Rómantískt að fá Argentínu Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 2. desember 2017 06:00 Goðsögnin steinrunnin Diego Maradona lætur sér fátt um finna þegar Cafu, fyrirliði heimsmeistaraliðs Brasilíu frá HM 2002, dregur nafn Íslands úr pottinum, fyrsta andstæðings Argentínu á HM í sumar. Vísir/Getty Argentína, Króatía, Nígería. Þessar stóru fótboltaþjóðir verða mótherjar Íslands í D-riðli á HM í Rússlandi á næsta ári. Það er því óhætt að segja íslenska liðið fær því alvöru eldskírn á stærsta sviði fótboltans næsta sumar. „Ég er bara jákvæður. Við vissum að þetta yrði alltaf erfitt, sama hvaða lið kæmu upp úr pottinum. Það er ákveðin rómantík að fá Argentínu í fyrsta leik í lokakeppni HM. Það er líka gaman að fá Afríkuþjóð en hundleiðinlegt að fá Króatíu. Við erum komnir með þokkalegan leiða á þeim,“ sagði landsliðsþjálfarinn Heimir Hallgrímsson í samtali við Fréttablaðið eftir dráttinn í Kreml í gær. „Við erum bara glaðir með þennan drátt og hlökkum til,“ bætti Heimir við. Ísland hefur aldrei mætt Argentínu áður. Það verður því stór stund fyrir strákana okkar að mæta snillingum eins og Lionel Messi sem er á leið á sitt fjórða heimsmeistaramót. Heimir er hvergi banginn enda hefur íslenska liðið mætt hinum ýmsu stórstjörnum á síðustu árum. „Við höfum gert það síðustu ár. Við höfum spilað á móti [Cristiano] Ronaldo, Zlatan [Ibrahimovic] og [Arjen] Robben. Okkur hefur gengið ágætlega á móti bestu leikmönnum í heimi. Vonandi heldur það áfram,“ sagði Heimir. Eyjamaðurinn segir að Ísland hafi verið heppið með riðil út frá staðsetningu. Íslenska liðið verður með aðsetur við Svartahafið á meðan á HM stendur. „Ég veit að Íslendingar eru örugglega byrjaðir að bóka flug í hrönnum. Það er bara gaman. Það er líka skemmtilegt að það er enginn tímamismunur á milli leikvanga og stutt á milli þeirra. Þetta er góður riðill að því leyti til,“ sagði Heimir en Ísland spilar leiki sína í riðlakeppninni í Moskvu, Volgograd og Rostov. Heimir Hallgrímsson var að sjálfsögðu viðstaddur dráttinn í Kreml ásamt fulltrúum KSÍ. En hvernig var upplifunin? „Þetta er svolítið stórt, eins og gefur að skilja. Rússarnir vanda sig vel og það er ótrúlega mikil ásókn og mikið um fjölmiðla,“ sagði Heimir. „Þetta er miklu stærra en nokkurn tímann í kringum EM. Það er bara eðlilegt. Hér er allur heimurinn að fylgjast með og allar stærstu stjörnurnar í kringum okkur. Það er gaman að vera þátttakendur í þessu og mikill heiður fyrir okkur og íslenskan fótbolta.“ HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Enski boltinn Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Enski boltinn Dagskráin í dag: Formúla 1 og NBA á Páskasunnudegi Sport Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg Enski boltinn Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Íslenski boltinn Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin Körfubolti „Flæðið í sóknarleiknum var frábært“ Körfubolti „Við Em erum miklu stærri en þær allar“ Körfubolti „Út með ruslið og inn með íþróttaandann“ Sport Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu Fótbolti Fleiri fréttir Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg McTominay hetja Napoli Fram og Þór Ak. áfram í bikarnum HK vann Lengjudeildarslaginn og fór áfram í bikarnum Dýrlingarnir nældu í stig og jöfnuðu slakasta árangur sögunnar Stórsigur Villa galopnar baráttuna um Meistaradeildarsæti City nálgast sæti í Meistaradeild Evrópu Tveir fimmtán ára með þrjú fyrir KR | Adam Ægir skoraði strax fyrir Val Blésu til veislu eftir brostna drauma í Mílanó Cecilía að landa silfri og Fanney mætt í markið Sjáðu Ísak fara á kostum í Svíþjóð í dag Arsenal í erfiðri stöðu eftir haítískt sigurmark Mögnuð endurkoma mikilvæg í toppbaráttunni Ísak bombaði inn úr þröngu færi Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu „Varst þú ekkert í bláu spurningunum?“ Landsliðsmaður lést í fjögurra bíla árekstri Um afhroð Stjörnunnar í Kópavogi: „Ég spáði þessu jafntefli“ Heimsmeistarinn fyrrverandi þarf ný hné til þess að geta gengið eðlilega Stórt skref en KSÍ í kapphlaupi við tímann Albert sagður á óskalista Everton og Inter Leeds og Burnley skrefi nær ensku úrvalsdeildinni Sara Björk skoraði tvö í stórsigri Stjarnan og Vestri áfram eftir fjölda marka og mikla dramatík Breiðablik ekki í vandræðum og mögnuð endurkoma Þróttar James missir af mikilvægum leikjum meðan Chelsea eltir fernuna „Því miður verðið þið að þola mig aðeins lengur“ Sjá meira
Argentína, Króatía, Nígería. Þessar stóru fótboltaþjóðir verða mótherjar Íslands í D-riðli á HM í Rússlandi á næsta ári. Það er því óhætt að segja íslenska liðið fær því alvöru eldskírn á stærsta sviði fótboltans næsta sumar. „Ég er bara jákvæður. Við vissum að þetta yrði alltaf erfitt, sama hvaða lið kæmu upp úr pottinum. Það er ákveðin rómantík að fá Argentínu í fyrsta leik í lokakeppni HM. Það er líka gaman að fá Afríkuþjóð en hundleiðinlegt að fá Króatíu. Við erum komnir með þokkalegan leiða á þeim,“ sagði landsliðsþjálfarinn Heimir Hallgrímsson í samtali við Fréttablaðið eftir dráttinn í Kreml í gær. „Við erum bara glaðir með þennan drátt og hlökkum til,“ bætti Heimir við. Ísland hefur aldrei mætt Argentínu áður. Það verður því stór stund fyrir strákana okkar að mæta snillingum eins og Lionel Messi sem er á leið á sitt fjórða heimsmeistaramót. Heimir er hvergi banginn enda hefur íslenska liðið mætt hinum ýmsu stórstjörnum á síðustu árum. „Við höfum gert það síðustu ár. Við höfum spilað á móti [Cristiano] Ronaldo, Zlatan [Ibrahimovic] og [Arjen] Robben. Okkur hefur gengið ágætlega á móti bestu leikmönnum í heimi. Vonandi heldur það áfram,“ sagði Heimir. Eyjamaðurinn segir að Ísland hafi verið heppið með riðil út frá staðsetningu. Íslenska liðið verður með aðsetur við Svartahafið á meðan á HM stendur. „Ég veit að Íslendingar eru örugglega byrjaðir að bóka flug í hrönnum. Það er bara gaman. Það er líka skemmtilegt að það er enginn tímamismunur á milli leikvanga og stutt á milli þeirra. Þetta er góður riðill að því leyti til,“ sagði Heimir en Ísland spilar leiki sína í riðlakeppninni í Moskvu, Volgograd og Rostov. Heimir Hallgrímsson var að sjálfsögðu viðstaddur dráttinn í Kreml ásamt fulltrúum KSÍ. En hvernig var upplifunin? „Þetta er svolítið stórt, eins og gefur að skilja. Rússarnir vanda sig vel og það er ótrúlega mikil ásókn og mikið um fjölmiðla,“ sagði Heimir. „Þetta er miklu stærra en nokkurn tímann í kringum EM. Það er bara eðlilegt. Hér er allur heimurinn að fylgjast með og allar stærstu stjörnurnar í kringum okkur. Það er gaman að vera þátttakendur í þessu og mikill heiður fyrir okkur og íslenskan fótbolta.“
HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Enski boltinn Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Enski boltinn Dagskráin í dag: Formúla 1 og NBA á Páskasunnudegi Sport Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg Enski boltinn Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Íslenski boltinn Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin Körfubolti „Flæðið í sóknarleiknum var frábært“ Körfubolti „Við Em erum miklu stærri en þær allar“ Körfubolti „Út með ruslið og inn með íþróttaandann“ Sport Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu Fótbolti Fleiri fréttir Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg McTominay hetja Napoli Fram og Þór Ak. áfram í bikarnum HK vann Lengjudeildarslaginn og fór áfram í bikarnum Dýrlingarnir nældu í stig og jöfnuðu slakasta árangur sögunnar Stórsigur Villa galopnar baráttuna um Meistaradeildarsæti City nálgast sæti í Meistaradeild Evrópu Tveir fimmtán ára með þrjú fyrir KR | Adam Ægir skoraði strax fyrir Val Blésu til veislu eftir brostna drauma í Mílanó Cecilía að landa silfri og Fanney mætt í markið Sjáðu Ísak fara á kostum í Svíþjóð í dag Arsenal í erfiðri stöðu eftir haítískt sigurmark Mögnuð endurkoma mikilvæg í toppbaráttunni Ísak bombaði inn úr þröngu færi Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu „Varst þú ekkert í bláu spurningunum?“ Landsliðsmaður lést í fjögurra bíla árekstri Um afhroð Stjörnunnar í Kópavogi: „Ég spáði þessu jafntefli“ Heimsmeistarinn fyrrverandi þarf ný hné til þess að geta gengið eðlilega Stórt skref en KSÍ í kapphlaupi við tímann Albert sagður á óskalista Everton og Inter Leeds og Burnley skrefi nær ensku úrvalsdeildinni Sara Björk skoraði tvö í stórsigri Stjarnan og Vestri áfram eftir fjölda marka og mikla dramatík Breiðablik ekki í vandræðum og mögnuð endurkoma Þróttar James missir af mikilvægum leikjum meðan Chelsea eltir fernuna „Því miður verðið þið að þola mig aðeins lengur“ Sjá meira