Mazda ætlar að smíða jeppa fyrir Bandaríkjamarkað Finnur Thorlacius skrifar 5. desember 2017 10:30 Mazda CX-5. Fyrir fjórum árum kynnti Mazda áætlanir sínar um að ná 400.000 bíla sölu í Bandaríkjunum á ári. Það hefur ekki gengið eftir og bæði í ár og síðasta ár hefur sala Mazda bíla minnkað í Bandaríkjunum og ekki náð 300.000 bíla sölu. Til að bregðast við þessu ætlar Mazda að smíða jeppa sem á að falla á milli CX5 jepplingsins og CX9, stærsta bíls Mazda sem fyrirtækið býður í Bandaríkjunum nú. Reyndar bauð Mazda CX7 bíl sinn áður þar en hætti síðan sölu hans. Því er enn rými fyrir bíl í þessum stærðarflokki að mati Mazda og meiningin er að setja hann á markað þar árið 2019 og stendur til að smíða þann bíl í Bandaríkjunum til að gera hann enn samkeppnishæfari. Mazda telur að þann bíl geti fyrirtækið selt í 150.000 bíla magni á ári í Bandaríkjunum, en sem dæmi þá seldi Mazda einungis þar 112.235 CX5 bíla í fyrra. Mazda segir að þessi nýi bíll muni verða allt öðruvísi en markaðurinn hefur áður séð og miklar væntingar eru til hans í herbúðum Mazda. Sala Mazda í flokki jepplinga og jeppa nemur nú 57% af heildarsölunni í Bandaríkjunum, en Mazda vill koma því hlutfalli yfir 60% markið, en ef litið er til alls markaðarins þar vestra er hlutfallið á fyrstu 9 mánuðum ársins 64%. Sala Mazda hefur fallið um 2,4% á þessum fyrstu 9 mánuðum ársins í Bandaríkjunum. Mazda ætlar að kynna Mild-Hybrid tækni í bíla sína árið 2019, sem og hreinræktaðan rafmagnsbíl og tilkoma þessa, sem og nýrrar gerðar Skyactiv-X bensínvéla á einnig að aukinni sölu bíla Mazda í Bandaríkjunum. Mest lesið Rýming í Neskaupstað og á Seyðisfirði Innlent Vaktin: Vopnahlé tekur gildi á Gasa Erlent Tuttugu manns í rútuslysi Innlent „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Innlent „Gríðarlegt högg“ ef bannið varir til frambúðar Innlent Sjálfstæðisflokkurinn þurfi ferskt upphaf Innlent „Sérstakt gleðiefni og gleður mitt hjarta“ Innlent TikTok bann í Bandaríkjunum Erlent Stofnaði eigin „meme“-rafmynt rétt fyrir embættistöku Erlent Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Erlent
Fyrir fjórum árum kynnti Mazda áætlanir sínar um að ná 400.000 bíla sölu í Bandaríkjunum á ári. Það hefur ekki gengið eftir og bæði í ár og síðasta ár hefur sala Mazda bíla minnkað í Bandaríkjunum og ekki náð 300.000 bíla sölu. Til að bregðast við þessu ætlar Mazda að smíða jeppa sem á að falla á milli CX5 jepplingsins og CX9, stærsta bíls Mazda sem fyrirtækið býður í Bandaríkjunum nú. Reyndar bauð Mazda CX7 bíl sinn áður þar en hætti síðan sölu hans. Því er enn rými fyrir bíl í þessum stærðarflokki að mati Mazda og meiningin er að setja hann á markað þar árið 2019 og stendur til að smíða þann bíl í Bandaríkjunum til að gera hann enn samkeppnishæfari. Mazda telur að þann bíl geti fyrirtækið selt í 150.000 bíla magni á ári í Bandaríkjunum, en sem dæmi þá seldi Mazda einungis þar 112.235 CX5 bíla í fyrra. Mazda segir að þessi nýi bíll muni verða allt öðruvísi en markaðurinn hefur áður séð og miklar væntingar eru til hans í herbúðum Mazda. Sala Mazda í flokki jepplinga og jeppa nemur nú 57% af heildarsölunni í Bandaríkjunum, en Mazda vill koma því hlutfalli yfir 60% markið, en ef litið er til alls markaðarins þar vestra er hlutfallið á fyrstu 9 mánuðum ársins 64%. Sala Mazda hefur fallið um 2,4% á þessum fyrstu 9 mánuðum ársins í Bandaríkjunum. Mazda ætlar að kynna Mild-Hybrid tækni í bíla sína árið 2019, sem og hreinræktaðan rafmagnsbíl og tilkoma þessa, sem og nýrrar gerðar Skyactiv-X bensínvéla á einnig að aukinni sölu bíla Mazda í Bandaríkjunum.
Mest lesið Rýming í Neskaupstað og á Seyðisfirði Innlent Vaktin: Vopnahlé tekur gildi á Gasa Erlent Tuttugu manns í rútuslysi Innlent „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Innlent „Gríðarlegt högg“ ef bannið varir til frambúðar Innlent Sjálfstæðisflokkurinn þurfi ferskt upphaf Innlent „Sérstakt gleðiefni og gleður mitt hjarta“ Innlent TikTok bann í Bandaríkjunum Erlent Stofnaði eigin „meme“-rafmynt rétt fyrir embættistöku Erlent Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Erlent