Endurhæfing Kolbeins gengur vonum framar | Gæti spilað í febrúar Ríkharð Óskar Guðnason skrifar 5. desember 2017 11:30 Kolbeinn hefur ekki spilað með Nantes í meira en eitt og hálft ár. vísir/getty Kolbeinn Sigþórsson stefnir að því að spila sinn fyrsta leik með Nantes í Frakklandi í febrúar. Kolbeinn hefur ekki spilað síðan á EM í Frakklandi í fyrrasumar. Kolbeinn hefur verið að glíma við afar erfið meiðsli í hné og hefur endurhæfing ekki borið tilætlaðan árangur hingað til. Sjá einnig: Langt í frá týndur en mjög áhyggjufullur yfir ferlinum Hann er nú staddur í Katar við Persaflóann þar sem hann mun vera í endurhæfingu í desember. Að sögn Andra Sigþórssonar, umboðsmanns og bróður hans, er Kolbeinn kominn á 65-70 prósent hraða og loksins byrjaður að æfa með bolta. Kolbeinn er næstmarkahæsti leikmaður íslenska landsliðsins frá upphafi með 22 mörk og vantar þrjú mörk upp á að jafna met Eiðs Smára Guðjohnsen. Hann er 27 ára og hefur spilað 44 landsleiki. Nantes er í fimmta sæti frönsku úrvalsdeildarinnar með 27 stig. Kolbeinn skoraði þrjú mörk í 26 leikjum á sínu fyrsta tímabili með Nantes en hefur ekki spilað með liðinu síðan í apríl 2016. Heimir Hallgrímsson, þjálfari íslenska landsliðsins, sagði á blaðamannafundi í byrjun nóvember að Kolbeinn væri byrjaður að hlaupa án þess að finna fyrir verkjum eða bólgum. Sjá einnig: Kolbeinn Sigþórs hleypur verkjalaus | Heimir um möguleika hans á sæti í HM-hópnum „Kolbeinn er að fara af stað. Spennandi að sjá hvernig hann kemur til baka eftir sín löngu meiðsli. Auðvitað möguleiki fyrir hann eins og aðra að komast í hópinn ef hann kemst af stað,“ sagði Heimir þá. Kolbeinn var lykilmaður í íslenska landsliðinu þegar hann var heill og var í byrjunarliði Íslands á öllum leikjum þess á EM í Frakklandi. Hann skoraði sigurmark Íslands gegn Englandi í 2-1 sigri í 16-liða úrslitum keppninnar. Íslenski boltinn Tengdar fréttir Kolbeinn Sigþórs hleypur verkjalaus | Heimir um möguleika hans á sæti í HM-hópnum Kolbeinn Sigþórsson er byrjaður að æfa á nýjan leik eftir að hafa verið í langan tíma frá vegna meiðsla. 3. nóvember 2017 13:50 Hnéaðgerð Kolbeins Sigþórs tókst vel: Er mjög bjartsýnn Íslenski landsliðsframherjinn Kolbeinn Sigþórsson er loksins á batavegi eftir að hafa glímt við erfið hnémeiðsli í tæpt ár. Kolbeinn fór í dögunum í sína aðra aðgerð á innan við ári og hún heppnaðist vel. 13. júlí 2017 11:00 Langt í frá týndur en mjög áhyggjufullur yfir ferlinum Kolbeinn Sigþórsson, maðurinn sem skaut enska landsliðið af EM í Frakklandi, hefur ekki spilað fótbolta síðan í byrjun júlí. Erfið og óútskýrð hnémeiðsli hafa nú sett stórt spurningarmerki við feril hans. 14. janúar 2017 07:00 Mest lesið Mögulega leikþáttur hjá Egyptum Handbolti Í beinni: Egyptaland - Ísland | Stórleikur í Zagreb Handbolti Tók brjálæðiskast í klefanum hjá Man. Utd Enski boltinn Sjáðu stemninguna hjá stórum hópi Íslendinga í Zagreb Handbolti Hefur ekki mikla trú á CrossFit goðsögnunum frá Íslandi Sport Orri Freyr er Orri óstöðvandi Handbolti Svona var Pallborðið: Handboltaæði runnið á þjóðina Handbolti HM í dag: Meiðsli í miðjum þætti og heyrnartólin lentu upp í sveit Handbolti „Ég er ekkert viss um að við náum aftur þessari geðveiki“ Handbolti Þjóðverjar í sárum eftir „Herning helvítið“ Handbolti Fleiri fréttir Brest mátti þola tap í Þýskalandi Í beinni: Arsenal - Dinamo Zagreb | Gætu sloppið við umspilið Í beinni: PSG - Man. City | Risar sem gætu fallið úr leik Landsliðsþjálfarinn Arnar var í stúkunni þegar Hákon mætti á Anfield Cole Palmer er stolt lítillar þjóðar í Karabíska hafinu „Held ég hafi þurft á því að halda“ Ætlar að taka annað fótboltasumar á „besta staðnum á Íslandi“ Mannvirkjasjóður KSÍ fer næstu árin í uppbyggingu á Laugardalsvelli Sjáðu markaveislu Barcelona, Hákon búa til mark á Anfield og öll hin mörkin í gær Dortmund rak þjálfarann sinn eftir tapið í gær Slagsmál í leikmannagöngunum eftir sigur Barcelona í gær Táningur handtekinn vegna ummæla í garð Havertz og eiginkonu hans Tók brjálæðiskast í klefanum hjá Man. Utd Chelsea að gera Naomi Girma að dýrasta leikmanni sögunnar Magnaður endurkomusigur Atlético Madríd Jón Daði skoraði í fyrsta sigurleik Burton á árinu Monaco með mikilvægan sigur á Aston Villa Ótrúleg endurkoma Börsunga Torsóttur sigur toppliðsins Grealish eftirsóttur: Færir hann sig um set í Manchester? KSÍ boðar unga varnarmenn á séræfingar Hefur skoðanir á því hvar Arnar eigi að hefjast handa með landsliðið Víkingur spilar heimaleik sinn í Helsinki Telma mætt til skosks stórveldis Meistarar City halda áfram að bæta við sig „Of snemmt að kalla Liverpool besta lið í heimi“ Spilar ekki á meðan glugginn er opinn Petit baðst afsökunar á að „drepa“ Pat Rice „Ég myndi deyja fyrir Liverpool“ Ósáttur afi Sölva skildi ekki hvernig Arnar gat rekið hann í beinni Sjá meira
Kolbeinn Sigþórsson stefnir að því að spila sinn fyrsta leik með Nantes í Frakklandi í febrúar. Kolbeinn hefur ekki spilað síðan á EM í Frakklandi í fyrrasumar. Kolbeinn hefur verið að glíma við afar erfið meiðsli í hné og hefur endurhæfing ekki borið tilætlaðan árangur hingað til. Sjá einnig: Langt í frá týndur en mjög áhyggjufullur yfir ferlinum Hann er nú staddur í Katar við Persaflóann þar sem hann mun vera í endurhæfingu í desember. Að sögn Andra Sigþórssonar, umboðsmanns og bróður hans, er Kolbeinn kominn á 65-70 prósent hraða og loksins byrjaður að æfa með bolta. Kolbeinn er næstmarkahæsti leikmaður íslenska landsliðsins frá upphafi með 22 mörk og vantar þrjú mörk upp á að jafna met Eiðs Smára Guðjohnsen. Hann er 27 ára og hefur spilað 44 landsleiki. Nantes er í fimmta sæti frönsku úrvalsdeildarinnar með 27 stig. Kolbeinn skoraði þrjú mörk í 26 leikjum á sínu fyrsta tímabili með Nantes en hefur ekki spilað með liðinu síðan í apríl 2016. Heimir Hallgrímsson, þjálfari íslenska landsliðsins, sagði á blaðamannafundi í byrjun nóvember að Kolbeinn væri byrjaður að hlaupa án þess að finna fyrir verkjum eða bólgum. Sjá einnig: Kolbeinn Sigþórs hleypur verkjalaus | Heimir um möguleika hans á sæti í HM-hópnum „Kolbeinn er að fara af stað. Spennandi að sjá hvernig hann kemur til baka eftir sín löngu meiðsli. Auðvitað möguleiki fyrir hann eins og aðra að komast í hópinn ef hann kemst af stað,“ sagði Heimir þá. Kolbeinn var lykilmaður í íslenska landsliðinu þegar hann var heill og var í byrjunarliði Íslands á öllum leikjum þess á EM í Frakklandi. Hann skoraði sigurmark Íslands gegn Englandi í 2-1 sigri í 16-liða úrslitum keppninnar.
Íslenski boltinn Tengdar fréttir Kolbeinn Sigþórs hleypur verkjalaus | Heimir um möguleika hans á sæti í HM-hópnum Kolbeinn Sigþórsson er byrjaður að æfa á nýjan leik eftir að hafa verið í langan tíma frá vegna meiðsla. 3. nóvember 2017 13:50 Hnéaðgerð Kolbeins Sigþórs tókst vel: Er mjög bjartsýnn Íslenski landsliðsframherjinn Kolbeinn Sigþórsson er loksins á batavegi eftir að hafa glímt við erfið hnémeiðsli í tæpt ár. Kolbeinn fór í dögunum í sína aðra aðgerð á innan við ári og hún heppnaðist vel. 13. júlí 2017 11:00 Langt í frá týndur en mjög áhyggjufullur yfir ferlinum Kolbeinn Sigþórsson, maðurinn sem skaut enska landsliðið af EM í Frakklandi, hefur ekki spilað fótbolta síðan í byrjun júlí. Erfið og óútskýrð hnémeiðsli hafa nú sett stórt spurningarmerki við feril hans. 14. janúar 2017 07:00 Mest lesið Mögulega leikþáttur hjá Egyptum Handbolti Í beinni: Egyptaland - Ísland | Stórleikur í Zagreb Handbolti Tók brjálæðiskast í klefanum hjá Man. Utd Enski boltinn Sjáðu stemninguna hjá stórum hópi Íslendinga í Zagreb Handbolti Hefur ekki mikla trú á CrossFit goðsögnunum frá Íslandi Sport Orri Freyr er Orri óstöðvandi Handbolti Svona var Pallborðið: Handboltaæði runnið á þjóðina Handbolti HM í dag: Meiðsli í miðjum þætti og heyrnartólin lentu upp í sveit Handbolti „Ég er ekkert viss um að við náum aftur þessari geðveiki“ Handbolti Þjóðverjar í sárum eftir „Herning helvítið“ Handbolti Fleiri fréttir Brest mátti þola tap í Þýskalandi Í beinni: Arsenal - Dinamo Zagreb | Gætu sloppið við umspilið Í beinni: PSG - Man. City | Risar sem gætu fallið úr leik Landsliðsþjálfarinn Arnar var í stúkunni þegar Hákon mætti á Anfield Cole Palmer er stolt lítillar þjóðar í Karabíska hafinu „Held ég hafi þurft á því að halda“ Ætlar að taka annað fótboltasumar á „besta staðnum á Íslandi“ Mannvirkjasjóður KSÍ fer næstu árin í uppbyggingu á Laugardalsvelli Sjáðu markaveislu Barcelona, Hákon búa til mark á Anfield og öll hin mörkin í gær Dortmund rak þjálfarann sinn eftir tapið í gær Slagsmál í leikmannagöngunum eftir sigur Barcelona í gær Táningur handtekinn vegna ummæla í garð Havertz og eiginkonu hans Tók brjálæðiskast í klefanum hjá Man. Utd Chelsea að gera Naomi Girma að dýrasta leikmanni sögunnar Magnaður endurkomusigur Atlético Madríd Jón Daði skoraði í fyrsta sigurleik Burton á árinu Monaco með mikilvægan sigur á Aston Villa Ótrúleg endurkoma Börsunga Torsóttur sigur toppliðsins Grealish eftirsóttur: Færir hann sig um set í Manchester? KSÍ boðar unga varnarmenn á séræfingar Hefur skoðanir á því hvar Arnar eigi að hefjast handa með landsliðið Víkingur spilar heimaleik sinn í Helsinki Telma mætt til skosks stórveldis Meistarar City halda áfram að bæta við sig „Of snemmt að kalla Liverpool besta lið í heimi“ Spilar ekki á meðan glugginn er opinn Petit baðst afsökunar á að „drepa“ Pat Rice „Ég myndi deyja fyrir Liverpool“ Ósáttur afi Sölva skildi ekki hvernig Arnar gat rekið hann í beinni Sjá meira
Kolbeinn Sigþórs hleypur verkjalaus | Heimir um möguleika hans á sæti í HM-hópnum Kolbeinn Sigþórsson er byrjaður að æfa á nýjan leik eftir að hafa verið í langan tíma frá vegna meiðsla. 3. nóvember 2017 13:50
Hnéaðgerð Kolbeins Sigþórs tókst vel: Er mjög bjartsýnn Íslenski landsliðsframherjinn Kolbeinn Sigþórsson er loksins á batavegi eftir að hafa glímt við erfið hnémeiðsli í tæpt ár. Kolbeinn fór í dögunum í sína aðra aðgerð á innan við ári og hún heppnaðist vel. 13. júlí 2017 11:00
Langt í frá týndur en mjög áhyggjufullur yfir ferlinum Kolbeinn Sigþórsson, maðurinn sem skaut enska landsliðið af EM í Frakklandi, hefur ekki spilað fótbolta síðan í byrjun júlí. Erfið og óútskýrð hnémeiðsli hafa nú sett stórt spurningarmerki við feril hans. 14. janúar 2017 07:00