Færi með þrjá markverði á EM en Aron Rafn er ekki einn af þeim Tómas Þór Þórðarson skrifar 7. desember 2017 11:00 Aron Rafn Eðvarðsson hefur ekki farið vel af stað með ÍBV. vísir/anton brink Sebastian Alexandersson, fyrrverandi landsliðsmarkvörður í handbolta og sérfræðingur Seinni bylgjunnar á Stöð 2 Sport, segir of lítið aðhald hafa verið að markvörðum íslenska landsliðsins undanfarin ár, en hann færi með þrjá markverði til Króatíu á EM í janúar. Baráttan um farseðilinn með aðalmarkverðinum Björgvini Páli Gústavssyni er hörð en bæði Ágúst Elí Björgvinsson, markvörður FH, og Hreiðar Levý Guðmundsson, markvörður Gróttu og silfurdrengur, eru að spila mjög vel í Olís-deildinni. Töluvert betur en núverandi landsliðsmarkvörðuronn Aron Rafn Eðvarðsson sem spilar með ÍBV. „Ég hef alveg gríðarlega trú á Björgvini Páli. Hann er okkar besti markvörður og mér fannst hann byrja Íslandsmótið alveg stórkostlega. Hann er örlítið að dala núna enda nóg að gera í lífinu hjá honum á öllum vígstöðvum. Kannski of mörgum vígstöðum, ég veit það ekki,“ segir Sebastian en hann ræddi 28 manna landsliðshóp Íslands í Akraborginni í gær.Ágúst Elí hefur átt gott tímabili í marki FH.vísir/stefánÞarf að vera pressa „Hitt er annað mál að ég myndi taka þrjá markverði. Ég myndi hafa Ágúst Elí með úti og henda honum inn um leið og það þyrfti. Það þarf að vera smá aðhald. Undanfarin ár hefur verið of lítið um heilbrigt aðhald að markvörðunum.“ „Björgvin Páll spilar bara nema þegar að Aron Rafn hefur verið með honum. Þegar Aron er ekki hefur öðrum kollegum Björgvins ekki verið treyst. Það þarf að vera smá pressa og eitthvað sem ýtir þeim öllum saman og til árangurs fyrir íslenska landsliðið,“ segir Sebastian. Aron Rafn hefur verið fastamaður í íslenska landsliðinu síðan árið 2012. Hann kom heim úr atvinnumennsku en hefur átt erfitt uppdráttar í Vestmannaeyjum. Aron er ekki á topp tíu á „Power Ranking“-lista HB Statz, en tölfræðilega er hann tólfti besti markvörður Olís-deildarinnar. Björgvin Páll er sá besti í deildinni samkvæmt tölfræði HB Statz en hann er með 39 prósent hlutfallsmarkvörslu að meðaltali og markvarðareinkunn upp á 8,55.Hreiðar Levý er 37 ára en einn af þeim bestu í deildinni hér heima.vísir/eyþórHreiðar frekar en Aron Ágúst Elí er búin að verja 37 prósent skota sinna og er með 8 í einkunn en Hreiðar Levý Guðmundsson er með 34% markvörslu í deildinni í vetur og einkunn upp á 8,08. Aron Rafn er aðeins með 27 prósent hlutfallsmarkvörslu auk þess sem hann hefur verið að glíma við meiðsli. Hann er í tólfta sæti yfir markverði í deildinni með markvarðaeinkunn upp á 6,70. „Mín persónulega skoðun er að ég myndi taka Hreiðar [frekar en Aron Rafn]. Mér finnst hann í betra standi eins og er. Aron Rafn er klárlega ekki búinn að segja sitt síðasta sem landsliðsmaður en akkurat í augnablikinu hefur hann gott af því að núllstilla sig og koma sterkari til baka,“ segir Sebastian. „Hreiðar er með miklu meiri reynslu heldur en fólk gerir sér grein fyrir og er í góðu standi eins og er. Aron Rafn þarf bara smá tíma til þess að koma til baka. Hann þarf líka smá frið til þess. Það eru alveg nógu margir að setja út á hann, þar með talinn ég. Hann þarf bara að ná vopnum sínum aftur,“ segir Sebastian Alexandersson. Alla umræðuna má heyra hér að neðan. EM 2018 í handbolta Mest lesið „Það hjálpar ekki neitt“ Handbolti „Haukur og Einar ekki komnir til að vera í stúkunni“ Handbolti Segir Ísland verða að vinna Slóveníu Handbolti Rúmin á hótelinu valda bakvandamálum: „Nokkrir helvíti stífir“ Handbolti Neymar á heimleið? Fótbolti Kominn úr banni en gleðin enn týnd Körfubolti Ægir: Mjög stórt fyrir klúbba að komast í þessa leiki Körfubolti Orðinn þreyttur á lélegum liðum á HM: „Þetta er algjört bíó“ Handbolti „Við erum mögulega lélegasta lið í sögu Manchester United“ Fótbolti Aly eins og klettur í markinu þegar Egyptar lögðu Króata Handbolti Fleiri fréttir „Haukur og Einar ekki komnir til að vera í stúkunni“ „Það hjálpar ekki neitt“ Aly eins og klettur í markinu þegar Egyptar lögðu Króata „Þetta verður geggjaður leikur“ Segir Ísland verða að vinna Slóveníu Tómt hús hjá lærisveinum Arons Sjöunda tap ÍBV í röð Engar Adidas-treyjur til sölu á HM Stjörnukonur komnar í gang Rúmin á hótelinu valda bakvandamálum: „Nokkrir helvíti stífir“ Orðinn þreyttur á lélegum liðum á HM: „Þetta er algjört bíó“ Myndasyrpa: Hart barist á æfingu í Zagreb „Svo sér maður þessi skot og það fer bara fiðringur um mann“ Óli Stef botnar ekkert í félagaskiptum Viggós: „Galin skipti“ HM í dag: Næturvakt, kúkur á bíl og ömurlegur bílstjóri Frá Barcelona til liðs í dönsku B-deildinni Myndaveisla: Gleðin við völd innan vallar sem utan Skýrsla Henrys: Kúbverjarnir reyktir í Zagreb Danir með fullt hús stiga og 55 mörk í plús „Ég eiginlega barði þetta í gegn“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Kúbu: Aron gaf tóninn með glans „Ekki minn stíll að vera í feluleik með Aron“ „Ætluðum bara að vinna eins stórt og við gátum“ Tölfræðin á móti Kúbu: Aron kveikti á seinni bylgjunni Umfjöllun: Ísland - Kúba 40-19 | Allt klappað og klárt fyrir úrslitaleik „Við vorum komnar með blóðbragð í munninn“ Slóvenar taka forystuna í riðlinum okkar Aron Pálmarsson í hóp í kvöld Leik lokið: Valur - Malaga Costa Del Sol 31-26 | Einn stærsti sigur íslensks kvennafélagsliðs „Væri fínt fyrir mig sem þjálfara“ Sjá meira
Sebastian Alexandersson, fyrrverandi landsliðsmarkvörður í handbolta og sérfræðingur Seinni bylgjunnar á Stöð 2 Sport, segir of lítið aðhald hafa verið að markvörðum íslenska landsliðsins undanfarin ár, en hann færi með þrjá markverði til Króatíu á EM í janúar. Baráttan um farseðilinn með aðalmarkverðinum Björgvini Páli Gústavssyni er hörð en bæði Ágúst Elí Björgvinsson, markvörður FH, og Hreiðar Levý Guðmundsson, markvörður Gróttu og silfurdrengur, eru að spila mjög vel í Olís-deildinni. Töluvert betur en núverandi landsliðsmarkvörðuronn Aron Rafn Eðvarðsson sem spilar með ÍBV. „Ég hef alveg gríðarlega trú á Björgvini Páli. Hann er okkar besti markvörður og mér fannst hann byrja Íslandsmótið alveg stórkostlega. Hann er örlítið að dala núna enda nóg að gera í lífinu hjá honum á öllum vígstöðvum. Kannski of mörgum vígstöðum, ég veit það ekki,“ segir Sebastian en hann ræddi 28 manna landsliðshóp Íslands í Akraborginni í gær.Ágúst Elí hefur átt gott tímabili í marki FH.vísir/stefánÞarf að vera pressa „Hitt er annað mál að ég myndi taka þrjá markverði. Ég myndi hafa Ágúst Elí með úti og henda honum inn um leið og það þyrfti. Það þarf að vera smá aðhald. Undanfarin ár hefur verið of lítið um heilbrigt aðhald að markvörðunum.“ „Björgvin Páll spilar bara nema þegar að Aron Rafn hefur verið með honum. Þegar Aron er ekki hefur öðrum kollegum Björgvins ekki verið treyst. Það þarf að vera smá pressa og eitthvað sem ýtir þeim öllum saman og til árangurs fyrir íslenska landsliðið,“ segir Sebastian. Aron Rafn hefur verið fastamaður í íslenska landsliðinu síðan árið 2012. Hann kom heim úr atvinnumennsku en hefur átt erfitt uppdráttar í Vestmannaeyjum. Aron er ekki á topp tíu á „Power Ranking“-lista HB Statz, en tölfræðilega er hann tólfti besti markvörður Olís-deildarinnar. Björgvin Páll er sá besti í deildinni samkvæmt tölfræði HB Statz en hann er með 39 prósent hlutfallsmarkvörslu að meðaltali og markvarðareinkunn upp á 8,55.Hreiðar Levý er 37 ára en einn af þeim bestu í deildinni hér heima.vísir/eyþórHreiðar frekar en Aron Ágúst Elí er búin að verja 37 prósent skota sinna og er með 8 í einkunn en Hreiðar Levý Guðmundsson er með 34% markvörslu í deildinni í vetur og einkunn upp á 8,08. Aron Rafn er aðeins með 27 prósent hlutfallsmarkvörslu auk þess sem hann hefur verið að glíma við meiðsli. Hann er í tólfta sæti yfir markverði í deildinni með markvarðaeinkunn upp á 6,70. „Mín persónulega skoðun er að ég myndi taka Hreiðar [frekar en Aron Rafn]. Mér finnst hann í betra standi eins og er. Aron Rafn er klárlega ekki búinn að segja sitt síðasta sem landsliðsmaður en akkurat í augnablikinu hefur hann gott af því að núllstilla sig og koma sterkari til baka,“ segir Sebastian. „Hreiðar er með miklu meiri reynslu heldur en fólk gerir sér grein fyrir og er í góðu standi eins og er. Aron Rafn þarf bara smá tíma til þess að koma til baka. Hann þarf líka smá frið til þess. Það eru alveg nógu margir að setja út á hann, þar með talinn ég. Hann þarf bara að ná vopnum sínum aftur,“ segir Sebastian Alexandersson. Alla umræðuna má heyra hér að neðan.
EM 2018 í handbolta Mest lesið „Það hjálpar ekki neitt“ Handbolti „Haukur og Einar ekki komnir til að vera í stúkunni“ Handbolti Segir Ísland verða að vinna Slóveníu Handbolti Rúmin á hótelinu valda bakvandamálum: „Nokkrir helvíti stífir“ Handbolti Neymar á heimleið? Fótbolti Kominn úr banni en gleðin enn týnd Körfubolti Ægir: Mjög stórt fyrir klúbba að komast í þessa leiki Körfubolti Orðinn þreyttur á lélegum liðum á HM: „Þetta er algjört bíó“ Handbolti „Við erum mögulega lélegasta lið í sögu Manchester United“ Fótbolti Aly eins og klettur í markinu þegar Egyptar lögðu Króata Handbolti Fleiri fréttir „Haukur og Einar ekki komnir til að vera í stúkunni“ „Það hjálpar ekki neitt“ Aly eins og klettur í markinu þegar Egyptar lögðu Króata „Þetta verður geggjaður leikur“ Segir Ísland verða að vinna Slóveníu Tómt hús hjá lærisveinum Arons Sjöunda tap ÍBV í röð Engar Adidas-treyjur til sölu á HM Stjörnukonur komnar í gang Rúmin á hótelinu valda bakvandamálum: „Nokkrir helvíti stífir“ Orðinn þreyttur á lélegum liðum á HM: „Þetta er algjört bíó“ Myndasyrpa: Hart barist á æfingu í Zagreb „Svo sér maður þessi skot og það fer bara fiðringur um mann“ Óli Stef botnar ekkert í félagaskiptum Viggós: „Galin skipti“ HM í dag: Næturvakt, kúkur á bíl og ömurlegur bílstjóri Frá Barcelona til liðs í dönsku B-deildinni Myndaveisla: Gleðin við völd innan vallar sem utan Skýrsla Henrys: Kúbverjarnir reyktir í Zagreb Danir með fullt hús stiga og 55 mörk í plús „Ég eiginlega barði þetta í gegn“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Kúbu: Aron gaf tóninn með glans „Ekki minn stíll að vera í feluleik með Aron“ „Ætluðum bara að vinna eins stórt og við gátum“ Tölfræðin á móti Kúbu: Aron kveikti á seinni bylgjunni Umfjöllun: Ísland - Kúba 40-19 | Allt klappað og klárt fyrir úrslitaleik „Við vorum komnar með blóðbragð í munninn“ Slóvenar taka forystuna í riðlinum okkar Aron Pálmarsson í hóp í kvöld Leik lokið: Valur - Malaga Costa Del Sol 31-26 | Einn stærsti sigur íslensks kvennafélagsliðs „Væri fínt fyrir mig sem þjálfara“ Sjá meira