Þegar besti þjálfarinn hringdi var þetta engin spurning Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 7. desember 2017 06:00 Gísli Þorgeir klárar tímabilið með FH og fer svo til Kiel. Fréttablaðið/Anton Í gær bárust fréttir af því að FH-ingurinn Gísli Þorgeir Kristjánsson væri búinn að semja við þýska stórveldið Kiel til þriggja ára. Gísli klárar tímabilið með FH og gengur svo í raðir Kiel sem Alfreð Gíslason stýrir. Gísli segir að Kiel hafi fyrst haft samband í sumar. Samningaferlið tafðist hins vegar þar sem leikstjórnandinn efnilegi fór úr olnbogalið á æfingu með U-21 árs landsliðinu. „Ég fékk símtal frá Alfreð í sumar. Þetta slitnaði smá þegar ég meiddist. En síðan vann ég vel úr mínum málum, var í góðum höndum hjá góðum sjúkraþjálfara. Ég er orðinn sterkari en ég var áður en ég meiddist og betri á mörgum sviðum, mest andlega,“ sagði Gísli sem fór til Kiel ásamt föður sínum, Kristjáni Arasyni, eftir Evrópuleikinn gegn Tatran Presov í Slóvakíu um þarsíðustu helgi. Hann gekkst undir læknisskoðun hjá Kiel og skrifaði svo undir samning við félagið. Gísli segir að önnur lið hafi haft áhuga á honum en eftir að Kiel kom inn í myndina hafi ekki verið spurning að fara þangað. „Það komu önnur lið til greina en þegar Alfreð hringdi var þetta engin spurning,“ sagði Gísli. Annar leikstjórnandi úr FH, sem spilaði einnig í treyju númer fjögur hjá Fimleikafélaginu, fór til Kiel fyrir átta árum, þegar hann var 19 ára eins og Gísli verður á næsta ári. Sá heitir Aron og er Pálmarsson og varð að einum besta leikmanni heims á tíma sínum hjá Kiel.Aron Pálmarsson og Alfreð Gíslason.Vísir/GettyAron gaf Kiel og Alfreð sín bestu meðmæli „Aron sagði að Alfreð væri sá besti. Og ég hef alltaf haldið að hann sé sá besti. Ég er fullur tilhlökkunar og get ekki beðið eftir að byrja,“ sagði Gísli sem býst við að fá nokkuð stórt hlutverk á sínu fyrsta tímabili hjá Kiel. „Ég held að ég verði miðjumaður númer tvö á eftir [Domagoj] Duvnjak. Það er draumur að æfa og spila með þessum leikmönnum.“ Næsta tímabil verður það síðasta hjá Alfreð við stjórnvölinn hjá Kiel. Akureyringurinn hefur þjálfað liðið síðan 2008 og náð framúrskarandi árangri. Gísli segist ætla að nýta þetta eina tímabil sem hann fær með Alfreð til hins ýtrasta. „Ég mun nýta tímann sem ég fæ með Alfreð fáránlega vel; nýta hverja einustu æfingu og hvern einasta dag til að leggja inn í reynslubankann. Svo verður það væntanlega enginn vitleysingur sem tekur við þegar Alfreð hættir,“ sagði Gísli og hló. Hafnfirðingurinn lék sína fyrstu A-landsleiki í lok október og er einn þeirra 28 sem koma til greina í íslenska hópinn sem fer á EM í Króatíu í byrjun næsta árs. En gerir Gísli sér vonir um að vera í lokahópnum?Vísir/ErnirNæsta markmið „Það er næsta markmið. Það yrði draumur að fara út með öllum þessum leikmönnum. Það var geðveikt að fá að æfa með leikmönnum eins og Guðjóni Val [Sigurðssyni] og öllum hinum,“ sagði Gísli og bætti við að hann hefði grætt mikið á landsliðsæfingunum í október. Þrátt fyrir að vera kominn mjög langt miðað við aldur er Gísli meðvitaður um að hann þarf að bæta sig fyrir átökin í atvinnumennskunni. „Ég er góður á fótunum en ég þarf að styrkja efri búkinn svo ég geti ráðið við 120 kílóa línumenn,“ sagði Gísli sem verður væntanlega látinn spila sem bakvörður í vörn Kiel. Eins og áður sagði klárar Gísli tímabilið með FH áður en hann fer til Kiel. Hann vill að sjálfsögðu kveðja uppeldisfélagið með titli eða titlum. „Það er minn heitasti draumur eins og er. FH hefur gert rosalega mikið fyrir mig og er mitt hjarta,“ sagði Gísli að lokum. EM 2018 í handbolta Handbolti Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Slóvenía 79-87 | Sárt tap í Spodek Körfubolti Maðurinn sem stal derhúfu af barni biðst afsökunar Sport Sætur sigur hjá Sveindísi sem reiddist og sparkaði í skilti Fótbolti Þegar átján ára Doncic lék á Hlyn Körfubolti Forseti UEFA hrósar Íslandi en segir brýna nauðsyn að fá betri klefa Fótbolti Furðu lostinn eftir fordæmalausan brottrekstur Fótbolti Grimsby notaði ólöglegan leikmann gegn United en slapp með sekt Enski boltinn EM í dag var í beinni: Líf og fjör á Fan Zone og gestur kíkti við Körfubolti Pressan gríðarleg eftir eyðslu sumarsins Enski boltinn Alþjóðadómari hraunar yfir tríóið: „Þrjár kolrangar ákvarðanir“ Körfubolti Fleiri fréttir Aron hefur engan áhuga á að þjálfa Sjáðu Viktor Gísla fá hópknús eftir að hafa tryggt Barcelona titil Sigursteinn framlengir við FH HSÍ skiptir út merki sambandsins Valur meistari meistaranna Stjörnumenn gerðu vel úti í Rúmeníu Íslensku stelpurnar með tíu mörk saman í flottum sigri „Stórkostlegur dagur og stórkostlegt kvöld“ Ómar Ingi skoraði úr ellefu fyrstu skotunum og endaði með fimmtán mörk Haukur Þrastar byrjar mjög vel með Ljónunum Uppgjörið: FH - Veszprém 22-32 | Takk Aron Aron spilar síðasta leikinn: „Held að ég sé ekki búinn að gleyma öllu“ Strákarnir hans Guðjóns Vals byrja tímabilið vel Ágúst strax kominn með titil hjá Álaborg Íslenska tríóið grátlega nálægt titli Gat ekki skammað frænda því hann þurfti að fara upp á spítala Stjarnan er meistari meistaranna „Magnað að við séum enn að leita í vinskap hvors annars“ Með krabbamein í brjósti en hættir ekki að spila „Upplifi þetta mál sem fjölskylduharmleik“ Misstu Egypta fram úr sér í seinni hálfleik ÍBV segir tvær hliðar á málinu og óskar Kára velfarnaðar Unnu Ungverja og spila við heimamenn um fimmta sætið á HM Kári Kristján spilar aldrei aftur fyrir ÍBV Sárt tap gegn Dönum á HM Viktor Gísli fær treyju númer eitt hjá Barcelona Ævintýralegar lokasekúndur tryggðu Ísland í átta liða úrslit Slóvenskt undrabarn skoraði 23 mörk gegn Noregi Tap setur Ísland í erfiða stöðu Stelpurnar unnu Noreg á EM og tryggðu sér sautjánda sætið Sjá meira
Í gær bárust fréttir af því að FH-ingurinn Gísli Þorgeir Kristjánsson væri búinn að semja við þýska stórveldið Kiel til þriggja ára. Gísli klárar tímabilið með FH og gengur svo í raðir Kiel sem Alfreð Gíslason stýrir. Gísli segir að Kiel hafi fyrst haft samband í sumar. Samningaferlið tafðist hins vegar þar sem leikstjórnandinn efnilegi fór úr olnbogalið á æfingu með U-21 árs landsliðinu. „Ég fékk símtal frá Alfreð í sumar. Þetta slitnaði smá þegar ég meiddist. En síðan vann ég vel úr mínum málum, var í góðum höndum hjá góðum sjúkraþjálfara. Ég er orðinn sterkari en ég var áður en ég meiddist og betri á mörgum sviðum, mest andlega,“ sagði Gísli sem fór til Kiel ásamt föður sínum, Kristjáni Arasyni, eftir Evrópuleikinn gegn Tatran Presov í Slóvakíu um þarsíðustu helgi. Hann gekkst undir læknisskoðun hjá Kiel og skrifaði svo undir samning við félagið. Gísli segir að önnur lið hafi haft áhuga á honum en eftir að Kiel kom inn í myndina hafi ekki verið spurning að fara þangað. „Það komu önnur lið til greina en þegar Alfreð hringdi var þetta engin spurning,“ sagði Gísli. Annar leikstjórnandi úr FH, sem spilaði einnig í treyju númer fjögur hjá Fimleikafélaginu, fór til Kiel fyrir átta árum, þegar hann var 19 ára eins og Gísli verður á næsta ári. Sá heitir Aron og er Pálmarsson og varð að einum besta leikmanni heims á tíma sínum hjá Kiel.Aron Pálmarsson og Alfreð Gíslason.Vísir/GettyAron gaf Kiel og Alfreð sín bestu meðmæli „Aron sagði að Alfreð væri sá besti. Og ég hef alltaf haldið að hann sé sá besti. Ég er fullur tilhlökkunar og get ekki beðið eftir að byrja,“ sagði Gísli sem býst við að fá nokkuð stórt hlutverk á sínu fyrsta tímabili hjá Kiel. „Ég held að ég verði miðjumaður númer tvö á eftir [Domagoj] Duvnjak. Það er draumur að æfa og spila með þessum leikmönnum.“ Næsta tímabil verður það síðasta hjá Alfreð við stjórnvölinn hjá Kiel. Akureyringurinn hefur þjálfað liðið síðan 2008 og náð framúrskarandi árangri. Gísli segist ætla að nýta þetta eina tímabil sem hann fær með Alfreð til hins ýtrasta. „Ég mun nýta tímann sem ég fæ með Alfreð fáránlega vel; nýta hverja einustu æfingu og hvern einasta dag til að leggja inn í reynslubankann. Svo verður það væntanlega enginn vitleysingur sem tekur við þegar Alfreð hættir,“ sagði Gísli og hló. Hafnfirðingurinn lék sína fyrstu A-landsleiki í lok október og er einn þeirra 28 sem koma til greina í íslenska hópinn sem fer á EM í Króatíu í byrjun næsta árs. En gerir Gísli sér vonir um að vera í lokahópnum?Vísir/ErnirNæsta markmið „Það er næsta markmið. Það yrði draumur að fara út með öllum þessum leikmönnum. Það var geðveikt að fá að æfa með leikmönnum eins og Guðjóni Val [Sigurðssyni] og öllum hinum,“ sagði Gísli og bætti við að hann hefði grætt mikið á landsliðsæfingunum í október. Þrátt fyrir að vera kominn mjög langt miðað við aldur er Gísli meðvitaður um að hann þarf að bæta sig fyrir átökin í atvinnumennskunni. „Ég er góður á fótunum en ég þarf að styrkja efri búkinn svo ég geti ráðið við 120 kílóa línumenn,“ sagði Gísli sem verður væntanlega látinn spila sem bakvörður í vörn Kiel. Eins og áður sagði klárar Gísli tímabilið með FH áður en hann fer til Kiel. Hann vill að sjálfsögðu kveðja uppeldisfélagið með titli eða titlum. „Það er minn heitasti draumur eins og er. FH hefur gert rosalega mikið fyrir mig og er mitt hjarta,“ sagði Gísli að lokum.
EM 2018 í handbolta Handbolti Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Slóvenía 79-87 | Sárt tap í Spodek Körfubolti Maðurinn sem stal derhúfu af barni biðst afsökunar Sport Sætur sigur hjá Sveindísi sem reiddist og sparkaði í skilti Fótbolti Þegar átján ára Doncic lék á Hlyn Körfubolti Forseti UEFA hrósar Íslandi en segir brýna nauðsyn að fá betri klefa Fótbolti Furðu lostinn eftir fordæmalausan brottrekstur Fótbolti Grimsby notaði ólöglegan leikmann gegn United en slapp með sekt Enski boltinn EM í dag var í beinni: Líf og fjör á Fan Zone og gestur kíkti við Körfubolti Pressan gríðarleg eftir eyðslu sumarsins Enski boltinn Alþjóðadómari hraunar yfir tríóið: „Þrjár kolrangar ákvarðanir“ Körfubolti Fleiri fréttir Aron hefur engan áhuga á að þjálfa Sjáðu Viktor Gísla fá hópknús eftir að hafa tryggt Barcelona titil Sigursteinn framlengir við FH HSÍ skiptir út merki sambandsins Valur meistari meistaranna Stjörnumenn gerðu vel úti í Rúmeníu Íslensku stelpurnar með tíu mörk saman í flottum sigri „Stórkostlegur dagur og stórkostlegt kvöld“ Ómar Ingi skoraði úr ellefu fyrstu skotunum og endaði með fimmtán mörk Haukur Þrastar byrjar mjög vel með Ljónunum Uppgjörið: FH - Veszprém 22-32 | Takk Aron Aron spilar síðasta leikinn: „Held að ég sé ekki búinn að gleyma öllu“ Strákarnir hans Guðjóns Vals byrja tímabilið vel Ágúst strax kominn með titil hjá Álaborg Íslenska tríóið grátlega nálægt titli Gat ekki skammað frænda því hann þurfti að fara upp á spítala Stjarnan er meistari meistaranna „Magnað að við séum enn að leita í vinskap hvors annars“ Með krabbamein í brjósti en hættir ekki að spila „Upplifi þetta mál sem fjölskylduharmleik“ Misstu Egypta fram úr sér í seinni hálfleik ÍBV segir tvær hliðar á málinu og óskar Kára velfarnaðar Unnu Ungverja og spila við heimamenn um fimmta sætið á HM Kári Kristján spilar aldrei aftur fyrir ÍBV Sárt tap gegn Dönum á HM Viktor Gísli fær treyju númer eitt hjá Barcelona Ævintýralegar lokasekúndur tryggðu Ísland í átta liða úrslit Slóvenskt undrabarn skoraði 23 mörk gegn Noregi Tap setur Ísland í erfiða stöðu Stelpurnar unnu Noreg á EM og tryggðu sér sautjánda sætið Sjá meira