Einhleyp Ellý situr uppi með tattú með nafni fyrrverandi: "Ég er í rusli yfir þessu“ Lilja Katrín Gunnarsdóttir skrifar 6. desember 2017 13:17 Mynd af tattústofunni. Fjölnir tattú, Ellý og Steingrímur, en búið er að setja jólasveinatákn yfir andlit hans. Vísir / Skjáskot af Snapchat Story Ellýjar Fjölmiðlakonan Ellý Ármanns og Steingrímur Erlingsson, fyrrverandi forstjóri og stofnandi Fáfnis Offshore, eru hætt saman en þau opinberuðu samband sitt seint á síðasta ári. Ellý segir frá þessu í ansi athyglisverðri færslu á Facebook-síðu sinni. Þar skrifar hún einfaldlega: „Ég gerði mestu mistök ævi minnar fyrir ekki alls löngu. Ég fékk mér húðflúr með nafni þáverandi kærasta. Hvar get ég látið taka þetta **** af mér? #égveit#ekkiorð.“ Heimildir Vísis herma að Ellý hafi látið húðflúra gælunafn Steingríms, Denni, á líkama sinn með hans rithönd. Þegar Vísir hafði samband við Ellý vildi hún ekkert tjá sig um sambandsslitin, né húðflúrið en hún leitar nú lifandi ljósi að stað til að fjarlægja verkið. Færsla Ellýjar hefur vakið mikla athygli.Vísir / Skjáskot af Facebook Kona á þínum virðulega aldri! Eins og gefur að skilja hafa viðbrögðin ekki látið á sér standa. Fjölmiðlamaðurinn Egill Helgason lætur í sér heyra í athugasemdum við færsluna, greinilega hneykslaður. „Kona á þínum virðulega aldri!” segir Egill. Það stendur ekki á svörunum hjá Ellý. „live or die... kannast þú ekki við tilfinninguna? Ástin og þokan í kringum það allt.... ég var þar þá,“ skrifar Ellý. Á öðrum stað í athugasemdakerfinu er Ellý á einlægum nótum. Hneysklaður Egill.Vísir / Skjáskot af Facebook „Ég er í rusli yfir þessu,“ skrifar hún og bætir á öðrum stað við: „Ég hélt að hann væri sá rétti. Aðspurð um hvað spilin hafi sagt, enda Ellý rómuð spákona, svarar Ellý: „Spilin sögðu run baby run…“ Berki finnst þetta barnalegt.Vísir / Skjáskot af Facebook Ertu fjórtán ára? Fjölmiðlamaðurinn Börkur Gunnarsson hrósar Ellý fyrir að hafa óbilandi trú á ástinni, þó uppátæki hennar sé barnalegt að hans mati. „Neeeei, Ellý, ertu fjórtán ára? Samt svolítið sætt að vera orðin miðaldra og fá svona óbilandi trú á ástina. Það er eiginlega mjög sætt,“ skrifar Börkur, en Ellý er hvergi bangin. „Ég trúi ennþá ástina og er ekki búin að missa vonina. Ég trúði því innilega að hann væri sá rétti. Ég veit kjánalegt…“ Ellý og Steingrímur á góðri stundu.Vísir / Úr safni Rétt - ekki mistök Skáldkonunni og fyrrverandi forsetaframbjóðandanum Elísabetu Kristínu Jökulsdóttur finnst aðeins of mikil geðshræring einkenna þráðinn og skrifar: „Það er enginn dauður, slakaðu á“, á meðan þúsundþjalasmiðurinn Dofri Hermannsson stappar stálinu í Ellý. „Kæra Ellý. Þú ert þversumman af öllu sem þú hefur gert. Ef næsti kærasti skilur það ekki er hann ekki sá rétti fyrir þig.“ Katrín Júlíusdóttir, framkvæmdastjóri samtaka fjármálafyrirtækja og fyrrverandi Alþingiskona, biðlar til Ellý um að hætta við að láta fjarlægja húðflúrið og breyta því í annað verk í staðinn. „Elsku Ellý mín - allt sem tengist ástinni er rétt á þeim tíma ekki mistök. Nú er bara að finna eitthvað fallegt til að setja yfir þetta - því þannig er lífið og maður byggir ofan á það sem gert er. Kemur ekki vel út að fjarlægja. Elsti strákurinn minn er komin með nokkur tattú og þau eru öll tengd fjölskyldusögu hans, t.d. Kópavogskirkja inn í fallegri mynd af víkingi, einn af bátunum hans afa heitins sem hét Náttfari, uppáhaldsblómin mín ofl. Var skeptísk fyrst en nú tárast ég bara yfir því hvað hann hugsar þetta fallega. Þú finnur eitthvað sem tengist hjarta þínu og magnaðri sögu þinni,“ skrifar Katrín. Enn aðrir koma með uppástungur um hvar Ellý getur látið fjarlægt húðflúrið eða breytt því í annað flúr. Þá eru nokkrir sem stinga upp á því að Ellý finni sér annan mann sem ber sama nafn. Falleg kveðja frá Katrínu.Vísir / Skjáskot af Facebook Húðflúr Tengdar fréttir Fyrrverandi forstjóri Fáfnis: „Þetta hefur snert æru mína og haft áhrif“ Steingrímur Erlingsson krefst ógreiddra launa og orlofs frá Fáfni Offshore, en honum var vikið úr starfi frá félaginu árið 2015. Fyrirtækið stefnir honum á móti fyrir brot á trúnaðarskyldum og að hafa haft með sér lausa muni frá félaginu. 5. desember 2017 09:15 Félag Steingríms úrskurðað gjaldþrota Félagið Haldleysi, áður Fáfnir Holding, sem er einkahlutafélag í eigu Steingríms Erlingssonar, fyrrverandi forstjóra Fáfnis Offshore, var í síðasta mánuði tekið til gjaldþrotaskipta. 16. ágúst 2017 10:00 Telur Fáfni geta misst eina verkefni sitt eftir uppsögn Steingríms Bjarni Ármansson er ekki lengur stjórnarformaður Fáfnis en hann tók við starfinu síðasta sumar. 5. janúar 2016 08:00 Kröfur ganga á víxl í kjölfar brottreksturs stofnanda Fáfnis Offshore Steingrímur Erlingsson, fyrrverandi forstjóri Fáfnis Offshore, hefur stefnt fyrirtækinu og krefst þess að fá greiddan sex mánaða uppsagnarfrest og orlof. 16. júní 2017 07:00 Ellý Ármanns reynir að forðast gjaldþrot: „Þetta var ekki mér að kenna“ Ég skildi á sínum tíma og húsið var skráð á mig. Ég reyndi svo að semja við bankann en án árangurs. Svo fór að húsið var selt bankanum á uppboði, segir fjölmiðlakonan. 28. september 2017 14:30 Mest lesið Ekki er allt gull sem glóir Gagnrýni „kkk“ í klukku vekur lukku: „Hafa menn ekki meira kjöt á beinunum?“ Lífið Kláraði lögfræði meðan hún sat fyrir hjá Dior Tíska og hönnun Fjöldi fólks á frumsýningu kynlífsmyndbands Lífið Herra skepna sló Hafþór utan undir Lífið Hefur engan áhuga á góðlátlegum orðum Watson Lífið Kristrún meðal hundrað rísandi stjarna Time Lífið Play-liðar minnast góðu tímanna Lífið Taktu þátt í nýársáskoruninni Nýtt Upphaf – Sjáðu árangursmyndirnar Lífið samstarf Nicole Kidman og Keith Urban hvort í sína átt Lífið Fleiri fréttir Leið yfir hana umkringd nöktum konum Herra skepna sló Hafþór utan undir Danir taka ekki afstöðu gegn Ísrael Aðstoðarþjálfarinn reyndist ekki vera transkona Hnetukjúklingurinn hennar Höllu Kristrún meðal hundrað rísandi stjarna Time Er hún með „Bennifer“ hálsmen? Páskaungi á leiðinni hjá Kristínu og Sverri Hefur engan áhuga á góðlátlegum orðum Watson Play-liðar minnast góðu tímanna „kkk“ í klukku vekur lukku: „Hafa menn ekki meira kjöt á beinunum?“ Fanney og Teitur orðin þriggja barna foreldrar Nicole Kidman og Keith Urban hvort í sína átt Fjöldi fólks á frumsýningu kynlífsmyndbands „Erfitt að koma í veg fyrir slæm samskipti ef fólk segir ekki frá“ Viðkvæmar viðræður, lausn Assange og næstu skref WikiLeaks Íslensk kjötsúpa eins og hún gerist best Gjaldþrot Play setur RIFF úr skorðum: „Þetta kemur á versta tíma“ Stjörnufans og forsetar á Rauðu myllunni Ung, upprennandi og sjóðheit stjarna á lausu „Það er ekkert sem læknar þetta alveg“ Stjörnulífið: Tatiana og Ragnar í kastala í Frakklandi Egill og Thelma eiga von á sínu öðru barni Verður aðalnúmer hálfleikssýningar Ofurskálarinnar „En áttu ekki dóttur?“ Selena Gomez giftist Benny Blanco Krakkatían: Lestrarkeppni, flugumferð og leiksýning Rapparinn og málverndarsinninn frjáls ferða sinna Boðaði vinkonurnar í bústað eftir að hafa upplifað Tinder á sterum Fréttatía vikunnar: Moulin Rouge, Blóðbankinn og Eurovision Sjá meira
Fjölmiðlakonan Ellý Ármanns og Steingrímur Erlingsson, fyrrverandi forstjóri og stofnandi Fáfnis Offshore, eru hætt saman en þau opinberuðu samband sitt seint á síðasta ári. Ellý segir frá þessu í ansi athyglisverðri færslu á Facebook-síðu sinni. Þar skrifar hún einfaldlega: „Ég gerði mestu mistök ævi minnar fyrir ekki alls löngu. Ég fékk mér húðflúr með nafni þáverandi kærasta. Hvar get ég látið taka þetta **** af mér? #égveit#ekkiorð.“ Heimildir Vísis herma að Ellý hafi látið húðflúra gælunafn Steingríms, Denni, á líkama sinn með hans rithönd. Þegar Vísir hafði samband við Ellý vildi hún ekkert tjá sig um sambandsslitin, né húðflúrið en hún leitar nú lifandi ljósi að stað til að fjarlægja verkið. Færsla Ellýjar hefur vakið mikla athygli.Vísir / Skjáskot af Facebook Kona á þínum virðulega aldri! Eins og gefur að skilja hafa viðbrögðin ekki látið á sér standa. Fjölmiðlamaðurinn Egill Helgason lætur í sér heyra í athugasemdum við færsluna, greinilega hneykslaður. „Kona á þínum virðulega aldri!” segir Egill. Það stendur ekki á svörunum hjá Ellý. „live or die... kannast þú ekki við tilfinninguna? Ástin og þokan í kringum það allt.... ég var þar þá,“ skrifar Ellý. Á öðrum stað í athugasemdakerfinu er Ellý á einlægum nótum. Hneysklaður Egill.Vísir / Skjáskot af Facebook „Ég er í rusli yfir þessu,“ skrifar hún og bætir á öðrum stað við: „Ég hélt að hann væri sá rétti. Aðspurð um hvað spilin hafi sagt, enda Ellý rómuð spákona, svarar Ellý: „Spilin sögðu run baby run…“ Berki finnst þetta barnalegt.Vísir / Skjáskot af Facebook Ertu fjórtán ára? Fjölmiðlamaðurinn Börkur Gunnarsson hrósar Ellý fyrir að hafa óbilandi trú á ástinni, þó uppátæki hennar sé barnalegt að hans mati. „Neeeei, Ellý, ertu fjórtán ára? Samt svolítið sætt að vera orðin miðaldra og fá svona óbilandi trú á ástina. Það er eiginlega mjög sætt,“ skrifar Börkur, en Ellý er hvergi bangin. „Ég trúi ennþá ástina og er ekki búin að missa vonina. Ég trúði því innilega að hann væri sá rétti. Ég veit kjánalegt…“ Ellý og Steingrímur á góðri stundu.Vísir / Úr safni Rétt - ekki mistök Skáldkonunni og fyrrverandi forsetaframbjóðandanum Elísabetu Kristínu Jökulsdóttur finnst aðeins of mikil geðshræring einkenna þráðinn og skrifar: „Það er enginn dauður, slakaðu á“, á meðan þúsundþjalasmiðurinn Dofri Hermannsson stappar stálinu í Ellý. „Kæra Ellý. Þú ert þversumman af öllu sem þú hefur gert. Ef næsti kærasti skilur það ekki er hann ekki sá rétti fyrir þig.“ Katrín Júlíusdóttir, framkvæmdastjóri samtaka fjármálafyrirtækja og fyrrverandi Alþingiskona, biðlar til Ellý um að hætta við að láta fjarlægja húðflúrið og breyta því í annað verk í staðinn. „Elsku Ellý mín - allt sem tengist ástinni er rétt á þeim tíma ekki mistök. Nú er bara að finna eitthvað fallegt til að setja yfir þetta - því þannig er lífið og maður byggir ofan á það sem gert er. Kemur ekki vel út að fjarlægja. Elsti strákurinn minn er komin með nokkur tattú og þau eru öll tengd fjölskyldusögu hans, t.d. Kópavogskirkja inn í fallegri mynd af víkingi, einn af bátunum hans afa heitins sem hét Náttfari, uppáhaldsblómin mín ofl. Var skeptísk fyrst en nú tárast ég bara yfir því hvað hann hugsar þetta fallega. Þú finnur eitthvað sem tengist hjarta þínu og magnaðri sögu þinni,“ skrifar Katrín. Enn aðrir koma með uppástungur um hvar Ellý getur látið fjarlægt húðflúrið eða breytt því í annað flúr. Þá eru nokkrir sem stinga upp á því að Ellý finni sér annan mann sem ber sama nafn. Falleg kveðja frá Katrínu.Vísir / Skjáskot af Facebook
Húðflúr Tengdar fréttir Fyrrverandi forstjóri Fáfnis: „Þetta hefur snert æru mína og haft áhrif“ Steingrímur Erlingsson krefst ógreiddra launa og orlofs frá Fáfni Offshore, en honum var vikið úr starfi frá félaginu árið 2015. Fyrirtækið stefnir honum á móti fyrir brot á trúnaðarskyldum og að hafa haft með sér lausa muni frá félaginu. 5. desember 2017 09:15 Félag Steingríms úrskurðað gjaldþrota Félagið Haldleysi, áður Fáfnir Holding, sem er einkahlutafélag í eigu Steingríms Erlingssonar, fyrrverandi forstjóra Fáfnis Offshore, var í síðasta mánuði tekið til gjaldþrotaskipta. 16. ágúst 2017 10:00 Telur Fáfni geta misst eina verkefni sitt eftir uppsögn Steingríms Bjarni Ármansson er ekki lengur stjórnarformaður Fáfnis en hann tók við starfinu síðasta sumar. 5. janúar 2016 08:00 Kröfur ganga á víxl í kjölfar brottreksturs stofnanda Fáfnis Offshore Steingrímur Erlingsson, fyrrverandi forstjóri Fáfnis Offshore, hefur stefnt fyrirtækinu og krefst þess að fá greiddan sex mánaða uppsagnarfrest og orlof. 16. júní 2017 07:00 Ellý Ármanns reynir að forðast gjaldþrot: „Þetta var ekki mér að kenna“ Ég skildi á sínum tíma og húsið var skráð á mig. Ég reyndi svo að semja við bankann en án árangurs. Svo fór að húsið var selt bankanum á uppboði, segir fjölmiðlakonan. 28. september 2017 14:30 Mest lesið Ekki er allt gull sem glóir Gagnrýni „kkk“ í klukku vekur lukku: „Hafa menn ekki meira kjöt á beinunum?“ Lífið Kláraði lögfræði meðan hún sat fyrir hjá Dior Tíska og hönnun Fjöldi fólks á frumsýningu kynlífsmyndbands Lífið Herra skepna sló Hafþór utan undir Lífið Hefur engan áhuga á góðlátlegum orðum Watson Lífið Kristrún meðal hundrað rísandi stjarna Time Lífið Play-liðar minnast góðu tímanna Lífið Taktu þátt í nýársáskoruninni Nýtt Upphaf – Sjáðu árangursmyndirnar Lífið samstarf Nicole Kidman og Keith Urban hvort í sína átt Lífið Fleiri fréttir Leið yfir hana umkringd nöktum konum Herra skepna sló Hafþór utan undir Danir taka ekki afstöðu gegn Ísrael Aðstoðarþjálfarinn reyndist ekki vera transkona Hnetukjúklingurinn hennar Höllu Kristrún meðal hundrað rísandi stjarna Time Er hún með „Bennifer“ hálsmen? Páskaungi á leiðinni hjá Kristínu og Sverri Hefur engan áhuga á góðlátlegum orðum Watson Play-liðar minnast góðu tímanna „kkk“ í klukku vekur lukku: „Hafa menn ekki meira kjöt á beinunum?“ Fanney og Teitur orðin þriggja barna foreldrar Nicole Kidman og Keith Urban hvort í sína átt Fjöldi fólks á frumsýningu kynlífsmyndbands „Erfitt að koma í veg fyrir slæm samskipti ef fólk segir ekki frá“ Viðkvæmar viðræður, lausn Assange og næstu skref WikiLeaks Íslensk kjötsúpa eins og hún gerist best Gjaldþrot Play setur RIFF úr skorðum: „Þetta kemur á versta tíma“ Stjörnufans og forsetar á Rauðu myllunni Ung, upprennandi og sjóðheit stjarna á lausu „Það er ekkert sem læknar þetta alveg“ Stjörnulífið: Tatiana og Ragnar í kastala í Frakklandi Egill og Thelma eiga von á sínu öðru barni Verður aðalnúmer hálfleikssýningar Ofurskálarinnar „En áttu ekki dóttur?“ Selena Gomez giftist Benny Blanco Krakkatían: Lestrarkeppni, flugumferð og leiksýning Rapparinn og málverndarsinninn frjáls ferða sinna Boðaði vinkonurnar í bústað eftir að hafa upplifað Tinder á sterum Fréttatía vikunnar: Moulin Rouge, Blóðbankinn og Eurovision Sjá meira
Fyrrverandi forstjóri Fáfnis: „Þetta hefur snert æru mína og haft áhrif“ Steingrímur Erlingsson krefst ógreiddra launa og orlofs frá Fáfni Offshore, en honum var vikið úr starfi frá félaginu árið 2015. Fyrirtækið stefnir honum á móti fyrir brot á trúnaðarskyldum og að hafa haft með sér lausa muni frá félaginu. 5. desember 2017 09:15
Félag Steingríms úrskurðað gjaldþrota Félagið Haldleysi, áður Fáfnir Holding, sem er einkahlutafélag í eigu Steingríms Erlingssonar, fyrrverandi forstjóra Fáfnis Offshore, var í síðasta mánuði tekið til gjaldþrotaskipta. 16. ágúst 2017 10:00
Telur Fáfni geta misst eina verkefni sitt eftir uppsögn Steingríms Bjarni Ármansson er ekki lengur stjórnarformaður Fáfnis en hann tók við starfinu síðasta sumar. 5. janúar 2016 08:00
Kröfur ganga á víxl í kjölfar brottreksturs stofnanda Fáfnis Offshore Steingrímur Erlingsson, fyrrverandi forstjóri Fáfnis Offshore, hefur stefnt fyrirtækinu og krefst þess að fá greiddan sex mánaða uppsagnarfrest og orlof. 16. júní 2017 07:00
Ellý Ármanns reynir að forðast gjaldþrot: „Þetta var ekki mér að kenna“ Ég skildi á sínum tíma og húsið var skráð á mig. Ég reyndi svo að semja við bankann en án árangurs. Svo fór að húsið var selt bankanum á uppboði, segir fjölmiðlakonan. 28. september 2017 14:30