Endurhæfing Kolbeins gengur vonum framar | Gæti spilað í febrúar Ríkharð Óskar Guðnason skrifar 5. desember 2017 11:30 Kolbeinn hefur ekki spilað með Nantes í meira en eitt og hálft ár. vísir/getty Kolbeinn Sigþórsson stefnir að því að spila sinn fyrsta leik með Nantes í Frakklandi í febrúar. Kolbeinn hefur ekki spilað síðan á EM í Frakklandi í fyrrasumar. Kolbeinn hefur verið að glíma við afar erfið meiðsli í hné og hefur endurhæfing ekki borið tilætlaðan árangur hingað til. Sjá einnig: Langt í frá týndur en mjög áhyggjufullur yfir ferlinum Hann er nú staddur í Katar við Persaflóann þar sem hann mun vera í endurhæfingu í desember. Að sögn Andra Sigþórssonar, umboðsmanns og bróður hans, er Kolbeinn kominn á 65-70 prósent hraða og loksins byrjaður að æfa með bolta. Kolbeinn er næstmarkahæsti leikmaður íslenska landsliðsins frá upphafi með 22 mörk og vantar þrjú mörk upp á að jafna met Eiðs Smára Guðjohnsen. Hann er 27 ára og hefur spilað 44 landsleiki. Nantes er í fimmta sæti frönsku úrvalsdeildarinnar með 27 stig. Kolbeinn skoraði þrjú mörk í 26 leikjum á sínu fyrsta tímabili með Nantes en hefur ekki spilað með liðinu síðan í apríl 2016. Heimir Hallgrímsson, þjálfari íslenska landsliðsins, sagði á blaðamannafundi í byrjun nóvember að Kolbeinn væri byrjaður að hlaupa án þess að finna fyrir verkjum eða bólgum. Sjá einnig: Kolbeinn Sigþórs hleypur verkjalaus | Heimir um möguleika hans á sæti í HM-hópnum „Kolbeinn er að fara af stað. Spennandi að sjá hvernig hann kemur til baka eftir sín löngu meiðsli. Auðvitað möguleiki fyrir hann eins og aðra að komast í hópinn ef hann kemst af stað,“ sagði Heimir þá. Kolbeinn var lykilmaður í íslenska landsliðinu þegar hann var heill og var í byrjunarliði Íslands á öllum leikjum þess á EM í Frakklandi. Hann skoraði sigurmark Íslands gegn Englandi í 2-1 sigri í 16-liða úrslitum keppninnar. Íslenski boltinn Tengdar fréttir Kolbeinn Sigþórs hleypur verkjalaus | Heimir um möguleika hans á sæti í HM-hópnum Kolbeinn Sigþórsson er byrjaður að æfa á nýjan leik eftir að hafa verið í langan tíma frá vegna meiðsla. 3. nóvember 2017 13:50 Hnéaðgerð Kolbeins Sigþórs tókst vel: Er mjög bjartsýnn Íslenski landsliðsframherjinn Kolbeinn Sigþórsson er loksins á batavegi eftir að hafa glímt við erfið hnémeiðsli í tæpt ár. Kolbeinn fór í dögunum í sína aðra aðgerð á innan við ári og hún heppnaðist vel. 13. júlí 2017 11:00 Langt í frá týndur en mjög áhyggjufullur yfir ferlinum Kolbeinn Sigþórsson, maðurinn sem skaut enska landsliðið af EM í Frakklandi, hefur ekki spilað fótbolta síðan í byrjun júlí. Erfið og óútskýrð hnémeiðsli hafa nú sett stórt spurningarmerki við feril hans. 14. janúar 2017 07:00 Mest lesið Halldór arfleiddi Fram að „dágóðri upphæð“ Íslenski boltinn Miðvarðabölvun Rauðu djöflanna Enski boltinn Fullorðnir menn grétu á Ölveri Enski boltinn Mínútu þögn fyrir mann sem reyndist vera á lífi Fótbolti Einar kveður Guðmund og fer í „stærstu og bestu deild heims“ Handbolti Fær enn morðhótanir daglega Fótbolti Uppgjörið: Njarðvík - Hamar/Þór 84-81 | Njarðvíkingar í úrslitaleikinn Körfubolti Arnar stýrði sinni fyrstu landsliðsæfingu Fótbolti Fyrirliði Vestra í tveggja mánaða bann Íslenski boltinn Hvorki sjálfbært né íslenskum körfubolta til bóta Körfubolti Fleiri fréttir Real Madríd í vænlegri stöðu Í beinni: Bayern - Lyon | Stórleikur hjá Glódísi Fyrirliði Vestra í tveggja mánaða bann „Þeir sögðu í sjónvarpinu að þú værir dáinn“ Fær enn morðhótanir daglega Meðalárslaun í kvennaboltanum ein og hálf milljón króna Fagnaði eins og Fowler og þóttist sniffa línu á vellinum Talar enn við Levy og vill snúa aftur til Spurs Hætta með Nike og nota boltann sem Arteta kvartaði yfir Sagði höfuðið í lagi en tekur enga sénsa með Glódísi stríðskonu Mínútu þögn fyrir mann sem reyndist vera á lífi Varnargarðahópurinn stendur vörð um fótboltann í Grindavík Fullorðnir menn grétu á Ölveri Halldór arfleiddi Fram að „dágóðri upphæð“ Miðvarðabölvun Rauðu djöflanna Arnar stýrði sinni fyrstu landsliðsæfingu Bruno segist gera hlutina á sinn hátt Þorleifur á æfingu hjá uppeldisfélaginu Leifur Andri leggur skóna á hilluna María skoraði sigurmarkið á fyrstu mínútu leiksins Enginn Messi þegar Argentína getur tryggt sæti sitt á HM Frá Króknum á Hlíðarenda Reynslumikill Svíi á að styrkja miðsvæði Fram Fyrirliða Forest bætt við enska hópinn Víkingur missir undanúrslitasætið Aðeins þúsund geta mætt á leikina mikilvægu við Noreg og Sviss Þriðja þáttaröðin af LUÍH hefst í kvöld: „Mögulega besta móment lífs míns“ Segir Arnór líta ruddalega vel út Ramos rekinn út af fyrir að sparka í rass mótherja Staðráðinn í að spila aftur: „Ég var nálægt því að deyja“ Sjá meira
Kolbeinn Sigþórsson stefnir að því að spila sinn fyrsta leik með Nantes í Frakklandi í febrúar. Kolbeinn hefur ekki spilað síðan á EM í Frakklandi í fyrrasumar. Kolbeinn hefur verið að glíma við afar erfið meiðsli í hné og hefur endurhæfing ekki borið tilætlaðan árangur hingað til. Sjá einnig: Langt í frá týndur en mjög áhyggjufullur yfir ferlinum Hann er nú staddur í Katar við Persaflóann þar sem hann mun vera í endurhæfingu í desember. Að sögn Andra Sigþórssonar, umboðsmanns og bróður hans, er Kolbeinn kominn á 65-70 prósent hraða og loksins byrjaður að æfa með bolta. Kolbeinn er næstmarkahæsti leikmaður íslenska landsliðsins frá upphafi með 22 mörk og vantar þrjú mörk upp á að jafna met Eiðs Smára Guðjohnsen. Hann er 27 ára og hefur spilað 44 landsleiki. Nantes er í fimmta sæti frönsku úrvalsdeildarinnar með 27 stig. Kolbeinn skoraði þrjú mörk í 26 leikjum á sínu fyrsta tímabili með Nantes en hefur ekki spilað með liðinu síðan í apríl 2016. Heimir Hallgrímsson, þjálfari íslenska landsliðsins, sagði á blaðamannafundi í byrjun nóvember að Kolbeinn væri byrjaður að hlaupa án þess að finna fyrir verkjum eða bólgum. Sjá einnig: Kolbeinn Sigþórs hleypur verkjalaus | Heimir um möguleika hans á sæti í HM-hópnum „Kolbeinn er að fara af stað. Spennandi að sjá hvernig hann kemur til baka eftir sín löngu meiðsli. Auðvitað möguleiki fyrir hann eins og aðra að komast í hópinn ef hann kemst af stað,“ sagði Heimir þá. Kolbeinn var lykilmaður í íslenska landsliðinu þegar hann var heill og var í byrjunarliði Íslands á öllum leikjum þess á EM í Frakklandi. Hann skoraði sigurmark Íslands gegn Englandi í 2-1 sigri í 16-liða úrslitum keppninnar.
Íslenski boltinn Tengdar fréttir Kolbeinn Sigþórs hleypur verkjalaus | Heimir um möguleika hans á sæti í HM-hópnum Kolbeinn Sigþórsson er byrjaður að æfa á nýjan leik eftir að hafa verið í langan tíma frá vegna meiðsla. 3. nóvember 2017 13:50 Hnéaðgerð Kolbeins Sigþórs tókst vel: Er mjög bjartsýnn Íslenski landsliðsframherjinn Kolbeinn Sigþórsson er loksins á batavegi eftir að hafa glímt við erfið hnémeiðsli í tæpt ár. Kolbeinn fór í dögunum í sína aðra aðgerð á innan við ári og hún heppnaðist vel. 13. júlí 2017 11:00 Langt í frá týndur en mjög áhyggjufullur yfir ferlinum Kolbeinn Sigþórsson, maðurinn sem skaut enska landsliðið af EM í Frakklandi, hefur ekki spilað fótbolta síðan í byrjun júlí. Erfið og óútskýrð hnémeiðsli hafa nú sett stórt spurningarmerki við feril hans. 14. janúar 2017 07:00 Mest lesið Halldór arfleiddi Fram að „dágóðri upphæð“ Íslenski boltinn Miðvarðabölvun Rauðu djöflanna Enski boltinn Fullorðnir menn grétu á Ölveri Enski boltinn Mínútu þögn fyrir mann sem reyndist vera á lífi Fótbolti Einar kveður Guðmund og fer í „stærstu og bestu deild heims“ Handbolti Fær enn morðhótanir daglega Fótbolti Uppgjörið: Njarðvík - Hamar/Þór 84-81 | Njarðvíkingar í úrslitaleikinn Körfubolti Arnar stýrði sinni fyrstu landsliðsæfingu Fótbolti Fyrirliði Vestra í tveggja mánaða bann Íslenski boltinn Hvorki sjálfbært né íslenskum körfubolta til bóta Körfubolti Fleiri fréttir Real Madríd í vænlegri stöðu Í beinni: Bayern - Lyon | Stórleikur hjá Glódísi Fyrirliði Vestra í tveggja mánaða bann „Þeir sögðu í sjónvarpinu að þú værir dáinn“ Fær enn morðhótanir daglega Meðalárslaun í kvennaboltanum ein og hálf milljón króna Fagnaði eins og Fowler og þóttist sniffa línu á vellinum Talar enn við Levy og vill snúa aftur til Spurs Hætta með Nike og nota boltann sem Arteta kvartaði yfir Sagði höfuðið í lagi en tekur enga sénsa með Glódísi stríðskonu Mínútu þögn fyrir mann sem reyndist vera á lífi Varnargarðahópurinn stendur vörð um fótboltann í Grindavík Fullorðnir menn grétu á Ölveri Halldór arfleiddi Fram að „dágóðri upphæð“ Miðvarðabölvun Rauðu djöflanna Arnar stýrði sinni fyrstu landsliðsæfingu Bruno segist gera hlutina á sinn hátt Þorleifur á æfingu hjá uppeldisfélaginu Leifur Andri leggur skóna á hilluna María skoraði sigurmarkið á fyrstu mínútu leiksins Enginn Messi þegar Argentína getur tryggt sæti sitt á HM Frá Króknum á Hlíðarenda Reynslumikill Svíi á að styrkja miðsvæði Fram Fyrirliða Forest bætt við enska hópinn Víkingur missir undanúrslitasætið Aðeins þúsund geta mætt á leikina mikilvægu við Noreg og Sviss Þriðja þáttaröðin af LUÍH hefst í kvöld: „Mögulega besta móment lífs míns“ Segir Arnór líta ruddalega vel út Ramos rekinn út af fyrir að sparka í rass mótherja Staðráðinn í að spila aftur: „Ég var nálægt því að deyja“ Sjá meira
Kolbeinn Sigþórs hleypur verkjalaus | Heimir um möguleika hans á sæti í HM-hópnum Kolbeinn Sigþórsson er byrjaður að æfa á nýjan leik eftir að hafa verið í langan tíma frá vegna meiðsla. 3. nóvember 2017 13:50
Hnéaðgerð Kolbeins Sigþórs tókst vel: Er mjög bjartsýnn Íslenski landsliðsframherjinn Kolbeinn Sigþórsson er loksins á batavegi eftir að hafa glímt við erfið hnémeiðsli í tæpt ár. Kolbeinn fór í dögunum í sína aðra aðgerð á innan við ári og hún heppnaðist vel. 13. júlí 2017 11:00
Langt í frá týndur en mjög áhyggjufullur yfir ferlinum Kolbeinn Sigþórsson, maðurinn sem skaut enska landsliðið af EM í Frakklandi, hefur ekki spilað fótbolta síðan í byrjun júlí. Erfið og óútskýrð hnémeiðsli hafa nú sett stórt spurningarmerki við feril hans. 14. janúar 2017 07:00