimamenn Marokkó í úrslitaleikinn eftir vítaspyrnukeppni „Þetta get ég og þarf að gera oftar“ Martraðarbyrjun hjá Arbeloa í Madríd Skytturnar með forystuna en Garnacho stal þrumunni af Gyökeres Tómas Bent gulltryggði sigurinn Blysin slógu Bæjara ekki út af laginu Hörður skoraði og Sverrir hélt hreinu Mané skaut Senegal í úrslit en Salah sást varla Viktor Bjarki með tvennu í undirbúningi fyrir Meistaradeildina Trúin eykst á Suðurnesjum með komu McLaughlin Ásdís Karen fagnaði sigri gegn stórliðinu Blikar farnir að fylla í skörðin María í eitt besta lið Svíþjóðar en tekur íslenska landsliðið fram yfir það sænska Ajax fær son Zlatans að láni frá AC Milan Guardiola segir að Haaland sé úrvinda Víkingur og Breiðablik mætast í fyrsta leik Bestu deildarinnar Segir ósanngjarnt að kalla Arsenal „Set Piece FC“ Klopp: Brottför Xabi Alonso frá Real Madrid kemur mér ekkert við Kallar stjörnur Real Madrid „dekraða krakka“ Leita að þeim sem truflaði Mo Salah með græna ljósinu Eitt félag hefur grætt mest á mistökum VAR Meiðslamartröð Orra um að kenna en ekki leiðinlegum þjálfara Breiðablik leitar að leikmönnum en reglur UEFA flækja málin Skotinn til bana í jarðarför móður sinnar Benoný kom inn á og breytti leiknum Skipti Orra inn og út á nokkrum mínútum: „Óásættanlegt“ City fer með góða forystu inn í seinni leikinn gegn Newcastle Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Carrick tekinn við Manchester United Segir Gumma Tóta á leið heim úr atvinnumennsku Sjá meira
Íslensk félagslið fá rúmlega 20 milljónir eigi þau leikmann á HM Greiðslur FIFA til félaga sem eiga leikmenn í lokakeppni HM þrefaldast á milli móta. 7. desember 2017 08:00
Birkir Már vonast eftir að mæta Svíum í úrslitum á HM Birkir Már Sævarsson sendi félögum sínum og stuðningsmönnum í Svíþjóð kveðju á Instagram þar sem hann þakkar fyrir sig og vonast eftir að sjá þá í úrslitaleiknum á HM. 7. desember 2017 10:30