Glæsilegur einleikur á hvorum tveggja vígstöðvum Jónas Sen skrifar 2. desember 2017 12:00 Víkingur Heiðar við píanóið á tónleikunum á fimmtudagskvöldið. Tónlist Verk eftir Mozart og R. Strauss. Sinfóníuhljómsveit Íslands lék undir stjórn Dima Slobodeniouk. Einleikari: Víkingur Heiðar Ólafsson. Eldborg í Hörpu fimmtudaginn 30. nóvember Einhver neyðarlegasta feilnóta sem ég man eftir heyrðist á sinfóníutónleikunum á fimmtudagskvöldið. Stórt og mikið verk eftir Richard Strauss var á lokametrunum og flutningurinn hafði verið vel heppnaður. Túlkunin var stórbrotin og full af átökum og hrífandi litbrigðum. En svo kom lokahljómurinn, sem átti að vera þrunginn andakt, þegar tónlistin fjarar út í eilífðina. Ónefndur málmblásari gerði þá mistök og spilaði vitlausa nótu, en reyndi að leiðrétta sig, án þess að það tækist. Útkoman var rammfölsk og skelfilega áberandi. Hún gerði nánast að engu allt sem á undan var gengið. Auðvitað eru feilnótur eðlilegar í lifandi flutningi og ekkert athugavert við þær. En feilnótan sem hér um ræðir var svo ægileg að það er ekki hægt annað en að nefna hana hér. Þetta er mikil synd, því flutningurinn á verkinu, Heldenleben eða Hetjulífi eftir Strauss, var að öðru leyti hinn prýðilegasti. Fiðlueinleikur Sigrúnar Eðvaldsdóttur var t.d. frábær. Spilamennskan var hnitmiðuð og í fullkomnum fókus. Túlkunin var skapmikil en um leið skemmtilega frjálsleg, og ávallt athyglisverð. Samspil einleiksfiðlunnar og hljómsveitarinnar var líka áhrifaríkt. Einleikurinn var fleygaður með dökkum, lágværum strengja- og básúnuhljómum. Þeir voru fágaðir og dulúðugir, akkúrat eins og þeir áttu að vera. Stjórnandinn, Dima Slobodeniouk, stýrði hljómsveitinni af næmri tilfinningu fyrir manísku tónmáli Strauss. Heildaráferðin var afar sannfærandi. Strengirnir voru þykkir og munúðarfullir. Hraður tréblásturinn var ætíð tær og aðrir hljóðfærahópar voru líka með sitt á hreinu. Rauði þráðurinn slitnaði aldrei, framvindan var hröð og spennandi. Sífellt var eitthvað kræsilegt að gerast og margir hápunktar voru yfirgengilegir. Heldenleben var síðast flutt hér árið 2004 í Háskólabíói. Flutningurinn þá var mikil vonbrigði því hljómburður bíósins var svo lélegur. Tónlistin naut sín ekki, hún var steindauð og eftir því leiðinleg. Annað var uppi á teningnum nú, þetta var eins og að heyra allt annað verk. Mikill er ávinningurinn af Hörpu! Hin tónsmíðin á dagskránni var c-moll píanókonsertinn eftir Mozart. Tónskáldið samdi 27 slíka konserta, en aðeins tveir þeirra eru í moll. Fyrir þá sem ekki vita er dúrhljómurinn bjartari og glaðlegri, mollinn dekkri. Einleikskonsertar á tímum Mozarts áttu að vera skemmtiatriði, öll fúlheit voru bönnuð. Umræddur konsert var því nokkuð á undan sinni samtíð, því hann þótti svo dramatískur. Víkingur Heiðar Ólafsson lék einleik og gerði það af aðdáunarverðri smekkvísi og tæknilegum yfirburðum. Hraðar nótnarunur voru pottþéttar, hljómurinn í píanóinu safaríkur og fullur af söng. Túlkunin var fremur innhverf og án nokkurrar sýndarmennsku, en engu að síður var útkoman glæsileg. Einleikskadensurnar, þ.e. þegar einleikarinn spilar einn án stuðnings hjómsveitarinnar, voru eftir einleikarann sjálfan. Kadensurnar voru djarfar, en samt í stíl Mozarts. Kadensan í fyrsta kaflanum var mun stærri en sú í síðasta kaflanum, en hún hefði að ósekju mátt vera lengri. Hún var svo skemmtileg!Niðurstaða: Neyðarleg feilnóta en annars magnaðir tónleikar með afburða einleik. Tónlistargagnrýni Mest lesið Fötlunin ekki stærsta áfallið heldur veikindin sem fylgdu Lífið Kenndi sjálfum sér um í tuttugu ár Lífið „Lífið væri svo miklu leiðinlegra ef ég ætti ekki bróður með Downs“ Lífið Grundvallarmisskilnings gæti um þaksvalir á Íslandi Lífið Þetta eru keppendur Söngvakeppninnar 2025 Lífið Mótmæltu keppninni í fyrra en ætla sér alla leið í ár Lífið Fréttatía vikunnar: Bólfélagar, fjársvik og flóð Lífið Ragna Sigurðardóttir á von á barni Lífið Erling og Sigríður selja húsið eftir átján ár Lífið Troðfullt hús og standandi lófaklapp Menning Fleiri fréttir Illa bruggaðar Guðaveigar Vínartónleika skorti léttleika: Dansararnir stálu senunni Kynferðislega ófullnægður forstjóri finnur sér ungan graðfola Nýársswing með handbremsu Getuleysi á stóra sviðinu Barist um arfinn í Borgó Brostnar væntingar á Frostrósum Jólakötturinn hvæsti á tónleikagesti Bríet olli vonbrigðum Sjá meira
Tónlist Verk eftir Mozart og R. Strauss. Sinfóníuhljómsveit Íslands lék undir stjórn Dima Slobodeniouk. Einleikari: Víkingur Heiðar Ólafsson. Eldborg í Hörpu fimmtudaginn 30. nóvember Einhver neyðarlegasta feilnóta sem ég man eftir heyrðist á sinfóníutónleikunum á fimmtudagskvöldið. Stórt og mikið verk eftir Richard Strauss var á lokametrunum og flutningurinn hafði verið vel heppnaður. Túlkunin var stórbrotin og full af átökum og hrífandi litbrigðum. En svo kom lokahljómurinn, sem átti að vera þrunginn andakt, þegar tónlistin fjarar út í eilífðina. Ónefndur málmblásari gerði þá mistök og spilaði vitlausa nótu, en reyndi að leiðrétta sig, án þess að það tækist. Útkoman var rammfölsk og skelfilega áberandi. Hún gerði nánast að engu allt sem á undan var gengið. Auðvitað eru feilnótur eðlilegar í lifandi flutningi og ekkert athugavert við þær. En feilnótan sem hér um ræðir var svo ægileg að það er ekki hægt annað en að nefna hana hér. Þetta er mikil synd, því flutningurinn á verkinu, Heldenleben eða Hetjulífi eftir Strauss, var að öðru leyti hinn prýðilegasti. Fiðlueinleikur Sigrúnar Eðvaldsdóttur var t.d. frábær. Spilamennskan var hnitmiðuð og í fullkomnum fókus. Túlkunin var skapmikil en um leið skemmtilega frjálsleg, og ávallt athyglisverð. Samspil einleiksfiðlunnar og hljómsveitarinnar var líka áhrifaríkt. Einleikurinn var fleygaður með dökkum, lágværum strengja- og básúnuhljómum. Þeir voru fágaðir og dulúðugir, akkúrat eins og þeir áttu að vera. Stjórnandinn, Dima Slobodeniouk, stýrði hljómsveitinni af næmri tilfinningu fyrir manísku tónmáli Strauss. Heildaráferðin var afar sannfærandi. Strengirnir voru þykkir og munúðarfullir. Hraður tréblásturinn var ætíð tær og aðrir hljóðfærahópar voru líka með sitt á hreinu. Rauði þráðurinn slitnaði aldrei, framvindan var hröð og spennandi. Sífellt var eitthvað kræsilegt að gerast og margir hápunktar voru yfirgengilegir. Heldenleben var síðast flutt hér árið 2004 í Háskólabíói. Flutningurinn þá var mikil vonbrigði því hljómburður bíósins var svo lélegur. Tónlistin naut sín ekki, hún var steindauð og eftir því leiðinleg. Annað var uppi á teningnum nú, þetta var eins og að heyra allt annað verk. Mikill er ávinningurinn af Hörpu! Hin tónsmíðin á dagskránni var c-moll píanókonsertinn eftir Mozart. Tónskáldið samdi 27 slíka konserta, en aðeins tveir þeirra eru í moll. Fyrir þá sem ekki vita er dúrhljómurinn bjartari og glaðlegri, mollinn dekkri. Einleikskonsertar á tímum Mozarts áttu að vera skemmtiatriði, öll fúlheit voru bönnuð. Umræddur konsert var því nokkuð á undan sinni samtíð, því hann þótti svo dramatískur. Víkingur Heiðar Ólafsson lék einleik og gerði það af aðdáunarverðri smekkvísi og tæknilegum yfirburðum. Hraðar nótnarunur voru pottþéttar, hljómurinn í píanóinu safaríkur og fullur af söng. Túlkunin var fremur innhverf og án nokkurrar sýndarmennsku, en engu að síður var útkoman glæsileg. Einleikskadensurnar, þ.e. þegar einleikarinn spilar einn án stuðnings hjómsveitarinnar, voru eftir einleikarann sjálfan. Kadensurnar voru djarfar, en samt í stíl Mozarts. Kadensan í fyrsta kaflanum var mun stærri en sú í síðasta kaflanum, en hún hefði að ósekju mátt vera lengri. Hún var svo skemmtileg!Niðurstaða: Neyðarleg feilnóta en annars magnaðir tónleikar með afburða einleik.
Tónlistargagnrýni Mest lesið Fötlunin ekki stærsta áfallið heldur veikindin sem fylgdu Lífið Kenndi sjálfum sér um í tuttugu ár Lífið „Lífið væri svo miklu leiðinlegra ef ég ætti ekki bróður með Downs“ Lífið Grundvallarmisskilnings gæti um þaksvalir á Íslandi Lífið Þetta eru keppendur Söngvakeppninnar 2025 Lífið Mótmæltu keppninni í fyrra en ætla sér alla leið í ár Lífið Fréttatía vikunnar: Bólfélagar, fjársvik og flóð Lífið Ragna Sigurðardóttir á von á barni Lífið Erling og Sigríður selja húsið eftir átján ár Lífið Troðfullt hús og standandi lófaklapp Menning Fleiri fréttir Illa bruggaðar Guðaveigar Vínartónleika skorti léttleika: Dansararnir stálu senunni Kynferðislega ófullnægður forstjóri finnur sér ungan graðfola Nýársswing með handbremsu Getuleysi á stóra sviðinu Barist um arfinn í Borgó Brostnar væntingar á Frostrósum Jólakötturinn hvæsti á tónleikagesti Bríet olli vonbrigðum Sjá meira