Brasilískur draumur og þýsk martröð Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 1. desember 2017 09:00 Ísland - Brasilía á HM? Já, takk. Vísir/Getty Augu knattspyrnuheimsins verða á Moskvu í dag en þá verður dregið í riðla fyrir HM í Rússlandi sem fer þar fram næsta sumar. Eins og hvert mannsbarn veit, að minnsta kosti hér á landi, verður Ísland á meðal þátttökuþjóða í fyrsta sinn.Sjá einnig: Allt sem þú þarft að vita fyrir HM-dráttinnSjá einnig: Argentína ein af átta þjóðum á HM sem við getum mætt í fyrsta sinn Spennan hér á landi er því mikil, eins og víða annars staðar. Til gamans hefur íþróttadeild Vísis stillt upp tveimur riðlum - draumariðlinum og martraðariðlinum en þá má einnig sjá fyrir neðan hvaða riðill er óskaniðurstaða lesenda Vísis, samkvæmt niðurstöðu könnunar sem gerð var í gær.Lesendur Vísis Rússland Perú Ísland Sádi-Arabía Þetta er líklega sá riðill sem hvað auðveldast væri að komast upp úr og í 16 liða úrslitin, enda Rússar langlægst skrifaða liðið úr fyrsta styrkleikaflokki. Raunar er Rússland neðst af öllum HM-þjóðunum á styrkleikalista FIFA en vegna stöðu liðsins sem gestgjafi fær það sæti í fyrsta styrkleikaflokki líkt og venjan er. Perú er sterkt lið úr Suður-Ameríku en það er langt síðan að liðið komst á HM síðast og sjálfsagt telja margir lesenda Vísis að Ísland eigi hvað mestan möguleika að leggja það að velli af þeim liðum sem eru í öðrum styrkleikaflokki. Sádí-Arabía er svo neðsta liðið úr fjórða flokknum og því eðlilegt val lesenda.Draumariðill Brasilía England Ísland Panama Sameinar það besta úr báðum heimum – að mæta skemmtilegum liðum og eiga möguleika á sæti í 16 liða úrslitunum. Hvern hefur ekki dreymt um að spila við Brasilíu á HM? Um það þarf vart að fjölyrða hversu stór stund það yrði. Englendinga höfum við unnið áður og er vel hægt að endurtaka þann leik. Það eru svo endalausir möguleikar á orðagríni með Panama-skjölin fyrir þann leik.Martraðariðill Þýskaland Kólumbía Ísland Nígería Þetta er erfiður riðill, svo vægt sé til orða tekið. Þjóðverjar eru ríkjandi heimsmeistarar og virðast einfaldlega ósigrandi á stórmóti. Þá eru Kólumbíumenn ávallt sterkir. Nígería er svo líklega sterkasta liðið sem hægt væri að fá úr fjórða styrkleikaflokki. HM 2018 í Rússlandi Tengdar fréttir Argentína ein af átta þjóðum á HM sem við getum mætt í fyrsta sinn Ísland verður næsta sumar í fyrsta sinn á stærsta sviði fótboltans þegar liðið keppir á heimsmeistaramótinu í Rússlandi en þar gætu strákarnir okkar spilað við þjóðir í fyrsta sinn í sögu íslenska landsliðsins. Leikur á móti Lionel Messi og félögum yrði sögulegur. 1. desember 2017 06:30 Allt sem þú þarft að vita fyrir HM-dráttinn Í dag verður dregið í riðla fyrir lokakeppni heimsmeistaramótsins í knattspyrnu sem fer fram í Rússlandi næsta sumar. Ísland er á meðal þátttökuþjóða í fyrsta sinn og blandar því geði við risa knattspyrnuheimsins í fyrsta sinn. 1. desember 2017 06:00 Ísland lukkuþjóð Brassa á HM Brasilía er ein af þjóðunum sem geta endað í riðli með Íslandi á HM í Rússlandi 2018 en dregið verður í riðla í Kreml á morgun. Brassarnir ættu að vonast eftir því að mæta íslenska landsliðinu næsta sumar. 30. nóvember 2017 06:00 Heimir: Alveg sama hvaða lið við fáum Heimir Hallgrímsson, þjálfari íslenska karlalandsliðsins í fótbolta, á sér enga óskamótherja þegar dregið verður í riðla á HM 2018 á morgun. 30. nóvember 2017 19:44 Mest lesið 32 ára lögreglukona átti sögulegan klukkutíma Sport Mo Salah fjarlægði nafn Liverpool af miðlum sínum Enski boltinn Hatar hvítu stuttbuxurnar Handbolti „Eins og Ísland en bara enn betra“ Fótbolti Jack Nicklaus fær sex milljarða í meiðyrðamáli Golf Illa vegið að Guðlaugi: „Þetta hlýtur að kalla á rannsókn“ Sport Neyddar í sömu stöðu og Ísland og límdu melónur á skóna Handbolti Uppgjörið FH - Haukar 27-26 | Birgir Már tryggði FH sigur eftir spennutrylli Handbolti Dæmdur úr leik á grátlegan hátt á HM í bakgarði Sport Þjálfari og leikmaður í NBA handteknir Körfubolti Fleiri fréttir Sambandsdeildin | Logi í sigurliði og Crystal Palace lá á heimavelli Evrópudeildin | Elías hélt hreinu í Evrópudeildinni Freyr stýrði Brann til sigurs á Rangers og Albert skoraði Leik lokið: Breiðablik-KuPS 0-0 | Höskuldur klúðraði víti og Blikar bíða enn Mo Salah fjarlægði nafn Liverpool af miðlum sínum Messi framlengir samning sinn um þrjú ár Fantasýn: Tvær gátur og svarið að losa sig við Pedro Leiktíma Sverris breytt þrisvar í dag vegna veðurs Ótrúlegur Kane sá við Messi og Ronaldo Eiður dásamaði Caicedo í beinni á Brúnni „Ákveðið sjokk“ „Heiður að fá að vera í sama flokki og hann“ Var nálægt því að hætta og fara í körfubolta Langþráður sigur með nýtt kerfi en Slot áhyggjufullur Guðrún líklegust til að koma til bjargar í eyðimörk „Kominn tími á sigur í Sambandsdeildinni“ Sjáðu öll mörkin: Neitaði að fagna í sýningu Liverpool Tekur við af læriföður sínum Sló félagsmet Bayern München en náði ekki Viktori Bjarka Vikan grískur harmleikur fyrir gríska eigandann Bayern og Real Madrid í hóp liðanna með fullt hús Chelsea bauð upp á markaveislu á Brúnni Liverpool vaknaði við vondan draum og endaði taphrinuna með stæl Matthías endar ferilinn á laugardag: „Sérstök og svolítið skrýtin tilfinning“ Höskuldur og Ólafur sátu fyrir svörum eftir viðburðarríka viku KA-strákarnir fara út með tvö mörk í mínus Arsenal með langbestu vörn Evrópu Púllarar í ferðaveseni: „Þetta er engin afsökun“ Snjó kyngir niður á Akureyri og Evrópuleikur færður inn Rýndu í lið Bjarna og Guðlaugs: „Eins og í formannsslagnum um árið“ Sjá meira
Augu knattspyrnuheimsins verða á Moskvu í dag en þá verður dregið í riðla fyrir HM í Rússlandi sem fer þar fram næsta sumar. Eins og hvert mannsbarn veit, að minnsta kosti hér á landi, verður Ísland á meðal þátttökuþjóða í fyrsta sinn.Sjá einnig: Allt sem þú þarft að vita fyrir HM-dráttinnSjá einnig: Argentína ein af átta þjóðum á HM sem við getum mætt í fyrsta sinn Spennan hér á landi er því mikil, eins og víða annars staðar. Til gamans hefur íþróttadeild Vísis stillt upp tveimur riðlum - draumariðlinum og martraðariðlinum en þá má einnig sjá fyrir neðan hvaða riðill er óskaniðurstaða lesenda Vísis, samkvæmt niðurstöðu könnunar sem gerð var í gær.Lesendur Vísis Rússland Perú Ísland Sádi-Arabía Þetta er líklega sá riðill sem hvað auðveldast væri að komast upp úr og í 16 liða úrslitin, enda Rússar langlægst skrifaða liðið úr fyrsta styrkleikaflokki. Raunar er Rússland neðst af öllum HM-þjóðunum á styrkleikalista FIFA en vegna stöðu liðsins sem gestgjafi fær það sæti í fyrsta styrkleikaflokki líkt og venjan er. Perú er sterkt lið úr Suður-Ameríku en það er langt síðan að liðið komst á HM síðast og sjálfsagt telja margir lesenda Vísis að Ísland eigi hvað mestan möguleika að leggja það að velli af þeim liðum sem eru í öðrum styrkleikaflokki. Sádí-Arabía er svo neðsta liðið úr fjórða flokknum og því eðlilegt val lesenda.Draumariðill Brasilía England Ísland Panama Sameinar það besta úr báðum heimum – að mæta skemmtilegum liðum og eiga möguleika á sæti í 16 liða úrslitunum. Hvern hefur ekki dreymt um að spila við Brasilíu á HM? Um það þarf vart að fjölyrða hversu stór stund það yrði. Englendinga höfum við unnið áður og er vel hægt að endurtaka þann leik. Það eru svo endalausir möguleikar á orðagríni með Panama-skjölin fyrir þann leik.Martraðariðill Þýskaland Kólumbía Ísland Nígería Þetta er erfiður riðill, svo vægt sé til orða tekið. Þjóðverjar eru ríkjandi heimsmeistarar og virðast einfaldlega ósigrandi á stórmóti. Þá eru Kólumbíumenn ávallt sterkir. Nígería er svo líklega sterkasta liðið sem hægt væri að fá úr fjórða styrkleikaflokki.
HM 2018 í Rússlandi Tengdar fréttir Argentína ein af átta þjóðum á HM sem við getum mætt í fyrsta sinn Ísland verður næsta sumar í fyrsta sinn á stærsta sviði fótboltans þegar liðið keppir á heimsmeistaramótinu í Rússlandi en þar gætu strákarnir okkar spilað við þjóðir í fyrsta sinn í sögu íslenska landsliðsins. Leikur á móti Lionel Messi og félögum yrði sögulegur. 1. desember 2017 06:30 Allt sem þú þarft að vita fyrir HM-dráttinn Í dag verður dregið í riðla fyrir lokakeppni heimsmeistaramótsins í knattspyrnu sem fer fram í Rússlandi næsta sumar. Ísland er á meðal þátttökuþjóða í fyrsta sinn og blandar því geði við risa knattspyrnuheimsins í fyrsta sinn. 1. desember 2017 06:00 Ísland lukkuþjóð Brassa á HM Brasilía er ein af þjóðunum sem geta endað í riðli með Íslandi á HM í Rússlandi 2018 en dregið verður í riðla í Kreml á morgun. Brassarnir ættu að vonast eftir því að mæta íslenska landsliðinu næsta sumar. 30. nóvember 2017 06:00 Heimir: Alveg sama hvaða lið við fáum Heimir Hallgrímsson, þjálfari íslenska karlalandsliðsins í fótbolta, á sér enga óskamótherja þegar dregið verður í riðla á HM 2018 á morgun. 30. nóvember 2017 19:44 Mest lesið 32 ára lögreglukona átti sögulegan klukkutíma Sport Mo Salah fjarlægði nafn Liverpool af miðlum sínum Enski boltinn Hatar hvítu stuttbuxurnar Handbolti „Eins og Ísland en bara enn betra“ Fótbolti Jack Nicklaus fær sex milljarða í meiðyrðamáli Golf Illa vegið að Guðlaugi: „Þetta hlýtur að kalla á rannsókn“ Sport Neyddar í sömu stöðu og Ísland og límdu melónur á skóna Handbolti Uppgjörið FH - Haukar 27-26 | Birgir Már tryggði FH sigur eftir spennutrylli Handbolti Dæmdur úr leik á grátlegan hátt á HM í bakgarði Sport Þjálfari og leikmaður í NBA handteknir Körfubolti Fleiri fréttir Sambandsdeildin | Logi í sigurliði og Crystal Palace lá á heimavelli Evrópudeildin | Elías hélt hreinu í Evrópudeildinni Freyr stýrði Brann til sigurs á Rangers og Albert skoraði Leik lokið: Breiðablik-KuPS 0-0 | Höskuldur klúðraði víti og Blikar bíða enn Mo Salah fjarlægði nafn Liverpool af miðlum sínum Messi framlengir samning sinn um þrjú ár Fantasýn: Tvær gátur og svarið að losa sig við Pedro Leiktíma Sverris breytt þrisvar í dag vegna veðurs Ótrúlegur Kane sá við Messi og Ronaldo Eiður dásamaði Caicedo í beinni á Brúnni „Ákveðið sjokk“ „Heiður að fá að vera í sama flokki og hann“ Var nálægt því að hætta og fara í körfubolta Langþráður sigur með nýtt kerfi en Slot áhyggjufullur Guðrún líklegust til að koma til bjargar í eyðimörk „Kominn tími á sigur í Sambandsdeildinni“ Sjáðu öll mörkin: Neitaði að fagna í sýningu Liverpool Tekur við af læriföður sínum Sló félagsmet Bayern München en náði ekki Viktori Bjarka Vikan grískur harmleikur fyrir gríska eigandann Bayern og Real Madrid í hóp liðanna með fullt hús Chelsea bauð upp á markaveislu á Brúnni Liverpool vaknaði við vondan draum og endaði taphrinuna með stæl Matthías endar ferilinn á laugardag: „Sérstök og svolítið skrýtin tilfinning“ Höskuldur og Ólafur sátu fyrir svörum eftir viðburðarríka viku KA-strákarnir fara út með tvö mörk í mínus Arsenal með langbestu vörn Evrópu Púllarar í ferðaveseni: „Þetta er engin afsökun“ Snjó kyngir niður á Akureyri og Evrópuleikur færður inn Rýndu í lið Bjarna og Guðlaugs: „Eins og í formannsslagnum um árið“ Sjá meira
Argentína ein af átta þjóðum á HM sem við getum mætt í fyrsta sinn Ísland verður næsta sumar í fyrsta sinn á stærsta sviði fótboltans þegar liðið keppir á heimsmeistaramótinu í Rússlandi en þar gætu strákarnir okkar spilað við þjóðir í fyrsta sinn í sögu íslenska landsliðsins. Leikur á móti Lionel Messi og félögum yrði sögulegur. 1. desember 2017 06:30
Allt sem þú þarft að vita fyrir HM-dráttinn Í dag verður dregið í riðla fyrir lokakeppni heimsmeistaramótsins í knattspyrnu sem fer fram í Rússlandi næsta sumar. Ísland er á meðal þátttökuþjóða í fyrsta sinn og blandar því geði við risa knattspyrnuheimsins í fyrsta sinn. 1. desember 2017 06:00
Ísland lukkuþjóð Brassa á HM Brasilía er ein af þjóðunum sem geta endað í riðli með Íslandi á HM í Rússlandi 2018 en dregið verður í riðla í Kreml á morgun. Brassarnir ættu að vonast eftir því að mæta íslenska landsliðinu næsta sumar. 30. nóvember 2017 06:00
Heimir: Alveg sama hvaða lið við fáum Heimir Hallgrímsson, þjálfari íslenska karlalandsliðsins í fótbolta, á sér enga óskamótherja þegar dregið verður í riðla á HM 2018 á morgun. 30. nóvember 2017 19:44