Það er því mjög svipaðar líkur á því með hvaða þjóðum Ísland og Danmörk geta lent í riðli í HM-drættinum í Kremlín í dag.
Danska ríkissjónvarpið hefur látið reikna út fyrir sig líkurnar á því að lenda með ákveðnum þjóðum í riðli.
DR slær því upp að það séu næstum því fjörutíu prósent líkur að danska landsliðið mæti annað hvort Lionel Messi eða Neymar á HM næsta sumar. Sömu sögu er hægt að segja um Ísland.
Það eru mestu líkur á því að Ísland fái aðra hvora Suður-Ameríkuþjóðina úr fyrsta styrkleikaflokknum en Ísland sem og Danmörk mega aðeins vera með einni annarri Evrópuþjóð í riðli.
Ísland hefur aldrei mætt Argentínu í landsleik en Brasilíumenn hafa unnið heimsmeistaratitilinn á báðum árunum sem þeir hafa mætt Íslandi (1994 og 2002).
Það væri vissulega fróðlegt að sjá íslensku strákana reyna að stoppa þessa tvo af bestu leikmönnum heims næsta sumar en ef marka má grein DR þá er það eitthvað sem Danir vilja ekki sjá sína landsliðsmenn lendi í.
Lionel Messi og Neymar eru báðir líklegir til að leiða sína alla leið í úrslitaleikinn og kröfur og væntingar eru miklar til beggja liða á heimavígstöðunum.
Hér fyrir neðan má sjá líkindareikning danska ríkissjónvarpsins.
